Morgunblaðið - 08.04.1982, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
55
urs. Þetta var auðvitað mikið álag
á okkur, því það er til dæmis ekk-
ert grín að bera ábyrgð á annarra
manna börnum á mismunandi að-
laðandi stöðum, en þetta gekk sem
betur fer allt vel. Nú þekkist þetta
varla. Eins og eðlilegt er lýkur nú
starfsdegi flugfreyju, þegar far-
þegar eru komnir frá borði.
Hér áður fyrr þurftum við líka
að sjá um farþegana á jörðu niðri,
ef lenda þurfti annars staðar en á
áætlunarstöðum af einhverjum
ástæðum. En enda þótt þetta væri
ákaflega krefjandi starf, þá hefur
mér alltaf þótt mjög vænt um það
og fundist það gefa mér mikið, að
leysa það vel af hendi. Það kom
stundum fyrir að maður hugsaði
sem svo: — Ef ég kemst lifandi
heim úr þessu, þá skal ég svo
sannarlega hætta þessu fyrir fullt
og allt. En svo þegar heim kom og
allir gengu glaðir og ánægðir frá
borði, þá uppskar maður laun erf-
iðis síns og hætti við að hætta.“
„Ég hef verið
mjög heppin“
— Er minna varið í flugið núna,
en áður var?
„Það er öðruvísi. Nú er þetta
miklu meira daglegur þáttur í lífi
fólks. Það er ekki lengur jafn
merkilegt að stíga upp í flugvél og
það var. Nú orðið er mun minna
um það að farþegar leiti styrks
hjá flugfreyjunum, þegar lagt er
upp, eins og vissulega var tilfellið
í gamla daga. íslendingar eru
fljótir að aðlaga sig nýjum hátt-
um, hvort heldur er á ferðalögum
eða öðrum sviðum."
‘ Þetta er mjög heppilegt viðhorf í
þessum bransa.
Til dæmis þegar það var mikil
| ókyrrð í lofti, eins og er svo al-
gengt þegar það þurfti að fljúga
svo lágt. Mörg Vestmannaeyja-
flugin voru til dæmis með ólíkind-
um. Vélin hoppaði og skoppaði
bókstaflega. En allt fór vel.“
„Rétt yfír
öldutoppunum“
„Þetta voru frumstæð skilyrði
sem unnið var við, til dæmis áður
en loftþrýstijöfnunin kom til sög-
unnar í farþegarýminu svo unnt
var að fljúga upp fyrir nánast öll
veður. Við urðum kannski að
skríða undir þungum skýjabökk-
um út eftir Skagafirði út fyrir
Siglunesið og inn Eyjafjörðinn til
Akureyrar. Bara rétt yfir öldu-
toppunum. Þetta var iðulega því
líkast að vera á skipi. Þegar ég lít
til baka þá get ég ekki varist því
að finnast þetta svolítið æðislegt.
En við vorum ung og flugið var
ungt. Það var allt hægt.
Þetta flugfólk er dálítið eins og
sérstakur þjóðflokkur. Var það
ennþá meira þá. Það ríkti mikill
félagsandi, vinátta og virðing í
fluginu. Líka gagnvart farþegun-
um. Við vorum svolítið eins og
gæsamömmur með ungana sína og
töluðum alltaf um farþegana
„okkar“ og reyndum að vera þeim
til halds og trausts á allan mögu-
legan hátt og veitti oft ekki af,
þegar þeir voru kannski veikir og
allavega.
Núna hefur þetta breyst mikið.
Ferðirnar eru miklu styttri og far-
þegarnir miklu fleiri, svo kynnin
af þeim verða mun minni. Þetta
var þannig að við vorum eins og
Þessir krakkar röðuðu sér upp
■'raman viö bílinn sem sótti flug-
liðana út á völl í Barcelona.
— Saknarðu gamla starfsins?
„Kannski á vissan hátt, já, en
það er eðlilegt að nýtt og yngra
fólk taki við. Maður kemur í
manns stað. Starfið krefst þess.
Það er mjög krefjandi. En það er
líka skemmtilegt. Og það er gam-
an að geta litið til baka og rifjað
þetta upp. Ég hef verið mjög hepp-
in. Það hefur aldrei neitt sérstakt
komið fyrir í vélum þar sem ég hef
verið. Bara smábilanir. Einn
hreyfill stöðvast á margra ára
fresti og þess háttar. Nokkrum
sinnum snúið við vegna veðurs. Og
þegar við sóttum Sólfaxa til Kaup-
mannahafnar í desember 1954 þá
man ég eftir að við vorum í tíu
tíma á leiðinni heim beint til
Reykjavíkur. Það voru tólf vind-
stig á móti alla leiðina og beljandi
stórhríð.
Það er mín trú og vissa að það
muni aldrei koma neitt fyrir
flugvél sem ég er í. Að þessu leyti
má segja að ég sé dálítið forlaga-
trúar. Þetta var einu sinni sagt við
mig. Það var eins konar spádóm-
ur. Þetta hefur haft þau áhrif á
mig, að það er sama á hverju
gcngur, ég hef engar áhyggjur.
gestgjafar félagsins og leituðumst
við að vera því til sóma. Skotar
kölluðu líka flugfreyjurnar alltaf
„Air hostesses", eða fluggestgjafa.
Allar veitingar voru ókeypis þá.
Þetta voru gestir okkar.
Þetta er öðruvísi núna. Meira
eins og afgreiðsla. Ég man eftir
því að á þessum fyrstu árum
flugsins hér, þá tíðkaðist það að
yfirflugfreyjan í hverri ferð, skrif-
aði svokallaðan „Cabin report" eða
„Flugskýrslu" um ferðina og þá
átti eitt eintakið að fara beint inn
á skrifstofu forstjóra félagsins.
Það var mikið tillit tekið til þess
ef við sögðum eitthvað um einhver
atriði, sem okkur þótti að bæri að
breyta eða athuga nánar. Skoðan-
ir okkar voru virtar og tekið mark
á okkur. Hlutum var kippt í liðinn
og álitamál rædd og svo framveg-
is. Þetta var manni mikil hvatn-
ing.“
— Að lokum. Myndirðu leggja
út á þessa braut aftur, ef þú ættir
þessi kost?
„Já, það hugsa ég bara. Ég gæti
vel hugsað mér það. Að sækja um
upp á nýtt. Ég kann vel við þetta
starf, þennan óreglulega vinnu-
tíma, ferðalögin, snattið í kringum
farþegana og þetta allt saman.
Þetta er mjög elskulegt starf og
skemmtilegt. Og eins og gildir nú
reyndar um flest, þá fær maður
það út úr því sem maður gefur því.
Ef maður er ungur og hraustur og
geðgóður, þá á maður lífið. Og þá
er þetta ailt saman eins og ævin-
týri.“
— SIB.
Þolplast
nýtt byggingaplast-
varanleg vöm gegn raka
nýtt byggingaplast sem
slæröóru við
Plastprent hefur nú hafið framleiðslu á
nýju byggingarplasti, ÞOLPLASTI, í sam-
ráði við Rannsóknarstofnun byggingar-
iðnaðarins. Framleiðsla á ÞOLPLASTI er
árangur af auknum kröfum sem stöðugt
eru gerðar til byggingarefna.
ÞOLPLAST hefur aukið endingarþol gegn
langtímaáhrifum Ijóss, lofts og hita.
ÞOLPLASTersérstaklegaætlaðsem raka-
vörn í byggingar, bæði í loft og veggi.
ÞOLPLAST er varið gegn sólarljósi og því
einnig hentugt í gróðurhús, vermireiti
og í glugga fokheldra húsa.
ÞOLPLAST er framleitt fyrst um sinn
280 sm breitt og 0,20 mm þykkt.
Plastprent hf.
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 85600
Armstrong
Armaflex
pípueinangrun
Pípulagningamenn - Húsbyggjendur - Lesið þessa
auglýsingu!
Veruleg verðlækkun á ARMAFLEX-pípueinangrun hefir nú nýlega gert það að verkum, að
þessi vandaða framleiðsla á pípueinangrun, sem hingað til hefir hér á landi einungis verið
notuð til einangrunar í frystihúsum og verksmiðjum, mun nú halda innreið sína á sölumarkað
pípueinangrunar fyrir hverskonar húsahitun og kaldavatnsleiðslur.
FYRIRLIGGJANDl: slöngur — plötur — límbönd og tilheyrandi lím og málning.
&
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO h* 16, Reykjavík, sími 38640.