Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 2
82 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 Rætt viö Sigurð Ólafsson, einn af fyrstu íslenzku atvinnuflug- mönnunum, en hann var meöal stofnenda Loftleiða áriö 1944 SIGURÐUR Ólafsson er einn frumherjanna í íslenzkri flugsögu og var meðal þeirra fyrstu, sem lauk atvinnuflugmannsprófi. Er rætt hefur verið um þá, sem vörðuðu veginn á bernsku- skeiði flugsins hefur nafn Sigurðar ekki verið nefnt eins oft og hinna upphafsmannanna hin síðari ár. Skýringin er sjálfsagt sú, að leiðir Sigurðar og flugsins skildu fyrir 20 árum. Hans þáttur í þessari miklu byltingarsögu samgöngu- mála á íslandi er þó verulegur. Sigurður er maður hægur og slær ekki um sig með stórum lýsingarorðum. Honum er heldur ekki um það gefíð að ræða mál, sem gætu verið viðkvæm einhvers staðar. Sigurður ( búningi flugmanna Flugfélagsins í landganginum vid Sky- maatar-vélina Gullfaxa. Vinningur 1 happdrættinu gerði flugnámið mögulegt Viðtal: ÁgústIngi Jónsson Myndir: Óiafur K. Magnússon og fleiri Hann byrjaði sinn starfsferil sem afgreiðslumaður í veiðar- færaverzlun, en kynntist síðan svifflugi sem ungur maður. Það kveikti áhugann svo ekki varð aftur snúið. Flugnám varð ekki stundað hérlendis á þessum árum og því lá leiðin til Kanada. Við heimkomuna stofnaði Sigurður Loftleiðir ásamt fleirum og starf- aði hjá því fyrirtæki og Flugfé- lagi Islands til ársins 1962. Síð- ustu árin rak hann einnig eigin flugvél. Sú vél var hálfgerður galla- gripur og fór að lokum með fjár- hag Sigurðar. Hann seldi hlut sinn í Loftleiðum árið 1959 og flugvél sína árið 1962. Síðan hef- ur hann hvorki komið nálægt því að fljúga sjálfur, né hefur hann starfað að flugmálum á annan hátt. 67 ára gamall er hann sátt- ur við tiiveruna og tekur lífinu með ró að heimili sínu í fjölbýl- ishúsi við Hamrahlíð. SAFNAÐI LEIKARA- MYNDUM OG VANN t>ANNIG FYRIR FYRSTU FLUGFERÐINNI Sigurður er fæddur á Skóla- vörðuholtinu árið 1914, sonur Ólafs Guðmundssonar, verka- manns, og konu hans, Guðrúnar Sigurðardóttur. Hann gekk í barna- og gagnfræðaskóla, svonefndan Ingimarsskóla, og sat á skólabekk í þremur merkum skólahúsum; Stýrimannaskólan- um við Öldugötu, Menntaskóla- húsinu við Lækjargötu og gamla Kennaraskóianum við Laufásveg. Er skólagöngu lauk gerðist hann afgreiðslumaður í veiðarfæra- verzluninni Verðandi og starfaði þar til 26 ára aldurs, að hann hélt til flugnáms í Kanada. Áhuginn fyrir fluginu kviknaði snemma og þar sem sá þáttur lífshlaups Sig- urðar er tilefni heimsóknar okkar er ekki ástæða til að dvelja lengi við önnur mál. „Eg veit nú ekki hvað kveikti neistann, en sem strákur fylgdist ég grannt með Súlunni og þeim Flugfélagsmönnum og síðan hol- lenzkum veðurathugunar- mönnum, sem höfðu aðstöðu í Vatnsmýrinni. Fimmtán ára gamall fór ég í mína fyrstu flug- ferð. Þannig var, að umboðsmenn vindlingafyrirtækisins Teofan ákváðu að veita þeim verðlaun, sem safnað gætu 500 leikara- myndum úr Teofan-sígarettu- pökkum. Ég lagði mikið á mig til að safna öllum þessum mynda- fjölda og það tókst með dyggi- legri hjálp Ólafs Bjarnasonar vinar míns. Verðlaunin voru hringflug með Súlunni yfir Reykjavík, 15 mínútna flug minn- ir mig. Að komast í flugferð var ævintýri og því talsvert á sig leggjandi fyrir ungan strák til að komast í loftið. Upp úr þessu fór ég velta því alvarlega fyrir mér að gerast flugmaður. Þetta var fjarlægur draumur, sem kostaði mikla pen- inga. Ég sá ekki fram á, að ég gæti aurað saman fyrir flugnámi og ekki var um það að ræða að fara í vasa foreldranna, þó svo að þau hjáipuðu mér reyndar eftir að ég var kominn til Kanada. 22ja ára gamall fór ég í svif- flugið og byrjaði með Agnari Kofoed-Hansen og fleiri strákum í Vatnsmýrinni. Bræðurnir Geir og Indriði Baldurssynir voru miklir drifkraftar í sviffluginu og smíðuðu sér eigin renniflugu. Við hinir smíðuðum okkur síðan aðra slíka. Þessum flugum var skotið á loft með teygjum og komust nokkra metra upp í loftið þegar bezt lét. Það var mikið fjör í kringum svifflugið á þessum ár- um og ég gæti trúað, að við höf- um verið um 20 strákar, sem lék- um okkur að því að fljúga þarna í Vatnsmýrinni. 1938 komu Þjóð- verjarnir og þá fiuttist svifflugið upp á Sandskeið. Það ár fékk ég að fljúga með Þjóðverjunum á Klemm-vél, en hafði áður farið í loftið með Kjartani Guðbrandssyni, sem átti Blue-Bird-flugvél með Birni Pálssyni. Kjartan hafði aðeins sóló-próf og mátti því ekki taka farþega. Við svindluðum á þessu og ég fékk að taka í stýrið í flug- ferðinni með Kjartani. Ég var nú farinn að leita af alvöru að möguleikum á flug- námi. Fyrst ætlaði ég í Spartan- skólann í Bandaríkjunum, en fékk ekki gjaldeyri til fararinnar. Þá munaði litlu að ég færi í norskan skóla, en þar átti ég að fá starf að námi loknu. Sennilega var það mín heppni að ekki varð af Noregsferðinni því þá hefði ég trúlega lokazt inni í stríðinu. Það má því segja, að haftastefnan hafi forðað mér frá stríðsátökum. HAPPDRÆTTIS- VINNINGURINN GERÐI FLUGNÁMIÐ MÖGULEGT Á þessum kreppuárum var pen- ingaíeysið hinn mikli þröskuldur, sem lengi vel virtist óyfirstígan- legur fyrir ungan aimúgamann með ólæknandi flugbakteríu. Það sem gerði námið að möguleika var stærsti vinningurinn í Happ- drætti Háskóla íslands sem ég fékk að hluta árið 1938. Ég átti kvartmiða og fékk 3.750 krónur af 15 þúsund króna vinningi og draumurinn um að verða flug- maður fór að verða raunveru- legri. Þetta voru miklir peningar, en fyrir afgreiðslustörfin í Verð- andi fékk ég þá 250 krónur á mánuði að mig minnir. Pen- ingana setti ég í sjóð og hélt utan um þá og launin mín eins og framast var kostur. Við Kristinn Olsen ákváðum í sameiningu að fara á flugskóla Konna Johannessonar í Winnipeg í Kanada. Þetta var hálfgert basl hjá okkur Kristni, en Guðbrand- ur Magnússon í Áfenginu greiddi götu okkar. Á þessum árum var allt takmarkað, en Guðbrandur beitti áhrifum sínum bak við tjöldin og ræddi við rétta menn í nefndum og ráðum. Guðbrandur var mikill áhugamaður um flugmál. Hann hafði hjálpað okkur mikið í sviffluginu og skildi vel hvert gagn þessari þjóð yrði af fluginu. Guðbrandur var faðir Kjartans, sem ég hafði flog- ið með. Ég átti ekki nóg fyrir flugnám- inu, en skrapaði það sem upp á vantaði hjá ættingjum og vinum. Ég held, að það hefði ekki haft mikla þýðingu fyrir mig að fara í banka. Ég hefði ekki haft mikið upp úr því. Við vorum fjórir, sem fórum út saman, ég, Kristinn Olsen, Kjart- an Guðbrandsson og Jóhannes Snorrason, sem kom frá Akur- eyri, en allir vorum við svif- flugmenn. Það stóð til, að við færum með Goðafossi, en áætlun- in breyttist og við fórum með Eddunni, sem Eimskipafélagið Isafold átti. Gunnar Guðjónsson, skipamiðlari, útvegaði okkur far með skipinu til New York, en það- an fórum við með Greyhound- rútu upp til Winnipeg. Þar með var ævintýrið hafið! Við komum út í júní 1941 og lukum námi í flugskóianum undir vor 1942. Ökkur var ákaflega vel tekið af íslendingum í Winnipeg. Það var eins og fólkið ætti í okkur hvert bein og það bar okkur á höndum sér. Aðalkennari okkar í skóla Konna Johannessonar var Jimmy Syme, en skólinn var með 5—6 kennsluvélar. Námið var jöfnum höndum bóklegt og verklegt. Reynsla okkar úr sviffluginu kom nú í góðar þarfir og við fórum sóló eftir aðeins 3 '/2 tíma. Kjart- an hafði mesta reynslu því hann hafði flogið mikið heima, en hann heltist því miður fljótt úr lestinni vegna veikinda. VÉLIN LENTI SJÁLF OG I>AÐ VAR EKKI MJÚK LENDING Ég man ekki eftir neinu sér- stöku frásagnarverðu úr flug- náminu. Það var þá helzt eitt sinn er ég var kominn svolítið fram í námið, að litlu munaði að Sigurður og Gunnar Björgvínsson koma úr síldarlait á hinni tékknesku Aero-vél Siguröar. Siguröur Gunnar var flugvirki hjá Sigurði um tíma, en starfar nú í Luxemborg. Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.