Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 21
69
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982
JJ Að láta allt þetta fólk nauðugt í
hendurnar á Stalín var algerlega^
andstætt hefðum siðaðra þjóða ■■
SJA: HARMLEIKUR
HASKASPIL
Advörun
um aspirín
stungið
undir stól
„Vegna mikil þrýstings frá
lyfjaiðnaðinum stungu yfirvöld í
Bandaríkjunum undir stól skýrslu
þar sem foreldrar og læknar eru
alvarlega varaðir við því, að aspir-
ín getur leitt til banvæns sjúk-
dóms í börnum." Þessar fullyrð-
ingar koma frá bandarískum neyt-
endasamtökum, sem sérstaklega
fjalla um heilsuvernd, og formað-
ur þeirra, dr. Sidney Wolfe, segir,
að þetta framferði Bandarísku
heilsustofnunarinnar hafi líklega
valdið því, að nokkur börn hafi „að
ástæðulausu dáið úr Reye-veik-
inni“.
Wolfe segir, að vegna áhrifa
stórfyrirtækja í lyfjaiðnaðinum
hafi Reagan-stjórnin hindrað í
meira en tvo mánuði birtingu upp-
lýsinga um Reye-sjúkdóminn og
huganlegan þátt aspiríns í honum.
Það var í desember sl., segir
Wolfe, sem ríkisstofnunin fyrr-
nefnda fór fram á að foreldrar
yrðu varaðir við að gefa börunum
sínum aspirín á þeim tímum árs-
ins þegar mest er um inflúensu
svo og þeim börnum, sem eru með
hlaupabólu, en aspirín-framleið-
endur gátu talið forsvarsmenn
hennar á að bíða með aðvörunina.
Reye-sjúkdómurinn hefur vald-
ið læknum miklum heilabrotum
en hann leggst einkum á ung börn,
sem hafa fengið hiaupabólu, inflú-
ensu eða aðra skylda veirusjúk-
dóma. 20—30% þeirra, sem fá
veikina, deyja úr henni og á öðrum
hefur hún valdið varanlegum
REFSINGAR
Hegningarhús
fyrir breyska
bifreiðastjóra
Skoðunarferð um eina fangelsið
í heiminum, sem eingöngu er æti-
að afbrotamönnum í umferðinni,
sýnir betur en allt annað hversu
japönsk yfirvöld eru staðráðin í
því að beita ökumenn þyngstu
refsingum og tryggja þar með að
þeim komi ekki til hugar að
endurtaka fyrra brotið.
„Ég sver að ég mun verða góður
ökumaður aftur," stendur ritað á
japönsku á marmarasúlu á opnu
svæði milli kuldalegra stein-
steypubygginga á Boso-skaganum,
um 40 mílur austur af Tókíó.
Fangelsisyfirvöldin róa að því
öllum árum að áletrunin á mar-
marasúlunni reynist meira en orð-
in tóm. í því skyni hafa þau skipu-
lagt fyrirlestra, kvikmyndasýn-
ingar og meira að segja öku-
kennslu á svæði við íþróttavöllinn,
þar sem fangarnir verja klukku-
tíma á dag til líkamsþjálfunar.
Fangelsisyfirvöld í Japan hafa
skýrt frá því, að það hafi verið
sökum þess að umferðarlagabrot
hafi ekki virzt jafn alvarleg í aug-
um almennings og hver önnur af-
brot, að það var ákveðið að byggja
sérstakt fangelsi fyrir þá, sem
hlutu fangavistardóma fyrir af-
brot í umferðinni.
Grundvallarhugsunin á bak við
þetta sérstæða fangelsi sýnir
Sumir ættu að steinhætta akstri.
ljóslega þá djúpstæðu virðingu
sem Japanir hafa fyrir lögum og
rétti. Þegar að er gáð kemur í ljós,
að fæstir, þeir sem afplána dóma í
fangelsinu, hefðu hlotið slíka
dóma á Vesturlöndum.
Fangarnir dvelja aðeins fyrstu
fjórar vikurnar af refsitíma sínum
í venjulegum fangaklefa. Þar
dvelst fanginn einn til að hann
geti ekki haft samband við sam-
fanga. Að þeim tíma liðnum er
hann fluttur í svefnskála, þar sem
hann getur talað við aðra fanga að
vild. „Grundvallaratriðið er að
veita þeim smátt og smátt aukið
frjálsræði," segir Soichi Matsuki,
fangelsisstjóri, „þannig að smátt
og smátt skynji þeir aukna
ábyrgð."
Fangarnir eru látnir gangast
undir sérstakt nám ásamt verk-
þjálfun, þar á meðal bílaviðgerðir.
Kennarar flytja fyrirlestra og
þjáifa vistmenn í akstri. Ráðgjöf-
inni er beint að því takmarki fyrst
og fremst, að fangarnir brjóti ekki
framar af sér í umferðinni og
reyndar er einnig stefnt að því að
nokkur hluti þeirra aki aldrei aft-
ur.
„Við teljum að um 20% hinna
dæmdu séu alls óhæfir til að aka
bifreið og fræðslustarf okkar mið-
ar að því að fá þá til að missa
áhugann á akstri," segir Matsuki
fangelsisstjóri.
Að sögn sálfræðinga fangelsis-
ins er erfiðast að koma því inn í
hausinn á föngunum að þeir megi
aldrei aka ölvaðir. „Sumir fá löng-
un til þess að aka bíl ef þeir eru
undir áhrifum áfengis," segir einn
sálfræðingurinn, „en við reynum
að sannfæra þá um, að annaðhvort
verði þeir að hætta að drekka eða
þeir endi með því að drepa ein-
hvern."
— DONALD KIRK.
Stalín, Roosevelt, ('hurchill: öllum skyldi skilað til sinna heimkynna.
kosningunum í E1 Salvador 28.
þ.m. Galsworthy var einn þeirra,
sem átti þátt í nauðungarflutn-
ingum 1945,
Betheil lávarður hafði þetta að
segja um sendiför Galsworthys:
„Sá sem ætlar sér þessara erinda
til, E1 Salvador, þarf að hafa
tandurhreinan skjöld, í það
minnsta hvað mannréttindi varð-
ar.“
— GRAHAM HEATHCOTE
heilaskaða. Það var ekki fyrr en
1963 að það tókst að greina sjúk-
dóminn en læknar telja nú, að
hann sé e.t.v. einn af tíu hættu-
legustu sjúkdómunum í ungum
börnum.
í skýrslu frá Bandarísku heilsu-
gæslustofnuninni í nóvember 1980
segir, að rannsóknir í Michigan og
Ohio bendi til, að ef aspirín er gef-
ið börnum með veirusjúkdóm, geti
það ýtt undir þróun Reye-sjúk-
dóms. Til þess að hrapa þó ekki að
neinu, bað stofnunin hóp vísinda-
manna að fara yfir rannsóknirnar
og niðurstöðurnar, sem þá voru
fengnar, og láta sitt álit í ljós. Það
gerðu þeir og skiluðu um það
skýrslu í nóvember sl.
„Þrátt fyrir að þessi ráðgjafa-
hópur legði eindregið til, að aðvör-
unin yrði birt strax, lét stofnunin
það undir höfuð leggjast þar til í
febrúar síðastliðinn," segir Wolfe,
„og jafnvel þá var aðvörunin svo
óljós og útvötnuð, að hún hafði
engin áhrif."
„Óljós og útvötnuð aðvörun."
Ekkert er vitað um hvað veldur
Reye-sjúkdómnum og engin lækn-
isaðferð til, en hans verður eink-
um vart á veturna samfara inflú-
ensufaraldri. Sjúkdómseinkennin
eru ógleði, uppköst og skyndileg
geðbrigði. Veikin er misjafnlega
alvarleg en hún getur valdið vægu
minnisleysi, áberandi drungi,
rugli og geðshræringu, sem oft
endar fljótt með djúpu dái.
— (’HARLES SEABROOK.
SAUÐIRNIR & HAFRARNIR
Þegar
skatt-
stofan átti
að flokka
skáldin
Svo virðist sem tilraunir yfir-
valda í Austur-Þýzkalandi til að
kæfa gagnrýni rithöfunda þar í
landi hafi mistekizt. Þetta má
heita viðurkennt í grein, sem að-
stoðarmenntamálaráðherra
landsins hefur nýlega ritað.
Fyrst og fremst hefur reynzt
erfitt að hafa hemil á ungum rit-
höfundum og þess vegna verða
menn að taka tillit til skáldlegra
hugmynda þeirra um lífið í
Austur-Þýzkalandi, segir ráðherr-
ann í greininni, en bætir þó við, að
nauðsynlegt sé að gera greinar-
mun á gagnrýnum efnistökum rit-
höfundarins og gagnrýni sem
beinist gegn sósíalismanum.
Mælistikan, sem nota skal, er
sú, hvort gagnrýni í bók eða ljóði
styrki eða veiki sósíalismann. Það
ætti að vera óþarfi að taka fram,
að orðið sósíalismi er hér notað
sem samheiti yfir pólitískt stjórn-
kerfi Austur-Þýzkalands.
Að baki þessari opinberu um-
ræðu um réttindi og frelsi rithöf-
unda er deila milli flokksforkólfa,
sem umfram allt vilja koma í veg
fyrir pólitískar hræringar í land-
inu, og starfsmanna flokksins,
sem hafa nokkurn vott af al-
mennri skynsemi.
Þann 11. nóvember sl. sendi
flokkurinn frá sér tilskipun til
menntamálaráðuneytisins, Rit-
höfundasambandsins og svæða-
skrifstofu flokksins.
I þessari tilskipun var kveðið
svo á, að þeir rithöfundar einir,
sem annað hvort væru félagar í
Rithöfundasambandinu eða biðu
þess að fá inngöngu í það, hefðu
rétt til að kalla sig rithöfunda. Sú
undantekning var gerð, að þeir
mættu kallast rithöfundar, ef þeir
gætu sannað svart á hvítu að þeir
hefðu ekki undir 30 þúsund krón-
um á ári í ritlaun fyrir verk sín.
Flokkurinn skipaði svo fyrir, að
undirbúa skyldi nýja löggjöf til
þess að þessi skipan fengi laga-
gildi.
Tilgangurinn með þessu var að
koma í veg fyrir að ungir rithöf-
undar, sem hafa ort eitt og eitt
ljóð eða birt smásögu eftir sig,
gætu komið fram opinberlega sem
rithöfundar og flutt úr verkum
sínum.
En ekki aðeins ungir rithöfund-
ar hefðu orðið fyrir barðinu ða
þessari nýju löggjöf. Ymsir af
eldri höfundunum hefðu átt bágt
með að færa sönnur á tekjur um-
fram lágmarkið.
Viðurkenndir rithöfundar í
landinu, sem hafa nokkur áhrif á
forystu flokksins, bentu á það, að
það væri hrein vitleysa að ætla að
láta skattayfirvöld ákveða hver
væri rithöfundur og hver ekki.
Síðan hefur Herman Kaut, for-
seti Rithöfundasambandsins, og
látið hafa eftir sér, að það sé úr
lausu lofti gripið að slík löggjöf
verði samþykkt. En Kant orðaði
þessa neitun sína með þeim hætti,
að augljóst er samt að flokksfor-
kólfarnir hafa svo sannarlega haft
áhuga á að klæða rithöfundana í
spennitreyju.
Kant orðaði þetta nefnilega með
eftirfarandi hætti:
„Þetta eru sögusagnir, sem hafa
ekki lengur neina stoð í raunveru-
leikanum."
— WERNIR KASTOR.
Segðu mér hvað þú þénar og ég skal
segja þér hvað þú ert.