Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 Rektorskjör Frá æflngu á „Hassið hennar mömmu“. Margrét Ólafsdóttir, Gísli Halldórsson og Kjartan Ragnarsson í hlutverkum sínum. Leikfélag Reykjavíkur: LR sýnir nýjan ærslaleik haldsnáms í verkfræði við háskól- ann í Karlsruhe hafði verið í und- irbúningi um hríð og komst á haustið 1980 og hafði prófessor Einar Pálsson veg og vanda af því af okkar hálfu. Sparar samningur- inn íslenskum nemendum u.þ.b. ár í námi. Kannað hefur verið lauslega í nokkrum öðrum þýskum háskól- um um undirtektir að þessu leyti, en samningar ekki verið gerðir. Gerður hefur verið samningur við Minnesolaháskóla um aðstöðu fyrir kennara og niðurfellingu skólagjalda þar fyrir tiltekinn fjölda nemenda. Samningur hefur þegar verið undirritaður við Washingtonháskóla í Seattle um lækkun skólagjalda fyrir nemend- ur í byggingarverkfræði. Einniger verið að koma á samstarfi við há- skólann í Fort Collins í Colorado, sérstaklega varðandi rannsóknir á áhrifum vinda á byggingar o.fl., en rannsóknaaðstaða á þessu sviði verður í næstu nýbyggingu vestan Suðurgötu. Numerus clausus í læknisfræði Ein erfiðasta ákvörðun háskóla- ráðs á sl. háskólaári var um tak- mörkun á fjölda nemenda í lækn- isfiæði sem flytjast yfir á 2. ár haustið 1982. Er fjöldinn 36 auk nokkurra útlendinga, en talið var, að ekki væri unnt að anna 70—80 manna árgöngum í klíniskri kennslu (en tveir árgangar eru þetta stórir). Samkvæmt gildandi reglugerð skal taka þá ákvörðun árlega. Fjöldatakmarkanir eru sem kunnugt er einnig í tannlækn- ingum (8), og sjúkraþjálfun (20). Háskólinn verður að tryggja gæði náms hverju sinni. Jafnframt verður hann að hafa víðtækt sjálfræði í ákvörðun um nýjar námsgreinar og námsleiðir, sbr. nýlega ákvörðun um nám í félags- ráðgjöf og lokapróf í lyfjafræði lyfsala. Stjórnunarskylda Háskólaráð samþykkti nýlega breytingu á vinnuskyldureglum. Stjórnunarskylda hækkar úr 10 í 15% og yfirvinnuþak hækkar. Endurskoðun á stjórnunaraukum er í gangi. Mikil spenna er nú í launamál- um háskólamanna, sérstaklega þar sem bein viðmiðun við hinn frjálsa markað er nærtæk og vegna þeirrar launamálastefnu sem rekin er af opinberri hálfu. Þetta verður að breytast, því það er hlálegt þegar nýútskrifaðir nemendur fá hærri byrjendalaun á almennum markaði en kennarar þeirra eftir áratuga starf og nám. Álverkpallar Til sölu — leigu Spariö fé og tíma, mjög fljót uppsetning. V-þýsk gæöavara, mjög góð reynsla hér á landi. Leitiö upplýsinga! Pallar bf. Vesturvör 7, Kópavogi, simi 42322. Kaup á Reykja- víkur Apóteki Háskólinn tók við rekstri Reykjavíkur Apóteks 1. janúar 1981 skv. kaupsamningi. Heil- brigðisráðherra hefur ekki enn gefið út lyfsöluleyfi á nafn Há- skóla íslands, en fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breytinga á lyfsölulögum, þannig að ótvíræð heimild fáist að mati ráðherra til að gefa út leyfið. Háskólinn telur hins vegar heimild næga til þess í lögum um Háskóla íslands. Helstu ákvörðunar- atriði á næstunni fyrir utan að sjá til þess að rekstur og framkvæmdir gangi sem best, eru helstu mál framund- an þessi: 1. Til þess að rekstur háskólans geti gengið eðlilega, þarf leið- réttingu af hálfu fjárveitinga- valdsins eins og við afgreiðslu fjárlaga fyrir 1982. 2. Fá þarf heimild til að dreifa lánsbyrði vegna tækjakaupa fyrir tannlæknadeild á lengri tíma en eitt ár. Frá og með 1984 þarf að gera nýtt samkomulag um fram- kvæmdafé til nýbygginga há- skólans til viðbótar happdrætt- isfé. 3. Staðfestingu þarf að fá hjá borgaryfirvöldum á skipulagi fyrir miðsvæði háskólans. 4. Háskólaráð þarf að ákveða skipulag rannsóknamála, eink- um þjónusturannsókna. 5. Afstöðu þarf að taka til nýs náms, bæði nýrra námsgreina og nýrra sviða. Allsherjarút- tekt á stöðu háskólans í þessum efnum og stefnumörkun svipuð og í háskólaskýrslunni 1969 er orðin tímabær. Má hér minna á þingsályktun um kennslu í út- vegsfræðum, umræður um hjúkrunarnám o.fl. Er ég helst á þeirri skoðun, að þetta starf eigi að vinna í háskól- anum og að frumkvæði hans. Til þessa þarf að virkja marga aðila, því að rektor einn getur ekki ákveðið hvað koma skuli eftir 5-10 ár. 6. Koma þarf á kerfisbundinni söfnun upplýsinga og miðlun þeirra. Niðurlag Framfarir á sviði tækni og vís- inda eru örar. Islenskt þjóðfélag er á miklu breytingaskeiði. Há- skóli Islands hefur því hlutverki að gegna að varðveita íslenska tungu og menningu og skila frá sér fólki sem kemur til með að móta þjóðfélagið á næstu áratug- um, allt fram á næstu öld. I háskólanum eru starfandi menn með menntun frá bestu menntastofnunum í veröldinni sem eru tilbúnir að axla þessa ábyrgð og leysa þau verkefni sem krefjast úrlausnar hér á mörkum hins byggilega heims. (Ég vil skjóta því hér inn, að verið er að taka saman yfirlit yfir menntun háskólakennara sem birt verður í árbókinni 1980/81 sem kemur út í vor.) Háskólinn sjálfur hefur tekið ótrúlegum breytingum á undan- förnum áratugum. Ég leit mér til gamans í kennsluskrána. Þar kemur fram, að 82% af kennurum hafa verið skipaðir eða settir á sl. 10 árum, sbr. meðf. töflu: KKNNAKAK SKII'AIUK KDA SKTI IK f. I'172 e. 1972 PrófcHSOrar 29 (35) 53 X2 l)ós<nfar 9 (10) 7X X7 lx‘klorar 1 (0,2) 53 54 39 (IX) 1X3(X2) 223 Ég hef gefið kost á mér til endurkjörs. Það er bæði af því að ég hef áhuga á að koma fleiri mál- um í höfn og því að ég vil gera háskólann að enn betri vinnustað og meira áhrifaafli í þjóðfélaginu með því að leggja mitt af mörkum til að virkja þann brennandi áhuga og kunnáttu sem felst í þeim mannauði sem hér er til staðar. eftir Dario Fo 4. APRÍL næstkomandi frumsýnir læikfélag Reykjavíkur ærslaleikritið llassið hennar mömmu eftir Dario Fo. Eins og nafnið ber með sér fjall- ar leikritið um fíkniefnaneyslu en eins og þessum ítalska þúsundþjala- smið er lagið, þá fléttar hann saman gamni og alvöru þannig að jafn al- varlegt mál og hassreykingar og heróínneysla verða tilefni ótrúleg- asta skops og skemmtunar. Undir- tónn verksins er þó alvarlegur og er þar sýnt fram á skaðsemi og hættu þá sem stafað getur af neyslu fíkni- efna. Leikritið gerist á Ítalíu og hefst STRENGJASVEIT Tónlistarskól- ans í Reykjavik stendur um þessar mundir fyrir tvennum tónleikum. Þessir tónleikar eru haldnir í fjár- öflunarskyni, en sveitin hyggst taka þátt í alþjóðlegri keppni ungra strengjaleikara, sem fer fram í Belgrad í Júgóslaviu næsta haust. Fyrri tónleikarnir verða mið- vikudaginn 31. þ.m. að Kjar- á því að ungur piltur, sem farinn er að fikta við hassreykingar og jafnvel sterkari fíkniefni, kemur að móður sinni og afa reykjandi hass af fullum krafti og reyndar eru þau líka farin að rækta þessa jurt af kappi. Upphefst þar með alls lags misskilningur og koma þar einnig við sögu forfallinn heróínneytandi, ung og glæsileg nágrannakona, fótbrotinn frændi fjölskyldunnar og mafíuprestur úr hverfinu. Með hlutverkin fara Margrét Ólafsdóttir, sem leikur móðurina, Gísli Halldórsson leik- ur afann, Emil Gunnar Guð- mundsson, sem fram að þessu hef- ur einkum verið þekktur fyrir leik valsstöðum og hefjast kl. 20:30. Þetta eru kammertónleikar og verða flutt verk eftir Hándel, Dvorak, Beethoven og Schu- mann. Flytjendur eru félagar úr strengjasveitinni og með þeim tveir píanónemendur og semb- alnemandi ásamt kennurum strengjaleikaranna, þeim Guð- nýju Guðmundsdót.tur og Mark Reedman. Síðari tónleikarnir verða í sinn í hlutverki Þórbergs í Ofvit- anum fer með þriðja stærsta hlut- verkið, soninn Luigi. Þá leikur Að- alsteinn Bergdal eiturlyfjaneyt- anda, Kjartan Ragnarsson frænd- ann í fíkniefnalögreglunni, Ragnheiður Steindórsdóttir stúlk- una Cameliu og Guðmundur Pálsson prest. Þýðingin er eftir Stefán Bald- ursson, leikmynd og búninga gerir Jón Þórisson og leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson, sem leikstýrt hef- ur mörgum vinsælustu sýningum Leikfélagsins, þeirra á meðal Rommí, Fló á skinni, Skjaldhömr- um og Þið munið hann Jörund. (Fréll frá LK) Bústaðakirkju mánudagskvöldið 5. apríl og hefjast kl. 20:30. Þar flytur strengjasveitin verk eftir Purcell, Elgar, Bach og Grieg en stjórnandi sveitarinnar er Mark Reedman. Aðgangur að tónleikunum verður seldur við innganginn og er kr. 100 og allir sem koma telj- ast styrktarvinir strengjasveit- ar Tónlistarskólans í Reykjavík. Borgarnes: 84% þátttaka var í prest- kosningunum um helgina Borjfarnusi, 29. mars. PRESTKOSNINGAR fóru fram í Borgarprestakalli á sunnudag. Mjög mikil kosningaþátttaka var, eða um 84%, 1080 af þeim 1289 sem voru á kjörskrá neyttu atkva*ðisréttar síns á kjördag en engin utankjörstaðaatkvæða- greiðsla fer fram í prestkosning- um. Kosning er því lögmæt. Um- sækjendur eru 4, sr. Friðrik J. Hjartar, sr. Olafur Jens Sigurðs- son, Þorbjörn Hlynur Árnason cand. theol. og Önundur Björns- son cand. theol. Að sögn Magnúsar Guð- jónssonar biskupsritara er svo mikil kjörsókn óvenjulega mikil í prestkosningum í svo stóru prestakalli og með því mesta sem þekkist. Atkvæði verða talin á biskupsstofu 1. apríl, þ.e. ef öll gögn hafa þá borist þangað og fæst þá loks úr því skorið hver umsækjend- anna um brauðið hlýtur flest atkvæði. Til þess að kosningin sé bindandi fyrir kirkjumála- ráðherra þarf einhver um- sækjandinn að fá helming greiddra atkvæða, nái enginn helmingi greiddra atkvæða er kosningin ekki bindandi, en ráðherra hefur sjaldnast farið aðrar leiðir en að skipa þann sem flest atkvæði hlýtur í slík- um tilvikum. Einhver þessara heiðurs- manna sest síðan að á Borg á Mýrum þann 1. maí í vor sem prestur allra í prestakallinu. Óskandi væri að hinn mikli áhugi sem verið hefur á kirkj- unni í þessari hörðu kosn- ingabaráttu haldist eitthvað áfram og að allir taki nýja prestinum vel, hver svo sem hann verður. Prestkosningar fara fram skv. lögum sem komin eru á ellilífeyrisaldur og hafa víst ekkert leitað til læknis allan þann tíma. Nú hlýtur að vera kominn tími til að lækna þau eitthvað og samræma breytt- um tímum, t.d. að telja strax að loknum kjörfundi heima í héraði, og að viðhafa utan- kjörstaðaatkvæðagreiðslu. HBj Strengjasveit Tónlistar- skólans með tvenna tónleika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.