Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 8
4 0 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 Hugleiðingar um húsnæðismál Þjóð- skjalasafns í tilefni aldarafmælis þess Eftir Sigfús Hauk Andrésson skjalavörð I>röngt um 1'jóAskjalasafn «n Landshókasafn í Safnahúsi Þjóðskjalasafn Islands á aldar- afmæli 3. apríl nk. Eðlilegt er því, að málefni þess séu tekin til um- ra;ðu á opinherum vettvangi. Ætl- unin er að fjaMa hér dálítið um húsnæðismál safnsins og drepa jafnframt á viss vandamál, sem skapast munu, þef;ar Þjóðskjala- safn o({ Landsbókasafn skilja að skiptum, eins o({ áformað er. IJmrædd söfn búa nú, eins og kunnugt er, við mjög þröngan kost i Safnahúsinu við Hverfisgötu, en ákveðið hefur verið, að Þjóðskjala- safn fái allt húsið til sinna þarfa, Jægar Landshókasafn flytur í hina nýju Þjóðarbókhlöðu. Húsnæð- ismál Þjóðskjalasafns eru þannig svo nátengd hyggingu þessa húss, að nauðsynlegt er að víkja fyrst dálítið að hetrni. Bygging I>jóðarbókhlöðu hefur dregizt úr hömlu Það er víst kunnara en frá þurfi að segja, að reisa átti Þjóðar- bókhlöðuna í tilefni af ellefu alda afmæli íslandsbyggðar árið 1974. Átti það að leysa húsnæðis- vandræði þriggja ríkisstofnana, Landstókasafns og Háskólabóka- safns, sem sameinast skyldu í Þjóðarbókhlöðu, og Þjóðskjala- safns, er fengi allt Safnahúsið, eins og fyrr segir. Þrátt fyrir óumdeilanleg og stórkostleg húsnæðisvandræði Jiriggja af æðstu menningarstofn- unum J>jóðarinnar sá fjárveit- ingarvaldið sér ekki fært, þegar til kom, að láta hefja framkvæmdir við Þjóðarbókhlöðuna á tilsettum tima, og dróst það því úr hömlu. Eftir langa mæðu er bygging þess nú loksins komin á sæmilega góð- an reks()ol. Mér hefur þó skilizt, að |>að geti enn tekið 4—5 ár að ljúka hcnni. Landshókasafn og Þjóðskjala- safn verða því enn um sinn að kúldrast saman í þrengslunum í Safnahúsinu, sem standa þó störf- um þeirra svo gersamlega fyrir þrifum, að hvorugt getur í raun- inni gegnt hlutverki sínu sem skyldi. Reynt hefur að vísu verið að hjálpa upp á sakirnar með leiguhúsnæði, en það hrekkur í raun og veru skammt. Fjármálastofnanir byggja stórhýsi Meðan bygging Þjóðarbókhlöðu hefur ýmist staðið í stað eða silazt áfram, höfum við, sem störfum í Safnahúsinu við erfið og heldur frumstæð skilyrði, orðið að horfa upp á það, að ríkisstofnanir með sjálfstæða tekjustofna gætu byggt yfir sig stórhýsi án þess að þurfa að spyrja fjárveitingarvaldið leyf- is. P>u þessir tekjustofnar þó í rauninni engu síður almannafé en það fé, sem veitt er á fjárlögum til stofnana, er verða algerlega að vera upp á fjárveitingarvaldið komnar, eins og t.d. umrædd söfn. Þannig byggði Framkvæmda- stofnun ríkisins sér hér á árunum mikið hús og veglegt við Rauðar- árstíg. Reis það með allt að því ævintýralegum hraða, og ekkert virðist hafa verið til sparað að gera það sem bezt úr garði, jafnt hið ytra sem innra. Nú hefur Seðlabankinn hafið undirbúning að stórbyggingu hér í nágrenni við okkur. Varla verður hann neinn eftirbátur Fram- kvæmdastofnunar í afköstum. Það kæmi okkur þess vegna ekkert á óvart, þótt höllin hans yrði tilbúin til notkunar drjúgum tíma á und- an Þjóðarbókhlöðunni. Safnahúsið þarfnast mikilla umbóta Nú skal vikið nánar að húsnæð- ismálum Þjóðskjalasafns. Miðað við núverandi vandræðaástand má það svo sem teljast sæmilega vel viðunandi lausn, að það fái í fram- tíðinni allt Safnahúsið til sinna þarfa. Óhjákvæmilegt er þó, að gagnger viðgerð fari fram á hús- inu. Þar er t.d. löngum ærið kalt á veturna og erfitt að hafast þar við, þegar kaldast er í veðri og geta bæði starfsfólk og gestir beðið heilsutjón af því. Það þarf þess vegna bæði að endurbæta einangr- un hússins eftir föngum og skipta um hitakerfi. Jafnframt þarf að setja í skjalageymslur útbúnað til að halda þar hæfilegu rakastigi, svo skjöl geymist sem bezt. Núver- andi hitakerfi er svo lélegt, að ofnar í lestrarsal og vinnuher- bergjum Þjóðskjalasafns hitna tæplega til hálfs. Gömlu og lélegu miðstöðvarkerfi kvað ennfremur fylgja sú hætta, að það geti sprungið. Þarf ekki að lýsa, hví- líku tjóni þess háttar slys í Safna- húsinu gæti valdið á skjölum og bókum. Sigfús Haukur Andrésson Margt fleira þarf að endurbæta í Safnahúsinu en hér verður upp- talið. Sá mikli galli er ennfremur á húsinu, að þar er engin lyfta, og úr þí verður varla bætt. Allt þarf þess vegna að bera þar milli hæða, og er margt af því eðlilega engin léttavara. En slíkur burður fram og aftur er endalaus á skjalasöfn- um vegna afgreiðslu til gesta á lestrarsal. Safnahúsiö dugar l>jóöskjalasafni ad- eins skamman tíma Með því að Þjóðskjalasafnið hefur ekki áratugum saman tekið við nema broti af þeim skjala- gögnum, sem því ber að varðveita. verður allt Safnahúsið því einung- is skammgóður vermir, eða í mesta lagi fram um næstu alda- mót. Það er semsé bráðnauðsyn- legt, að gerð verði sem fyrst áætl- un um frambúðarlausn á húsnæðismálum Þjóðskjalasafns. Kæmu þar þá einkum tvær lausnir til greina. Byggja mætti aukageymslur Önnur lausnin er á þá leið, að safnið hafi áfram aðalaðsetur í „Meðan bygging Þjóð- arbókhlöðu hefur ýmist staðið í stað eða silast áfram, höfum við, sem störfum í Safnahúsinu við erfið og heldur frumstæð skilyrði, orðið að horfa upp á það, að ríkisstofnanir með sjálfstæða tekjustofna gætu byggt yfir sig stórhýsi án þess að þurfa að spyrja fjárveit- ingavaldið leyfis.“ Safnahúsinu við Hverfisgötu, og aukin húsnæðisþörf þess verði leyst með því að byggja öruggar skjalageymslur á hentugum stað. I því efni mætti hugsa sér að fara að dæmi Norðmanna, Svía o.fl. þjóða og byggja neðanjarðarg- eymslur með tilliti til eyðilegg- ingarhættu af völdum styrjalda. Lægi þá beinast við að koma slík- um geymslum fyrir í Arnarhóli. Heppilegast aö Þjóöskjalasafn væri í nánd viö Þjóðar- bókhlööu og Háskólann Hin lausnin er á þá leið, að Stjórnarráðið fái í framtíðinni Safnahúsið til sinna þarfa, sum- part fyrir skjalasafn sitt og að öðru leyti til skrifstofuhalds og jafnvel til fundahalda. í staðinn verði byggt yfir Þjóðskjalasafnið sem næst Háskólanum og hinni nýju Þjóðarbókhlöðu, eftir því hvar hentuga lóð er að fá. Þyrfti það hús að vera þannig skipulagt, að auðvelt væri að auka það og stækka með viðbyggingum. Þess vegna yrði frá upphafi að ætla því nægilega stóra lóð í því skyni. Það væri óumdeilanlega gagn- kvæmt hagræði fyrir Landsbóka- safn og Þjóðskjalasafn að geta verið áfram í nábýli. Handrita- deild þess fyrrnefnda þarf t.d. mjög mikið á Þjóðskjalasafni að halda og það aftur á bókakosti Landsbókasafns. Þá kæmi það sér vel fyrir Árnastofnun og Háskól- ann, að hafa bæði söfnin í nánd við sig. Á þeim slóðum eru raunar saman komnir tiltölulega flestir þeir fræðimenn, sem þurfa dag- lega að nota þessi söfn, svo að um allsherjarhagræði væri að ræða. Safnahúsið vel í sveit sett fyrir Stjórnarráöiö Safnahúsið við Hverfisgötu er hins vegar afar vel í sveit sett fyrir Stjórnarráðið og hentar vel til þeirra nota, sem fyrr er bent á. Þessi ábending á ekki hvað sízt við, eins og nú er komið. Sú gamla hugmynd að byggja yfir Stjórn- arráðið á Bernhöftstorfu er að fullu úr sögunni að því er bezt verður séð. Þá virðist ekki heldur ætla að verða neitt úr því, að ríkið kaupi hús Sambands íslenzkra samvinnufélaga við Sölvhólsgötu handa Stjórnarráðinu, eins og rætt var um á tímabili. Sérskjalasöfn Alþingis og Seðlabanka Vegna húsnæðisleysis hefur Þjóðskjalasafnið ekki getað ára- tugum saman tekið við neinu telj- andi af gögnum opinberra aðila og annarra, sem hafa, sögulega mik- ilvægar heimildir í fórum sínum. Þetta ber því þó að gera sam- kvæmt gildandi lögum og þar að lútandi reglugerð. Afleiðingin hef- ur orðið sú, að alls konar sögulega mikilvæg gögn liggja í óhirðu, skemmast og glatast jafnvel að fullu. Þetta mun vera skýringin á því, að sumar vel reknar stofnanir hafa komið sér upp sérskjalasöfn- um, þar sem þær geyma gögn sín frá upphafi. Þannig er það vænt- „Ég lifi fyrir dansinn“ — segir Guðbjörg Jakobsdóttir unglingameistari í „free-style“-dansi „ÞAÐ skemmtilegasta sem ég geri er að dansa," sagði Guðbjörg Jak- obsdóttir, 17 ára gömul Verzlun- arskólastúlka, sem sigraði í ein- staklingskeppni í „Free style" í diskódansi í meistarakeppni ungl- inga, sem haldin var í Tónabæ um síðustu helgi. Guðbjörg bar einni sigur úr býtum í þessari sömu keppni í fyrra sem þá var haldin i veitingahúsinu Klúbbnum. Sjö manna hópur frá Selfossi kom sá og sigraði í hópriðli keppninnar, en alls kepptu í þeim riðli sex hópar. „Ég hef dansað frá því ég man eftir mér,“ sagði Guðbjörg í samtali við Morgunblaðið. „Ég var hjá Sigvalda í átta ár og síð- an hef ég verið hjá Heiðari og er J>ar nú í sýningarflokki. Svo hef ég verið í fimleikum, jassballett og J)egar ég var sjö ára var ég eitt ár í ballett. Ég hef rneira gaman af diskó- dansi heldur en venjulegum samkvæmisdönsum," sagði Guð- björg ennfremur. „Það má segja að ég lifi fyrir dansinn. Ég dansa mikið á gólfinu heima og í fyrra braut ég á mér tána í einni sveiflunni á stofugólfinu. Oft þegar ég er að lesa undir próf fleygi ég frá mér bókunum og fer að dansa.“ Um það hvort hún hefði æft mikið fyrir keppnina sagði Guð- björg: „Nei, ég ákvað að taka þátt í keppninni daginn áður en hún hófst og var að semja dansinn á bak við á meðan hinir keppendur voru að dansa. Það var reyndar auðvelt því að ég hef oft samið spor heima og galdurinn var bara að raða þeim saman eftir laginu, en lagið sem ég dansaði eftir heitir „Living in the street“.“ Um framtíðaráformin sagði Guðbjörg Jakobsdóttir, nýbakaður unglingameistari í „free style“ dansi Guðbjörg m.a.: „Ég ætla að taka verslunarpróf, en síðan langar mig að fara út og læra að vera danshöfundur. Gallinn er bara sá, að ég veit ekki almennilega hvert ég á að snúa mér í því sam- bandi.“ Félagsmiðstöðvar Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur gengust fyrir þessari danskeppni og í ráði er að gera þær að árlegum viðburði í félagsstarfinu. Mikil stemmn- ing var ríkjandi í Tónabæ kvöld- ið sem keppnin fór fram og alls komu um fimm hundruð ungl- ingar til að fylgjast með keppn- inni. Er það aðsóknarmet í Tónbæ í vetur. Úrslit í keppninni voru sem hér segir: í einstaklingskeppni var Guð- björg Jakobsdóttir, Reykjavík, í fyrsta sæti, Sif Bjarnadóttir, Reykjavík, í öðru sæti og Kristín Linda Kristinsdóttir úr Ölfusi í þriðja sæti. Fyrstu verðlaun í hópkeppni hlaut hópur frá Akra- nesi, í öðru sæti var hópur úr Fellahelli og í þriðja sæti hópur úr Tónabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.