Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 47 Jón Þ. Arnason: - Lífríki og lífshættir LXXV. Spurningin er: Hver treystir sér til ad lýsa svínastíu án þess að minnast á svín? Undanfarin 10—15 ár hefir ekki dulist, að náttúruspjöll og náttúruvernd hafa verið sívax- andi áhyggjuefni margra merk- ustu vísindamanna heims, og enda borið einna hæst í öllum fróðleiks- og fréttaflutningi og þess vegna verið afar fyrirferð- armikil og ofarlega á dagskrá á umræðuvettvangi hversdagslífs- ins. Allir hafa lýst sig andvíga náttúruspjöllum, allir fylgjandi náttúruvernd. Ef frá eru talin nokkur stað- bundin og sértæk tilhlaup ein- stakra frumkvæðismanna og samtaka þeirra, hefir viðfangs- efnið hrakizt undan orðaflaumi á ráðstefnum og málþingum, og síðan hafnað í nefndum, kosnum eða skipuðum „á breiðum grund- velli", þar sem tíðkanlegt ábyrgðarleysi og léttúð hafa ráð- ið för. Einræði úrræðaleysisins hefir því ekki komizt í verulega hættu. Upptök ófarnaðar MEISTARINN: „HUGSJÓNIN“: Ilja Ehrcnburg skipaði fyrir — hjarðir steppunnar framkvæmdu svikalaust Ætla má, að flestum sé kunn- ugt, að enginn fær lifað á orðum einum saman, jafnvel þó að af skynsamlegri hugsun séu sprott- in. Starfið, framkvæmdin ræður úrslitum. Verkin verða að tala, sjást í raun. Káf og klapp á yfir- borðið gera aðeins illt verra. Orsök sérhvers meins verður að finna áður en hafizt er handa, og slíta síðan upp með rótum. Þetta er svo upptuggin alþýðuspeki, að endurtekningin nálgast hneisu. Ennþá meiri hneisa væri þó að láta kyrrt liggja. Ekki tel ég efa á, að þýzki þjóðfélagsfræðingurinn Georg Picht hafi haft rétt fyrir sér, þegar hann mælti á þá leið, að sá væri réttastur skilningur, sem nú yrði lagður í stjórnmálahug- takið, að verkefni stjórnmála væri að tryggja tilveru mann- kyns í heimi, er kominn væri háskalega nærri heljarþröm. Fyr>r því vek ég athygli á þess- um ummælum hér, að þau hreyfa við staðreynd, sem langt er frá að hlotið hafi verðskuld- aða eftirtekt eða umhugsun, að ógleymdum aðkallandi viðbrögð- um. Staðreyndin, sem ég á við, er þessi: Að öll mengun, spjöll og spill- ing, nema af völdum óviðráðan- legra náttúruafla leiði; öll mann- leg mistök, misgerðir, afglöp, af- brot, glæpir og voðaverk, eiga upptök sín í andlegri/ sálrænni, þ.e. huglægri bæklun eða van- sköpun manneskjunnar sjálfrar, annað hvort einstaklingsins sér í lagi eða lífverutegundarinnar yf- irleitt, ef hvort tveggja kemur ekki til. Á meðan þessari niðurstöðu verður ekki hnikað, hljóta ríkj- andi heimsskoðanir og lífssýnir að ákvarða lífshætti á sérhverju tímaskeiði. Og því verður þá ekki heldur hnekkt, að drottnandi þjóðfé- lags- og stjórnmálaskoðanir, -stefnur og -úrræði verði úrslita- öflin í allri lífsháttamótun. Þ.á m. sósialisminn eða marx- isminn eða kommúnisminn, í einu orði sagt: vinstrimennskan. Um það verður ekki í alvöru deilt, að áhrif og völd kommún- ismans í öllum mögulegum gerv- um og útgáfum, hafa verið gíf- urleg, og sífellt vaxandi, á svo að segja öllum sviðum um allan heim, allt frá upphafsöskri fram á líðandi stund. Deila má á hinn bóginn um hitt, hvort heldur beri að telja kommúnismann hugsjón, skoðun eða stefnu elleg- SOVETMENNI ÞYRSTIR í BLÓÐ Hámark Marx dreymdi Yfir 3.000 áskor mengunar snemma um morð anir um ódæði ar verknað. Sjálfur hefi ég sterka tilhneigingu til að líta miklu helzt á hann sem verkn- aði; hefndarþorsta í fram- kvæmd, knúinn öfund og ágirnd. Rökstoða- laust heila- spunakerfi Aðalástæða þessarar skoðun- ar minnar er sú, að enda þótt margt megi að manneskjunni finna og með sanni segja henni til hnjóðs, og vera kunni, að henni sé ásköpuð einhver dulin og ósjálfráð sjálfsmorðshvöt, þá hlýtur að vera of langt gengið, og því ranglátt, að ætla henni að hafa vitandi vits gert sér hug- sjón úr djöfulæði. I því efni breytir sáralitlu eða engu, þó að leiða megi að því veigamiklar líkur, sem stappa nærri vissu, að með okkur öllum bærist a.m.k. einhver angi af kommúnisma. En þar vegur og aftur upp á móti, að heimsmenningin, og þar með afrekssaga hinna hugsandi stétta mannkynsins, hefði aldrei náð neitt svipað því jafn glæst- um áfanga og reynd sýnir, ef kommúnismi hefði verið og væri á meðal eðlislægustu tegundar- einkenna mannsins. Af þessum sökum ber okkur að halda fast í þá von og trú, að þrátt fyrir sigurgöngu kommún- ismans, muni takast, með einum eða öðrum hætti, að (1) knésetja Sovétríkin og (2) að útrýma marx- i.smanum scm stjórnmálaafli cnd- anlega. Eina ástæðu finnst mér við- eigandi að nefna enn, þeirri skoðun minni til stuðnings, að marxisminn eða kommúnisminn sé fremur verknaðir en skoðanir og kenningar. Hún er sú, að allar tilraunir til að pína eitthvað, sem kalla mætti rökstoðir undir bábiljusamsafn Marx hafa reynzt vonlausar. „Hinn vísinda- legi sósíslismi" hans hefir við heiðarlega krufningu ekki reynzt annað en misskilningur á efna- hagslegum lögmálum, rangtúlk- un sögunnar og vanþekking á mannlegu eðli, auk þess morandi í mótsögnum og skringilegum spádómum; allt léttvægt fundið fyrir mörgum áratugum. Eina kenningartætlan, sem hefir get- að talizt hald í, er kreppukenn- ingin, sem þó naumast gat talizt frumleg: Ætt hennar má auð- veldlega rekja í draum Jósefs um kýr Faraós, enda Karl Marx vel að sér í fræðum Gamlatesta- mentisins eins og hann átti kyn til. Það má því hver lá mér, sem vill, að ég hneykslast niður í tær sérhverju sinni, sem ég sé eða heyri í ræðu eða riti, að greindir og menntaðir menn eyða tíma sínum í að „rökræða" Marxisma. Til frekari áherzlu varðandi eymd sósíalismans og ruglandi, ætti að vera leyfilegt að benda á, að dýrkendur Marx eru sundrað- ir í rösklega 100 mismunandi söfnuði, sem hver um sig burðast með sína sérstöku tösku fulla af sérstökum sósíalisma. Rakunin hélt lífi Samtíðin er helsjúk af komm- únisma og því augljóst, að lækn- ing þolir ekki bið. Hún tekst að því tilskildu, að réttum baráttu- aðferðum verði beitt, allri sátta- hyggju eytt, andstæðingar hans taki frumkvæðið og telji sig ekki of fína til þess að bíta bitvarga, sýna þá nakta í þeirra eigin orð- um og athöfnum og afhjúpa hið rökrétta orsaka- og afleiðinga- samband þar á milli. Til flýtisauka má stundum gripa til vopna úr þeirra eigin vopnabúrum. T.d. nefni ég eftir- farandi brot úr ræðu, sem enski kommúnistaleiðtoginn Thomas Bell hélt á IV. Heimsþingi Al- þjóðasambands Kommúnista (Komintern) í Moskvu árið 1923: „Ef borgarastéttin og hið borgaralega þjóðskipulag vill á annað borð lifa, þá verður það fyrst og fremst að brjóta komm- únistana, hina svörnustu fjendur sína, á bak aftur." Lög hafði hann að mæla og lærdómsrík. Vinstrimenn geta líka sagt satt. ÖIl saga sósíalismans í hinni kommúnísku gerð sinni er órof- inn ferill hryðjuverka og blóðs- úthellinga. Um hann eru engin vitni nærtækari en fjöldagryfj- urnar, blóðelfurnar og líkfjöllin, sem veg hans varða. Hin sýni- lega „hugsjón"; sú eina, því að enginn treystir sér til að benda á neitt heilbrigt eða jákvætt, sem hann hefir leitt af sér, án þess að verða til athlægis. Ótal dæmi er leikur einn að tíma til sönnunar þess, að frá bernsku hans hafi þannig verið. Af handahófi nefni ég einn af langöfunum, hinn ofstækisfulla jöfnunarsinna, franska sveita- prestinn Jean Meslier (1664—1729), sem segir í riti sínu „Mémoire des pensées et sentiments de Jean Meslier" („Minnisrit um hugrenningar og skoðanir Jean Mesliers."): „Það ætti umsvifalaust að hengja alla aðalsborna lang- dreginni hengingu í þarmagörn- um prestanna." Marx, sjálft átrúnaðargoðið og „hugsuðurinn", var ekki heldur frábitinn morðum. Þannig segir í kunningjabréfi, dagsettu 25./ 26. ágúst 1848 frá lagsbróður hans og líka áhuga- manni í heimsfrelsunarmálum, Michail Aleksandrovic Bakunin (1814-1876): „Ég hitti hann nokkrum mán- uðum seinna í Berlin. Sameigin- legir vinir neyddu okkur til að faðmast. Og þá, á meðan við ræddumst við, hálft í gamni, hálft í alvöru, sagði Marx við mig: „Veiztu, að nú er ég í for- ystu fyrir svo vel agaðri, komm- únískri leynireglu, að ef ég segði við einhvern félagsmanna: gakk út og dreptu Bakunin, myndi hann drepa þig.“ ... Eftir þetta samtal sáumst við ekki aftur þangað til 1864.“ Orkufrek stóriðja En hvað er eitt og eitt morð í hópi svona vina? Ekkert menn- ingaráfall, heldur eins og sand- korn á sjávarströnd í saman- burði við þann risavaxna, ríkis- rekna stóriðnað, sem í kjölfarið fylgdi, alls staðar þar, sem lærl- ingar Marx höfðu náð þrælatök- um á heilum þjóðum, ríkjum og ríkjasamtökum. Nokkur þúsund morð í bernsku kommúnismans tæki varla að færa til bókar, nema af því að þau gefa ákveðn- ar vísbendingar um það, sem síð- ar hlaut að gerast: að læri- sveinar Marx töldu óhjákvæmi- legt að dásama, þrautskipu- leggja og fremja níðingsverk af öllu tagi, í óteljandi tilbrigðum til að treysta og tryggja völd sín. Mjög snemma urðu glæpaverk að skyldunámsgrein, sérfræði- grein. Á námsárangrinum hafa flestar þjóðir heims fengið að kenna með átakanlegum hætti. Nú síðustu árin t.d. Vietnamar, Afghanir og E1 Salvador-búar. Éinhver ákafasti og afkasta- mesti ódæðameistari marxism- ans og sovétstjórnarinnar var óefað Ilja Ehrenburg. Á stríðs- árunum og að stríði loknu samdi hann yfir 3.000 glæpaverka- áskoranir og -ávörp til villi- mannaskara Sovétríkjanna, sem steyptu sér vitstola yfir sigraðar þjóðir, varnarlaust fólk, óbreytta borgara í Austur- og Mið-Evrópu vorið og sumarið 1945: Þjóðverja, Ungverja, Slóv- aka, Rúmena, Búlgara, Pólverja, Kósakka, Ukraínubúa. Á vegum ríkisstjórnar Sovét- ríkjanna gaf Ehrenburg her- skörum hennar einkum þennan atriðisorðaforða í nesti: Drepið, nauðgið, myrðið, limlestið, brennið, rænið! Sovézk blöð og tímarit, svo og útvarpsstöðvar, birtu boðskap- inn jafnóðum. Sýnisglefsa af mildara tagi: „Þegar þú hefir drepið Þjóð- verja, dreptu þá annan í viðbót; í okkar augum er ekkert yndis- legra til heldur en þýzk lík. Teldu ekki dagana. Teldu ekki verstin (mílurnar). Teldu bara eitt: Þjóðverjana, sem þú hefir drepið.“ Ilja Ehrenburg var ekki neinn arinnar, ekki neitt hégómlegt íhengi kommúnismans, enginn Gunnar Thoroddsen, Þórarinn Þórarinsson eða Ólafur R. Grímsson. Ilja Ehrenburg var í fylk- ingarbrjósti Kommúnistaflokks Ráðstjórnarlýðveldanna, hann hlaut fjölda heiðursmerkja og hetjuverðlauna og viðurgjörning allan sem beztur mátti verða. Að stríði loknu var haturs- áróður hans gefinn út í 3ja binda viðhafnarútgáfu í geysilegu upp- lagi. Síðustu ár ævi sinnar átti hann velsældarelli að fagna. Ilja Ehrenburg var ávallt í feiknarlegu áliti kommúnista um allan heim, ekki sízt á ís- landi. Um áratuga skeið leit helzt út fyrir, að Ilja Ehrenburg væri fastráðinn aðstoðarritstjóri við málgagn sósíalisma, verka- lýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Um það geta menn sannfærzt mjög auðveldlega — með því að fletta 22 fyrstu árgöngum „Þjóð- viljans“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.