Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 41 anlega um skjalasafn Alþingis og skjalasafn Seðlabanka og Lands- banka. Alþingi hefur að vísu endur fyrir löngu afhent Þjóð- skjalasafni eins konar úrtíning úr skjalasafni sínu, en haldið flestu því sem meginmáli skiptir. Bank- arnir hafa aldrei afhent Þjóð- skjalasafni neitt. Gömul skjöl sérskjala- safna á aö afhenda ÞjóÖ- skjalasafni og efla það Það er auðvitað ekki nema allt gott um það að segja, að þessar og aðrar stofnanir búi vel að skjala- söfnum sínum. Hins vegar er það fjarstæða, að þær starfræki opin skjalasöfn, eins og sumir hafa ver- ið að tala um þessa dagana vegna umræðna um skjala- og bókasafn Seðlabankans. Eina rétta og skynsamlega stefnan hlýtur að vera sú, að þannig verði búið að Þjóðskjalasafninu, að það geti jafnóðum tekið við skjölum (t.d. eldri en 30 ára) opinberra stofn- ana og embætta, og ennfremur við sögulega mikilvægum skjölum einkaaðila og gert þessi gögn al- mennt aðgengileg. Þetta er líka í samræmi við gildandi lög um Þjóðskjalasafnið. Stendur það því engum nær en Alþingi að sjá til þess að unnt sé að framkvæma þau lög, sem það hefur sett. Hlutverk Þjóðskjalasafns Samkvæmt lögum um Þjóð- skjalasafn Islands frá 17. marz 1969 er það aðalhlutverk safnsins að annast innheimtu og varðveizlu afhendingarskyldra skjala (eftir gildandi reglugerð) hjá embættum og stofnunum ríkisins, safna öðr- um skráðum heimildum varðandi sögu þjóðarinnar, þar með ljósrit- um af slíkum gögnum í erlendum söfnum, skrásetja öll afhent skjalasöfn, gefa út prentaðar eða fjölritaðar skrár yfir þau og halda opnum lestrarsal fyrir almenning. Safnið veitir ennfremur opinber- um stofnunum, embættismönnum og borgurunum almennt margvís- legar upplýsingar úr gögnum sín- um. Þjóðskjalasafnið á sem sé að vera eins konar þekkingar- og upplýsingabanki fyrir fræðimenn, opinberar stofnanir og almenning. Ef rétt væri á haldið, ætti það ennfremur að vera liður í stjórn- kerfi landsins og hafa ásamt hér- aðsskjalasöfnum forystu varðandi skipulag, grisjun og varðveizlu skjalasafna stofnana og embætta og hvetja einkaaðila til að varð- veita sögulega mikilvæg gögn og afhenda þau Þjóðskjalasafni eða héraðsskjalasöfnum, eftir að þeir þurfa ekki sjálfir á þeim að halda. Þjóöskjalasafn vantar fleira en húsnæði Þjóðskjalasafnið vantar ekki aðeins stóraukið húsnæði til að geta gegnt hlutverkum sínum eins og því ber. Það vantar ennfremur ymiss konar búnað, sem hér væri of langt upp að telja. Og bókakost- ur Þjóðskjalasafns er t.d. svo lítill og lélegur, að án nærveru Lands- bókasafns væri það í rauninni ekki starfhæft. Þá bráðvantar Þjóð- skjalasafn meira starfslið og þá engu síður aðstoðarfólk en há- skólamenntaða skjalaverði. Ekki er unnt að ræða málefni Þjóðskjalasafns frekar í stuttri blaðagrein. Vísa ég því til rits míns Þjóðskjalasafn íslands — Ágrip af sögu þess og yfirlit um heimildasöfn þar, sem Sagnfræði- stofnun Háskólans hefur gefið út. Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Eigulegt safn laga Vmsir flytjendur. Beint í mark 1 og 2. Steinar SAFN 50. í upphafi fannst mér það all góð hugmynd að gefa út safn- plötu sem hafði að geyma vin- sælustu lög íslenskra og er- lendra flytjenda þá stundina. Að minnsta kosti leit ég þannig á málið þegar platan „Gæðapopp“ var gefin út. En eins og stundum vill verða þá hleypur oft kapp í menn. Það var ekki nóg að koma með eina heldur fylgdi önnur á eftir skömmu seinna og sú þriðja kom svo út rétt fyrir áramót. Að vísu var hún í dulbúningi en engu að síður á sama bekk og hinar fyrri. Þegar hún var kom- in fannst mér nóg komið eins og eflaust fleirum og átti varla til orð þegar það fréttist að enn ein safnplatan væri á leiðinni. hvað er að gerast? Hefur eitthvað komið fyrir Steina? An þess að vita betur leit ég á þessa nýju safnplötu sem algjöra vitleysu. En „Beint í mark“ er gott dæmi þes að ekki má vanmeta Steinar Berg. Það er stórsnjöll hugmynd að gefa út tvær safnplötur og gefa aðra þegar hin er keypt. En það þarf meira en sniðugheit ef hljómplata á að vera góð. Ef þetta eru ekki góðar safnplötur sem slíkar þá eru allar safnplöt- ur með tölu lélegar. Plata af þessu tæi getur þó aldrei orðið eins sterk og nafn bestu laga einhverrar stórhljómsveitar, en þær eru undantekningarlaust mjög góðar. (T.d. „George Ben- son Collection" og Pink Floyd samansafnplatan.) Eftir að hafa rennt plötunum tveimur í gegn og kannað laga- valið þá verð ég að segja að þetta eru góðar safnplötur. Plata eitt hefur að geyma 14 lög með jafn- mörgum flytjendum. Þar af eru fjórir íslenskir: Jóhann Helga- son (She’s Done it Again), Start (Sekur), Guðmundur Árnason (Við ystu mörk skóga), og að ógleymdum Mezzoforte (Ferðin til draumalandsins). Aðrir sem eru á þessari plötu eru: Gillan, Billy Bremmer, Billy Idol. Trev- or Walters og Linx. Eitt stærsta atriðið við plötur af þessu tæi er uppröðum laganna, en ekki verð- ur annað sagt er að allvel hafi tekist með „Beint í mark“. Plata tvö er eins og sú fyrri að því ieytinu að á henni eru 14 lög. Hinsvegar eru bara þrír íslensk- ir flytjendur en það eru: Bubbi Morthens (Þú hefur valið), Grýl- urnar (Fljúgum hærra), og Björgvin Gíslason (Glettur). Af erlendum flytjendum ber fyrst að nefna hjúin Mörtu and the Muffins. Þau eiga eitt besta lag erlendu flytjendanna eða lagið „Women Around the World“. Aðrir eru: Fun Boy Three (The Lunatics Have Taken Over the Asylum), Taxi Girl (Cherechez le garcon), Specials (Ghost Town) og Orchestral Manoeuvres in the Dark (Souvenir og Enola Gay). Ekki er hægt að velja besta lag þessara platna því flest eru þau góð. Hinsvegar eru það tvö lög sem heilla mig meira en önn- ur „Glettur" og „Women Around the World". En hver og einn verður að velja sitt uppáhald og það gæti reynst einhverjum erf- itt því úrvalið er gott. Eins og áður hefur verið minnst á þá er nokkuð frumlegt að selja eina plötu og gefa aðra með. Það er aftur á móti annað sem mér finnst ekki skipta minna máli en snilldin við sölu- mennskuna en það er umslag platnanna. Það er í sjálfu sér allt í lagi að hafa þau eins (eini munurinn er að annað er blátt en hitt er grænt). Hvort sem út- gáfan á að vera ódýr eða hvað, þá finnst mér að útgefandi ætti að leggja metnað sinn í að hafa umslögin eiguleg en ekki eins og eitthvað ódýrt drasl. Ég trúi ekki öðru en að Ernst Backman geti gert betur en þetta. Svona í lokin þá er fátt annað að segja en að „Beint í mark“ kom mér á óvart og án efa fleir- um. FM/AM. Frábær hljóm- plata XTC. Fnglish Settlement. VIRGIN 2223. Hljómsveitin XTC var stofnuð í Svindon á Englandi þegar upp- gangur pönkaranna var hve hraðastur. Þeir sem voru í upp- runalegu myndinni voru Andy Partridge, Colin Moulding, Barry Andrens og Terry Chanb- ers. Svona skipuð gaf hljóm- sveitin út tvær plötur: „White Music“, sem er nokkuð góð og „Go 2“ sem er eins frábær og þær sem á eftir komu. Það er ekki aðeins tónlistin sem er frábær heldur einnig umslagið. Það er svart og það eina sem er á því eru vélritaðir stafir og er þar gert grín að lesandanum ásamt því sem reynt er að fá viðkom- andi til að kaupa plötuna. Áður en þriðja platan kom út kom upp ágreiningur í hljómsveitinni með þeim afleiðingum að hljóm- borðsleikarinn Barry Andrens hætti en í hans stað kom gítar- leikarinn Dave Gregory. Þriðja platan kom út árið 1979 og heitir „Drums and Wires". Með þeirri plötu mörkuðu þeir endanlega þá tónlistarstefnu sem þeir hafa fylgt síðan og þróað á stórkost- legan hátt. Barry Andrens hafði haft mikil áhrif á tónlistina sem þeir fluttu en þegar hann var farinn datt hljómborðið að mestu út. Það er eins með „Drums and Wires" og „Go 2“ að það var fleira en tónlistin sem kom á óvart. Nú létu þeir fylgja texta með plötunni, ekki bara texta með nýju plötunni heldur einnig þá sem komu út á fyrstu tveimur plötunum. Fram að fjórðu plötunni hafði hljómsveitin ekki náð neinum vinsældum svo um væri talandi. Hún var nokkuð vinsæl sem „underground“-hljómsveit en ekkert fyrir utan. Þessu breytti fjórða platan að nokkru en samt náði hún ekki að skapa þeim þær vinsældir sem þeir áttu skilið. Plötuna kölluðu þeir „Black Sea“. Af henni urðu nokkuð vin- sæl lögin „Towers of London" og „Generals and Majors". Síðan „Black Sea“ kom út hefur verið frekar hljótt um þá félaga. Sennilega hefur þögnin gert þeim gott, en í byrjun mars sendi XTC frá sér sína fimmtu plötu. Platan „English Settlement" er til að byrja með tvöföld, þ.e.a.s. aðeins fyrstu 10.000 ein- tökin eru tvöföld en síðan verður hún fáanleg sem einföld. Þar verður úrval af báðum plötun- um. Eins og fyrr hefur verið sagt þá hafa fyrri plötu XTC verið hver á annarri betri og „English Settlement" er engin undantekn- ing. Platan er frábær og það má taka undir orð breska tónlistar- blaðsins Record Mirror sem seg- ir (í lauslegri þýðingu): ,,„ES“ er mjög góð plata og þeta er fyrsta platan á þessu ári sem skiptir einhverju máli og kemur til með að gera það. Sestu niður með eintak eins fljótt og þú getur og þú verð tímanum eins og best verður á kosið." Já, þessi plata þeirra félaga verður greinilega þeirra fyrsta „smash“. Lagið „Senses Working Overtime" er þegar orðið vinsælt og fleiri lög eiga örugglega eftir að fylgja í kjölfarið. I tónlistinni eru sam- ankomin áhrif frá gamla tíman- um og svo einnig þau áhrif sem eru í hinni svokölluðu ný- rómantísku stefnu. Þessu bland- ar XTC saman og setur sín áhrif með og útkoman er þeirra eigin tonlist sem er einstök. Að min- um dómi er engan veginn hægt að nefna neitt lag sem besta lag plötunnar. Öll 15 eru góð Þó svo þau séu mis grípandi. En það sem skiptir er að saman mynda þau heild sem kemur til með að vera valin sem ein besta heild ársins 1982 eða jafnvel áratugsins. XTC er hljómsveit sem margir hafa örugglega efni á að kynna sér og það er betur gert fyrr en síðar. Það skemmir ekki fyrir að plöturnar eru tvær á mjög góðu verði. FM/AM. Ef þió eruó ekkí enn búin aó ókveóa fermingarg jöf ina œttuó þió aó lesa þetta: Viö hjá Heimilistækjum h.f. eigum mikiö úrval hagnýtra og skemmtilegra hluta sem eru tilvaldar fermingargjafir jafnt fyrir stúlkur og drengi. Philips útvörp. Fyrir rafhlöður og 220 volt, mono og Sambyggð eöa lausir I sterío, lítil og stór. Philips útvarps og kassettutæki. Steríoupptakajnnbyggöir hljóðnemarog útvarp meö FM bylgju. Philips rakvélar. Einfaldar og litlar eöa stórar ogfullkomnar, en allar^AM^ framtíöarvélar. hitaburstar og hárblásarasett, - öll tæki Philips hársnyrtitæki. Hárblásarar, sem þarf til hársnyrtingar. Philips vasadisco. Litlu kassettutækin sem alla unglinga Philips Morgunhaninn. morgnana meö hring- dreymir um aö eignast. Utvarp og vekjaraklukka í einu tæki, sem vekur þig á ingu eöa Ijúfri tónlist. Hjá okkur ffáið þið veglega gjöff á vœgu verði! heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 - 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.