Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 16
48
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982
Stálverkpallar
Til sölu — leigu
Sparið fé og tíma, mjög fljót
uppsetning.
V-þýsk gæöavara.
Mjög góö reynsla hér á landi.
Leitiö upplýsinga!
Fallar hf.
Vesturvör 7,
Kópavogi,
sími 42322.
Ríki himins
og hels
Eftir Ingjald
Tómasson
Blaó-
burðar-
fólk
óskast
Austurbær
Þingholtsstræti
Laugavegur
101 — 171
Hringið í síma
35408
Eitt hið athyglisverðasta, sem
birst hefur í sjónvarpi er stór-
myndin um himingeiminn. Ég hefi
séð alla þættina, en held þó að
þátturinn, sem ber heitið „Himna-
ríki og helvíti" beri af flestum hin-
um. Það er næstum ofviða mann-
legum skilningi, að sitja kyrr í
sama stað, en samt að taka þátt í
geimferð að yztu mörkum okkar
sólkerfis og til baka, við hlið hins
stórmeistaralega geimvísinda-
manns Carl Sagans. Ég hygg, að
það sem hefur komið bæði vís-
indamönnum og almenningi mest
á óvart, sé hið algera lífleysi
geimsins. Þótt geimför Bandaríkj-
anna „sjái“ tugi milljónir ljósára
út í geiminn, þá sjást ekki hin
minnstu merki um líf neins stað-
ar. Ég held að þessum harða
sannleika eigi jafnvel vísinda-
menn erfitt með að kyngja. Og al-
menningur hefur ætíð haft sína
bjargföstu trú á jafnvel miklu
fullkomnara mannlífi stjarnanna,
en hér á okkar jörð. Bendi á allar
tröllauknu Marzbúasögurnar.
Margir trúðu líka á mannlíf á
tunglinu. Þessa skrýtlu heyrði ég
ungur: Vinnuharður bóndi var að
vinna úti að áliðnu kvöldi.
Tunglsljós var, en fólkið orðið
þreytt og kvartaði um langan
vinnutíma. Svar bóndans var: Þið
getið vel unnið lengur, því enn eru
þeir að á tunglinu. Ekki er hægt í
blaðagrein að lýsa nema litlu broti
af öllum dásemdum geimsins, sem
hinn eindæma snjalli leiðsögu-
maður lýsti fyrir sjónvarpsáhorf-
endum í fyrrnefndum þætti. Carl
telur jörðina, hótelið, sem okkur
er gefið til ábúðar um stund, vera
himnaríki þess geims, sem mann-
legt auga fær skynjað. Aftur á
móti er stjarnan Venus, sem við
sjáum oft skína svo skært, talin
ímynd þess kvalastaðar, sem
bókstafstrúin telur að þeir hljóti
að jarðlífi loknu, sem brjóta þau
lífslögmál sem verða að gilda á
okkar dásamlegu jörð, ef hún á
ekki að verða líflaus eyðimörk eins
og nú virðist óðfluga stefnt að. Ég
verð að geta um kennslustund
Carls. Hver einasti ungur nem-
andi hans í geim- og stjörnufræð-
um geislaði svo fagurlega af
áhuga, að ég get ekki lýst því með
Utsala
Alls konar karlmannafatnaöur.
nýkomin. Terelyne/ull kr. 898.
kr. 998. Úlpur. Terelyne-buxur,
buxur, skyrtur, frakkar, peysur, sokkar o.fl. ódýrt.
Andrés, Skólavörðustíg 22.
T.d. karlmannaföt
Terelyne/ull/Mohair
flauelsbuxur, galla-
29. leikvika — leikir 27. marz 1982
Vinningsröö: 1 1 X — 2 X X — 112 — 12X
1. vinningur: 12 réttir — kr. 160.840,00
85865 (1/12, 4/11)+
2. vinningur: 11 réttir — kr. 3.628,00
8218 24015 43529 59584 84777+
15702 35305+ 58532 81086+ 85863+
22849+ 35541 59553 82914+ 85864+
Kærufrestur er til 19. apríl kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera
skriflegar. Kærueyðublöö fást hjá umboðsmönnum og á skrif-
stofunni i Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkaö, ef kærur
veröa teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seöla(+) veröa aö framvísa stofni eða
senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til
Getrauna fyrir lok kærufrests.
GETRAUNIR - íþróttamiðstööinni - REYKJAVÍK
orðum. Mér var strax hugsað til
náms- og lífsleiðans, og stjórn-
leysisins sem virðist ríkja í hinu
íslenska skólakerfisríkisbákni,
undir algeru einræði menntamála-
ráðuneytis að marxískn fyrir-
mynd. Stjörnu- og geimfræði ætti
að vera námsgrein í skólum lands-
ins.
Aldur hnattkerfisins er mældur
með geimárum (eitt geimár 10
milljónir ára). Allar fjarlægðir
mældar í Ijósárum (vegalengd
Ijóssins á einu ári). Lýsingar Carls
á „nálægum" stjörnum gefa ekki
minnstu bendingu um að nokkurt
líf sé að finna í þeim óravíðáttum
geimsins, sem sést hafa frá sjón-
aukum geimfara. Þó bendir Carl á
einhvern möguleika um líf á Marz,
en það myndi taka jafnvel milljón-
ir ára að skapa þar lífsskilyrði
(andrúmsloft) með ræktun frum-
jurta (skófir, mosi). Það má því
telja fullsannað, að hvergi í nú-
þekktum alheimi finnist nokkuð,
nema ýmist alger eyðimerkur-
dauði, vítisglóðir og hundraða
stiga ískuldi. Eins og áður er getið
trúa geimvísindamenn ekki öðru
en fyrr eða síðar finnist líf i ein-
hverri mynd, einhversstaðar úti í
ómæli alheimsins.
Geimför Bandaríkjanna, sem
halda úti hinn endalausa geim,
sem enginn dauðlegur maður skil-
ur, eru látin bera kveðju jarð-
arbúa og fjölda mynda og upplýs-
inga frá okkar jörð. Svo er það
spurningin um upphaf lífsins, sem
vísindamenn, hversu hálærðir sem
þeir eru, standa galtómir gegn.
Ilver stjórnar alheiminum?
Einhverntíma heyrði ég samtal
í útvarpi um þessa sígildu spurn-
ingu. Kona sem lýsti sig trúlausa,
taldi stjórn alheimsins bara
sjálfsagt náttúrulögmál, þar væri
engin alheimsstjórn að verki. En
hvað skyldi Biblían segja um
heimssköpunina: í upphafi skap-
aði Guð himin og jörð. En jörðin
var auð og myrkur yfir djúpinu.
Þá sagði Guð: Verði Ijós og það
varð. Og Guð sá að ljósið var gott,
og Guð greindi ljósið frá myrkr-
inu. Og það varð kveld og morg-
unn — hinn fyrsti dagur. Þetta er
fyrsta grein úr fyrstu bók Móses
um sköpun heimsins. Ég ráðlegg
fólki að lesa alla sköpunarsögu
Biblíunnar: Carl Sagan mælir ald-
ur alheimsins í geimárum (1 geim-
ár 10 milljónir ára). Mér kemur í
hug þetta úr þjóðsöng okkar: Fyrir
þér er einn dagur sem þúsund ár,
og þúsund ár dagur, ei meir. Og úr
síðasta versinu: Vér deyjum, ef þú
ert ei Ijós það og líf, sem lyftir oss
duftinu frá. Liggur nú ekki beint
fyrir að álykta að sköpunarár
Guðs geti allt eins verið 10 millj-
ónir ára eða meir.
Trúmál og himingeimurinn
Eins lengi og ég man, hafa hinir
ýmsu trúflokkar deilt, oft mjög ill-
vígt um „keisarans skegg" í trú-
málum. Þetta tel ég að hafi haft
mjög skaðleg áhrif á iíf manna.
Einn heldur því fram, að eftir
dauðann förum við beinustu leið á
einhverja stjörnuna. Aðrir, að
hver sá sem ekki játist undir
kenningar trúflokksins í einu og
öllu, fari beina leið í eldsvítið til
eilífðardvalar. Einn telur andann
(sálina) svífa til himinsala strax
að loknu jarðlífi. Aðrir að sálin
geymist í líkamanum til síðasta
lúðurhljóms á efsta degi. Þannig
mætti lengi telja. Það sem valdið
hefur hinum illvígustu deilum í
trúmálum er hin svonefnda „anda-
trú“. Þeir fjölmörgu fyrr og nú,
sem telja sig hafa séð framliðið
fólk, og jafnvel notið leiðsögu
þess, hjálpsemi, og ekki sízt orðið
aðnjótandi undursamlegra lækn-
inga, sem engin mannleg þekking
fær skilið, hafa orðið fyrir miklum
„Eins lengi og ég man
hafa hinir ýmsu trú-
flokkar deilt, oft mjög
illvígt, um „keisarans
skegg“ í trúmálum.
Þetta tel ég ad hafi haft
mjög skaðleg áhrif á líf
manna.“
Ingjaldur Tómasson
árásum frá ýmsum „rétttrúar"-
flokkum. Og jafnvel hafa öfl innan
okkar lútersku kirkju ekki látið
sitt eftir liggja í því að stimpla
hjálp, að handan, við huliðstjaldið
undir draugatrú.
Þetta fordómastríð byrjaði á
Krists dögum. Prestar gyðinga,
sem jafnframt voru hin veraldlega
yfirstétt, héldu því blákalt fram,
að lækningakraftur Krists kæmi
frá Balsebul (djöflinum). En hvað
er andatrú? Er hún einmitt aðal-
kjarninn i trú allra kristinna
manna. Og ég sé ekki betur en
blessuð Biblían okkar sé víða upp-
full af andatrúarboðskap. „Að
luktum dyrum kom Lausnarinn."
Efnisheimurinn okkar verður al-
gert hjóm eftir líkamsdauðann.
Andinn kemst því auðveldlega
gegnum efnið, hversu sterkt og
þykkt sem það er. „Duftið hverfur
til jarðarinnar, en andinn fer til
Guðs, sem gaf hann.“ Og „Það
mun verða nýr heimur og ný jörð.“
Vió eigum alls ekki neitt
inni hjá skaparanum
Einn ágætur bóndi að norðan
sem oft talar um Daginn og veg-
inn í útvarpi, hefur oft getið um
inneign okkar hjá skaparanum.
Eftir eitt afleitt sumar fyrir norð-
an taldi þessi útvarpsmaður að
Norðlendingar ættu bara heimt-
ingu á því að fá metgæðasumar
árið eftir. Carl Sagan lýsti marg-
sinnis áhyggjum sínum af ránskap
mannsins á þvi himnaríki sem
okkur er gefið til ábúðar, og
hvergi á sinn líka í nýþekktum al-
heimi. Það er enginn sjálfsagður
hlutur að okkar jörð haldist um
aldur og ævi. Allir hnettir geims-
ins eiga sitt upphaf og endi. Þeir
fæðast og deyja rétt eins og við.
Um þetta segir Biblían: „Þann dag
og tíma getur enginn sagt fyrir,
ekki englar á himnum, nema fað-
irinn (Guð) einn.“
Lúterska kirkjan okkar
Málpípur ýmissa sértrúarflokka
eru sífellt með margs konar
ónotanagg ut í þjóðkirkjuna
okkar, jafnvel þótt þeir hafi aldrei
í kirkju komið, telja þeir sig
sjálfskipaða að segja leiðtogum
hennar fyrir verkum. Ég tel lút-
ersku þjóðkirkjuna okkar í
fremstu röð þeira trúflokka er
telja sig kristna og starfa eftir
boðskap Krists. Kirkjan hefur,
bæði með trúboði og miklu fjár-
framlagi, reynt eftir getu að hlýða
boði Krists um hjálp til hins alls-
lausa fólks hinna vanþróuðu
landa, sem nú má segja að sé í
okkar næsta nágrenni. Fólk ætti
að meta að verðleikum og þakka
hið mikla starf, sem unnið er af
sjálfboðaliði kirknanna. Þar held
ég að íslenska konan eigi þar jafn-
vel stærstan hlut.
Ég hefi sótt kirkju nokkuð
reglulega lengi. Aldrei hefi ég
hlustað á stólræðu sem talist get-
ur léleg. Flestar eru þær mjög
góðar og allt upp í snilldarverk.
Og ekki má gleyma söngkórum
kirknanna, sem segja má að flytji
okkur himneskan englasöng, mót-
vægi gegn því tónöskri, sem tröll-
ríður okkar þjóðfélagi og framleitt
er af vitfirrtum gargsveitum, bæði
erlendum og innlendum. Sálma-
bókina okkar tel ég með bestu trú-
arperlum og sönglögin eru flest
sannkölluð snilldarverk, eftir
fræga erlenda og innlenda tón-
meistara. Ég hefi oft undrast það
að hinir ýmsu trúflokkar skuli
næstum forkasta okkar sálmabók.
Ég tel að þátttaka alls safnaðarins
í messunni og alveg sérstaklega
söngnum, þurfi að aukast mjög frá
því sem nú er. „Kirkjan á að óma
öll“. Það mun gefa mikinn guðleg-
an kraft til hjálpar í því trúleysis-
stressi, sem þjakar okkar of-
neyzluhrjáða þjóðfélag svo mjög.
Læt þessi tvö vers úr okkar ágætu
sálmabók vera lokaorð þessara
hugleiðinga.
() Ijóssins faðir, lof «é þér,
aó líf og hpilsu tfafslu mér
ojí foóur minn oj» móóur.
Nú sozt ég upp, því sólin skín,
þú sondir Ijós þitl inn til mín.
(), hvaó þú (>uó ert j»óóur.
I»ú býró í háum himnastól
og hefir skapaó þc>ssa sól
ojí alla veröld víóa.
I>ú klæóir grösum fajjra fold,
þú fæóir veikan orm í mold
«»K dýr ojr fuj»linn fríóa.
(M. Joch.)
Leiðrétting:
Guömundur Þór
Guðbrandsson
NAFN Guðmundar Þórs Guð-
brandssonar, háseta á Suðurland-
inu, sem rætt var við í Morgun-
blaðinu sl. laugardag misritaðist
og leiðréttist það hér með. Guð-
mundur Þór teiknaði mynd af því
þegar Suðurlandið var að farast
og biitist hún í sama blaði. Eru
viðkomandi beðnir velvirðingar á
mistökunum við nafnbirtinguna.
Stundakennarar við Háskólann hafa
ekki kosningarétt við rektorskjör
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn
Samtaka stundakennara við Há-
skóla fslands:
Vegna frétta í fjölmiðlum um
væntanlegt rektorskjör við Há-
skóla fslands vilja SAmtök stund-
akennara þar á bæ vekja athygli á
því misrétti að stundakennarar
hafa ekki kosningarétt við kjör
rektors, einir allra háskólaþegna.
Stundakennarar við skólann
hafa með höndum um eða yfir
helming allrar kennslu en eiga
enga fulltrúa á deildarfundum, í
deildarráðum né heldur í háskóla-
ráði.
Eins og fram hefur komið í
fréttum hafa allir fastráðnir
starfsmenn háskólans svo og stúd-
entar atkvæðisrétt við rektors-
kjör. Fyrir liggja tillögur um að
þeir stundakennarar sem sinna
verulegri kennslu fái atkvæðisrétt
en yfirvöld í skólanum og fram-
bjóðendur til rektorskjörs hafa
ekki sýnt svo sjálfsagðri réttarbót
neinn áhuga.
Samtök stundakennara við Há-
skóla íslands vænta þess að há-
skólayfirvöld bæti ráð sitt og láti
ekki þann ójöfnuð viðgangast öllu
lengur að stundakennarar eigi
enga aðild að rektorskjöri, né
heldur að deildum og ráðum skól-
ans.