Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 racnnu- ípá IIRÚTURINN 21. MARZ—19.APR1L Byrjadu ekki aprílmánuÁ á því art vera kærulaus með peninga. Kinhver þinna nánustu á við veikindi að stríða og gæti þurft á læknishjálp að halda. NAUTIÐ 2fl. APRlL-20. MAl l*ú átt erfitt með að einbeita þér í dag vegna sífelldra truflana sem neyða þig til að hætta við það sem þú ert að gera. Gættu að mataræðinu og reyndu að koma þér í betra form. TVÍBURARNIR lWS 21. MAl —20. JÚNl l*ér fmnst þú ekki hafa nóg að gera i dag en gættu þess að ana ekki óhugsað út í neitt. I*ú þarft skyndilega að fara að hafa áhyggjur út af verkefni sem hingað til hefur gengið svo vel. KRABBINN 21. JÚNl —22. JÚLl F'jölskyIduvandamálin hrannast upp og koma þér alveg úr jafn- vægi. Áætlanir dagsins renna út í sandinn og reyndu að láta fólk vita í tíma að þú komist ekki á þeirra fund. LJÓNIÐ 23. JÍILl—22. ÁCCST lleilsa þín hefur neikvæð áhrif á vinnu þína í dag. I*að er betra að liggja í rúminu einn, tvo daga, heldur en að þrauka áfram og verða enn verri. MÆRIN 23. ÁGCST-22. SEPT. Farðu varlega með peningana þína, þú átt ekki eins mikið af þeim og þú heldur. Vinur þinn sem hefur sýnt þér mikinn kær- leik biður þig um greiða sem þú getur ekki neitað. Wh\ VOGIN 23.SEPT.-22.OKT. I»ér líður ekki vel í dag, þér finnst eins og allir séu að reyna að gabba þig. Sýndu að þú hafir kímnigáfu. I*ú skalt ekki byrja á neinum nýjum verkefnum í dag. DREKINN 23. OKT.-21. NÓV. Kf þú gætir þín ekki verður þú aldeilis látin hlaupa apríl i dag. Forðastu allt leynimakk, þú skalt láta þér nægja lítil verk- efni. BOGMAÐURINN 22. NÓV.-21. DES. Fljótfærnislegar ákvarðanir eru ekki þær réttu í dag. I*ú verður fyrir vonbrigðum með hvernig gengur í vinnunni, en þetta er aðeins tímabundið ástand, svo þú skalt ekki láta það á þig fá. ffl STEINGEITIN 22. DES.-19. JAN. I»ú færð einhverjar fréttir með póstinum í dag sem valda þér áhyggjum. (iættu tungu þinnar gagnvart ástvinum. Vinnuáætl- un þín fer eitthvað út um þúfur vegna þess að fjölskyldumálin taka meiri tíma en þú bjóst við. H'fjjl VATNSBERINN ks*iSS 2fl. JAN.-18. FEB. Mánuðurinn byrjar ekki eins skemmtilega og þú bjóst við. Ileilsan er eitthvað að angra þig, líklega tannpína eða háls- bólga. Keyndu að láta það ekki fá mikið á þig þó allt gangi ekki að óskum. FISKARNIR ^3 19. FEB.-20. MARZ l*ú skalt ekki búast við of miklu í dag og þá verður þú heldur ekki fyrir vonbrigðum. Ástar- málin ganga ekki of vel í dag. (■ættu þess að vera ekki að taka ákvörðun í máli sem þú ræður ekkert um. dýraglens LJÓSKA TOMMI OG JENNI BRIDGE Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Mörg spil gefa tilefni til hinna svívirðilegustu lymsku- bragða. Sjáðu t.d. hvernig lúmski seiðskrattinn í suður galdraði heim 4 spaða í þessu spili: Vestur Norður s KD7 h G52 19843 ID72 Austur s 1064 s 53 h D8643 h 109 t K75 t ÁG6 196 1 ÁG10853 Suður s ÁG982 h ÁK7 t D102 1 K4 Austur hafði ströglað á laufi og vestur spilaði út laufníunni. Sagnhafi fékk að eiga fyrsta slaginn á laufk- ónginn og spilaði strax litlum spaða á borðið. Vestur lét lítið — nema hvað?! — en þá var sjöan í blindum látin duga!! Þvílík svívirða! En samn- ingurinn var ekki í höfn enn- þá. Næst kom tigull á tíuna og kónginn. Vörnin spilaði þá tvisvar laufi, en sagnhafi stakk frá og fór inn á blindan til að spila á tíguldrottning- una. Og nú var spilið unnið. Austur fór upp með tígulás- inn og reyndi hjarta. En það var drepið á ásinn, tígul- drottning tekin og blindum spilað inn á tromp. Þrettándi tígullinn var svo tíundi slagur sagnhafa. Vörnin gat tvisvar hnekkt spilinu. Vestur hefði eyðilagt mikilvæga innkomu á borðið með því að stinga upp tromptíunni þegar trompinu var fyrst spilað. En honum er vægast sagt vorkunn. Austur átti kannski betri möguleika. Hann gat rokið upp með tígulásinn þegar sagnhafi spilaði fyrst tígli úr blindum. Þá gæti vestur síðar þegar hann kæmist inn á tíg- ulkónginn stíflað tígullitinn með því að spila trompi. Farðu yfir það. En sennilega er austri tals- verð vorkunn líka, því það væri ekki gott að fara upp með ásinn ef suður ætti KDx í tígli. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson I júgóslavnesku deilda- keppninni í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Buj- akovic og Bistric, sem hafði svart og átti leik. 19. — Rb3+!, 20. axb3 - De3+, 21. Kbl — Hdl+, 22. Ka2 — Del og hvítur gafst upp því hann er óverjandi mát. Meðal þátttakenda í keppninni, sem fór fram i haust, voru hvorki meira né minna en 18 stórmeistarar og 28 alþjóðameistarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.