Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 EL SALVADOR Kosningamar munu varla leysa vandann Borgarastyrjöld geisar í El Salvador og vinstriöilin í landinu hafa neitað að ganga að kjörborði á kosningadag- inn 28. mars. Niðurstöður kosninganna verða því ekki marktæk vísbending um vilja þjóðarinnar. En José Napol- eon Duarte forseti og for- maður Kristilegra Demó- krata, segir, að kosningar séu eina leiðin í átt að lausn vandans í El Salvador. Kosið verður þing sem mun kjósa forseta til bráöabirgða og semja nýja stjórnarskrá. Du- arte telur, að réttkjörið þing og lögmæt ríkisstjórn geti haft hömlur á hryðjuverkum hersins og öryggissveita stjórnarinnar og ráðið bug á skæruliðum sem berjast gegn stjórninni. Duarte er forseti ríkisstjórnar- innar sem þrír borgarar og tveir hermenn eiga sæti í. Hann komst til valda í desember, 1980. Rúmu ári áður byltu ungir frjálslyndir liðsforingjar herforingjastjórn Carlos Romeros og kristilegir demókratar og sósíaldemókratar tóku sæti í nýrri ríkisstjórn ásamt tveimur fulltrúum hersins. And- staðan gegn Romero í landinu var megn. Oscar Romero erkibiskup (þeir voru með öllu óskyldir) gagnrýndi stjórnina fyrir kirkj- unnar hönd. Amnesty Internat- ional og aðrar mannréttindastofn- anir gagnrýndu hana á alþjóða- vettvangi fyrir brot á mannrétt- indum og Jimmy Carter Banda- ríkjaforseti hætti hernaðar- og síðar efnahagsaðstoð við E1 Salva- dor vegna ofbeldisverka stjórnar- innar. Nýja byltingarstjórnin lofaði að þjóðnýta útflutning á kaffi og sykri, endurskipta landareignum, leita alþjóðaefnahagsaðstoðar og fela nefnd að fjalla um örlög stjórnmálafanga og týndra borg- ara. Það kom fljótt í ljós, að völd hersins og hægriaflanna voru svo mikil, að loforðin gátu ekki verið efnd og vinstrisinnaðir borgarar í stjórninni sögðu af sér. Tveimur öðrum byltingarstjórnum mis- tókst að halda saman, þar til Du- arte féllst á að taka sæti í stjórn- inni. Bandaríkjastjórn bindur miklar vonir við hann, en Carter hóf á ný efnahags- og hernaðar- aðstoð við landið eftir að hann tók við embætti. Duarte skipaði þegar kosninga- nefnd til að undirbúa kosningar árið 1982. Hann hvatti stjórnar- andstæðinga til að snúa heim úr útlegð og taka þátt í kosningaund- irbúningnum, en viðurkenndi að hann gæti ekki tryggt öryggi þeirra. Vinstri flokkarnir sem vinna saman í samtökum bylt- ingarmanna neita að taka þátt í kosningunum af ótta við ofbeldi á kjörstað og vegna fyrri reynslu af kosningum í E1 Salvador. Manuel Ungo, formaður sósíaldemókrata og talsmaður samtakanna, er meðal þeirra sem berst gegn kosn- ingunum. „í heilan áratug tók ég þátt í kosningum í landi, þar sem litið var á lýðræðissinna sem drottinsvikara," segir hann, en hann var m.a. varaforsetaefni kosningabandalags Kristilegra demókrata og sósíaldemókrata sem Kommúnistaflokkurinn studdi árið 1972 og 1977. „Ég efast um að bandariskir þingmenn vildu taka þátt í kosningum þar sem út- koman er fangelsi, ofsóknir, ótti og svik, þar sem menn eru taldir fífl fyrir það eitt að gefa kost á sér.“ Samtök byltingarmanna hafa farið fram á samningaviðræður við stjórnvöld í stað kosninganna. Evrópskir og kanadískir jafnað- armenn reyndu að hafa milli- Kona leitar skjóls undan skothríd skæruliöa og hermanna. göngu um slíkar viðræður á síð- astliðnu sumri, en án árangurs og nú síðast reyndi José Lopez Port- illo, forseti Mexíkó, að stuðla að samningaviðræðum milli deiluað- ila. En Duarte segir, að samninga- viðræður geti ekki leitt til neins án kosninga. Hann segir, að bylt- ingarmenn geti aðeins farið fram á skilyrðislausa uppgjöf stjórn- arsveitanna og þess konar viðræð- ur myndu bera svipaðan árangur og hernaðarviðræður Bandaríkja- manna um Víetnam í París á sín- um tíma. Samtök byltingarmanna hafa ekki sett stefnu sína í samninga- viðræðum fram formlega, en hugmyndir þeirra eru í 5 höfuð- atriðum þessar: — Myndun ríkisstjórnar, sem fulltrúar hersins, hægri flokk- anna, einkageirans og samtak- anna sjálfra eiga sæti í. — Kosningar til að lögleiða stjórnina innan sex mánaða eftir að hún er mynduð og bæja- og sveitarstjórnakosn- ingar skömmu á eftir. — Hreinsun innan hersins. — Framkvæmd endurskiptingar landeigna og þjóðnýtingar sem byltingarstjórnin hefur þegar Helkama reiðhjól Létt og lipur finnsk úrvals- reiðhjól úr gæöastáli Ofgaöflin vongóð um sigur í E1 Salvador Krá Onnu Hjarnadóttur, fréttaritara MbL í Wa.shington, 26. mars. KOSNINGABARÁTTUNNI í El Salvador lauk á miðvikudagskvöld. Robert d’Aubuisson, fv. major og leiðtogi stærsta hægriflokksins, talaði þá á kosn- ingahátíð flokksins sem var betur sótt en nokkur annar stjórnmálafundur í baráttunni. Kylgi d’Aubuissons virðist hafa aukist mjög á síðustu vikum og talið er að hann kunni að hljóta allt að 40% fylgis í kosningunum. Ef svo fer getur hann væntanlega myndað stjórn með tveimur minni hægriflokkum og komist til valda i El Salvador a lý D’Aubuisson boðar harða stefnu gegn vinstrisinnuðum uppreisnar- mönnum og hefur fyrirætlanir um að byggja upp herinn í landinu. Hann fjallaði sjaldan um efna- hagsvanda eða félagslegan vanda í E1 Salvador í baráttunni. Hann telur byltingarstjórn Napoleon Duartes forseta og formanns kristilegra demókrata ekki hafa barist nógu hart gegn vinstrisinn- uðum uppreisnarmönnum og hyggst leiða Duarte og stuðn- ingsmenn hans fyrir dómstóla ef hann kemst til valda. Duarte ákvað fyrir ári að boða til kosninga í von um að löglegt löggjafarþing yrði kosið og það gæti leitt til friðsamlegrar lausn- ar á vandamálum E1 Salvador. Hann þótti öruggur um sigur í kosningunum þangað til fyrir nokkrum vikum. Vinstriflokkarnir í EI Salvador taka ekki þátt í þeim og kristilegir demókratar eru frjálslyndastir þeirra sex flokka sem bjóða fram. Fimm milljónir manna búa í E1 Salvador. Ekki er vitað hversu margir eru formlega á kjörskrá en slegan hátt. forseti kjörstjórnar vonast til að um 800.000 manns noti kosninga- rétt sinn. Uppreisnarmenn hafa hótað aðför að kjósendum á kjör- dag. Eftirlit með kosningunum er mjög strangt. Erlendar sendi- nefndir eru í landinu og milli 300 og 400 erlendir fréttamenn fylgj- ast með kosningunum. Fingur kjósenda verða merktir með ósýnilegu bleki sem sést í útfjólu- bláu ljósi til að koma í veg fyrir að nokkur greiði atkvæði oftar en einu sinni og til að andstæðingar kosninganna geti ekki séð hverjir tóku þátt í þeim. Duarte kaus að halda kosningar í stað þess að setjast að samninga- borði með vinstriöflunum. En hugmyndum um samningaumleit- anir hefur aukist fylgi á síðustu dögum. Sendiherra Bandaríkj- anna í E1 Salvador sagði t.d. á miðvikudag að það þyrfti að gefa hugmyndum uppreisnarmanna góðan gaum að kosningum loknum og leita samninga við þá ef það gæti leitt tii friðsamlegrar lausn- ar á vandanum í E1 Salvador. Þrír ungir menn halda á kosningaspjaldi kristilegra demókrata í El Salvador. Á það er letrað: „Nú er nóg komið! Við sigrumst á ofbeldinu!** J / *■/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.