Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 59 Minning: Guðmundur Guðmunds- son Núpstúni 1. mars síðastliðinn lést á sjúkrahúsinu á Selfossi einn af okkar elstu sveitungum, Guð- mundur Guðmundsson, Núpstúni. Guðmundur var fæddur 6. des. 1893 og var því 88 ára er hann lést. Kona hans var Sigríður Guð- mundsdóttir en hún lést 24. mars 1980. Sigríður var gáfuð og góð kona og mörg börn og unglingar dvöldu hjá þeim sumar eftir sumar og segir það sína sögu um húsmóðurina, enda var hún ekki útávið en var heimili sínu og fjöl- skyldu allt. Þau Sigríður og Guð- mundur eignuðust tvo syni, Jó- hann Má, sem starfar í Reykjavík og býr þar, og Brynjólf, sem tók við búi foreldra sinna ásamt konu sinni, Ingilaugu Guðmundsdóttur frá Fögruhlíð í Fljótshlíð. Nú þeg- ar þessi mætu hjón eru horfin hér af sjónarsviði koma margar minn- ingar fram í huga manns því árið 1935 flytja foreldrar mínir í næsta nágrenni við Guðmund og Sigríði, en þá voru þau búin að búa í Núpstúni í nokkur ár. Persónulega eru mér ógleymanlegar margar sendiferðir til þeirra frá þeim tíma er ég var barn og unglingur. Það hafði eitthvað svo góð áhrif á mann að koma til þeirra, þó svo ég hafi oft orðið að vera fljótari í ferðum en ég hefði kosið, og síðan hef ég átt þetta góða Núpstúnsfólk sem nágranna og líklega gerir maður sér ekki alltaf grein fyrir því hversu mikils virði það er að eiga góða nágranna, en það verður ekki rakið nánar hér. Guðmundur kom oft á heimili mitt og var allt- af kærkominn, hann lífgaði svo upp á hversdagsleikann, var skemmtilegur og ræðinn, þó við værum ekki alltaf sammála, en það gerði umræðurnar bara líf- legri og skemmtilegri. Hestamað- ur var hann, átti góðan reiðhest sem veitti honum marga ánægj- ustund þegar tími gafst til frá önn dagsins. Hann var sérstaklega góður fjármaður, átti fallegt og hraust fé, og margir út um land munu kannast við Guðmund í Núpstúni frá þeim tíma er fjár- skiptin voru 1952. Guðmundur var heilsuhraustur þar til fyrir sex ár- um að hann var í heimsókn hjá okkur eins og svo oft áður, en varð þá fyrir því áfalli er leiddi til þess, að hann varð að fara á sjúkrahús og dvelja'þar, þar til yfir lauk. Var okkur hér á heimilinu mikil eftir- sjá að heimsóknum hans sem hættu svo snögglega. En nú að ieiðarlokum er okkur efst í huga þakklæti til hins látna vinar okkar fyrir allt, og þær mörgu ánægju- stundir sem hann veitti okkur, um leið og við sendum sonum hans og tengdadóttur innilegar samúð- arkveðjur. Aslaug SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eg er 21 ár.s gömul. Eg heí alltaf verið þeirrar skoðunar, að fólk af ólikum kynþáttum ætti ekki að giftast. En nú hef eg hitt pilt af öðrum kynþætti, og við erum ákaflega hrifin hvort af öðru. Ilefur Hihlían nokkuð á móti hlönduðum hjónahöndum? Eg híð eftir svari yðar. Biblían bannar ekki fólki af mismunandi kynþátt- um að giftast, enda nær kærleikur Guðs til allra kynflokka, eins og þér vitið. Hún bannar trúuðum lærisveini að giftast vantrúuðum. Eíjíí að síður hvetur Biblían okkur til að lifa í friði við alla menn, eins og hún kemst að orði, og stundum fer svo, ef við virðum að vettugi þjóðfélagslega hleypidóma, þá köllum við yfir okkur áhyggjur og erfiðleika. Ymislegt er leyfilegt, en þó ekki æskilegt í reynd. Sálfræðingar og ráðgjafar hjóna hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að meiri von sé um, að þau hjónabönd verði varanleg, þar sem makar eru sömu trúar og eiga sömu þjóðfélagsrætur, heldur en hin, þar sem fólk hugleiðir ekki slíka þætti og hlustar ekki á aðvaranir. Við finnum, þegar við kynnumst fólki af alls konar kynþáttum, að það hefur sömu yndislegu eiginleikana. í hópi náinna vina minna eru menn af öllum þjóðflokkum, og eg get tekið undir með Páli: „Ekki er greinarmunur.“ Nú á dögum er erfitt að lifa í hjónabandi, jafnvel þegar bezt lætur. Eg ráðlegg hverju ungmenni: Gakktu að eiga maka af þínum eigin kynflokki. Reisið hjónaband ykkar á sem sterkustum grunni. Hlífið börnum ykkar við ónauðsynlegri gagnrýni þjóðfélags, sem á margt eftir ólært um kærleika og umburðar- lyndi. Fáskrúðsfirðingar og aðrir Austfirðingar á Suðurlandi halda sína árlegu vorskemmtun í Fóstbræðra- heimilinu laugardaginn 3. apríl kl. 20.30. Félaqsvist, skemmtiatriöi, kaffiveitingar. Dans. Ágóðinn rennur til Styrktarfélags vangefinna á Austurlandi. Allir velkomnir. Skemmtinefndin. FERMINGARGJÖFIN í ÁR ER FRÁ Frábær hljómflutn- ingstæki er full- nægja ströngustu kröfum: Verö kr. 16.600 System 31H 9 122 Jbft WutíT EE | DOLBV SVSTBV1 Verd kr. 8.500 HLJÓMTÆKJADEILD KARNABÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.