Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 49 Aðalheiður Aðal- stein.sdóttir, hú.smóðir, Heiðartúni 11 Anna Marteinsdóttir, húsmóðir, Norðurbraut 11 Eiríkur Jónsson, vél- virkjameistari, Hóla- braut 7 Guðmundur Sæmunds- son, sjómaður, Smára- braut 2 Jón Helgason, vöru- birreiðastjóri, Hagatúni 13 Ingibjörg Guðmunds- dóttir, húsmóðir, Skóla- brú 4 Lúðvík Jónsson, verk- stjóri, Hólabraut 5 Ingólfur Waage, lög- regluvarðstjóri, Hóla- braut 3 Unnsteinn Guðmunds- son, framkvæmda- stjóri, Fiskhól 9 Prófkjörslisti Sjálf- stæðisflokksins í /■ ••• • jr TT«» p profkjormu a Hofn UM NÆSTU helgi verður sameiginlegt prófkjör þriggja flokka á Höfn í Hornafirði vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Kosið verður í barnaskólahúsinu á laugardag 3. apríl og sunnudag 4. apríl frá klukkan 10 til 16 báða dagana. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Höfn í prófkjörinu birtist hér á síðunni og eru myndirnar í stafrófsröð. Bannað að flytja inn land- búnaðarvörur frá Danmörku Landbúnaðarráðuneytið hefur bannað að flytja til landsins hvers konar fóðurvörur, afurðir af dýr- um, jarðávexti og blóm frá Dan- mörku, vegna þess að nýverið hef- ur komið þar upp gin- og klaufa- veiki. V__ Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðu- neytisstjóri í landbúnaðarráðu- neytinu, sagði að óhjákvæmilegt hefði verið að grípa til þessara aðgerða. — Þetta innflutnings- bann er hins vegar einungis tímabundið og verður endur- skoðað, þegar niðurstöður rann- sókna á veikinni í Danmörku liggja fyrir, sagði Sveinbjörn ennfremur. Fóðurbætir hefur að mestu leyti verið fluttur inn frá Dan- mörku, en hins vegar mun þetta innflutningsbann ekki hafa nein áhrif hér á landi til að byrja með, þar sem í landinu eru 2—3ja mánaða birgðir. í tilkynningu landbúnaðar- ráðuneytisins er þeim eindregnu tilmælum beint t'l ferðafólks, að það heimsæki ekki sveitabæi á Fjóni í Danmörku, og að þeir sem þar hafa dvalizt á sveita- heimilum taki ekki með sér óhrein vinnuföt og vinnuskó til íslands. Egilsstaðir: Nemendur sýndu Vatnsberana KfrilsNtöóum, 22. marz. NEMENDUR Egilsstaóaskóla sýndu á laugardag leikrit Herdísar Egils- dóttur, „Vatnsberarnir", undir leik- stjórn Guðmundar Steingrímssonar, kennara. Leikendur voru alls II úr 6.—9. bekk skólans. Nemendur gerðu ennfremur leikmynd og saum- uðu og hönnuðu búninga. í leikritinu segir frá vatnsbera- fjölskyldu — en höfuðútlitsein- kenni vatnsberanna er heljarmikill krani upp úr höfði og poki á búk sem þeir bera sitt lífsvatn í — og sundfit á fótum. Hjónin í þessari vatnsberafjölskyldu verða fyrir því óláni að eignast afkvæmi sem er vanskapað frá þeirra sjónarhóli séð eða lítur út eins og venjulegt mannsbarn. Fjallar leikurinn síðan um viðbrögð fjölskyldu og um- hverfis við tilkomu þessa afbrigði- lega einstaklings í samfélagi vatnsberanna. leiknum var mjög vel tekið og munu áhorfendur hafa verið um 400 á tveimur sýningum. Nemend- ur og leikstjóri þeirra hafa greini- lega lagt mikla vinnu í verkið — og eiga þakkir skildar fyrir vönduð vinnubrögð. Að sögn Guðmundar Steingríms- sonar er nú í athugun að efna til sýninga leikritsins eftir páska. A undan sýningunum á laugar- dag fluttu nemendur 2. bekkjar grunnskólans ljóð eftir Herdísi Eg- ilsdóttur. Þess skal getið að leikritið „Vatnsberarnir" var sýnt í Alþýðu- leikhúsinu í Reykjavík fyrir nokkr- um árum. Eréttaritari Mig langaði mikið til að þakka konu, sem skrifaði ákaflega vitur- lega grein í „Velvakanda" um dag- inn. En þegar til kom hafði ég týnt blaðinu. Vil nú bæta úr vanrækslu minni, með því, sem hlýtur að koma henni vel og taka í sama streng, sá þessa fyrirsögn í gær frá öðrum höfundi, sem er á sama máli. Greinin var um þá fáránlegu fjarstæðu í stjórnun bygginga eða réttara sagt uppbyggingu borgar- innar, sem nú hefur sett svip á bæinn um árabil. Þar á ég við flutning Reykjavík- urbæjar upp í fjöll og holt. Þessi fjarstæða mætti nefnast: Eyðing þess staðar og borgar, sem hefur borið nafnið Reykjavík frá landnámstíð og byggja af rústun- um aðra höfuðborg, sem heitir „Breiðholt", með alls konar hverf- um og heitum nýrra borgarhluta, fellum, hellum og hólum. Meðan í þessari nýju borg eru nú byggðir skólar, leikhús, bíó og Broad-vegir, tæmist hin eiginlega Reykjavík og leggst nú óðum í eyði. Afbragðs skólahús, sem fyrir nokkrum árum veittu þúsundum nemenda úrvalshúsnæði standa nú meira eða minna ónotuð. Sama er að segja um tómar kirkjur bæði eldri og yngri, sem byggðar hafa verið og eru í byggingu fyrir fá- dæma trú og fórnarlund. Þær eru tómar áður en frágangi er lokið, nema þær séu þá kannski lánaðar íbúum Breiðholtsborgar til helgi- athafna, því auðvitað hefur ekki enn unnist tími þar til slíkra framkvæmda, og verður kannski aldrei. Sama má segja um veitingahús og skemmtistaði gamla miðbæjar- ins. Allt er auðn eftir klukkan sjö að kvöldi. Meira að segja götur hinnar fyrrverandi borgar eru svo að segja tæmdar á svipuðum tíma, nema ef nefna mætti „Hallæris- planið", þar sem æskan ærslast að nóttu meðan beðið er eftir ferð eða faratæki í „Breiðholtið". Og hvað verður meira að segja um Þjóðleikhúsið og væntanlega höll og hallir útvarps, Leikfélags Reykjavíkur og Verzlunarráðs í samkeppni við óskahallir fjall- borgarinnar fögru og nýju? Gætu þær ekki einnig orðið tómar í allri sinni dýrð, þegar öll- um kröfum hefur verið fullnægt í efra og þótt farið sé að kalla Kringlumýrina miðbæ í óskhyggju íbúanna? Eitt enn, meira að segja mestu og beztu íbúðir og íbúðarhús hinn- ar öldnu Reykjavíkur standa meira og minna ónotaðar og eig- endum sínum óbærilegar upp- sprettur skatta og útláta á öllum sviðum, meðan þó er æpt og kvart- að um húsnæðisleysi í borg, sem að beztu manna útreikningi og yf- irsýn hefur 250 fermetra húsnæði fyrir hverja fimm manna fjöl- skyldu eða sem svarar 50 fermetra handa hverjum einstaklingi til íbúðar. Það þætti víst gæsilegt að sögn fyrir austan járntjaldið. Og það hefði þótt ríkulegt fyrir 40 árum á Islandi. Og hvað kostar allur þessi flutn- ingur byggðar og borgar upp um holt og hæðir. Gatnagerð og gangstígar, vatnsveita, raf- magnslögn og línur, garðar og leiksvæði, meðan annað er látið ónotað og í eyði lagt? Eða vegir og samgöngur? Er furða þótt strætisvagnar og út- gerð þeirra kosti milljarða í óþörf útgjöld eins og sagt var á milljón- eratímabili íslendinga fyrir tveim árum. En þau útgjöld endazt og aukast öllum eftirkomandi kynslóðum til byrði og óþæginda og munu aukast stöðugt, ef ekki verður nú spyrnt við fótum, snúið við og Reykjavík aftur látin njóta barna sinna við barm sinn. Þetta ætti að verða auðvelt með því móti að lána nú þá fjármuni og veita fyrirgreiðslu, sem árum saman hefur verið veitt til ný- bygginga í Breiðholti til kaupa og endurbóta eldra húsnæðis á gamla borgarsvæðinu. Sem sagt gera hið gamla nýtt og falleg. Einnig mætti gjarnan reisa nokkur háhýsi og kóróna með þeim hæðirnar svo sem byrjað var á fyrir nokkrum áratugum. Og eitt ætti ekki að gleymast í því landnámi gegn eyðingu og auð- um húsum. Það er að leggja niður Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýr- inni. Af honum stafar ógn og voði, með sífelldu flugi yfir borgina, svo sem bezt sýndi sig í sjálfri höfuð- borg Bandaríkjanna, Washington í vetur. Slíka áhættu þarf ekki að taka lengur. Nóg að hafa flugvöll í Keflavík handa Reykvíkingum, ef ekki vill betur til. Á þessu svæði yrði byggður veg- legur borgarhluti, sem félli vel að öllu í okkar gamla, góða „Miðbæ" svo sem skólar, kirkjur, verzlanir, matsöluhús og leikhús, skemmti- staðir og útivistarsvæði fylltust að nýju og götulíf borgarinnar eign- aðist sínar Austurstrætisdætur aftur. Ekki yrði þetta sízt til heilla og hagsbóta á allan hátt fyrir aldna og fatlaða, auk þess, sem það mundi skapa iðnaði, þjónustu og viðskiptum nýjan og varanlegan grundvöll um ókomin ár og aldir, gefa jafnvel höfninni nýjan þrótt og viðfangsefni. VisSulega brosir Breiðholtið bjart og breitt á vetrarkvöldum og hátíðum, svo að fegri ljósheimar verða naumast litnir augum af Hálogalandshæð út um glugga á sjöundu hæð. En nú er samt nóg komið í bili af allri þeirri dýrð og forsjárleysi. Við getum ekki verið þekkt fyrir þá forheimskan að gera miðbæ eigin höfuðborgar, sem er um leið elzta og helgasta landnáms- og landverndarsvæði þjóðarinnar að eyðimörk. Eg er ekki pólitískur og tel alla flokka geta orðið til góðs, ef góðir og vitrir menn og konur fá þar að njóta sín. En nú ætti að athuga vel við næstu kosningar, hvar frambjóð- endur standa í þessu mikla máli landverndar og þjóðhollustu. Heill þeim, sem um það hugsa. „Miðbærinn eyðimörk“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.