Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 43 ÚTVEGSBANKINN Greinilega bankinn íyrir þig líka. ak;i.ysin<;\siminn kr 22480 Ploroutil)lnöil) Ferðaskrifstofa stúdenta veitir góða og ódýra þjón- ustu og á örugga framtíð — segir Sigríður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar „FYRSTA SKREFIÐ í rekstri Ferðaskrifstofu stúdenta var stigið um jólin 1979, en þá gekkst Stúdentaráð fyrir hópferð með leiguflugi til Kaupmannahafnar. í þann tíma var verðlag á fargjöldum tiltölulega hátt, en SHÍ gat boðið viðráðanlegt fargjald svo dæmið gekk upp. Sumarið 1980 skipulagði Fé- lagsstofnun stúdenta síðan fjögur leiguflug til Kaupmanna- hafnar í samvinnu við íslendingafélögin í Danmörku og Suður-Svíþjóð og tókst þetta nokkuð vel yfir heildina. Ferðatíminn var miðaður við námsmenn hér heima og frí þeirra, sumar með það í huga að þeir stunduðu einhverja vinnu úti, en aðrar fyrir skemmri tíma. Einnig var miðað við það að námsmenn erlendis gætu notfært sér leiguflugið til heimferðar. Ég byrjaði að vinna við ferðamálin hér þetta sumar og eftir reynsluna af þessu var talinn fullur grund- völlur fyrir rekstri ferðaskrifstofu og því var hún endanlega stofnuð formlega um haustið 1980 og hóf störf í nóvember," sagði Sigríður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu stúdenta, í sam- tali við Morgunblaðið er hún var beðin að skýra frá rekstri ferða- skrifstofunnar. „Þetta sumar hafði verið lægð í íslenzkum flugrekstri og tilhneig- ing til lækkunar fargjalda farin að gera vart við sig og apex-fargjöld voru þá kynnt í fyrsta sinn um jóiin 1980. Við gerðum okkur grein fyrir því að við yrðum að starfa á allt öðrum grundvelli en almennar ferðaskrifstofur, þar sem ferða- skrifstofa stúdenta höfðar til allt annars hóps en þær. Þess vegna höfum við einbeitt okkur fyrst og fremst að því að þjóna náms- mönnum, en auk þess getum við auðvitað veitt hverjum sem er alla alhliða ferðaþjónustu, þar sem við höfum leyfi til rekstrar almennrar ferðaskrifstofu. Hvað varðar þjón- ustu við stúdenta stöndum við mjög vel að vígi vegna aðildar okkar að Alþjóða stúdentasamtök- unum (ISTC) og Skandinavisku samtökunum (SSTS), sem reka mjög öfluga og mikla ferðaskrif- stofuþjónustu. SSTS skipuleggur og semur um stúdentaflug og er mest með leiguflug innan Evrópu og gerir sérstaka samninga við ákveðin flugfélög á lengri leiðum. Þannig fást lág stúdentafargjöld, sem gilda ákveðna daga með ákveðnum flugfélögum og gefur SSTS út sína eigin farseðla. Þeir gera líka fyrir hönd sinna aðildar- félaga samninga við hótel alls staðar í heiminum, þannig að VIRKA Klapparstig 25—27, sími 24747. Bómullarefni 650 litir og munstur. Strauþjál, vönduö. VIRKAV Klapparstíg 25—27, simi 24747. r Bómullarefni í fermingarkjóla og til hverskonar sauma. þjónusta þeirra er geysilega víð- tæk. Vandamálið, sem að okkur hér heima snýr, er að koma fólkinu út úr landinu inn í ferðakerfi SSTS á skikkanlegum fargjöldum. Nú er verið að ganga frá ferðum héðan í sumar og við reynum að halda verðinu niðri með því að beina ferðum á ákveðna staði. Því hefur verið stefnt á Kaupmannahöfn og verður þar um þrjá valkosti að ræða: Tveggja vikna ferðir með gistingu á farfuglaheimilum eða sumarhúsum, sem eru mjög ódýr- ar. Þá eru mánaðar ferðir og er þar innifalið í verði flug og lest- arkort („interrail"), sem gildir fyrir þá, sem ekki hafa náð 26 ára aldri. Lestarkortin gilda til ótakmarkaðra ferða með lestum í Vestur-Evrópu, Júgóslavíu, Ung- verjalandi og Rúmeníu og kosta kortin innan við 2.000 krónur. Þá er þriðji kosturinn ein löng ferð með leiguflugi. Farið verður frá íslandi 8. júní og heim verður komið 25. ágúst. Þá eru einnig ferðir til Amsterdam í athugun. Ferðir SSTS hefjast flestar í Kaupmannahöfn og Amsterdam og eru því góðir möguleikar fyrir stúdenta að halda áfram út í heiminn í tengslum við þessar ferðir. SSTS þjónar öllum náms- mönnum, fjölskyldum þeirra og í mörgum tilfellum kennurum sömuleiðis. Auk þess getur allt ungt fólk undir 26 ára aldri not- fært sér nær alla þjónustu SSTS. Þá annast Ferðaskrifstofa stúd- enta farmiðasölu og hótelpantanir innanlands og nú leita námsmenn til ferðaskrifstofunnar í auknum mæli með ýmiss konar fyrir- greiðslu. Frá 1. maí geta allir Sigríður Magnúsdóttir, fram kvæmdastjóri Feröaskrifstofu stúd- enta. I.jósrmnd Mhl. Krislján. námsmenn fengið fjórðungs af- slátt af ferðum innan lands. Þá hefur tekizt vel að skipuleggja náms- og kynnisferðir til Kaup- mannahafnar og London, en það háir okkur nokkuð hve hátt verð- lag er á Norðurlöndunum. Sem betur fer er námsfólk farið að taka betur við sér og gerir sér betur grein fyrir þeim möguleik- um, sem Ferðaskrifstofa stúdenta hefur til að veita góða og ódýra þjónustu. Reynslan sýnir að Ferðaskrifstofa stúdenta á fram- tíð fyrir sér, en hún byggist einnig á því að stúdentar veiti henni brautargengi með því að skipta við hana,“ sagði Sigríður að lokum. ÁBYRGÐARTÉKKAR Á ÚTVEGSBANKANN ERU ÖRUGGUR GIALDMH>ILL Útgeíandinn sýnir þér skilríki sem sannar heimild hans til útgáíu ábyrgðartékka. Á skírteininu stendur hve hár tékkinn megi vera. Bankinn ábyrgist innlausnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.