Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 Eftir Örlyg Hálfdánarson Þriðjudaginn 9. marz birti Tím- inn rammagrein eftir Jóns Guð- mundsson rithöfund og bar grein- in fyrirsögnina „Af hverju er ekki byggt í Viðey?" Eftir nokkrar vangaveltur um friðun rottunnar, og gamalla húsa og það sem Jónas kallar jöklastefnu borgaryfirvald- anna, en þar á hann við þær fyrir- ætlanir þeirra að • byggja við Rauðavatn og Golfvöllinn, auk þess sem hann í sömu andránni nefnir að Alþýðubandalagið vilji byggja á Reykjavíkurflugvelli og í varplandinu í Vatnsmýrinni, þrátt fyrir það að Reykjavíkurflugvöllur sé einn fjölmennasti vinnustaður borgarinnar, eins og hann kemst að orði, þá kemur hann að kjarna síns máls og segir: „Ekki skal þó farið frekar út í þá sálma, en mig langar þó til að vekja athygli á einum stað, sem aldrei er talað um, þegar raétt er um ný bygg- ingasvæði, en það er Viðey og Engey." Síðan fer Jónas nokkrum orðum um sögu Viðeyjar og lýkur grein sinni með þessum orðum: „Farið var á bátum milli lands og eyjar, alveg eins og nú er gjört, en brú var aldrei gjörð út í Viðey. Á hinn bóginn virðist það alveg hafa gleymst að á vorum dögum er auðvelt að brúa út í Viðey, og þarf líklega til þess færri ýtur, eða ýtu- tíma en fer í að halda snjóruðn- ingi við í Árbæ og Hraunbæ í heilt ár. Grynningar eru bæði við land í Gufunesi og í austanverðri Viðey, þannig að ekki þarf annað en að brúa álinn milli lands og eyjar. Þarna má gjöra glæsilegt íbúð- arhverfi og líka starfsstöðvar, leggja heitt vatn og rafmagn, og nægjanleg jarðefni eru í grennd- inni til að nota í akveg, eða brú- arsporða. Eg veit ekki hvort þetta plan gengur á hagsmuni rottunnar í bænum, eða almenn friðunarsjón- armið, en ekkert þarf þó að rífa. Viðeyjarkirkja er í góðu standi og Viðeyjarstofa í viðgerð, en þetta eru ein virðulegustu hús landsins. Ef til vill ætti borgarstjóri Reykjavíkur að eiga heima í Við- eyjarstofu, þegar allt er komið í kring, og eru þá bæði Viðeyjar- stofa og Bessastaðastofa sömu höfuðból og þau voru á 18. öld. Þarna fengjust sjávarlóðir góð- ar, og snjólétt er í Viðey, það vita allir, og síðarmeir mætti færa byggðina út í Engey, með tengingu við hana úr Viðey. Þarna eru mikil lönd og ólíkt hentugri til búsetu en holtin ofanvið Reykjavík. Jónas Guðmundsson" Það væri freistandi að fara nokkrum orðum um þróun og skipulag byggðar á höfuðborg- arsvæðinu og þá furðulegu ráðs- mennsku sem þar hefur átt sér stað, en ég ætla að láta það liggja á milli hluta að sinni, aðeins leyfa mér að halda því fram að ef farið yrði að tillögum Jónasar þá kast- aði fyrst tólfunum. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja, að það er erfitt að taka til baka skipulagsleg mistök og nýting Viðeyjar með þeim hætti sem Jónas ræðir um, yrði eitt þeirra mistaka. Fólki á eftir að fjölga enn á Stór-Reykjavíkursvæðinu, það skiptir ekki máli hvað byggðarlög- in nefnast, og það er ástæðulaust að ætlast til þess að Reykjavík taki þar endalaust við. Nágranna- byggðarlögin hljóta að eiga þar hlut að máli. Raunar mun vera til samvinnunefnd um skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins og jafnvel Skipulagsstofa höfuðborgarsvæð- isins. Mér er ekki kunnugt um hvernig samstarfið gengur innan þessara vébanda en hitt sýnist ljóst, að þegar hugað er að fram- tíðarbyggð á höfuðborgarsvæðinu þá verður að horfa á málið frá því sjónarhorni að allt landsvæðið beggja vegna borgarinar sé inni í myndinni, allt frá Kjalarness- töngum til hraunanna sunnan Hafnarfjarðar. Með vaxandi íbúafjölda verður þörfin enn brýnni fyrir útivist- arsvæði og þar hefur Viðey alla kosti til að bera. Eyjan er að mestu óspillt af manna völdum og sameinar marga kosti fyrir þá ur með fjölda skerja sem gengt er í á fjöru, landslag er þar einnig fjölbreytt og fallegt og gróður er þar mikill. Fuglalíf var hið fjöl- skrúðugasta áður en því var spillt með eldi vargfugls á Gufuness- haugum, en hann hefur lagt eyj- una undir sig. Vargfuglaeldinu á haugunum og annars staðar þarf að hætta og er það mál út af fyrir sig. Jónas ræðir um það í grein sinni að leggja heitt vatn út í eyna. Áð- ur en vatnið yrði sótt yfir bæjar- lækinn teldi ég rétt að athuga hvort ekki fengist heitt vatn með borunum. Ekki til þess að leggja það í þær gerðir húsa sem hann nefnir í grein sinni, heldur til þess að hita upp Viðeyjarstofu og kirkjuna og önnur þau mannvirki Örlygur Hálfdánarson Það á ekki að byggja í Viðey Þess í stað mætti e.t.v. fylla upp grunnið milli Akur- eyjar og lands og flytja flugvöllinn út á Skerjafjörð sem vilja leita út í náttúruna án þess að þurfa áður að aka um langan veg. Eyjar eru nokkrar á Kollafirði en Viðey sú eina þeirra sem er af þeirri stærð að um mun- ar, þess utan sem hún er alveg við dyr borgarinnar en þó í þeirri fjarlægð að þar ríkir kyrrð og ró. Það er svo alkunn staðreynd að fólk sækist mjög eftir að komast út í eyjar og Viðey hefur flest það sem fólk er að leita eftir á slíkum stöðum. Þar eru fjölbreyttar fjör- sem á eðlilegan hátt tengdust því að auka á ágæti eyjarinnar sem afdrep fyrir þá sem vildu leita þangað frá borgarskarkalanum. Það er að sjálfsögðu rétt sem Jónas segir að það er ekki mikið fyrirtæki að brúa sundið milli Við- eyjar og Gufuness, en verði af slíkri brúarbyggingu má hún aldr- ei verða nema göngubrú. En hvort sem slíkri göngubrú yrði komið upp eður ei, þá er hitt víst að eyj- an býður upp á þá möguleika að „Með vaxandi íbúafjölda verður þörfin enn brýnni fyrir útivistarsvæði og þar hefur Viðey alla kosti til að bera. Eyjan er að mestu óspillt af manna völdum og sameinar marga kosti fyrir þá sem vilja leita út í náttúr- una án þess að þurfa áður að aka um langan veg.“ Loftmynd af svæð- inu sem fjallað er um í greininni. Les- endur geta borið stærð svæðisins milli Örfiriseyjar, Akureyjar og lands saman við svæðið innan Hringbraut- ar. þar séu margs konar söfn, t.d. sjó- minjasafn, sædýrasafn, byggða- safn o.fl. án þess að náttúru eyjar- innar yrði á nokkurn hátt misboð- ið. Sjálf Viðeyjarstofa kallar á að þar sé komið upp safni til minn- ingar um þau stórmenni sem þar gerðu garðinn frægan og að þar sé veitingarekstur fyrir gesti og gangandi. Eðlilegt er að túnin séu nytjuð og í eynni séu höfð öll ís- lensk húsdýr til ánægjuauka fyrir þá sem sækja eyjuna heim. Menn skyldu athuga það að möguleiki borgarbarnsins til þess að um- gangast dýrin í sínu eðlilega um- hverfi fer minnkandi. Eitt er það hvað á að gera við Viðey annað heldur en að leggja hana undir kjafta jarðýtunnar til þess að koma þar upp nýju borg- arhverfi, hitt er svo spurningin um hvert borgin getur leitað eftir byggingarlandi, þægilegu til skipulagningar og snjóléttu ef mögulegt er. Það kann að koma sumum einkennilega fyrir sjónir, en ég tel að það megi vinna af sjónum. Það er raunar alltaf verið að slíku í smáum stíl, en hví ekki að taka stærri og ákveðnari skref? Fyrir nokkrum árum síðan spurð- ist það að búið væri á laun að skipuleggja mikla byggð í Viðey. Eitt dagblaðanna spurði mig þá álits á þeim fyrirætlunum og ég taldi þau jafnfráleit og ég geri enn. Hins vegar benti ég á að mér virtist það koma fyllilega til greina þegar og ef allt byggingar- land væri þrotið að fylla þess í stað upp grunnið sem er innan Ör- firiseyjar, Akureyjar og lands. Það er mörgum sinnum stærra svæði en er að finna í Viðey, lík- lega mun stærra en allt svæðið innan Hringbrautar. Það yrði án efa snjólétt og þægilegt í skipu- lagningu. Að sjálfsögðu þyrftu forráðamenn Reykjavíkur og Sel- tjarnarness að hafa um þetta samstarf, en þeir eru ekkert of góðir til þess. Mennirnir með reiknisstokkana geta frætt okkur um hvort þetta er óframkvæman- legt sökum kostnaðar, en mér sýn- að hinum stórvirku dæluskipum myndi reynast það létt verk að flytja efni utan úr flóa til slíkrar fyllingar. Þá mætti eins flytja grjótið ofan úr fjöllunum í fyll- inguna eins og að flytja fólkið upp í fjöllin og „jöklana". Ég varpa þessari hugmynd fram enn á'ný til athugunar fyrir þá sem sinna skipulagsmálunum. En úr því ég er farinn að skrifa um skipulagsmálin þá finnst mér rétt að láta það koma fram að ég er sammála þeim hugmyndum að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og nota flugvallarstæðið sem byggingaland. Þær tillögur sem nýverið hafa komið fram um byggingu þar eru bæði skemmti- legar og allrar athygli verðar, nema hvað það snertir að setja flugvöllinn niður á Álftanesi. Mér finnst hugmynd Guðmundar G. Þórarinssonar mun áhugaverðari, en ef ég man rétt gerði hann til- lögu um að byggja flugvöllinn á skerjunum og hólmunum í Skerja- firði. Það krefst líka talsverðrar fyllingar og þar yrði meira land unnið af sjónum. Ög hví ekki það? Upphaflega ætlaði ég aðeins að skrifa stutta grein til þess að mót- mæla hugmyndum um eyðilegg- ingu Viðeyjar. Þetta hefur orðið ögninni lengra, því ég taldi rétt að gera í leiðinni tillögur um hvað hægt væri að gera í staðinn. Ef til vill eru þessar hugmyndir með öllu óframkvæmanlegar, en þó þykir mér það heldur ótrúlegt. vekur ávallt heimsathygli JÖFUR HF. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.