Morgunblaðið - 08.04.1982, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
77
voru ekki yfir 8Íg hrifnir af þess-
um nýju farartækjum, og það kom
fyrir að þeir fældust, ef ekki var
farið varlega fram hjá þeim. Veg-
irnir voru heldur ekki upp á
marga fiska, Laxá í Kjós til dæmis
óbrúuð framan af, og Holtavörðu-
heiði slæm, og í Giljareitum á
Öxnadalsheiði var sums staðar svo
þröngt, að það varð að bakka í
beygjunum, til að ná þeim! —
Einu sinni ók ég með Jónas Þor-
bergsson útvarpsstjóra norður í
Mývatnssveit, og honum leist ekki
á blikuna í Giljareitum á leiðinni
norður. — A leiðinni til baka bað
hann svo um að fá að ganga á
meðan ég keyrði Reitina, og tók ég
því vel. Þegar þangað var komið
var hins vegar svo mikil þoka, að
ekkert sást, og spurði hann mig
oft hvenær við kæmum að Gilja-
reitum. Ég svaraði því litlu, þar til
loks að ég sagði honum sem var,
að við hefðum nýfarið yfir þá! Nei,
nei, hann reiddist því ekki, tók því
bara vel!“
Byrjaði hjá BSR
1. febrúar 1934
— Ertu þá farinn að keyra
leigubíl, þegar þú ert á ferð þarna
norður í Mývatnssveit?
„Já. Ég hafði byrjað að keyra
hjá Kaupfélagi Húnvetninga eftir
að ég hafði svarað þar auglýsingu
um bifreiðastjórastarf, og þar var
ég þangað til 1933, að þeim þótti
ég vera orðinn of dýr, fá of mikið
kaup. Þá nennti ég ekki að vera
hjá þeim lengur, flutti suður og
byrjaði á BSR hinn 1. febrúar
1934. Þar var ég við ýmis störf, en
fékk minn fyrsta bíl í nóvember
1934, Ford ’34. Þetta var góður
bíll, 8 cylindra, en áður voru þeir
flestir aðeins 4ra. Ég hygg að
þessir bílar hafi verið með þeim
bestu, sem fluttir hafa verið
hingað til lands.
Já, það var töluvert að gera
fyrir leigubílstjóra á þessum árum
hér í Reykjavík, enda var akstur-
inn ekki dýr. Fólk var að fara í
stuttar heimsóknir út í útjaðra
bæjarins, eða bara í lystireisur. Þá
vár ég líka talsvert í lengri ferð-
um, var til dæmis með Rafmagns-
eftirlitinu í ein átta sumur, og fór
þá nálega um allt land.
Aksturinn var ekki tiltakanlega
dýr á þessum árum, en það voru
bílarnir hins vegar. Fordinn sem
ég keypti 1934 kostaði 4450 krón-
ur, en þá voru mánaöarlaun svona
150 til 200 krónur að ég held.
Minnsti túrinn innanbæjar kost-
aði þá eina krónu, og bensínlítrinn
32 aura, ef mig misminnir ekki.
Já, það var þægilegra að aka
fólksbíl en vörubíl fannst mér,
ekki þessi vinna við að bera vör-
una, ferma og afferma bílinn."
Bifreiðastjóri! Hafið þér
athugað hver þér eruð?
„Á þessum árum voru bifreiða-
stjórarnir hjá BSR með „kaskeiti",
það var ætlast til þess,“ segir
Sveinbjörn, „en það lagðist þó af
smám saman."
Mikið var hins vegar lagt upp úr
því að bílstjórar væru stétt sinni
til sóma, og gefnar voru út sér-
stakar leiðbeiningar í því skyni.
Eftirfarandi getur til dæmis að
líta í „Handbók fyrir bifreiða-
stjóra og afgreiðslumenn bifreiða-
stöðva", sem út var gefin 1940:
„Kver þetta er útgefið að til-
hlutun Bifreiðastjórafélagsins
„Hreyfill". Tilgangur þess er að
samræma verð á leigubílum til
mannflutninga eftir vegalengdum,
og til hægðarauka og leiðbein-
ingar, bæði fyrir bifreiðastjóra og
afgreiðslumenn á bifreiðastöðv-
um.
Bifreiðastjórar! Afgreiðslu-
menn! Takið alltaf rétt verð, verið
ekki sjálfsþrælar í niðurboðum á
ykkar eigin atvinnu. Sýnið lipurð
og kurteisi í hvívetna, og aflið
ykkur trausts og virðingar við-
skiptamanna og vegfarenda með
drengskap. Hafið hugfast, að þér
eruð einn stærsti og ábyrgðar-
mesti hlekkurinn í samgöngu-
málakeðju þjóðarinnar. Einn
mesti landkynnirinn, inn á við, oft
fyrsti maðurinn sem útlendingur-
inn og ferðamaðurinn hefir sam-
neyti við. Bifreiðastjóri! Hafið þér
athugað, hver þér eruð? Hafið þér
hugsað um þá ábyrgð, sem þér —
bæði beint og óbeint — berið með
atvinnu yðar? Hugsið yður um!“
Gangið ekki of
langt í aftursætinu
Síðar urðu það svo aðrir útlend-
ingar en venjulegir ferðamenn,
sem bílstjórar óku með innanbæj-
ar og í lengri ferðum. Stríðið skall
á, og bærinn fylltist af erlendum
her.
„Já, það var mikil vinna í kring-
um herinn," segir Sveinbjörn, „og
ég ók breskum hermönnum tals-
vert. Einna mest ók ég með kaft-
ein Dubby, sem fór víða í margs
konar eftirlitsstörf, ágætis maður,
prúður og kurteis.
Jú, ástandið sáum við auðvitað
líka, ekki vantaði það. Leigubíl-
stjórar óku að sjálfsögðu talsvert
með hermenn og íslenskar stúlkur,
enda ekki í okkar verkahring að
koma í veg fyrir samgang þar á
milli. Svo langt sem okkur var
fært, reyndum við þó að halda
uppi fullu velsæmi, og gengum til
dæmis eftir því að ekki væri geng-
ið of langt í nánum kynnum í bíln-
um, en það hefði iðulega gerst ef
við ekki skökkuðum leikinn."
Kjarval og Ólafur Thors
— Þú hefur ekið mörgum kunn-
um mönnum, áttir þú ekki fasta
viðskiptavini marga?
„Jú, það voru nokkrir menn, sem
vildu helst ekki fara með öðrum
en mér, og pöntuðu mig þá sér-
staklega ef ég var laus, og biðu
jafnvel þar til ég losnaði ef því var
að skipta. Einn þeirra var Jóhann-
es Kjarval, sem ég ók iðulega inn-
an bæjar og utan, beið jafnvel eft-
ir honum ef hann fór í styttri ferð-
ir út fyrir bæinn til að mála, en
sótti hann annars á ákveðnum
tíma. Hann er liklega eftirminni-
legasti og sérkennilegasti farþeg-
inn minn. Hann greiddi ekki alitaf
fyrir farið jafnóðum, en þegar
hann átti peninga, hafði selt vel
eða haldið sýningar, þá greiddi
hann alltaf upp allar sínar skuld-
ir. Maður gat því óhræddur ekið
honum af þeim sökum.
Þá gaf hann mér líka myndir
eftir sig, til dæmis þegar ég var
sextugur, þá færði hann mér
stærðar málverk, af fjalli í leys-
ingum, sem þykir nokkuð sérstakt
meðal verka hans, og hefur einu
sinni verið lánað til Svíþjóðar á
sýningu.
Fleiri? Já, ég ók til dæmis oft
með Ólaf Thors, og fleiri stjórn-
málamenn. Það var ágætt að aka
Ólafi, skemmtilegur og sagði oft
brandara á leiðinni. Já, það getur
verið að ég hafi stundum heyrt
áríðandi samtöl í bílnum, jafnvel
ríkisleyndarmál, en jafn víst er að
það fór aldrei og fer ekki lengra.
Menn gátu treyst því sem óku með
mér, þess vegna hafa þeir kannski
líka talað frjálslega þótt ég heyrði
á tal þeirra."
Á afgreiðslu BSR,
Stjórnarráðinu
og Morgunblaðinu
— En þú hættir tiltölulega
snemma að aka?
„Já, ég var orðinn leiður á þess-
um akstri, og hætti alveg að keyra
leigubíl milli 1950 og 1960. Þá fór
ég fyrst á afgreiðsluna hjá BSR,
en gerðist síðar vaktmaður í
Stjórnarráðinu. Þar var ég í ein
níu ár, þar til ég varð 71 árs, og
síðan var ég vaktmaður hjá Morg-
unblaðinu í tíu ár, og hætti þá
störfum. Ég er annars heilsu-
hraustur ennþá, og gæti sjálfsagt
ekið bíl, en ég hefi ekki endurnýj-
að skírteinið mitt í mörg ár. Þarf
ekki lengur á því að halda.“
- AH
esamSwinq
BÍLKRANINN SEM EINN MAÐUR
TEKUR AF Á 15 MÍNÚTUM
* Ótakmarkaður snúnincp-
* Fljótvirkur aftökutaúnaður
* Hannaður fyrir: vörubifreiðar
traktora
sl<ip
* Afkastageta 5-7 t.m.
* Vökvaframlenging að 6A m.
* Þyngd 1280-1330 kg.
L YFTITÆKI
AUSTURSTRETI 9, REVK3A.VÍK. SÍMI 15920
í
S
L
E
N
S
K
R
E
Y
N
S
L
A
á kílómetragjaldi, i
Flugmenn okkareru flestum hnútum kunnugirá flugvöllum
nágrannalandanna.
*UR
KAUPMANNAHOFN
HAMBORG
Margra ára reynslai farþegaflugi og vöruflutningum.
LEIGUFLUG £f>
Sverrir þóroddsson /
Öf lugar og f ullkomnar f lugvélar. sem geta fanð á f lesta islenska flugvelli.
auk þess að fjúga án millilendinga til flugvalla i nágrannalöndunum.
Leiguflug
Sverris Þóroddssonar
hcfur sjúkra-og
neydarflugsvakt
ollan sólarhringinn.
m28011