Morgunblaðið - 08.04.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
71
Annaðhvort var því að láta í
minni pokann eða gera tilraun til
að ná jafnrétti.
Það var nú sennilega af fávizku
einni saraan, að ég sótti um inn-
göngu á námskeið til meiraprófs
til mannflutninga, enda var ég
kölluð fyrir Jón heitinn Ólafsson,
forstjóra Bifreiðaeftirlits ríkisins,
sem stóð fyrir námskeiðinu. Hann
hafði við mig heljarmikið viðtal,
það var engu líkara en hann vildi
prófa geðheilsu mína, það var
greinilega tortryggilegt, að kven-
maður skyldi skjóta þarna upp
kollinum. Fyrsta atriði málsins
var að taka inntökupróf á 28
manna bíl og á því prófi féllu
oftast einhverjir. Mér var um og ó,
þegar ég fékk ekki samþykki Jóns
í þetta skipti til að gangast undir
þetta ökupróf, kvaðst hann láta
mig vita nánar um það. Ég kross-
bölvaði með sjálfri mér, vildi auð-
vitað fremur falla heiðarlega en
vera burtræk út á andlitið.
En ég komst í náð og skreið
rúmlega yfir lágmarkið, sem sett
var. Þar réð örugglega miklu, að
Kjartan og Ingimar áttu bílinn,
sem var prófað á og Kjartan var
búinn að lána mér hann nokkrum
sinnum til að æfa mig á. Svo hafði
ég líka ekið sams konar bíl smá-
vegis fyrir vestan, lærði reyndar á
þannig bíl. Ég man eftir, að marg-
ir ráku upp stór augu, sem tóku
eftir þessu fyrirbæri, kvenmanni
að aka rútu. Mér fannst svo sem
ekkert taka betra við, þegar ég
þrammaði ein með 81 herra upp á
hæstaloft í Borgartúni 7. Mér
fannst þeir allir horfa á mig og
vorkenna mér að vera að villast
þarna.
Sigurjón Rlat t«k þtm mynd a( Jónfnu vM jappann 1947.
Námskeiðið stóð í sex vikur og
var heilmikil lesning. Ég lærði allt
utanað og kjaftaði mig út úr því
sem á vantaði og tókst þannig að
hafna að mig minnir í þriðja sæti.
Þetta var bara „grís“ eins og sagt
er, ég kunni lítið til verka hefði í
það farið.
Svo fór ég heim og hélt áfram
akstrinum. Ég hafði gaman af að
keyra, mér þótti jeppinn góður og
sterkur, að vísu var kúlulegan í
stýrisarminum nokkuð varasöm.
Einu sinni gaf hún sig, þegar við
vorum á leið niður af heiði. Það
fór að vísu allt vel, en ansi titraði
löppin á mér grunsamlega mikið,
þegar niður kom. En þessi gamli
jeppi varð eins og hluti af mér,
það lá við ég fyndi til, þegar hann
hlúnkaðist niður í holurnar eða
skrölti yfir eggjagrjótið.
— Stundum hélt ég, að fólk ætl-
aði hreinlega að sturlast úr
hræðslu, þegar það fór með mér.
Ekki vegna þess það hefði neitt
komið fyrir mig, en hvort tveggja
var að eins og ég sagði þótti skrít-
ið, að kvenmaður skyldi keyra bíl
yfir holt og heiðar og auk þess var
þetta alveg ný reynsla flestum.
Kannski var ekki skrítið, þótt far-
þegum yrði ekki um sel,_Breiða-
dalsheiðin var há og glæfraleg,
ákógarbrekkurnar og Kinnin hvað
erfiðastar, þetta voru krókar fram
og til baka, upp og niður. Jeppinn
komst lítið hraðar en 60 km, enda
ekki beinlínis neinum hraðbraut-
um fyrir að fara til að þenja hann
á. Stöku sinnum komu smá veg-
arspottar, svo beinir, að hægt var
að gefa í. En upp allar heiðar lús-
aðist maður í fyrsta gír. Frá
Gemlufalli til ísafjarðar töldust
þá vera um 50 km, sú leið hefur
verið stytt með breyttum vegar-
stæðum. Ég fór þetta venjulega á
einum og hálfum klukkutíma, þótt
farið væri hægt upp í móti, lét
maður hann renna létt niður
brekkurnar.
Einu sinni voru fjórir prestar
farþegar mínir frá ísafirði, meðal
þeirra var sr. Jónmundur í
Grunnavík, spaugsamur maður.
Þegar Jónmundur sá, að bílstjór-
inn var kona, sagði hann: „Ætliði
nú að láta stelpuna drepa mig?“
En sonur hans, sem var þarna
nærri, sagðist taka ábyrgð á stelp-
unni. Þegar kom upp á háheiðina,
þar sem stundúm var grjóthrun og
snarbratt og hættulegt, gat ég
ekki á mér setið og fór að stríða
kalli. „Vilt þú ábyrgjast, að ég fái
samfylgd með ykkur inn í Himna-
ríki, ef ég læt okkur rúlla hérna
niður?“ sagði ég. En sr. Jónmund-
ur þorði ekki að garantera Himna-
ríki, hvorki fyrir mig né þá.
Ég man líka eftir ungum manni,
erindreka frá Sambandinu, sem ég
keyrði til Flateyrar. Hann ætlaði
fyrst ekki að trúa eigin augum,
þegar hann sá bílstjórann, mig, og
svo sat hann stjarfur af hræðslu.
A Mosvallahálsinum fór ég að
benda honum til Flateyrar, en ók
innfyrir, í öfuga átt. Sjálfsagt hef-
ur hann ekki verið kunnugur á
þessum slóðum, alla vega stundi
hann upp spyrjandi, hvert við
værum að fara. „Við erum nú svo
skrítnar þessar sveitastelpur,"
sagði ég, „þegar við fáum svona
unga og huggulega menn, erum
við bara vísar til að keyra með þá
eitthvert út í móa.“ Það hefði víst
engum nema mér dottið í hug að
tala svona, svo að það er öruggt,
að ekki var ég nú kvenleg í mér ...
— Eftir að'ég hafði öðlazt rétt-
indi tók ég 35 krónur, það hæsta,
fyrir ferðina til ísafjarðar. Hafði
hliðsjón af því að vera lægri en
þeir sem voru með fínni bíla, þess-
ar líka drossíur, Ford og Chevrolet
1942.
— Ég var í þessari keyrslu í sex
sumur af og til, eða þar til ég gifti
mig og skipti yfir í barnavagninn.
Ég verð að segja að ég minnist
þessa tíma með ánægju, enda lán-
aðist þetta ailt og mér varð ekkert
á. Ég flutti hingað suður 1952 og
síðan hefur aðalakstursæfingin
verið að keyra í gegnum ekta-
standið. Við hjónin eignuðumst
fimm börn, en einn dreng misstum
við í bílslysi 17 ára gamlan. Það
gengur nú svona í lífinu. Ég hafði
stýrt mörgum bílum áfallalaust og
ég tel bílinn bókstaflega vera við-
bót við sköpunarverkið — en ég
varð að sætta mig við að horfa á
eftir syni mínum á þennan hátt.
— Mér finnst sorglegt, hvað við
höfum misboðið bílnum og mis-
notað hann. Maður sem sezt undir
stýri verður að skilja, hvað hann
hefur í höndunum. I bílnum er
raunverulega orðið miklu meira
afl en hægt er að tengja manns-
huganum svo vel fari, þegar eða ef
út af bregður. Svo er þetta með
sálfræðingana hjá bílaframleið-
endunum, þeir hafa sko skilað
sínu með því að stilla svo mjög
upp á hégómagirndina að engan
enda tekur.
Alberto
Balsam
Smukkere hár
pá et minut
Fallegra hár meö Alberto
Balsam.
Gæða
Shampoo
Einkaumboð
Kaupsel sf.,
sími
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI