Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 „ Ekki sa 'böíi/a um að konna fólki .sarwan þegar i/ið vorum un^- " Er ekki nóg fyrir þig aó syngja í baóinu? Með morgunkaffinii Á þessum sióustu og verstu tímum er ekki lengur öruggt aó vera meö peningaveski, sem hvenær sem er getur veriö stol- ið! HÖGNI HREKKVÍSI Athugasemd við grein Þorleifs Kr. Guðlaugssonar um surtarbrand: Vandræðalaust ætti að vera að kanna álitlegustu staðina Heióraöi Velvakandi! í dálkum þínum birtist mið- vikudaginn 25. marz 1982 bréf frá Þorleifi Kr. Guðlaugssyni, þar sem hann varar við þings- ályktunartillögu um rannsóknir á surtarbrandi á Vestfjörðum. Telur hann það sóun á fé ríkis- ins, sem betur væri notað til annars. Þingsályktunartillaga þessi er reist á þeirri staðreynd, að surt- arbrandslög hafa fundist á mýmörgum stöðum á Vestfjörð- um sem þegar hafa verið nokkuð rannsakaðír og sumir unnir, þegar á hefur þurft að halda. Það er villandi að taka út úr þennan eina stað í Steingríms- firði og alhæfa út frá honum, því að vitað er um þykkari lög, allt að þremur metrum. Rannsóknir á surtarbrandi hófust rétt upp úr aldamótum og beindust þær aðallega að því að finna staðina og mæla bruna- gildi brandsins. A þeim tímum sem mestar rannsóknir fóru fram, var tæknin ekki það langt komin og fé af svo skornum skammti, að eiginlegar athugan- ir á magni og vinnslumöguleik- um var ekki hægt að gera. Nú á dögum er tæknin það langt kom- in, að vandræðalaust ætti að vera að kanna að minnsta kosti álitlegustu staðina. Tæki til námugraftar og gangnagerðar eru orðin mjög fullkomin og við ráðum yfir þekkingu til að nota þau. Þorvaldur Garðar hefur ítrek- að bent á, að Vestfirðir séu fá- tækir af orkugjöfum og myndi vinnsla surtarbrands, ef hag- kvæm reyndist, verða ómetanleg lyftistöng atvinnulífinu þar og til gagns fyrir þjóðarheildina. í þessu sambandi má einnig benda á að yrði t.d. hagkvæmt að vinna kol úr austanverðu Stál- fjalli, kæmi ef til vill höfn í Haukabergsvaðal, sem gæti þá orðið útgerðarstaður báta til nýtingar á auðugum rækju- og skelfiskmiðum í norðanverðum Breiðafirði. Eg nefni þetta sem dæmi um viðbótarávinning sem af þessu gæti fengist. Okkur ber skylda til að ganga eins og hægt er úr skugga um, hvort vinnsla og notkun surt- arbrands er hagkvæm nú eða gæti orðið það einhvern tíma. A þann eina hátt getum við líka minnst þeirra manna, sem með atorku, ósérhlífni og fram- sýni tóku upp á því á fyrstu ára- tugum aldarinnar að hafa uppi á og rannsaka okkar íslenzku kol við þær frumstæðu aðstæður, sem þeim voru búnar. Eg vil því eindregið skora á Þorleif að fylgja Þorvaldi Garð- ari í þessu máli, einnig svo og alla aðra landsmenn sem bera hag íslands fyrir brjósti. Með þökk fyrir birtinguna. Gísli Júlíusson, verkfræóingur. Eyjólfur Guömundsson skrifar: Hugleiðing á ári aldraðra Velvakandi góður! Það mætti sjálfsagt segja, að það sé líkt og að bera í bakka- fullan lækinn að fara nú að minnast á þau mál er snerta gamla fólkið. Margar raddir hafa þar látið til sín heyra; eins og gerist og gengur þá virðast ekki allir á eitt sáttir um þau mál er snerta hina öldruðu. Margt hefur vissulega breyst til mikils batnaðar er viðkemur málum eldra fólks. En áreiðan- lega má þar líka segja, eins og stendur, að betur má ef duga skal. Og ég held að þegar á heildina er litið hafi þeir sem komnir eru á efri ár það alls ekki of gott. Eins og kunnugt er þá hefur stundum verið litið á þá gömlu sem eins konar ómaga þjóðfé- lagsins. Þeir eiginlega dæmdir úr leik. Það eru að vísu nokkur heilabrot hjá ýmsum um það, að eitthvað verði að hjálpa þessum ómögum, sem svo eru kallaðir. Öllum er kunnugt um aldurs- takmarkið sem mönnum hefur verið sett, er stundað hafa opinber störf. Mörgum hefur fundist þar vera fulllangt geng- ið. Og áreiðanlega eiga sumir góða starfskrafta eftir, þegar þeir eru dæmdir úr leik. Þetta hefur að vísu lagast á síðustu árum, og hefur sumum, sem komnir eru á aldursmörkin, ver- ið gefinn kostur á að halda áfram sínum störfum, a.m.k. að einhverju leyti. Og hafa þá þeir gömlu menn fengið að vera að mestu leyti sínir eigin húsbænd- ur. Annars er málunum stundum þannig háttað að í elli sinni lenda sumir í nokkrum vanda- málum sem þeim virðast aukast með árunum. Manni finnst að nóg sé fyrir þá að glíma við ell- ina þó ekki bætist við aðrar áhyggjur. Afstaða manna í líf- inu er misjöfn. Dvalarheimili aldraðra eru nauðsynlegar stofnanir og gott til þess að vita að þeim fer fjölgandi. En dvalarheimilin leysa ekki allan vanda hinna öldruðu. Þeim, sem á þessum stofnunum dvelja, þykir gott að skreppa í heim- sókn til ættingja sinna við og við, og dvelja þá nokkra daga í senn. Þá skiptir miklu máli að vel sé á móti þeim tekið. Æski- legt er að gamla fólkið geti haft gott næði á meðan á heimsókn- inni stendur. Sumir vilja helst hafa sér herbergi og finnst mér að slíkt ætti að láta eftir þessum gömlu gestum ef efni standa til. Sérviskan, sem sumir kalla svo, er orðin manni ærið samgróin í ellinni. En það eru einmitt mál af þessu tagi sem mér finnst að fólk ætti að hugleiða á ári aldr- aðra. Eyjólfur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.