Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 46
94 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 Búskaparhættir eru þó með af- brigðum frumstæðir, svo og húsa- kynni og lifnaðarhættir alls þorra íbúanna. Mannsaflið er aðal orkugjafi, til burðar og dráttar, og þá aðallega kvenmannsafl. Kven- fólk er víða enn flokkað með hús- dýrum, þo svo notast megi líka til barnaframleiðsiu. Landið er víðast hálent og fjöli- ótt og ber hæst til frægra Kilim- anjaro, sem gnæfir upp í tæplega 6000 m hæð, rétt sunnan við mið- baug, með jökul eigi alilítinn á toppnum. Er það ægifögur og hrikaleg sjón og yljar manni reyndar iítillega um hjartarætur, því álengdar er það ekki ólíkt Suæfeilsjökli, kannski séðum úr Selsvörinni á björtu sumarkvöldi. Og hvort sem það var nú Snæfells- jökull eða einhver annar, sem Nóbelsskáldið átti við, þá er eftir- farandi lýsing hans úr Heimsijós- inu óviðjafnanleg og getur allt eins hvarflað að manni hér við miðbaug: „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þess vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu." Vona ég, að skáldið afsaki birt- ingu þessa gullkorns. Einn af mörgum kostum þessa ágæta lands er sá, að hér fyrir- finnst ekki sjónvarp og höfum við verið svo iánsöm að ánetjast ekki myndbandabyltingunni, sem hér herjar á betri borgara, ekki síður en íslendinga. En hér er fátt til dægrastyttingar eftir að sól er sest, hvorki bíó né öldurhús og er þá gjarnan þrautalending að glugga aðeins í heimsbókmennt- irnar, til ómetanlegrar sáluhjálp- ar og andlegrar uppbyggingar. Undirrituðum er ætlað að mennta innfædda í höndlun alls konar, með samvinnusniði, svo og reikningshaidi o.þ.u.l. Er skemmst frá því að segja, að kaupmenn eru til hér af guðs náð sem annars staðar, en hugtökin debet og kred- et reynast mönnum torræð; og lítt skiljanlegt allt þetta pappírsflóð í kringum einfalda hluti. Og þetta eru nú heldur ekki KRON- eða KEA-kjörbúðir hérna, heldur frekar með 100 ára gömlu íslensku krambúðarsniði. Ástæða þess að við erum hér, en ekki í einhverju öðru iandi, er helst sú, að Tanz- anía er eitt af örfáum þróunar- löndum sem hefur orðið fyrir barðinu á því dvergvaxna fyrir- brigði sem kallað er „aðstoð Is- lands við þróunarlöndin" og er þetta framtak reyndar í samvinnu við hin Norðurlöndin. Og til þess að þetta verði ekki staðreynda- laust stagl, þá er rétt að geta þess, að Tanzanía er tæplega 1. millj. km2, eitt af fátækustu löndum Viktoríu-fossarnir Kvenfólk er enn víða flokkað með húsdýrum Bragi Ragnarsson skrifar frá Tanzaníu Það er nú ekki seinna vænna, að Morgunblaðið fái að heyra frá scrlegum fréttaritara sínum í Afríku, sem nú hefur gegnt embætti í u.þ.b. eitt ár, samkvæmt pressu-passa útgefnum 18/2 1981. Hefur fréttaritari þessi nú dvalið með blámönnum í næstum eitt ár, í því landi Austur-Afríku er Tanzanía nefnist, sér og sínum til óblandinn- ar ánægju. Enda er loftslag hér með miklum ágætum, landið fagurt og frítt og víða vel fallið til landbúnaðar; en ekki ósennilegt að íslenskum kal-bændum brygði við að kynnast þvílíkum landshátt- um. Þó er sá hængur á, að í sumum héruðum skeikar máttarvöldum iðulega við úthlutun úrkomu, svo land er ýmist sviðið af þurrki eða allt á floti. Úrkoma er þó yfirleitt ekki íslenskum sóldýrkendum til baga, mánaðarskammtur kemur e.t.v. á einum klukkutíma, en sól- skin á öðrum tímum dags. Eða eins og segir í vísunni: fyrstu 33 árin í höndum fyrirtækis Rhodes, „Rhodes’s British South African Company", sem setti lög, lagði á skatta, hélt úti lögregluliði, byggði vegi og járnbrautir. 1923 er Suður-Ródesía svo lýst bresk sjálfstjórnarnýlenda og er svo allt meira og minna tiðindalaust þar til 1963, að sá frægi maður Ian Smith verður forsætisráðherra. 1965 lýsir hann yfir einhliða sjálfstæði ríkisins og upphefur mikla baráttu, innanlands gegn réttindabrölti innfæddra og út á við gegn Bretum og síðar öðrum þjóðum, sem lýstu vanþóknun á stjórn Smiths og stóðu t.a.m. SÞ fyrir refsiaðgerðum gegn stjórn hans. Sem dæmi um ástandið má nefna, að árið 1965 var neyðar- ástandi lýst yfir í Ródesíu og stóð það óslitið til 1980. Smith var óvæginn og harður í horn að taka og var réttindabarátta innfæddra miskunnarlaust barin niður og er sú saga ófögur og verður ekki nán- ar rakin hér. Endanlega missti hvíti minnihlutinn stjórn landsins 1. júní 1979 og tók biskup Muzor- ewa þá við sem fyrsti svarti for- sætisráðherra landsins. Fullt sjálfstæði fékk landið svo í apríl 1980, undir stjórn Mugabes, þess sem enn er forsætisráðherra. Hvað svo sem segja má um stjórn Smiths og þann mikla óróa sem Mið-Afríku og er þar þægilegt loftslag árið um kring. Heldur var fátæklegt vöruval í verslunum og speglaði reyndar ástand í efna- hagsmálum. Zambía er nefnilega háð útflutningi á kopar, eins og Island þorskinum, og hefur orðið mikið verðhrun á heimsmarkaði á þessari framleiðslu þeirra. Gerð- um við ekki stóran stans í Lusaka, en héldum að Viktoria-fossunum, sem eru í Zambezi-fljóti, á landa- mærum Zimbabwe og Zambíu. Fossar þessir eru ekki að ósekju taldir með mestu náttúruundrum og eru í raun margir fossar, sem steypast niður í um 100 m djúpt gil og er öll lengjan rúmur 1 'k km. Gífurlegur vöxtur verður í fljótinu á há-rigningartímanum, í endaðan mars fram í byrjun apríl, og eykst þá vatnsmagnið úr því að vera að meðaltali 15 millj. gallon á mín. í 120 millj. gallona. Sjálfsagt eru fossarnir miklu tilkomumeiri þá en þegar við sáum þá, en sá galli er sagður á, að þá sjást þeir ekki vegna mikiis úða. En nógu fannst okkur þeir stórkostlegir þarna í desember, ferðalangar kannski ekki jafn stórkostlegir, hundblaut- ir af úðanum. Við skoðuðum foss- ana aðallega Zimbabwe-megin, en þar gengur maður á gilbrúninni gegnt vatnsfallinu sem steypist af hinni brúninni í aðeins 100—200 m fjarlægð. Þarna eyddum við heilum degi og leiddist ekki. Við fengum þarna inni á stór- góðu hóteli, Victoria Falls Hotel, í gömlum nýlendustíl. Húsakynni og aðbúnaður hæfði kóngafólki og verðlag reyndar líka. Þaðan héld- um við áleiðis tl Salisbury, höfuð- borgar Zimbabwe. Má skjóta því hér að, að sú nafngift mun fljótt verða strikuð út af landabréfum og borginni gefið innlent, stað- bundið nafn, því innfæddir munu ekki una því, að kenna höfuðborg sína við útlending þann, Salisbury lávarð, sem áður er nefndur. Ókum við til borgarinnar Bula- wayo og stoppuðum þar dagstund, en náðum til Salisbury seint að kvöldi. Bulawayo þessi er allstór borg með nýjum glæsilegum bygg- ingum og að skipulagi og yfir- bragði frekar með amerísku sniði en evrópsku. T.a.m. eru stræti og breiðgötur látin skerast í ná- kvæmum 90° hornum og skírðar númerum. Salisbury var helstur áfanga- staður þessa ferðalags og stoppuð- um við þar í um eina viku. Þetta er glæsileg stórborg með tæplega einni milij. íbúa og hefur upp á að bjóða öll þau þægindi og munað sem fáanlegur eru í stórborgum Vesturlanda. Vöruval i verslunum allgott, en verðlag á innfluttum varningi svimandi hátt. Hvergi á ferð okkar um Zimbabwe sáum við Hér er landið Ijúfl um kring og lejni ég ekki hinu, að sólin allan ársins hring yljar mannfólkinu. heims, íbúatala um 20 millj.; öðl- aðist sjálfstæði frá Bretum 1961. Stjórnarfyrirkomulag er eins flokks „lýðræði", stjórnarstefnan er skraddarasaumaður sósíalismi, kenndur við Afríku og æðsti mað- ur flokks og iýðveldis er sá frægi sómamaður, Júlíus K. Nyerere. Og svo er hér aragrúi villidýra, svo sem ljóna, gíraffa, buffalóa, hlé- barða, nashyrninga, flóðhesta og fíla, svo eitthvað sé nefnt. Eru margir stórir, friðaðir þjóðgarðar í landinu, þar sem auðvelt er að nálgast þessi dýr, ferðamönnum til ánægju og veiðiþjófum til hag- ræðis. Við höfum ferðast talsvert um Tanzaníu og í desember sl. fórum við í ágætis, eftirminnilegt bíl- ferðalag um Zambíu og Zimbabwe, lönd þar sem áður hétu Norður- og Suður-Ródesía. Eiga þau sér sögu ekki ómerka og hefur það síðar- nefnda verið í sviðsljósinu um • langa hríð og er enn áberandi í heimsfréttum fyrir ýmsar sakir. Það er upphaf þeirrar sögu, að breskur athafnamaður, Cecil Rhodes, sendi flokk manna árið 1890 norður yrir Limpopo-fljótið, sem markar landamæri S-Afríku og Zimbabwe, til að leita að gulli og færa út kvíar breska heims- veldisins. Þeir reistu „Union Jack“ þar sem nú er Salisbury og í nafni Viktoríu drottningar slógu þeir eign sinni á Mashonaland og allt það annað land í suðurhluta Mið- Afríku, sem æskilegt væri talið að eigna breska heimsveldinu. Svo einfalt var það nú í þá daga. En landnemarnir vöruðu sig ekki á því, að breski forsætisráðherrann, Salisbury lávarður, var ekkert ánægður með fyrirtækið. Bretar höfðu fengið sig fullsadda á rán- dýrum landnámsævintýrum og Rhodes varð að borga brúsann sjálfur. Þannig var stjórn Ródesíu Frá Karíba stöðuvatninu. verið hefur í landinu í langan tíma, er efnahagur þess á hærra plani en annarra Afríkuríkja að undanskildri S-Afríku. Og verður nú fróðlegt að sjá hvernig hinum nýju valdhöfum tekst að varðveita það forskot, um leið og þeir ætla sér að auka velmegun almennings, sem sennilega er lítið meiri nú en annarra Afríkuríkja, ef hægt er að kalla það velmegun. En eftir þennan sögulega inn- gang er rétt að geta þess helsta sem fyrir augu bar í þessu ágæta ferðalagi. Við áðum fyrst í Lus- aka, höfuðborg Zambíu. Lusaka er snyrtileg borg inni á hásléttu merki um undangengna ófriðar- tíma og stjórnun og þjónusta öll sem við kynntumst var með öðrum og betri hætti en við áður þekkt- um frá þessari heimsálfu. Reynd- ar eru enn mikil átök innan stjórnmálaafla landsins, þó svo Ian Smith hafi verið kippt úr sam- bandi. Á þingi sitja 100 fulltrúar, þai* af 15 hvítir. (Af 7 millj. íbúa eru 180 þús. hvítir, svo varla hall- ar á hvíta þar.) Flokkur Mugabes, núverandi forsætisráðherra, hefur 57 fulltrúa, sem þeir eru greini- lega ekki ánægðir með, því fyrir dyrum stendur þjóðaratkvæða- greiðsla um það, hvort taka beri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.