Morgunblaðið - 08.04.1982, Side 14
6 2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
Ekið í bifreið
frá Borgarnesi
til Akureyrar
10. júlí 1928.
Þann 3. þ.m. kom Þorkell Teits-
son, stöðvarstjóri í Borgarnesi, til
Akureyrar, og kom hann þangað í
bifreið alla leið frá Borgarnesi.
Ferðin hafði gengið að óskum.
Hann ók í nýjum Fordbíl og var 7
klukkustundir frá Borgarnesi að
Blönduósi. Voru þá aðaltorfær-
urnar eftir, en það voru Vatns-
skarð og Öxnadalsheiði. Fékk
Þorkell tvo menn sér til hjálpar,
til þess að komast upp á Stóra-
Vatnsskarð og aftur aðra tvo sér
til hjálpar upp á Öxnadalsheiði.
Eftir 12 tíma voru þeir komnir að
Bakkaseli í Öxnadal og þaðan var
ekið á þremur tímum til Akureyr-
ar.
Þetta er í fyrsta sinn, sem farið
er í bifreið yfir Öxnadalsheiði.
SINDRA
STALHE
Fyrirliggjandi i birgðastöð
Efnispípur
°oo° oo°^ °OOo
Fjölmargir sverleikar og þykktir.
Borgartúni 31 sími27222
ROYAL PLAYA DE PALMA
Atlantik býður upp á úrval gististaða, þar á meðal er íbúðahótelið vinsæla, Royal Playa de Palma.
Á Mallorka er nær allt sem hugurinn girnist, og ýmislegt um að vera. Pantið tímanlega, svo þér
missið ekki af óskaferðinni.
Brottfarardaqar: 11. maí 15. júní 6. júlí I 17. ágúst 7. september
18. apríl 29. maí 27. júlí 28. september
FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580
vegi til að ná takmarki okkar. Og
ekki tók betra við þegar við fórum
niður að vestan. Þar var allsstaðar
þverhnípt, og hvergi sjáanleg leið
til að koma bílnum niður. Hallinn
var um 40—50 gráður. Það var
ekki um annað að ræða en fara
annaðhvort þarna niður eða láta
bílinn standa þarna um veturinn,
því til baka kæmist hann ekki
heldur. Og eins og fyrri daginn þá
þurfti ekki að eggja Brand til
stórræðanna. Járngrindur sem
höfðu verið ofan á farangurs-
grindinni voru teknar niður og
festar í taug aftan í bílinn. Auk
þess voru fest bönd í þak vagnsins
og í þau var haldið til að koma í
veg fyrir að bíllinn ylti á hliðina.
Brandur ók síðan bíl sínum fram á
brúnina, hallinn var svo mikill að
hann stóð við stýrið. Hallgrímur
segi r svo frá:
„Á örfáum andartökum snarað-
ist bíllinn niður hjallann ofan-
verðan og staðnæmdist í lyngboll-
anum til allrar hamingju, en á
ysta þremi. Járngrindurnar gerðu
sitt gagn. Þær skáru sig niður í
jarðveginn, þar sem ekki var ein-
tómt grjót undir, og drógu úr ferð-
inni. Hér gafst tóm til hvíldar og
nýrra athugana á því, sem eftir
var. Brandur fylltist þeim hof-
móði, að telja óhætt beint niður >
kargamó sem undir beið. Hann af-
bað sér allar frekari vegabætur,
hvað engan tíma mega missa, og
bað okkur aðeins að halda vel í
böndin, svo léti hann slag standa.
Eyjólfur tók sér stöðu á ská neð-
an við bílinn. Þá ók Brandur fram
af á ný. Þetta tók allt skemmri
tíma en frá verður sagt. Bíllinn
fór á þeysiferð niður skriðuborna
brekkuna og dró allt eftir sér,
dragbítinn og okkur.
Eftir örstutta stund hafnaði allt
í hörðum mó neðan við stallinn.
Vagninn var á öllum hjólum, en
við á ýmsum endum í þúfunum.
En það voru harla ánægðir ferða-
langar, sem fleyttu kerlingar þar í
karganum. Annar mesti sigur
ferðarinnar var unninn. Þessi
glæfraför hafði heppnast framar
öllum vonum."
„Hvernig var með matargerð á
leiðinni, Eyjólfur?"
„Hún var að mestu í höndum
Jóhannesar Kolbeinssonar, en
hann var ágætis kokkur og hafði
gaman af því að elda, og sérstak-
tega var kjötsúpan hans fræg. Það
var nú ekki verið að taka mikið af
borðbúnaði með, Jóhannes bar
kjötið venjulega fram á skóflu, en
það bragðaðist ágætlega fyrir því.
Erfitt var að fá vatn sums staðar
á leiðinni, og þurftum við því að
notast við alls kyns polla og pytti
og voru miklar umræður oft í
gangi um hvað mikið væri af ána-
möðkum og fleiri lindýrum í súp-
um okkar, en jafnvel þótt eitthvað
hefði verið af slíku, vorum við það
svangir að við hefðum borðað súp-
una fyrir því!“
„Eitthvað sem þú vildir segja að
lokum, Eyjólfur?"
„Þetta voru skemmtileg ferða-
lög í þá daga, og ég sé alltaf eftir
hestaferðalögunum. Það var miklu
frjálsari ferðamáti, maður gat
stoppað hvar sem var og farið um
allt, var ekki bundinn vegunum.
Hestarnir voru líka persónulegir
vinir manns, fundur réttu vöðin í
ánum o.fl. þ.h. Þegar við vorum á
þessu ferðalagi þarna fyrir vestan
Ferð þeirra áttmenninga
hófst á Skálanesi, en leiðin
yfír Klettahálsinn var erfið-
asti hluti leiðarinnar, og voru
þeir þrjá daga að komast frá
Kollafirði yfír í Vattarfjörð,
en í dag er farið þarna á milli
á þrem stundarfjórðungum.
Síðan fóru þeir I>ingmanna-
heiðina og sem leið lá til ísa-
fjaröar, ferja var tekin frá
Bíldudal yfír á Hrafnseyri,
og frá Þingeyri yfír að
Gemlufalli. Bíllin fór síðan
um borð i Fagranesið á ísa-
fírði og þaðan yfir á Arngerð-
areyri, en þaðan var greið
leið til Reykjavíkur.