Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 35 Náttúruverndarráð um Blönduvirkjun: Kostnaðarsamanburður virkjun- arkosta 1 og 2 ekki fullnægjandi Kanna þarf málin nánar áður en endanleg ákvörðun um virkjun verður tekin Kflirfarandi umsögn Náttúru- verndarráös um virkjun Blöndu var samþykkl á fundi Náttúruverndar- ráds 23. marz og hefur nú borizt Morgunblaðinu: „Náttúruverndarráð minnir á umsögn sína um fyrirhugaða virkjun Blöndu er samþykkt var á fundi 16.3 1978. (Sú umsögn var byggð á skýrslu Orkustofnunar OS-ROD 75.21.) „Almennt séð virðast fram- kvæmdir þær, sem frumáætlun gerir ráð fyrir, ekki þurfa að raska þeim svæðum eða stöðum sem frá sjónarmiði náttúruverndar bæri helzt að varðveita á virkjunar- svæðinu og ekki virðast heldur vera í húfi sérstæð eða fágæt vistkerfi. Á hinn bóginn er ljóst að mjög mikil eftirsjá er í því víð- feðma gróðurlendi og beitarlandi sem fer undir vatn á stæði hins fyrirhugaða miðlunarlóns. Er það tilfinnanlegt vegna þess hve stór hluti gróinna heiðarlanda í þess- um landshiuta fer þannig forgörð- um. Náttúruverndarráð bendir á að almennt séð er það óæskileg þróun að sífellt er gengið á nátt- úruleg og sumpart frjósöm lífkerfi vegna umsvifa mannsins og þeim breytt í fábreyttari vistkerfi með ræktun eða í vistkerfi með litla sem enga framleiðni eins og um yrði að ræða í miðlunarlóni og vatnsvegum Blönduvirkjunar. Við mat á slíkum breytingum er nauð- synlegt að hliðsjón sé höfð af ástandi lífríkis á slíkum svæðum, Mývatnssveit: Vortónleik- ar tónlistar- skólans Mývatnssveit, 29. marz. VORTÓNLEIKAR Tónlistarskóla Mývatnssveitar voru haldnir í Skjólbrekku síöastliðinn laugar- dag. Alls komu fram 60 nemend- ur, þar af hljómsveit skipuð 30 nemendum. Húsfyllir var og tón- leikunum mjög vel tekið. Tónlistarskóli Mývatnssveit- ar var stofnaður árið 1977 og eru nemendur í vetur 65, þar af 13 í öldungadeild. Kennt er á eftirtalin hljóðfæri: fiðlu, píanó, orgel og blokkflautu, svo og harmoniku, bæði gömlu gerðina og með pólýfónískum bassa. Skólastjóri er Sigríður Þ. Einarsdóttir. Auk skólastjórans kenna 3 stundakennarar við skólann, séra Örn Friðriksson, Margrét Láruadóttir og Kristín Jónasdóttir. Fréttaritari. landinu sem heild og í viðkomandi landshluta. Þessir þættir þurfa ásamt öðrum að koma til álita við val á svæðum til mannvirkjagerð- ar, m.a. við röðun á virkjunarkost- um. Þar við bætist svo hagrænt mat og hagsmunir þeirra, sem nýta viðkomandi svæði, og við Blöndu er þar fyrst og fremst um beitarnot að ræða og í einhverjum mæli veiði. Að dómi Náttúru- verndarráðs er eðlilegt að við ákvörðun um virkjun í þessum landshluta sé jafnframt horft til annarra kosta, þar sem um minni skerðingu lífríkis væri að ræða og lokaákvörðun verði tekin á grundvelli víðtæks landnýt- ingarmats sem ekki er í verka- hring Náttúruverndarráðs að leggja dóm á í heild." Áð gefnum ábendingum taldi ráðið ekki ástæðu til að leggjast gegn fyrirliggjandi áætlun um virkjun Blöndu en gaf ábendingar um ýmis vandamál sem af virkjun kynnu að leiða og þyrftu athugun- ar við svo sem: 1. Hættu af jarðvegsfoki úr lón- stæðum, sem gæti valdið upp- blæstri. 2. Hættu sem stafað gæti af löng- um veituskurðum sem lítil reynsla er af hérlendis. 3. Bent var á að kanna þyrfti hugsanleg veðurfarsáhrif lóns- ins. 4. Bent var á að athuga þyrfti hver áhrif kynnu að verða af auknu vetrarrennsli, og hugs- anlegum ísstíflum og flóðum neðan til í Blöndu. Síðan Náttúruverndarráð gaf framangreinda umsögn hafa verið gerðar áætlanir um nokkra aðra virkjunarkosti við Blöndu og þeir verið kynntir ráðinu, m.a. á fundi þess 24. ágúst 1981, þar sem mætt- ur var Kristján Jónsson, raf- magnsveitustjóri. Náttúruvernd- arráð hefur hins vegar ekki gefið um þá umsögn, enda ekki verið formlega eftir því leitað, þó er ljóst að verulegur munur er á þessum virkjunarkostum hvað varðar áhrif þeirra á gróður og lífríki og með tilliti til annarra sjónarmiða sem fram voru sett í umsögn ráðsins frá 1978. Ráðinu er ljóst að mikill munur er á þeim virkjunarkostum, sem mest hafa verið ræddir, það er virkjunarkostum I og II. Með kosti I fer verulega meira land undir vatn heldur en ef kostur II yrði valinn. Þá er ljóst samkvæmt upplýs- ingum, sem nú liggja fyrir um miðlunarþörf landskerfisins að stærra lónið (kostur I) við Blöndu myndi ekki draga úr þörf fyrir miðlunarlón annars staðar svo sem við Fljótsdalsvirkjun. Meiri landfórn við Blönduvirkjun myndi því ekki leiða til þess að hægt yrði að þyrma öðru verðmætu landi eða náttúruverðmætum svo sem á Eyjabökkum. I þessu sambandi bendir ráðið á að mikill hluti hins stóra lóns (kostur I) myndi verða grunnur, og þar myndast miklar fjörur fyrrihluta sumars. Því minna sem lónstæðið er því minni verður hættan, sem kann að stafa af foki úr lóninu og á jarð- vegseyðingu út frá því, samanber umsögn ráðsins frá 1978. Fyrir liggur að virkjunarkostur I er nú talinn um 90 milljónum króna ódýrari en kostur II með sama miðlunarrými. Hins vegar telur ráðið þann kostnaðarsamanburð ófullnægj- andi, þar sem komið hafa fram mismunandi tölur um það hve mikið kynni að sparast í landbót- um ef sá kostur yrði valinn, sem hefur í för með sér minna lón og minni náttúruspjöll. Náttúruverndarráð telur brýnt, að kannað verði af þar til bærum aðilum, hve mikið kynni að spar- ast í ræktunarkostnaði og viðhaldi ræktunar, kostnaði við girðingar og viðhald þeirra svo og í kostnaði við vegi og brýr o.fl. ef kostur II yrði valinn. Fyrr en þetta hefur verið gert er ekki hægt að bera kostina saman á raunhæfan hátt og því óráðlegt að dómi ráðsins að binda sig við einn virkjunarkost frekar en annan. Ráðið leyfir sér í þessu sam- bandi að minna á samþykkt Nátt- úruverndarþings 1981, þar sem segir m.a.: „Þingið harmar hins vegar ef nauðsynlegt verður að leggja víð- áttumikið gróðurlendi undir vatn við virkjanir. Telur þingið að virkjunaraðilum beri skylda til að græða upp jafnmikið land og hverfur undir vatn.“ Með tilvísun til framanritaðs beinir Náttúruverndarráð þeim tilmælum til iðnaðarráðherra að mál þessi verði könnuð betur með tilliti til náttúruverndar og land- verndarsjónarmiða áður en end- anleg ákvörðun verður tekin um virkjunartilhögun og það er von ráðsins að til þessa reynist svig- rúm bæði innan ramma þess samnings sem gerður hefur verið á milli virkjunaraðila og fulltrúa hreppa í Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslum, svo og þeirra tíma- marka, sem settar hafa verið um upphaf og lok virkjunarfram- kvæmda.“ Magnús Pétursson Magnús Pétursson hagsýslustjóri FORSKTI íslands hefur að tillögu fjármálaráðherra skipað Magnús Pétursson til að gegna stöðu hag- sýslustjóra frá og með 1. mars 1982, en hann var sá eini sem sótti um stöðuna. Magnús Pétursson er fæddur 26. maí 1947, stundaði hagfræðinám í York, Englandi, 1968—1971 og síð- an framhaldsnám í Svíþjóð 1973—1976. Starfsmaður í fjár- málaráðuneyti, fjárlaga- og hag- sýslustofnun og félagsmálaráðu- neyti 1976—1979. Skrifstofustjóri í fjárlaga- og hagsýslustofnun frá 1980 og settur hagsýslustjóri frá 10. október 1981. Kosið í stjórn FBM FIMMTUDAGINN 18. marssl. lauk stjórnarkosningu í Félagi bókagerð- armanna. 12 félagsmenn voru í framboði til 3ja sæta í aðalstjórn fé- lagsins og 3ja varamannasæta, en á hverju ári gengur út helmingur stjórnar og varastjórnar. Kosningu hlutu Svanur Jóhann- esson, bókbindari, Ómar Frank- línsson, offsetprentari og Baldur H. Aspar, prentari. Auk þeirra skipa stjórn FBM þau Magnús Einar Sigurðsson, formaður, Guð- rún Guðnadóttir, Gísli Elíasson og Þórir Guðjónsson. BILL-SERGREIN URVALS, Óýrasti ferðamátinn sumarið 1982 Tryggðu þérfar Fjölmargar gerðir bíla - Ótakmarkaður akstur. 2 vikur 3 í bíl kr. 4.950.- á mann / 3 vikur 5 í bíl kr. 5.245.- á mann. Á URVAL ® 26900 Umboðsmenn um allt land fc/m, idag! Við Austurvöll r*f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.