Morgunblaðið - 08.04.1982, Qupperneq 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
Þessa mynd tók Ótafur K. Magn-
ússon af Kristínu um borð í Gull-
faxa, ásamt Dwight D. Eisenhow-
er, síðar Bandaríkjaforseta, árið
1950. Eisenhower var þá yfirmað-
ur herafla NATO og var flugferð
hans með Gullfaxa frá Reykjavík
til Keflavíkur eina ferð hans á
þessum árum meö flugvél sem
ekki var herflugvél.
Kristín Snæhólm að störfum
á Flugdeild Flugleiöa.
Morgunblaðið/ Ragnar Axelsson
„Þaö var viss ævintýraljómi yfir fluginu á þessum tíma og raunar finnst mér
þaö vera enn. Mér finnst flugið vera ævintýri. Þegar þessir stóru skrokkar
fyllast af fólki og vörum og hendast eftir brautinni með ógnar hávaöa og líða
síðan léttilega upp í loftið. Það finnst mér alltaf dálítið ævintýri. Ég hef aldrei
vaxið upp úr þeirri tilfinningu.“
Kristín Snæhólm réöist
sem flugfreyja til Flugfélags
íslands 15. janúar 1947 og
starfar nú í flugdeild Flug-
leiða. Ég ræddi við hana á
dögunum um kynni hennar
af samgöngubyltingunni í
lofti og spurði fyrst hvernig
staðið hefði á því að hún
gerðist flugfreyja.
„Ég kom heim eftir hálfs annars
árs dvöl í Bandaríkjunum rétt
fyrir jólin 1946 og eftir áramótin
var enga vinnu að fá, en ég var að
leita fyrir mér og hafði áður fyrr
unnið á skrifstofu. Þá er það að
auglýst er eftir flugfreyjum til
Flugfélagsins í Morgunblaðinu.
Ég vissi nú lítið hvað það var, en
hafði alltaf haft mikinn áhuga á
ferðalögum, svo ég dreif mig bara
í að sækja um starfið og fékk það.
Við vorum tvær í fyrstu og
skiptumst á, ég og fyrsta íslenska
flugfreyjan, Sigríður heitin
Gunnlaugsdóttir. Við flugum með
Liberator leiguvél frá Scottish
Airlines á leiðinni Reykjavík —
Prestwick — Kaupmannahöfn og
til baka. Yfirieitt var heimahöfn í
Prestwick, enda flugmennirnir
þaðan. Ég byrjaði sem sagt í milli-
landaflugi eingöngu. Fyrst fékk ég
nokkra leiðsögn hjá Scottish Air-
lines, en síðan tók ég til starfa af
krafti. Liberator-vélarnar voru
upprunalega herflugvélar, en þeim
hafði verið breytt lítillega til að
gera þær hæfar til venjulegra far-
þegaflutninga. Það var á þessum
tíma um það bil fjögra tíma flug
til Prestwick og þaðan um klukku-
tíma styttra til Kaupmannahafn-
ar.“
„Fólk var hætt
að vera hissa“
„Það var viss ævintýraljómi yfir
fluginu á þessum tíma og raunar
finnst mér það vera enn. Mér
finnst flugið vera ævintýri. Þegar
þessir stóru skrokkar fyllast af
fólki og vörum og hendast eftir
brautinni með ógnar hávaða og
líða síðan léttilega upp í loftið.
Það finnst mér alltaf dálítið
ævintýri. Ég hef aldrei vaxið upp
úr þeirri tilfinningu."
— Hvernig voru viðbrögð að-
standenda við þessu starfi þínu?
„Þetta þótti ekki svo svakalegt,
enda þótt maður gæti haldið það.
En það var svo mikið búið að ger-
ast hér árin á undan, á stríðsárun-
um. Það höfðu svo margar og
margvíslegar byltingar átt sér
stað á öllum sviðum. Allt hafði
breyst óskaplega mikið á óskap-
lega stuttum tíma. Tæknin, at-
vinnan, lífshættir, efnahagur og
svo framvegis. Fólk var hreinlega
hætt að vera hissa. Þar að auki
var fólkið mitt orðið vant flækingi
á okkur systkinunum.
F'ólk var almennt búið að fá svo
stóran skammt af nýjungum að
ein í viðbót var eins og dropi í
hafið. Því fannst flugið aðallega
vera það sem það vissulega var og
er, stórkostlegur ferðamáti.
Sjálf hafði ég aldrei komið upp í
Akureyrar þennan janúardag
fyrir rúmum þrjátíu og fimm ár-
um. Það var svo fallegt og ég sá
svo vel út. Ég hafði auðvitað aldrei
séð landið svona. Ferðin tók einn og
hálfan tíma, en hann var fljótur
að líða, sá tími.“
„Flogið á meðan
maður stóð uppi“
„Árið 1948 var Gullfaxi keyptur,
það var DC-4 vél, Skymaster. Það
alfínasta. Fjórir hreyflar, lúxus-
innrétting og sæti fyrir 40 far-
þega. Um þessar mundir höfðu
þrjár nýjar flugfreyjur bæst í
hópinn, en þó vorum við því miður
ekki nema fjórar, því Sigríður
fórst í slysinu í Héðinsfirði 1947."
— Hvernig voru starfsskilyrði
á þessum tíma, miðað við það sem
nú gerist?
„Þau voru slæm. Það var bara
flogið á meðan maður stóð uppi.
Mér er til dæmis minnisstætt að
við flugum einhvern tíma til Par-
ísar, sem var sjö tíma flug, en
lentum þá í morgunþoku þar og
því var flogið í þrjá tíma í viðbót
og til Rómar. Þar var staldrað við
í þrjá til fjóra tíma, en síðan flog-
ið til Parísar, með fulla vél. Þar
kom um borð alþingismaður nokk-
ur og frú og var gerður tveggja
tíma stans og síðan flogið heim-
leiðis. Þá vorum við sem sagt á
stjái í einn og hálfan sólarhring.
Þetta væri aldrei gert nú, en kom
iðulega fyrir í alls kyns leiguflugi
á þessum árum.
Þess var að vísu gætt að leysa af
í stjórnklefanum, en flugfreyjur
voru ekkert leystar af. Núna, ef
sendir eru sjúklingar eða ungbörn
með vélunum, þá er send flug-
freyja aukalega, eða þá læknir eða
hjúkrunarkona, en þá bættist
þetta bara við venjuleg störf hjá
okkur.
Ég man eftir að hafa verið að
koma veikri konu inn á spítala í
Kaupmannahöfn, þegar mænu-
veikifaraldurinn geisaði hér og
alloft hef ég gist með lítil börn á
hótelum, vegna þess að við kom-
umst ekki á áfangastað vegna veð-
Rætt viö Kristmu
Snæhólm fyrrum
flugfreyju,
nú starfsmann í
flugdeild Flugleiða
Um borð f Gullfaxa érið 1949.
Meö ekoskri éhöfn í Preatwick
1947.
flugvél fyrr en ég fór að vinna,
varla einu sinni séð flugvél. Að
vísu fór ég einn flugtúr á DC-3 til
Akureyrar áður en ég hóf störf
sem flugfreyja, svona rétt til að
hafa komið upp í vél áður. Ég var
afskaplega heppin með þá ferð.
Það var gott veður og bjart og vél-
in haggaðist ekki. Ef það hefði
verið ókyrrð í lofti, eins og maður
átti eftir að kynnast síðar, sér-
staklega hér innanlands, þá hefðu
ábyggilega runnið á mig tvær
grímur, ekki víst að ég hefði lagt í
þetta.
DC-3 var sérstaklega vönduð og
falleg vél, enda hafa þær verið í
notkun fram á síðustu ár. Þar var
innréttingin ekki úr plasti eins og
núna. I þessari vél voru blá leður-
sæti. Þetta var eiginlega lúxusvél,
fannst mér, væri það jafnvel í dag.
Enda hafði hún verið keypt af ein-
hverjum einkaaðila, vel stöndug-
um.
Þetta var stórkostleg ferð til
„Mér fínnst
flugið alltaf dálítið
ævintýri“