Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 57 hafið og full virðing borin fyrir erlendri fjárfestingu, en nýjar reglur dregnar upp. — Mótun óháðrar og sjálfstæðrar utanríkisstefnu með áherslu á gott samband við Bandaríkin. Samtök byltingarmanna voru stofnuð í apríl 1980. Þau eru fjöl- mennasta stjórnmálahreyfingin í sögu E1 Salvador. Kommúnistar, sósíaldemókratar og óánægðir kristilegir demókratar starfa þar saman. 80% af verkalýðsfélögum eru aðilar að samtökunum, þjónar kirkjunnar starfa innan þeirra, svo og bændur, stúdentar, emb- ættismenn og verslunarfólk. Ungo er talsmaður stjórnmálaarms samtakanna, en fimm leiðtogar flokka kommúnista, sem eru mis- jafnlega blóðþyrstir, tala máli byltingarinnar. Byltingarmönnum óx fiskur um hrygg á áttunda áratugnum eftir að kosningabandalag Kristilegra demókrata og sósialdemókrata hlaut mikið fylgi í kosningunum 1972 og ógnaði verulega herfor- ingjastjórninni, sem var við völd. Talið er, að kosningabandalagið hafi unnið meirihluta atkvæða í kosningunum, en herforingja- stjórnin hafi haft rangt við, falsað atkvæði og talið vitlaust, og þann- ig haldið velli. Talið er, að svipað hafi átt sér stað 1977. Ernesto Claramount, frambjóðandi stjórn- arandstöðunnar, naut þá svipaðs fylgis og Romero herforingi í skoðanakönnunum, en Romero sigraði í kosningunum þá með helmings mun atkvæða. Baráttan fyrir velferð bænda efldist á þessum árum. Kommún- Hermenn í eftirlitsferð i San Salvador, höfuöborg El Salvador. istar börðust fyrir rétti þeirra í byrjun 4. áratugsins og verka- lýðsfélög voru stofnuð en herinn barði baráttu þeirra á bak aftur og 20.000—30.000 bændur eða 4% íbúa landsins voru myrtir í miklu blóðbaði árið 1932. Þessi aðför hersins hélt mótþróa í landinu gegn landeigendum niðri í þrjá áratugi. Stjórn landsins var í höndum landeigenda fram til árs- ins 1932 þegar fyrsta herforingja- stjórnin tók völdin. Mest allt gróð- ursælt land er í höndum 14 fjöl- skyldna og þær hafa mikil áhrif innan hersins því aðeins ættingjar þeirra komast til metorða innan hans. Kaffi, sykur og bómull eru helstu útflutningsvörur E1 Salva- dor. Ræktunin krefst mikils land- svæðis til að vera arðbær en land- eigendurnir njóta góðs af stórbýl- um sínum. 90% bænda eiga ekkert land. Þeir lifa við sult og seiru, ferðast um í leit að atvinnu og finna hana um uppskerutímann sem stendur í fjóra mánuði. Frjálslyndir prestar innan kaþ- ólsku kirkjunnar hófu að starfa með bændum á áttunda áratugn- um. Þeir mynduðu með þeim sam- tök sem börðust fyrir betri laun- um og afkomu. Stjórnvöld reidd- ust kirkjunni og sögðu hana vera að blanda sér inn í mál henni óvið- komandi. Aðför var gerð að prest- um og þeir myrtir og ofsóttir. Á sama tíma jókst fylgi bylt- ingarmanna og flokkar þeirra mótuðust. Fimm kommúnista- flokkar eiga sér talsmenn innan samtaka byltingarmanna. Jorge Shafick Handal er formaður Kommúnistaflokksins. Hann studdi kosningabandalag Kristi- legra- og Sósíaldemókrata á sín- um tíma. Hann er „Rússakommi" en er sagður aðhyllast friðsam- legri lausn á stjórnmálavandanum í E1 Salvador. Flokkur hans nýtur meira fylgis innan verkalýðsfé- laga en meðal skæruliða. Salvador Cayetano Carpio er leiðtogi Frels- Vinstrisinnaöir skæruliöar í Cabanas-héraöi ishreyfingarinnar. Hann klauf sig út úr Kommúnistaflokknum 1970 þegar flokkurinn neitaði að taka upp vopn. Hann er gamall Marx- Leninisti og hefur minnstan áhuga af leiðtogum samtakanna á að hefja samningaviðræður við stjórnvöld. Roberto Roca er leið- togi Byltingarsinnaðra verka- manna í Mið-Ameríku. Hann er sagður hafa gott vit á stjórnmál- um og vera mjög hlynntur samn- ingaviðræðum. Flokkur hans er minnstur meðal uppreisnarmann- anna. Joaquin Villalobos er leið- togi Byltingarhersins. Hann stjórnar stærstu skæruliðasveit- inni og hefur gott vit á hernaði. Hann þykir raunsær í stjórnmál- um en oft skorta skoðanafestu. Ferman Dienfuegos er leiðtogi Andspyrnuhreyfingarinnar. Hann er hlynntur samstarfi við and- marxíska flokka og þykir varfær- inn. Samtök byltingarmanna taka ekki þátt i kosningunum og munu halda áfram að berjast fyrir rétti borgaranna að þeim loknum. Kristilegir demókratar eru lengst til vinstri af þeim flokkum sem eru í framboði. Bandaríkjastjórn treystir því að flokkurinn vinni meirihluta í kosingunum, 31 þing- sæti af 60, eða nægilegt fylgi til að hafa áfram forystu í nýrri ríkis- stjórn. Duarte mun halda endur- skiptingu landeigna og skrefum í átt að þjóðnýtinu áfram eftir kosningarnar. Hann hefur sagt að eftir kosningarnar verði auðveld- ara að hafa hömlur á hernum og öryggissveitunum því þá verði herinn ekki lengur sjálfstæð heild eins og hann er nú. Hann segist vonast til að vinna bug á skærulið- um og uppreisnarmönnum eftir kosningarnar með aukinni hern- aðaraðstoð frá Bandaríkjunum og auknum þrýstingi á Nicaragua og Kúbu að hætta vopnasendingum til landsins. Fimm hægriflokkar bjóða fram í kosningunum en flokkur Roberto d’Aubuisson frv. majórs í hernum, Repúblikanski sambandsflokkur- inn er stærstur. Sendiherra Bandaríkjanna í San Salvador, Deane R. Hinton, hefur sagt að Bandaríkjastjórn lítist miður vel á velgengni hans og það verði erfitt að fá bandaríska þingið til að samþykkja aukna hernaðar- og efnahagsaðstoð við E1 Salvador ef hann fer með sigur af hólmi. Bar- átta d’Aubuissons var mjög vel skipulögð og hann hafði gilda kosningasjóði að baki sér. Hann kallar Duarte kommúnista og er á móti þjóðnýtingu og endurskipt- ingu landeigna. Hann vill að her- inn fái frjálsar hendur og allsherj- ar herferð verði farin gegn skæru- liðum og uppreisnarmönnum og barátta þeirra endanlega beygð á bak aftur á næstu þremur mánuð- um. d’Aubuisson er ávallt vopnað- ur en hann hefur lifað af tvær morðtilraunir. Sagt er að hann hafi verið viðriðinn morðið á Rom- ero erkibiskupi en öryggissveitir stjórnarinnar myrtu hann 1980. Hinir hægriflokkarnir eru litlir og eiga litla sigurmöguleika í kosn- ingunum. Borgarastyrjöldin í E1 Salvador mun halda áfram hver sem niður- staða kosninganna verður. Vandi þjóðarinnar verður ekki leystur á einni nóttu. Landeigendur og her- inn vilja ekki missa eignir sínar og völd en misrétti og ofbeldi hefur staðið of lengi. Efnahagslíf í land- inu er í fullkomnu öngþveiti og fólk býr við mikla óvissu. Athygli heimsins beinist að E1 Salvador þessa dagana en tíminn einn mun leiða í ljós hver örlög 5 milljóna íbúa landsins verða. ab. Sólarkvöld okkar hala nú slegið öll met. - rétt eins og sumaráœtlunin og íerðabœklingurinn góði Nú kynnum við Torontoferðirnar og sköpum kanadíska hlöðustemmningu eins og hún gerist best; mœtum í frjélslegum klæðnaði og tökum lagið í góðra vina hópi Allir lá íerðabœkling og að sjálísögðu verður kynningarkvik- myndinsýnd Kanadískt fjör fré fyrstu mínutu. Reynir Jónasson harmonikkuleikari og Jón Ólalsson píanóleikari taka á móti gestum með dillandi hlöðu- músík. I örstuttri ferðakynningu verður sagt írá Kanadaferðunum og athyglin vakin á þeim tjölmörgu möguleikum sem þœr bjóða upp á- Spurningakeppnin verður á sínum stað og nú keppa Tollvarðafélag íslands og Iðja, félag verksmiðju- fólks. Þjóðdansafélag Reykjavíkur sýnir þjóðdansa Ferðabingóið er ómissandi og að venju spilað um veglega ferða- vinninga. Kvöldverðurinn íadawonderland P‘eCmskrl50ogviðminnuiri Módelsamtökin sýna glœsileg föt fránýrri tískuverslun, Urður, Skóla- vörðustíg 14. Kór Langholtskirkju kemur í heim- sókn og skemmtir gestum af alkunnri snilld- Arnarflugsdúettinn frcegi tekur lagið 'f' Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi. Aðgöngumiðar eru seldir og aí- greiddir í andyri Súlnasalar milli kl. 16.00 og 18.00 og þú velur þér borð um leið og þú sœkir miðana. Síminn í miðasölunni er 20221 og hver aðgöngumiði er um leið happ- drættismiði sem gefur þér möguleika á 20.000 króna ferðavinningi. Rúllu- gjald er innheimt við innganginn. Næsta sótarkvöld er tileinkað Portoroz. Kynnir: MagnúsAxelsson Stjórnandi: Sigurður Haraldsson Húsið opnað kl. 21.00 fyrir þá gesti sem ekki snœða kvöldverð. Töframaðurinn og eldgleypirinn Micky Vaughan sýnir listir sínar Hittumst á Solarkvöldi - Þar er fjörið! Samvinnuferóir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.