Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 37 Deila skattyfirvalda og dagmæðra: „Erfiðasta mál sem upp hefur komið á mínu kjörtímabili“ Fyrstu tónleikar Kórs Menntaskólans í Kópavogi — segir Guðrún Helgadóttir „1>ETTA er eitthvert erfiðasta mál, sem upp hefur komið á minu kjörtímabili," sagði Guð- rún Helgadóttir alþingismaður og formaður dagvistunarstjórnar Reykjavíkur í samtali við Mbl. þegar hún var innt eftir þeirri deilu, sem risin er upp milli dagmæðra í Reykjavík og skattayfirvalda og dagvistunar- stjórnin hefur látið til sín taka. Sagði Guðrún að deilan sé þannig til komin að Reykjavík- urborg greiðir einstæðum for- eldrum styrk vegna barna- gæslunnar sem þeir þurfa að borga dagmæðrunum fyrir og er mun hærri en dagvistun- arstofnanir taka fyrir sína gæslu. Þessi styrkur, sem ein- stæðir foreldrar fá rennur beint til dagmæðranna og var því samþykkt í borgarráði að einstæðu foreldrarnir þyrftu ekki að greiða útsvar af styrknum. Þetta fól í sér að einstæðu foreldrarnir þurftu að gera grein fyrir hvert styrkirnir rynnu og kom þá í ljós að allur gangur hefur verið á hvort dagmæður teldu þessar tekjur til skatts. „Hins vegar,“ sagði Guðrún Helgadóttir, „hefur dagvistun- arstjórnin og félagsmálaráð, sem greiðir út þessa styrki, látið málið til sin taka, vegna þess að hér er um að ræða stórkostlegt hagsmunamál fyrir Reykjavíkurborg, þar sem um 900 börn eru í dagvist hjá dagmæðrum, en þær hafa hótað að senda inn leyfi sín til Reykjavíkurborgar 1. maí, ef ekki finnst viðunandi lausn á vandanum. Það segir sig sjálft að ef þessar konur hætta störfum kemur upp stórkostlégt vanda- mál í borginni þar sem dag- vistunarheimilin geta ekki tek- ið við þessum börnum. Mín skoðun er sú að engin lausn sé önnur á þessu máli en sú að dagmæður verði ráðnar hjá borginni og þiggi þaðan laun, en ekki er ég viss um að allar dagmæður séu jafnhrifnar af þeirri lausn," sagði Guðrún Helgadóttir að lokum og bætti því við stjórnarnefnd dagvist- unarheimila hefði gert sam- þykkt þess efnis að teknar verði upp viðræður við' dag- mæður og hefjast þær innan skamms. KÓR Menntaskólans í Kópavogi heldur tónleika í Kópavogs- kirkju miðvikudaginn 31. mars kl. 20.30. Tónleikarnir eru hinir fyrstu sem kórinn heldur og þeir tileinkaðir byggingu Hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi. Stjórnandi kórsins er Gunnsteinn Ólafsson, nem- andi í 4. bekk. Kórinn syngur ýmis verk, bæði eftir innlenda og erlenda höfunda. Þá syngur hann ís- iensk þjóðlög og nokkrar tónsmíðar eftir kórstjórann. Aðgangur er ókeypis, en í lok tónleikanna tekur kórinn við frjálsum framlögum sem renna til Hjúkrunarheimilis- ins. Jón Ásbergsson Þorbjörn Árnason Knútur Aadnegard Aðalheiður Amórs- dóttir Klísabet Kemp Listi sjálfstæðismanna á Sauðárkróki FRAMBOÐSLISTI sjálfstæð- ismanna á Sauðárkróki vegna komandi bæjarstjórnarkosninga hefur verið samþykktur. Hér birtist listinn ásamt myndum af þeim sem skipa 5 efstu sætin: 1. Þorbjörn Árnason dómarafulltrúi, 2. Aðalheiður Arnórsdóttir snyrtifræðingur, 3. Jón Ásbergsson fram- kvæmdastjóri, 4. Knútur Aadnegard byggingameistari, 5. Elísabet Kemp hjúkrunar- fræðingur, 6. Pálmi Jónsson verktaki, 7. Páll Ragnarsson tannlæknir, 8. Arni Egilsson verkamaður, 9. Birna Guð- jónsdóttir húsmóðir, 10. Kristján Ragnarsson skip- stjóri, 11. Lilja Þórarinsdóttir húsmóðir, 12. Reynir Kárason skrifstofumaður, 13. Rögn- valdur Árnason bifreiðastjóri, 14. Bjarni Haraldsson kaup- maður, 15. Minna Bang hús- móðir, 16. Björn Guðnason húsasmíðameistari, 17. Árni Guðmundsson framkvæmda- stjóri og 18. Friðrik J. Frið- riksson héraðslæknir. ins 1 Borgarnesi dóttir, bankamaður, 11. Hólm- fríður Sigurðardóttir, húsmóð- ir, 12. Hörður Jóhannesson, vaktmaður, 13. Örn Símonar- son, bifvélav.m. 14. Björn Ara- son, umboðsmaður. Til sýslunefndar Mýrasýslu: Guðmundur Ingi Waage, mæl- ingamaður. í samtali við Morgunbl. sagði Gísli Kjartansson efsti maður listans: „Ég er mjög ánægður með skipan listans. I efstu sæt- unum er ungt, nýtt fólk, sem er fullt af áhuga og ætlar sér stóra hluti í kosningunum í vor. Niðurstöður prófkjörsins voru látnar ráða skipan sjö efstu sætanna og alger samstaða náðist um allan listann. Við er- um ákveðin í að bæta við okkur þriðja manninum í vor. Málefnastaða okkar sjálf- stæðismanna er ákaflega sterk nú. Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihlutasamstarfi þetta kjör- tímabil og framkvæmdir hafa aldrei verið meiri hér í Borg- arnesi. Má þar nefna miklar gatnagerðarframkvæmdir, hótelbyggingu, byggingu íþróttahúss og hitaveitu og Áki Gránz Njarðvík: Julius Rafnsson Sveinn Kiríksson Halldór Guómundsson I ngi (iunnarsson Ingólfur Bárðarson Listi sjálfstæðismanna Á FUNDI sem haldinn var í full- trúaráói sjálfstæðisfélaganna í Njarövík hinn 14. marz, var fram- boóslisti Dokksins við sveitar- stjórnakosningarnar i vor sam- þykktur þannig: 1. Áki Gránz málarameistari, 2. Júlíus Rafnsson fiskverkandi, 3. Halldór Guðmundsson fram- kvæmdastjóri, 4. Ingólfur Bárð- arson rafverktaki, 5. Sveinn Ei- ríksson slökkviliðsstjóri, 6. Ingi Gunnarsson aðstoðarstöðvar- stjóri, 7. Helga Óskarsdóttir sölumaður, 8. Guðbjartur Greipsson smiður, 9. Sigríður Aðalsteinsdóttir húsmóðir, 10. Jónína Sanders gjaldkeri, 11. Ólafur - Pálsson skipstjóri, 12. tilkynntur Magdalena Olsen húsmóðir, 13. Ingvar Jóhannsson fram- kvæmdastjóri, 14. Ingólfur Aðalsteinsson hitaveitustjóri. Algjör samstaða var með þessa afgreiðslu. Á síðasta kjörtímabili hafa sjálfstæðismenn haft 3 fulltrúa af 7, en höfðu áður 4. Þrýstimælar Allar stæröir og gerðir @ð(uiiHlaQ(yig)(U)ip Vesturgötu 16, tími 13280 Lofta- undirstöður 3,70-J- 3,60 3,50 | 3.70 3.60 3.50 3.40 3.30 3,20- 3.10 3,00 2,90- 2,80 2.70 2.60 2.50 2.40 2.30 2,20 2.10 C 3 700 750 800 875 900 950 1025 1100 1150 1200 1275 1325 1400 1450 1475 1500 1525 Stærð: 2.10-3.75 metra. Þyngd að-' eins 13 kg. V-þýsk gæðavara. Verö að- eins 298 kr. m/U-járni. Getum út- vegað með stuttum fyrirvara margar aðrar lengdir og einnig ál og stálbita undir loft. Fallar hf. Vesturvör 7, Kópavogi. Simi 42322.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.