Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 45 Þær byggingar, sem nú eru í gangi, munu meira en tvöfalda það húsnæði sem háskólinn hefur byggt sjálfur til þessa. Ekki má heldur gleyma Þjóðarbókhlöðunni þar sem háskólabókasafn mun verða til húsa í framtíðinni til mikilla hagsbóta fyrir háskólann. Einnig hefur starfsnefnd há- skólaráðs um nýbyggingar á há- skólalóð verið falið að kanna hag- kvæmni fyrirlestrasamstæðu sem reist yrði í samvinnu við Háskóla- bíó. Skipulag háskólalóðar Hinn 19. febrúar 1981 sam- þykkti háskólaráð að óska eftir samþykki borgaryfirvalda á endurskoðuðum tillögum að skipu- lagi fyrir miðsvæði háskólalóðar. Hef ég bæði haft samband við embættismenn borgarinnar og forseta borgarstjórnar um þetta mál og í nóvember sl. sendi ég borgarráði aftur bréf þar sem óskað er eftir því að afgreiðslu málsins verði hraðað. Hefur Borg- arskipulag nú hafist handa við að undirbúa álit sitt í þessu efni og verður ýtt á eftir því á næstunni. Rannsóknarmál Háskólaráð skipaði hinn 22. janúar 1981 nefnd til að gera til- lögur um ýmsa þætti rannsókn- armála og var prófessor Sigmund- ur Guðbjarnason formaður henn- ar. Nefndin skilaði áliti hinn 3. þ.m. og verða tillögur hennar teknar til afgreiðslu í háskólaráði næsta fimmtudag. Má segja, að ekki hafi áður verið tekið á rann- sóknarmálum að gagni innan há- skólans og bind ég miklar vonir við að þessi stefnumótun verði rannsóknum í háskólanum til framdráttar. Mun ég leggja til að tillögur nefndarinnar verði sam- þykktar nær óbreyttar. Þá samþykkti háskólaráð á fundi sínum 4. þ.m. reglur fyrir rannsóknasjóð, en á fjárlögum þessa árs er í fyrsta skipti veitt almennt rannsóknarfé til háskól- ans með þeim hætti að það renni í sérstakan sjóð sem háskólinn ráðstafar sjálfur. Er þessi sjóður ætlaður til rannsókna, bæði stundakennara og fastra kennara. Þau nýmæli sem felast í tillög- um rannsóknarnefndarinnar og tilkomu rannsóknasjóðs eru í fullu samræmi við þær skoðanir sem ég hef sett fram og haft frumkvæði að á ýmsan hátt. Minni ég hér á fund í Félagi háskólakennara og fagna góðri samvinnu og miklum áhuga stjórnar félagsins og fé- lagsmanna á þessum málum. Aðstöðumál Vegna fjölgunar nemenda og kennara hefur þrengt mjög að því húsnæði sem fyrir er. Leitað hefur verið að leiguhúsnæði til að brúa bilið þar til nýbyggingar komast í gagnið og er verið að semja um leigu á um 800 m2 leiguhúsnæði. Tvö skjáver, annað í verkfræði- húsi II, hitt í aðalbyggingu með 20 skjám, hafa komið í góðar þarfir. Skjáum hefur alls fjölgað úr 2 árið 1977 í 70 nú. Matar- og félagsaðstaða kenn- ara hefur batnað með því að Suð- urgata 26 — Skólabærinn — hefur verið tekin í notkun. Einnig hefur verið unnið að endurbótum í Herdísarvík og að samningum um afnot af húsi Laxárvirkjunar á jarðarparti háskólans á Halldórs- stöðum í Laxárdal. Hagræðing og innra skipulag Launabókhald á skrifstofu há- skólans hefur verið tölvuvætt til hagræðingar og til þess að auð- velda upplýsingagjöf. Nemenda- skrá hefur verið endurbætt. í at- hugun er hvort tímabært sé að setja fjárhagsbókhald í tölvu. Saminn hefur verið vistunarlyk- ill fyrir gögn og þeim raðað eftir honum, en áður var einungis bréf- um til menntamálaráðuneytis og frá því raðað. Hafa nemar í bóka- safnsfræði leyst þetta verkefni undir stjórn kennara. Þá er í pöntun 30 númera viðbót við símstöð. Rétt þótti að fara þá leið í bili fremur en fjárfesta mik- ið í 20 ára gamalli tækni, þar sem örtölvutæknin er að ryðja sér til rúms í símamálum og rétt að stefna að því að fá slíkt kerfi áður en langt um líður. Árbók háskólans og kynningarbæklingur Sem kunnugt er, hefur Arbók háskólans ekki komið út árlega að undanförnu. Árbók 1976—79 er nýkomin út, en þá vantar inn í 1969-1973. Ákvað ég að árbókin skyldi koma út árlega eftir að ég tók við rektorsstarfinu og kom hún út í dag fyrir háskólaárið 1979/80, en mun koma fyrir vorið að því er tekur til 1980/81. Þá hefur kynningarbæklingur verið gefinn út í fyrsta sinn á ís- lensku og ensku. Þar er einnig kort yfir háskólasvæðið. Unnið er að merkingu húsa og uppsetningu yfirlitskorts á svæðinu. Kynning á starfsemi háskólans Ég mælti fyrir því í háskólaráði á sínum tíma að undirbúin yrði kynning á starfsemi háskólans með „opnu húsi“. Fyrir dugnað manna í verkfræði- og raunvís- indadeild og að frumkvæði manna í þeirri deild var haldið „opið hús“ í deildinni á sl. vori. Tókst þetta afar vel. Happdrætti háskólans studdi þessa kynningu fjárhags- lega, m.a. með töku heimildar- myndar. Þarf að kynna aðrar deildir með þessum hætti. Færi t.d. vel á því að kynna starfsemi tannlæknadeildar og læknadeildar þegar þær flytja í byggingu 7. Einnig gætu deildir sameinast um kynningu. Á þessu ári mun ég beita mér fyrir tilraun með að biðja nýja prófessora að kynna fræðigreinar sínar fyrir almenningi. Þá hefur stjórn Happdrættisins ákveðið að láta gera heimildar- mynd um háskólann í heild, en Arnór Hannibalsson flutti tillögu tengda þessu í háskólaráði á sl. hausti. Ég beitti mér fyrir því að Fréttabréf Háskóla íslands gæti aftur komið út allreglulega. Er at- orku Sigurðar Steinþórssonar að þakka að það hefur tekist. Rit- nefnd þarf að velja honum til að- stoðar. Samningur viö erlenda háskóla og samstarf Samningur um viðurkenningu á verkfræðinámi héðan til fram- SJÁ NÆSTU SÍÐU óhjákvæmilegt er að skoða þau gaumgæfilega og taka afstöðu til vissra atriða. Eins og allir vita, eru kjör okkar háð samningum við ríkisvaldið. Háskólaráð tekur hins vegar af- stöðu til skiptingar vinnutíma milli kennslu, rannsókna og stjórnunarstarfa. Það ákveður hvaða skyldur eða vinnumagn er fólgið í dagvinnu og hvenær kem- ur til greiðslu fyrir yfirvinnu. Um þetta gilda reglur settar af Há- skólaráði og sér þriggja manna nefnd um útreikning vinnumagns á grundvelli þess yfirlits, sem kennarar gera tvisvar á ári. Kennslumagn er ákvarðandi um það hvort menn fá leyfi til að fella niður kennslu og stjórnun 7. hvert misseri eða 7. hvert ár til þess að stunda alfarið rannsóknir og hljóta sérstaka fyrirgreiðslu vegna dvalar erlendis í því skyni. Þá úrskurðar Háskólaráð launa- flokkahækkun til manna vegna rannsóknastarfa, svo og auka- þóknun vegna einstakra um- fangsmikilla verkefna. Hér er því um tvennt að ræða: Annars vegar hin samnings- bundnu launakjör og hins vegar þetta sérstaka bónuskerfi, sem Háskólaráð stýrir. Ég ætla fyrst að ræða hið síðarnefnda. Háskólakennarar eru þannig bókhaldsskyldir. Færa þarf til bókar alla kennslu og sundurliða hana á ýmsa vegu, því að hver teg- und kennslu hefur sitt sérstaka gildi í klukkustundum talið. Fjölda prófa þarf einnig að skrá- setja, tegund þeirra, tímalengd og vægi, svo og fjölda próftaka. Þá þarf að skrá öll heimaverkefni nemenda, sem kennari fer yfir, og vægi þeirra. Nefndarstörf skal að sjálfsögðu tilgreina, svo og önnur stjórnunarstörf. Rannsóknar- vinna telst 40% dagvinnu, stjórn- unarstörf hafa sitt ákveðna hlut- fall og afgangurinn er kennsla. Mér skilst, að þegar allar upplýs- ingar eru fengnar, séu viðhafðar formúlur, sem sérstaklega hafa verið gerðar í þessu skyni og út úr reikningunum öllum komi svo sú yfirvinna, sem greiða á hverjum og einum. Þetta eru þá skilyrðin fyrir því að menn fái greidda yfir- vinnu, en á henni þurfa flestir að halda, eins og launakjörum manna er nú háttað. Sömuleiðis er þetta eina leiðin til þess að fá að stunda rannsóknastörf annað slagið með tiltekinni fyrirgreiðslu, því að hún er háð túlkun fjármálaráðuneytis- ins, sem gengur út á það, að til þess að fá rannsóknaleyfi með þessum kjörum, þurfi menn að hafa skilað tilteknu kennslumagni um tilgreindan undangenginn tíma. Tilkoma þessa kerfis markaði líklega nokkurt spor í framfara- átt. Fram til þess tíma fengu menn yfirleitt ekki yfirvinnu greidda. Þá hafa menn metið það mikils, að geta gengið að því vísu, að fá að helga sig alfarið rann- sóknum í heilt misseri eða jafnvel heilt ár í senn á tiiteknu árabili. Fjárhagsleg fyrirgreiðsla á leyf- istímanum er og allsæmileg. Þrátt fyrir þetta hafa mönnum orðið ljósari bagalegir vankantar á þessu kerfi, þegar fram hafa liðið tímar. Þar kemur fyrst til að svo ósveigjanlegt punktakerfi sem þetta hentar afar illa akademískri starfsemi, er jafnvel að vissu leyti í andstöðu við hana. Ekki kemur það t.a.m. vel út ef kennari vill verja, segjum 1—2 mánuðum, í að undirbúa vandaða fyrirlestraröð, svo sem 10 fyrirlestra um tiltekið efni. Fyrir þá fær hann 50 klst. greiddar, hvort sem forvinnan hefur verið mikil eða lítil. Kerfið fyrirskipar þannig miðlungsvinnu, en refsar fyrir það sem fram yfir er með tekjuskerðingu. Svipað er að segja, ef svo háttar til, að menn þurfa nauðsynlega að ljúka rann- sóknaverkefni, skrifa ritgerð eða eitthvað þess háttar. Þetta geta menn ekki gert án fjárhagslegs tjóns fyrir sjálfa sig. Þá hefur það verið gagnrýnt að yfirvinna skuli einungis greidd fyrir kennslu, en ekki fyrir rannsóknastörf á sama hátt. Tvö atriði má enn nefna, sem sýna að kerfi þetta er öllu ósanngjarnara, og kannski minni kjarabót en virzt gæti við fyrstu skoðun. Hið fyrra tekur til þess, að ekki er tillit til þess tekið, ef menn þurfa að losna undan öðrum störfum í fáeinar vikur, t.a.m. vegna sérstakra þjálfunarnám- skeiða, sérmenntunar eða eftir- menntunar. I öðrum skólum er það löngu viðurkennt, að kennur- um sé þetta nauðsynlegt og það kunni að auka hæfni kennarans. Viðurkenningin felst í því að menn halda fullum launum sínum og fá jafnvel talsverða fjárhags- lega fyrirgreiðslu. I Háskólanum verða menn að vinna þetta allt af sér, að öðrum kosti tapa þeir punktum. Hitt dæmið varðar rannsóknarleyfin. Mér hefur verið tjáð að í ákvæðum fjármálaráðu- neytisins sé svo um hnúta búið, að þegar menn fá leyfi til að fella niður kennslu, séu þeir í raun bún- ir að vinna af sér þá kennslu sem fellur niður á leyfistímanum. Þá má bæta því við, að erfitt er að koma auga á haldbær rök fyrir því að tengja kennslu og rannsóknir svo saman, sem gert er í þessum reglum. Vera má, að einhverjir viti um fleiri annmarka. En þeir, sem ég hef nú talið, nægja þó til þess að sýna að nauðsynlegt er að gera breytingar á þessu kerfi, ef það á að koma með eðlilegum hætti til móts við þarfir okkar og hagsmuni Háskólans. Því legg ég til að endurskoðun á þessum reglum Háskólaráðs verði hafin hið fyrsta. Áherzlu vil ég jafnframt leggja á, að endurskoðunin verði ekki afgreidd frá Háskólaráði fyrr en háskólakennurum hefur gefizt tími til þess að skoða hana vand- lega og ræða og koma ábendingum sínum á framfæri. Eins og sjá má, er þessi þáttur kjaramálanna mjög svo samofinn starfsskipulagi Háskólans og stýr- ir því raunar á marga lund. Og þessu kerfi ræður Háskólaráð að verulegu leyti. Hins vegar er at- hafnasemi rektors og Háskólaráðs öllu minni, þegar kemur að þeim lið kjaramála, sem fellur undir al- menna samninga BHM við ríkis- valdið. Þar hefur stefna Háskóla- ráðs verið, svo langt aftur sem ég man, að halda algjörlega að sér höndum og vísa öllum slíkum mál- um frá sér. Forráðamenn Háskól- ans hafa einatt litið svo á, að þeim bæri að halda sér frá öllum af- skiptum af deilum um kjaramál. Ég skal viðurkenna, að framanaf var ég sömu skoðunar, en sjón- armið mín hafa smám saman breytzt, og er sVo komið nú, að ég er allskostar ósáttur við þessa stefnu. Ég get að vísu fallizt á, að við eðlilegar aðstæður sé æskilegt að Háskólaráð þurfi ekki að blanda sér í kjaradeilur. En að- stæður eru nú fjarri því að vera eðlilegar. Eitt meginverkefni rekt- ors og Háskólaráðs hlýtur að vera að vaka yfir velferð Háskólans og reyna eftir mætti að stuðla að því að starfsemi hans dafni og þróist með eðlilegum hætti. Launakjör starfsmanna hljóta að vera þar ein af undirstöðunum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hversu mjög háskólastarfsmenn hafa dregizt aftur úr öðrum í launakjörum á undanförnum ár- um. Þeir virðast nú sigla hraðbyri inn í hóp láglaunamanna, ef svo fer sem horfir. Og víst er um það, að léleg launakjör drepa niður starfsáhuga manna, neyða þá til yfirvinnuþrælkunar bæði innan skóla og utan. Við þetta dreifist starfsorka manna úr hófi og örð- ugt vill verða að einbeita sér að þeim verkefnum, sem okkur er i e.t.v. mest nauðsyn að vinna. Við vitum að af illri nauðsyn eru orðin að þessu mikil brögð, og það svo mjög, að starfsemi Háskólans er í hættu stödd. Andspænis þessum staðreyndum getur hvorki rektor né Háskólaráð setið afskipta- og aðgerðalaus. Það er ótvíræð skylda þeirra að skýra þessar staðreyndir vel og vandlega fyrir stjórnvöldum og sýna fram á hver áhrif þetta hefur á eðlilega starf- semi Háskólans, og ég tel þeim einnig skylt, að leggjast með full- um þunga á sveif með háskóla- starfsmönnum í tvísýnni baráttu þeirra fyrir bættum kjörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.