Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 55 / Ycluakanda íi/rir :{() árum Seiður vorsins Þegar smástelpur leika sér að boltum allan guðslang- an daginn og enn yngri tátur hafa dregið upp myndir á gagnstéttirnar til að skoppa um eftir föstum reglum, þá fara strákar í flokkum um göt- ur og holt eða sitja á girðing- um og handriðum dinglandi býfunum. Ef til vill hlusta þeir óvit- andi á klið sólskríkjunnar, sem flögrar í lauflausum trjágörð- unum, því að óneitanlega lætur söngur hennar vel í eyrum manna, þessa dagana, þegar menn bíða sjálf sumarsins með óþreyju. Þakkir til dr. Braga fyrir grein um íslenzka grunnskólann Jón frá Pálmholti hafði sam- band og óskaði eftir að eftirfar- andi pistill yrði birtur í Velvak- anda: „í Morgunblaðinu í dag, 30. marz, er grein eftir dr. Braga Jós- •epsson um grunnskólamál í Reykjavík. Ég vil þakka dr. Braga þessa grein og taka eindregið und- ir tillögur hans til úrbóta. Ekki síst þá að auka virkni skólanna með ýmiskonar starfsemi sem vanrækt hefur verið. Svo og orð hans um nauðsyn breytinga á hönnun og byggingu skólahúsa. Megi sem fyrst hverfa hinir hrika- legu gangar sem nemendum er steypt útá öllum í senn og svonefndir gangaverðir ráfa um eins og smalar í óþægri sauða- hjörð. Eins það að börn, allt niður í sex ára, komi ekki að skóla sínum læstum í hvaða veðri sem er. Sjálfstæðar kennslustofur með sjálfstæðu starfi, líkt og á alvöru vinnustað, ættu að vera sjálfsagð- ur hlutur." 8. áratugurinn: „Fallandi gengi færði þjóð framsóknar- áratugur“ Verðbólp áfram veltur flóð, vaðallinn mengar Tímans stóð. Fallandi gengi færði þjóð framsóknaráratugur. Munnhöggvast sífellt möppudýr moldviðrisraus um hlustir gnýr, niðurtalningin næsta rýr neytenda dapur hugur. E.E. Lóan er komin og kvakar svo kátt Baksíðufrétt Morgunblaðsins í gær um lóuna vakti athygli margra enda er koma hennar ótví- ræður vorboði. Kona nokkur sem kallar sig „Aldnýju“ las þessa frétt og orti svo þessar vísur um lóuna: Lóan er komin og kvakar svo kátt og kveóur um sumarió nýja. Úr frostböndum losna nú foldirnar brátt og fcrast í skrúðann sinn nvja. Nú syngur hún okkur sinn seiðandi brag um sumar og ástir og deira. Og gott er að vakna við lóunnar lag, það lætur svo beillandi i eyra. tf * 64fe -'ö !Í’ Lóan er komin FUGLAVINUR heyrði til lóunnar á neðanverðri Freyjugötunni síðasta sunnudag. Vorboðann Ijúfa sá hann þó hvergi og trúði því vart heyrn sinni. f gær fékk hann þó staðfestingu er hann sá lóu á vappi á gras- fletinum við vatnsgeymana í Óskjuhlíð. í gærmorgun sáu nokkrir Seltirningar lóur á Nesinu, svo því verður vart á móti mælt að lóan er komin. Páskahretið er eftir Og eitthvert næstu dægra gæðist Miðbærinn nýju lífi og grósku, þegar þúsundir ungmenna spranga þar í kvöld- húminu í alla vega litum kjól- um og skyrtum, því að nú er kominn tími til þess hvað af hverju að sýna sig í léttu og litríku fötunum, sem tízkan otar fram á vorin. En meðan við veltum okkur hér í vorblíðunni, fréttum við af stórhríð norður í landi. Á Siglufirði dró um helgina sam- an í skafla, sem voru háir á við tveggja hæða hús, enda geisaði þar þriggja sólarhringa stór- hríð. En við eigum eftir að taka út páskahretið. Alskýja — alskýjað Velvakandi. Grein um ^ málfar veðurstofunn- ar, er ég sá í dálkum þínum, kemur mér til að spyrja, hvort það sér rétt mál að segja skýja, léttskýja, alskýja, í staðinn fyrir skýjað, léttskýjað, alskýjað o.s.frv. svo sem venja er, en þannig les einn starfsmaður Veðurstofunnar ætíð. Ég hef heyrt talað um veður og veðurfar, síðan ég man fyrst eftir mér og aldrei heyrt slíkt mál, enda kann ég því bölvan- lega og svo veit ég er um fleiri. Hver á að lesa? Þá er óstundvísi á lestri veðurfregna oft mjög bagaleg, ekki sízt á nóttunni. Á bátum, þar sem ekki er hægt að hlusta i stýrishúsi, hafa menn oft lítinn tíma til að bíða allt að 10 mínútum fram yfir tilkynntan tíma, jafnvel þótt á meðan sé útvarpað deil- um starfsfóiksins um, hver eigi að lesa í það skiptið. Sjómaóur." 02P SIGGA V/öGA £ llLVtRAU ML\ \\VW MÓN \\LW \\L A0 !%T úb&\'5lbmi ,_á=k^ BUTASALA Frá 29/3—2/4 Góður afsláttur | Síöumúla 20 — 105 Reykjavík — «ími 91-36677 Polaroid 660 & 640 töfravélar Fallegar, litríkar og skarpar augna- bliksmyndir ■ Háþróaöur leifturljósabúnaður tryggir rétta blöndu af dagsbirtu og „Polaroid“-ljósi hverju sinni, úti sem inni. ■ 660 vélin hefur sjálfvirka fjarlægðarstillingu frá 60 til óend- anlegrar, en 640 vélin er með fix focus. ■ Óþarft aö kaupa sér flashbar og batterí. ■ Notar nýja Polaroid 600 High Speed-litfilmuna, eina Ijósnæm- ustu filmu í heimi! ■ Algjörlega sjálfvirk. ■ Á augabragði framkallast glæsilegar Polaroid litmyndir sem eru varanleg minning líöandi stundar. ■ Polaroid er hrókur alls fagnaöar. ■ Polaroid fæst í helstu verslunum um land allt. ■ Útnefnd myndavél ársins af „What Camera Weekly". Polaroid ■ Einkaumboð Ljósmyndaþjónustan sf., Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.