Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 19

Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 67 Flugvél hvolfir og laskast mikið — síðan endurbyggð 4. marz 1940. TF-ÖRN, eina flugvélin, sem ís- lendingar eiga, laskaðist svo mjög í gær, að hún mun vera ónýt. Flugvélin ætlaði að hefja sig til flugs á Skerjafirði, er vindhviða hvolfdi henni og stakkst hún á nefið á kaf í sjóinn. Upp úr stóðu aðeins flotholtin og annar væng- urinn. í flugvélinni var flugmað- urinn, Örn Johnson, og tveir far- þegar, Bjarni Ásgeirsson alþingis- maður og Tómas Hallgrímsson bóndi. Stýris- og farþegaklefinn var á kafi í sjónum. Strax og flugvélinni hvolfdi, skrúfaði flugmaðurinn niður rúðu við stýrissætið. Komst hann þar út og hjálpaði því næst Bjarna og síðan Tómasi að komast út sömu leið. Bjarni synti þegar til lands, en Örn og Tómas björguðu sér upp á vænginn, sem upp úr stóð. Vélamaður Flugfélagsins, sem sá hvað gerðist, setti þegar á flot bát, reri út að vélinni og náði mönnunum tveimur af vængnum. Júlí 1940. Mánudaginn 8. júlí gat að líta hárauða flugvél á sveimi yfir Reykjavíkurbæ. Fyrir tilverknað íslenzkra hagleiksmanna hafði flugfloti íslands tvöfaldazt í einni svipan — úr einni flugvél í tvær. Þegar flugvélin TF-ÖRN fórst á Skerjafirði í vetur, var hún talin með öllu ónýt. En þrír menn hóf- ust þó handa um að endurbyggja flugvélina, og hefur þeim tekizt svo vel, að vélin þykir nú prýðilega flugfær. Mennirnir, sem unnið hafa verk þetta, eru Gunnar Jónasson, Björn Ólsen og Brandur Tómasson. Hafa tveir þeir fyrrnefndu smíðað flugvélarbolinn, en Brandur gerði hreyfilinn nothæfan að nýju. Sú höfuðbreyting hefur orðið á vélinni, að hún er nú landflugvél, en gamla vélin var sjóflugvél. umboð á íslandi Um sídustu áramót geröist Sindrastál hf. um- boösaöili fyrir sænsku verksmiöjurnar WELAND & Son a/b. Framleiösluvörur WELAND eru helstar: galvaniseruö ristarefni og þrep. Efni þessi munum viö kappkosta aö hafa fyrir- liggjandi í birgöastöö okkar eftir föngum eöa panta sérstaklega sé þess þörf. Nýtt flugfélag stofnað 2. mai 1928. í gær var stofnað í Reykjavík nýtt flugfélag, er nefnist Flugfé- lag íslands. Aðalforgöngumaður að stofnun félagsins er dr. Alex- ander Jóhannesson háskóladósent. Er hann einnig formaður félagsins og framkvæmdastjóri. ★ 1. september. Flugfélag Islands hefur undan- farna mánuði haft hér þýzka sjó- flugvél í förum. Vélin er sjóflugvél af Junkers- gerð, öll úr málmi, og hefur 230 hestafla Sidley-Puma hreyfil. Flugvél þessi tekur fimm farþega og getur flogið 414 tíma án þess að lenda. Henni hefur verið gefið nafnið Súlan. Flugvélin hefur í sumar flutt póst og farþega til ísafjarðar, Ak- ureyrar, Siglufjarðar, Stykkis- hólms, Borgarness og Vestmanna- eyja. Flugmaðurinn er þýzkur og heitir Simson. — Dagana 13.—18. ágúst var vélin reynd við síldarleit i fyrir Norðurlandi, og þótti gefast |vel. Telur framkvæmdastjóri ár- langur flugsins í sumar góðan, og kveðst þess fullviss, að flugið eigi framtíð hér á landi. Ætlun flugfé- lagsins er sú, að hafa hér tvær flugvélar í förum að sumri. Er ennfremur í ráði, að fá unga og efnilega Islendinga, einn eða fleiri, til að hefja flugnám, svo að þeir geti að námi loknu tekið við stjórn flugvéla hér heima. SINDRA-STÁL HF. Borgartúni 31 símar 27222 21684 TM SINDRA STALHF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.