Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 Kaupmáttur I'róun (axtakaups launþega og bóta lífeyrisþega miðað við 100 á 3. ársfj. 1978 siðan uppfinningamenn að slagorðunum „Samningarnir í gildi“ og „Kosningar eru kjarabarátta" komust til valda! Makalaus loforðastjórn — eftir Sigurð Óskarsson, formann Verkal ýðsráðs Sjál fstœðisflokksins Þrátt fyrir stóraukinn sjávar- afla vegna friðunaraðgerða þarf að leita aftur til aflaleysisára á síðasta áratug til þess að finna dæmi um hliðstæða skuldasöfn- un í sjávarútvegi og átt hefur sér stað síðustu misseri. Undangengin ár hafa alþýðu- bandalagsmenn og framsókn- armenn ráðið nær alfarið stjórn- arstefnunni sem einkennst hefur af verðlagshöftum og óraun- særri gengisskráningu. Til skammtímaaðgerða hefur verið gripið í mislukkaðri bar- áttu við verðbólguna og blygðun- arlaust hefur verið troðið á gerð- um samningum við verkalýðs- hreyfinguna. Ríkisafskipti og ríkisumsvif hafa verið stóraukin með opin- berum lántökum og óheyrilegri skattlagningu. Þrátt fyrir einstök aflabrögð hefur þjóðarframleiðslan aukist sáralítið frá því haustið 1978 og kaupmáttur taxtakaups rýrnað verulega. A sama tíma hefur verðbóta- vísitala 10 sinnum verið skert um samtals rúm 26%. Gengi íslensku krónunnar hef- ur verið margfellt á þessu tíma- bili. Fjárveitingar til framkvæmda og atvinnusjóða hafa miskunn- arlaust verið skornar niður. Möguleikar einstaklinga til íbúðabygginga hafa stórlega verið skertir. Afdrifaríkt að- gerðarleysi og afdrifarík mistök eru einkenni núverandi valdhafa hvað orku- og iðjumál varðar. Meðferð ríkisstjórnarinnar og einstakra ráðherra á þessum málaflokkum stefnir lífskjörum Sigurður Óskarsson launþega og þjóðarinnar allrar í ógöngur. Tilviljanakennt fálm og hrossakaup varðandi staðsetn- ingu orku- og iðjuvera hafa blas- að við þjóðinni og sýnist mörg- um þar meir ráða ferðinni heimaslóðir og kjördæmi ráð- herra en niðurstöður hag- kvæmnirannsókna. Ulfúð og illindi, tortryggni og stóryrði virðast nú taka allan tíma þeirra stjórnmálamanna í ráðherrastólum, sem einu sinni sögðu íslenskum launþegum að þeir ætluðu að nota völd sín til þess að bæta kjör alþýðunnar og koma „samningunum í gildi“. Fræðslunámskeið á vegum Verkalýðsskólans Rætt við Hilmar Guðlaugsson Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokks- ins ætlar að efna til fræðslunám- skeiðs i verkalýðsmálum vikuna 17.—24. apríl að báðum dögum meðtöldum. I tilefni af því sneri launþegasiðan sér til Hilmars Guð- laugssonar framkvæmdastjóra Verkalýðsráðs og spurði hann um viðfangsefni á námskeiðinu. Þetta er árlegt fræðslunám- skeið sem haldið er á vegum Verkalýðsskóla Sjálfstæðis- flokksins. Viðfangsefnin eru margþætt, en megintilgangurinn er að veita þátttakendum fræðslu um verkalýðshreyfing- una, uppbyggingu hennar, störf og stefnu. Þá er stór þáttur og eiginlega sá stærsti í námskeið- inu að þjálfa nemendur í að koma fyrir sig orði, taka þátt í almennum umræðum og ná valdi á hinum fjölbreyttu störfum í fé- lagsmálum. Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins var stofnað 1951 og hafa slík námskeið verið haldin um lengri eða skemmri tíma allt frá upphafi. Mjög góð- ur rómur hefur verið gerður af þessum námskeiðum og hefur þátttaka verið góð. Því miður verður að takmarka þátttöku við 20 manns til þess að þátttakend- um nýtist best námskeiðshaldið. Rétt er að taka fram að allir eru velkomnir að taka þátt í nám- skeiðinu, hvort sem þeir eru flokksbundnir eða ekki. Einn þáttur námskeiðsins hef- ur orðið mjög vinsæll en það er fjölmiðlatækni og framkoma í sjónvarpi. Þátttakendur munu fá ákveðin viðfangsefni til að leysa fyrir framan sjónvarps- tökuvél og verður upptakan síð- an skoðuð og gagnrýnd. Þennan þátt mun Markús Orn Antons- son sjá um. Að öðru leyti verða viðfangsefnin að Kristján Ottósson mun kenna ræðu- mennsku og Skúli Möller funda- stjórn og fundasköp. Gunnar Helgason mun fjalla um sögu og hlutverk verkalýðshreyfingar- innar og Guðmundur H. Garð- arsson tala um Sjálfstæðisflokk- inn og verkalýðshreyfinguna. Um félags- og kjaramál sjá þeir Ágúst Geirsson, Magnús L. Sveinsson og Pétur Sigurðsson. Guðmundur Hallvarðsson fjallar um vinnumarkaðsmál og Björn Þórhallsson um uppbyggingu og fjármál verkalýðsfélaga. Sig- finnur Sigurðsson um efnahags- og vísitölumál og Eyjólfur Jónsson um atvinnuleysistrygg- ingar. Eg vil að lokum hvetja þá sem áhuga hafa á þátttöku til að skrá sig sem fyrst í síma 82900 eða 82398. Leiðbeinendur í fræðslunámskeiðinu VERKALÝÐSRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins hefur ákveðið að halda fræðslunámskeið í verkalýðsmál- um í Valhöll dagana 17.—24. apríl Megintilgangur námskeiðsins er að veita þátttakendum fræðslu um verkalýðshreyfinguna, uppbygg- ingu hennar, störf og stefnu. Ennfremur þjálfa nemendur í að koma fyrir sig orði, taka þátt í almennum umræðum og ná valdi á hinum fjölbreyttu störfum í fé- lagsmálum. 1. Ra'óumennska. Leiðbeinandi: Kristján Ottósson. 2. Fundarstjórn og fundarreglur. Leiðbeinandi: Skúli Möller. 3. Saga og hlutverk verkalýðshreyf- ingarinnar. Leiðbeinandi: Gunnar Helgason. 4. Sjálfstæðisflokkurinn og verka- lýðshreyfingin. Leiðbeinandi: Guð- mundur H. Garðarsson. 5. Fjölmiðlatækni og framkoma í sjónvarpi. Leiðbeinandi: Markús Orn Antonsson. 6. Stjórnun, uppbygging og fjármál verkalýðsfélaga. læiðbeinandi: Björn l'órhallsson. 7. Kfnahagsmál og vísitölur. Leið- beinandi: Sigfinnur Sigurðsson. 8. V innumarkaðsmál. Leiðbeinandi: Guðmundur Hallvarðsson. 9. Atvinnuleysistryggingar. Leiðbein- andi: Eyjólfur Jónsson (Trygg- ingastofnun). Ágúst Geirsson Magnús L. Sveinsson Markús ()rn Antonsson l’étur Sigurðsson Björn Þórhallsson 10. Félags- og kjaramál. Leiðbeinend- ur: Ágúst Geirsson, Magnús L. Sveinsson og Pétur Sigurðsson. Námskeiðið verður um helgar og á kvöldin. Laugardag, sunnudag og fimmtudag frá kl. 09.00—18.00 með matar- og kaffihléum og mánudags- og þriðjudagskvöld frá kl. 20.00-23.00. Námskeiðið er opið sjálfstæðisfólki á öllum al- dri, hvort sem það er flokksbundið eða ekki. Verkalýðsráð hvetur þá sem áhuga hafa á þátttöku til að skrá sig sem fyrst í síma 82900 eða 82398. Takmörkuð þátttaka. Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.