Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 10
4 2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 Adalfundur Verktakasambandsins: — Ólafur Þorsteinsson kjörinn formaöur Verktakasambandsins AÐALFIJNDUR Verktaka.sambands íslands var nýlega haldinn í Reykja- vík. Gestir fundarins voru Stein- grímur Hermannsson, samgöngurád- herra, og alþingismennirnir Birgir ísleifur Gunnarsson, Friðrik Sophus- son, Helgi Seljan og Karvel Pálma- son, segir ■ fréttatilkynningu frá sambandinu. Fráfarandi formaður, Ármann Örn Ármannsson, flutti í upphafi ræðu á fundinum og gat þess m.a. að liðið starfsár hafi öðru fremur einkennst af því að reynt var að vekja athygli fólksins í landinu á því að verktakaiðnaður væri sjálfstæð atvinnugrein. Samgönguráðherra flutti ræðu um opinberar framkvæmdir sem heyra undir ráðuneyti hans og samskipti við verktaka. Ráðherra sagði m.a. að hann vildi stuðla að því að meira væri boðið út og bauð fulltrúa Verktakasambandsins til samstarfs um þau mál. Úr stjórn gengu Ármann Örn Ármannsson og Páll Sigurjónsson sem setið hafa í stjórn í sex ár. Nýja stjórn skipa: Ólafur Þor- steinsson, formaður, Sigurður Sig- urjónsson, varaformaður, Ellert Skúlason, ritari, Sigurður Sig- urðsson, gjaldkeri og Rannver Sveinsson, meðstjórnandi. Vara- Frá aðalfundi Verktakasambands íslands menn sem sitja alla stjórnarfundi eru: Jón Fr. Einarsson og Einar Sigurðsson. Framkvæmdastjóri er Othar Örn Petersen hrl. Fráfarandi formaður Verktaka- sambandsins, Ármann Örn Ár- mannsson, hélt ræðu á aðalfund- inum og sagði hann þá m.a.: „Stærsti þáttur verktakastarf- semi er annað hvort framkvæmd- ur af ríkinu sjálfu eða ríkið er verkkaupi. Þar sem ríkið er hvorugt þetta eins og í íbúðarbyggingum, er hið opinbera engu að síður ráðandi sem skömmtunaraðili fjármagns og lóða. Hið opinbera ræður einnig oft að verulegu leyti hagkvæmni framkvæmda, því miður oft með geðþóttaákvörðunum eða hend- ingu. Sem lítið dæmi má nefna að byggingarkranar, sem hagkvæm- ara gæti oft verið að nota við verk- framkvæmd, leggur ríkið á í toll- heimtu nánast sömu upphæð og þarf að greiða erlendum seljanda fyrir tækið, meðan það tekur að- eins helming innkaupsverðs af bílkrana, en án þessarar minnkun- ar í gjaldheimtu ríkisins gæti bílkraninn verið mun óhagstæðari í rekstri við viðkomandi verk. Ríkisvaldið okkar, með þing- mennina í stafni, leggur vegi og Ríkið leggur vegi og hafiiir þriðjungi dýrar en hægt er Ólafur Þorsteinsson reisir hafnir þriðjungi til helmingi dýrara heldur en við verktakar treystum okkur til og hefur tak- markaðan áhuga á að breyta. Það er líka talað um af hinum opinberu embættismönnum að þeir gætu misst vinnuna, ef verk- efni þeirra væru minnkuð þó ekki sé nú talað um öll mikilvægu tímavinnuatkvæðin heima í hér- aði. Við verktakar erum þeirrar skoðunar að starfsmenn ríkisins, sem vinna að verktakaiðnaði, væru almennt til þess líklegir að skila enn betri afköstum, ef þeir væru starfandi í frjálsum verk- takaiðnaði og þar fengju þeir vissulega störf, ef verkefnin færð- ust til hans. Við höfum beint því til þing- manna að ekki væri óeðlilegt að gerð yrði úttekt á opinberum framkvæmdum eftir að nú hefur verið starfað eftir lögum um skip- an opinberra framkvæmda í 10 ár og sú úttekt væri gerð með þátt- töku hins frjálsa verktakaiðnaðar en ekki eins og oft vill brenna við, að opinberir starfsmenn skoðuðu eigin störf sjálfir." Vara-heimsforseti Junior Chamber: „Hlýtt viðmót Islendinga bætir upp kuldalega ásjónu landsins“ Virendra Patel afhendir forseta íslands, Vigdisi Finnbogadóttur, gjafir JC-hreyfingarinnar. í fylgd Patel er Kári Jónsson varalandsforseti Junior Chamber á fslandi. Ljósmynd M»r«unbl.Ai« Krisiján Ein.rsson. Alþjóðlegur varaheimsfor- seti samtakanna Junior Chamber International var ný- verið í heimsókn á íslandi og ferðaðist m.a. um Norðurland og Austurland. Varaforsetinn er Virendra Patel frá Zimb- abwe. Blaðamaður Mbl. ræddi við Patel og spurði hann fyrst hverra erinda hann væri hér á landi. „Sem alþjóðlegur varaforseti hef ég eftirlit með JC-hreyfing- unum í Svíþjóð, Noregi, Dan- mörku, Finnlandi og á Islandi, og er því hér í embættiserindum. Þessi ferð mín hingað hefur ver- ið ævintýri líkust. Þetta er í ann- að sinn á ævinni að ég sé snjó, sá fyrst snjó í janúar í Bandaríkj- unum. En það verð ég að segja, að þótt hér kunni að vera svolítið kuldalegt um að litast, þá bætir hlýtt viðmót íslendinga það upp, og vel það. Ég hef farið og heimsótt JC-félög á Norðurlandi og Aust- urlandi, var viðstaddur stofnun nýs aðildarfélags á Eskifirði, sat fund hér á Reykjavíkursvæðinu og sótti Vestmanneyinga heim. Þá var ég að koma frá forsetan- um ykkar, en honum afhenti ég gjöf frá samtökunum. Auk venjulegra embættis- starfa, hef ég fjallað aðallega um samskipti norðurs og suðurs í þessari heimsókn. Samskipti ríkra þjóða og snauðra er mál, sem JC-hreyfingin hefur látið til sín taka. Við höfum um árabil lagt ríka áherzlu á alls kyns samfélagsstarf, og er JC-hreyf- ingin á Islandi til fyrirmyndar að því leyti. Við teljum okkar samtök einkar fær til að vinna að vandamálum eins og sam- skipti norðurs og suðurs eru, samtökin eru ópólitísk og gegna ekki hagsmunagæzlu, heldur hafa þau unnið að bættu samfé- lagi, án tillits til stjórnmála- skoðana, litarháttar eða menn- ingarhátta. Það er von okkar, að hægt verði að ráðast að rótum þess vanda, sem fátækari þjóðirnar eiga við/að stríða, og að vinna megi bug á honum. Af þessum sökum hefur JC-hreyfingin helg- að sig þessum málum í bili, og það gleðilega er, að vaxtarbrodd- urinn í JC-hreyfingunni er ein- mitt í þróunarlöndunum. Þar fer nú fram öflugt leiðbeinendastarf á ýmsum sviðum og við teljum okkur vera á réttri braut. Sam- tök á borð við okkar eru að ýmsu leyti færari um að vinna að lausn vandamála í samskiptum ríkra þjóða og snauðra, það er talandi dæmi um hvað hags- munatogstreitan getur haft lít- inn árangur í för með sér, að það tók fulltrúa þjóðanna, sem þátt tóku í Cancun-fundinum, heila sex mánuði að komast að sam- komulagi um hvernig viðræð- urnar skyldu fara fram og um hvað skyldi rætt á fundinum. Niðurstaða fundarins var síðan sú, að ákveðið var að halda ann- an fund síðar." Þar sem Virendra Patel er frá Zimbabwe var hann spurður út í stöðu mála þar í landi, og hverj- ar líkur hann teldi vera á frið- samlegri sambúð þjóðarbrot- anna, sem þar búa. Patel er frá hundrað þúsund manna land- búnaðarmiðstöð Gatooma, sem er 130 km suðvestur af Salisburg og á þar sæti í borgarstjórn. „Það gefur augaleið að 12 ára stríð setur strik í reikninginn, þessi átök höfðu slæm áhrif á allt þjóðlíf og efnahagslíf lands- ins. Og atburðirnir núna síðast benda til þess, að enn sé ekki öll hætta á einhvers konar vopnaðri valdabaráttu úr sögunni, þótt fullvíst megi telja, að allur al- menningur, án tillits til litar- háttar, eigi þá ósk æðsta, að ekki verði gripið til vopna á ný. Zimbabwe byggir fólk, sem á ólíka menningararfleifð, en þetta fólk virðist geta blandast saman og starfað við hlið hvers annars án nokkurra örðugleika. Það getur varla heitið að nokkur togstreita sé milli hinna ólíku þjóðarbrota, og ef eitthvað er, þá tel ég að okkar margbrotna og ólíka menning sé sá styrkur sem hægt verði að byggja framtíð landsins á. Að ýmsu leyti á Zimbabwe langt í land með að treysta efna- hag sinn og skjóta fastari rótum undir hann, þar sem 75% þjóð- arinnar búa við landbúnað. En þessi sjö milljóna þjóð er betur sett en ýmsar aðrar Afríkuþjóð- ir, og m.a. er unnið mjög ákveðið að því að útrýma fátækt meðal okkar. Það sem háir okkur að ýmsu leyti, er að stór hluti þjóð- arinnar býr enn við ættflokka- kerfi, þar sem fjölkvæni tíðkast. Á þessu þarf að verða breyting og þörf er mikillar fræðslu á sviði fjölskyldumála. Þá er margt ógert eða skammt á veg komið í menntamálum. En það sem við þurfum þó ef til vill fyrst og fremst á að halda, er alþjóðleg aðstoð við að treysta efnahag okkar, einkum þurfum við á því að halda, að útlend iðnfyrirtæki fjárfesti í fram- leiðslutækjum í landi okkar. Þau hafa hingað til viljað halda að sér höndum, vilja bíða og sjá og treysta sér ekki til að koma fyrr en þau eru fullviss um að tryggt jafnvægi komist á í öllu þjóðlífi eftir hin langvinnu valdaátök, sem hrjáðu Zimbabwe í rúman áratug," sagði Virendra Patel að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.