Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 Rektorskjör Háskóla Islands Guðmundur Magnússon: Hlálegt þegar nýútskrifaðir nemendur fá hærri byrjendalaun en kennarar þeirra K(í lagði fram skýrslu í háskóla- ráði hinn 14. janúar sl. um gang helstu mála í rektorstíð minni og nefndi þá jafnframt þau verkefni sem bíða úrlausnar. Skýrslan var birt í Fréttabréfi Háskóla íslands þann 21. sama mánaðar. Ég tel rétt að nefna það helsta sem gerst hefur og geta nokkurra nýmæla. A fundi, sem haldinn var fyrir síðasta rektorskjör og i blaðavið- tölum í því sambandi, lagði ég höf- uðáherslu á að standa vörð um sjálfræði háskólans, á eflingu rannsókna 'með því að skapa hvatningu til þeirra og bæta skipulag rannsóknarmála innan háskólans. Einnig lagði ég áherslu á að byggingarmálin og á skipulag háskólalóðar. Ég taldi einnig að gæta ætti íhaldssemi í að taka upp nýtt nám fyrr en innviðir skólans hefðu verið treystir. Ég tel, að um þessi atriði hafi verið víðtæk samstaða í háskólan- um og hef unnið með þessi stefnu- atriði að ieiðarljósi. Ég bið fundarmenn að hafa það í huga að mjög hefur verið þrengt að rekstri opinberra stofnana og einkafyrirtækja á undanförnum árum og sjálfræði þeirra skert. Ég fullyrði, að betur hefur verið hlustað á háskólann af fjárveit- ingavaldinu en flesta aðra og að gangur mála sé góður þar sem sjálfræði háskólans er mest. Þetta er ekki rektor einum að þakka. Menn háskólans hafa borið gæfu til að standa saman þegar á reynir og háskólinn notið þess að hafa happdrættið að bakhjarli. Fjöldi nemenda og kennara og rekstrarfé Fjöldi nemenda í háskólanum var í síðasta mánuði orðinn 3619, þ.e. um 700 manna fjölgun á þrem- ur árum. Aukningin dreifist mis- jafnlega á deildir og námsbrautir. Samtímis fengust fáar nýjar fastar stöður 1979 og 1980. Árið 1981 rofaði til í stöðumálum, en þá fengust 4,37 stöðugildi (en það voru fyrstu fjárveitingabeiðnir sem gerðar voru í minni rektors- tíð). Mikil áhersla var lögð á það við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1982, að háskóiinn fengi aukið rekstrarfé til að standa straum af kostnaði vegna fjölgunar nem- enda. Jafnframt var barist fyrir því að fá fleiri fastar stöður til að draga mætti úr stundakennslu (sem er um helmingur af allri kennslu) og fá aðstoðarfólk við framkvæmd kennslu og rann- sókna. Gerðu háskólinn og menntamálaráðuneytið sameigin- TVeir frambjóðendur til rektorskjörs við Háskóla ís- lands, þeir Guðmundur Magnússon, núverandi rekt- or, og Sigurjón Björnsson, prófessor, fluttu framsöguer- indi á fundi Félags háskóla- kennara síðastliðinn mánu- dag. Kæddu þeir málefni Há- skólans, launakjör og ýmis önnur málefni. Morgunblað- ið birtir hér kafla úr ræðum þeirra: legar tillögur í þessum efnum. Af þeim 9 millj. kr. sem vantaði til viðbótar tölu fjárlagafrumvarps, fengust 3 millj. kr. og alls fengust 9,37 ný stöðugildi fyrir 1982. Mið- að við hve á brattann var að sækja, verður að telja, að sjón- armið háskólans og menntamála- ráðuneytisins hafi verið viður- kennd af fjárveitingavaldinu, þótt leiðrétting hafi ekki náðst til fulls. Framkvæmdafé Fjárveiting úr ríkissjóði til framkvæmda árið 1982 nemur 10,77 m.kr., eða 0,9 af ársskammti skv. fyrirheiti fjárveitinganefndar frá 1979. Árið 1981 kom 0,75 af ársskammti á fjárlögum sem síð- an var minnkað um 5% skv. sér- stökum lögum. Af fyrirheitinu sem voru þrír ársskammtar að fjárhæð 300 millj. gkr. hver, á byggingarvísi- tölu 240, eru því eftir 1,35 af árs framlagi. Eins og fram kemur þegar fjallað verður um nýbygg- ingar, má ætla, að fyrir árið 1983 verði að leggja höfuðáherslu á aukið framkvæmdafé. Nýbyggingar Framkvæmdir við byggingu 7 á Landspítalalóð hafa gengið mjög vel og virðist nú tryggt, að unnt verði að hefja kennslu '1 tann- læknadeild þar að hausti. Gengið hefur verið frá pöntunum fyrir deildina á tækjum skv. tilboðum. Eru þau keypt að mestu gegn hag- stæðum bráðabirgðalánum, að því er erlendan kostnað varðar, svo og gegn greiðslufresti á opinberum gjöldum. Leggja verður áherslu á að fá lánsbyrðinni dreift á nokkur ár og að staðið verði við fjárveit- ingar, þannig að læknadeild geti flutt inn í hluta af byggingu 7 á næsta ári eins og ráð var fyrir gert og að framkvæmdir geti verið með áætluðum hraða á háskólalóð. Framkvæmdir við hið svo- nefnda Hugvísindahús á háskóla- lóð gengu sem kunnugt er á aftur- fótunum í upphafi. Fyrsti verktaki varð gjaldþrota. Sá, sem við tók, fór langt fram yfir umsamdinn verkskilatíma. Nú fyrst, eftir að þriðji verktakinn er kominn af stað með uppsteypu hússins, virð- ist verkhraði eðlilegur. I þessu sambandi vísa ég til erindis er ég flutti hjá Verktakasambandi ís- lands og birtist nýlega í Frétta- bréfi Háskóla íslands. Nýlega fór háskólinn fram á það við menntamálaráðuneytið, að það hlutaðist til um það við Sam- starfsnefnd um opinberar fram- kvæmdir að hafist yrði handa við næsta áfanga í þágu verkfræði- og raunvísindadeildar. Fékkst þessi heimild og tilboð hafa verið opnuð. Áfangi þessi er aðallega í þágu verklegrar kennslu í verkfræði, en Reiknistofnun háskólans er þar einnig ætlaður staður, svo og þjónustumiðstöð og fleiru. Þá er hafin hönnun næsta áfanga í þágu líffræðigreina. Jafnframt er í at- hugun með hvaða hætti Náttúru- fræðistofnun og Náttúrugripasafn gætu tengst þessum byggingar- áfanga. Sigurjón Björnsson: Háskólakennarar sigla hrað- byri inn í hóp láglaunamanna í framsöguræðu sinni lagði Sig- urjón Björnsson megináherzlu á þrjá málaflokka: Rannsóknamál og fræðastarfsemi, kennslumál og menntunarstefnu og kjaramál. Rannsóknir og fræðastarfsemi Vissulega eru miklar og mark- verðar rannsóknir og alls kyns fræðastörf stunduð í Háskóla ís- lands. Það væri ranglátt að halda því fram, að menn væru ekki starfsamir hér og rcyndu að gera eins og þeir geta. Það er að vonum, því að sjálfsagt stendur hugur flestra, sem sækjast eftir stöðum við Háskóla Islands, meira til rannsóknastarfa en nokkurs ann- ars. Það er raunar áskilið, að til þess að fá fasta stöðu hér, þurfi menn að sanna hæfni sína til rannsóknastarfa. Það geta menn ekki nema allmikil sérmenntun og þjálfun liggi að baki. Og slíkt gera menn naumast nema til þess sé áhugi og löngun. Aldrei hef ég heyrt háskóla- kennara kvarta yfir því, að honum sé ætlað of mikið rannsóknastarf. Á hinn bóginn kvarta menn sáran yfir því að þeir hafi ekki tækifæri til þess að vinna eins mikið og þeir vildu. Staðreyndirnar eru sem sé þær, að allir kennarar vilja stunda meiri rannsóknir. Og hin yfirlýsta stefna birtist í því, að sífellt er á því klifað, bæði af stjórnendum Háskólans og öðrum, að efla þurfi rannsóknastarfsemi. Sér til stuðn- ings vitna menn gjarnan í lög um Háskóla íslands, sem kveða á um, að hann skuli vera vísindastofnun. Þrátt fyrir þetta eru breytingar og framfarir minni en flestir telja æskilegt eða jafnvel nauðsynlegt. Það er víst lítill vandi að benda á það sem helzt gæti greitt fyrir framförum á þessu sviði. Auka þarf fjárveitingar til mikilla muna. Leggja ber áherzlu á ýmsa fyrirgreiðslu, svo sem varðandi ráðningu sérhæfðs aðstoðarfólks og annars þjónustuliðs, stuðning við útgáfustarf, hagræðingu á vinnutíma o.fl. Vissulega er einnig oft þörf á hvatningu og viðurkenn- ingu fyrir vel unnin störf. En nú þurfa menn að leita eftir slíkri viðurkenningu sjálfir, sem verður að teljast heldur óviðfelldin aðferð (sbr. stöðuhækkanir, launaflokka- hækkanir og 2ja mánaða auka- launin). Ég þykist vita, að margir kjósi, að áhrif vísindamennsku og fræðaiðkana Háskólans úti í þjóð- lífinu séu mun meiri en nú er tíð- ast. En í fæstum tilvikum verður Háskólinn talinn forystuafl í þess- um greinum. Við eigum vissulega hina ágætustu og færustu vísinda- menn á fjölmörgum sviðum. Hver og einn getur talið upp þær mörgu fræðigreinar, sem Háskólinn geymir, og spurt sjálfan sig, hvort ekki sé óeðlilega hljótt um það, sem hér er gert, og hvort ekki kynni að vera æskilegra að áhrifa manna gætti meira í athafna- og menningarlífi, hvort ekki væri lík- legt að það gæti í einhverju aukið skilning og þekkingu bæði á manni og náttúru. Þessi tiltölulega einangrun okkar háskólakennara frá þjóðlíf- inu í kringum okkur á sér vafa- laust margar og samslungnar ræt- ur. Ég vil drepa hér á fáein atriði. Samskipti Háskólans við aðrar rannsóknastofnanir eru mun minni en góðu hófi gegnir. Ég er sannfærður um, að nauðsynlegt sé að stefna að einhvers konar sam- runa Háskólans eða samtengingu við aðrar rannsóknastofnanir, eitthvað í líkingu við samstarf heilbrigðisstofnana við lækna- deild, en slík samvinna telst til undantekninga. Samt þarf að muna vel eftir því, að hver og ein deild eða eining Háskólans er um margt sérstæð og hlýtur því sá háttur samstarfs sem upp er tek- inn að ráðast mjög af þeirri sér- stöðu. Ég get varla ímyndað mér annað en þessu mætti koma í kring, ef vilji er fyrir hendi. Viss- ara er þó að fullyrða ekki of mikið:' Samningar Háskólans við sjúkra- húsin í borginni hafa nú legið í drögum í um það bil fimm ár, og ekki er enn frá þeim gengið. Útgáfustarfsemi á vegum Há- skólans hefur stundum verið til umræðu. Hún er nú svotil engin, eins og allir vita. Mér skilst, að nefnd hafi eitt sinn komizt að þeirri niðurstöðu, að Háskólinn myndi að líkindum skaðast á slíkri starfsemi. Hefur þá vafalaust ver- ið átt við fjárhagslegt tjón. Eitt er víst, að það myndi auka hróður Háskólans, lyfta undir fræða- starfsemi og auka tengsl skólans við umhverfi sitt, ef Háskólinn stæði að útgáfu fræðibóka og tímarita, bæði fyrir sérfróða menn og almenning. Mér heyrist menn kvarta talsvert um það, að þá skorti möguleika á því að koma verkum sínum á framfæri innan- lands. Margt fleira mætti nefna, sem stuðlað gæti að auknum samskipt- um við aðila utan Háskólans, svo sem ráðstefnu- og námskeiðahald, almenningsfræðslu, eftirmenntun fyrir þá sem þegar hafa lokið há- skólaprófi o.fl. o.fl. Enda þótt til- raunir hafi verið gerðar í þessa átt, oftast að frumkvæði einstakra manna eða lítilla hópa, skortir þessa starfsemi allan þrótt og skerpu, og þyrfti því vissulega að koma henni í betra horf. Nefnd manna til að vinna að efl- ingu rannsókna við Háskóla ís- lands hefur nú starfað í rúmt ár og mun vera í þann veginn að skila endanlegri álitsgerð. Bráðabirgða- álit nefndarinnar var til umræðu í Háskólanum fyrir nokkrum vik- um. Ég fagna þeim áfanga sem náðst hefur og tel, að nauðsynlegt sé að hið fyrsta verði tekin afstaða til tillagna nefndarinnar og þær framkvæmdar. En þó að margt gott megi um starf þessarar nefndar segja, hefur hún aðeins stigið fyrsta skrefið. Nauðsynlegt er, að verkinu verði haldið áfram. Ég vil leyfa mér að koma með nokkrar ábendingar varðandi áframhaldið. Aðgreiningin í hug- og raunvís- indi, grunn- eða undirstöðurann- sóknir og hagnýtar rannsóknir hefur lengi fallið mér og mörgum öðrum fyrir brjóst. Vel veit ég að hún er ekki fundin upp í Háskóla íslands, heldur á hún sér líklega öllu lengri aldur og annan upp- runa. Öll fræðimennska er auðvit- að hugvísindi, og menn styðjast við þá empírik sem bezt hentar í hvert sinn, mismunandi mikið eft- ir fræðigreinum sjálfsagt og ekki ávallt sömu tegundar. Og öll fræði eru vitaskuld hagnýt, þar sem þau auka skilning manna og þekkingu og stuðla að framförum í verkleg- um og andlegum efnum. Ef svo er ekki, falla þau naumast undir skilgreiningu fræðimennsku. A.m.k. held ég, að þegar fjallað er um fræði- og rannsóknastörf há- skóla í heild sinni sé réttast að láta þessa aðgreiningu lönd og leið. Hún stuðlar einungis að mis- skilningi og leiðum fordómum. Hins vegar hygg ég, að rétt sé að greina þjónusturannsóknir vel frá þessu fyrrnefnda, ég vil raunar fremur nefna það sérfræðilega þjónustu. Eðlilegt finnst mér, að háskóli láti talsverða þjónustu af þessu tagi í té. Til þess á hann að hafa alla burði. En vel þarf þá að greina hana frá annarri starfsemi, og hún má á engan hátt verða til þess að draga úr fræðaiðkunum manna. Enda á þess ekki að þurfa ef vel er að gætt. Benda má á, að þjónustustarfsemi getur einatt verið vel til þess fallin að sjá stúd- entum fyrir gagnlegri, verklegri þjálfun. Sigurjón ræddi ennfremur allít- arlega um kennsluhlutverk og menntunarstefnu Háskóla ís- lands. Þar fjallaði hann meðal annars um markmið háskóla- kennslu, tilhögun náms og vék að allnokkuð fleiri atriðum og taldi, að nauðsynlegt væri að fjalla rækilega um þennan málaflokk á næstu árum. Launakjör Þegar rætt er um starfsemi Há- skólans, kemur alltaf á einu eða öðru stigi umræðunnar að einum málaflokki: kjaramálum háskóla- kennara. Svo mjög eru þau sam- þætt öllu skipulagi Háskólans, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.