Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 17
96 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 97 Rætt við Magnús Guðmundsson flugstjóra „I»etta hófst allt saman á Akureyri áriö 1934. Eins og gjarnt var um unga menn á þessum tíma voru flestir ginnkeyptir fyrir öllum tækninýjungum. Mikill áhugi var fyrir bílum á þeim tímum en flugvélar voru lítt þekktar. Þegar Svifflugfélag Akureyrar var stofnaö og eignaðist renniflugu, fékk ég áhuga á aö læra svifflug og gekk því í félagið. Þetta var skemmtilegur tími, og margs aö minnast. Eg er ættaður frá ísafirði og hafði fariö til Akureyrar til þess að nema rafvirkjun á þessum árum og einmitt þar fékk ég kveikjuna að þeim áhuga á flugi sem hefur enst fram á daginn í dag.“ Viðmælandi minn er Magnús Guðmundsson flugstjóri um langt árabil, nú starfsmaöur á skrif- stofu flugmálastjóra og handhafi flug- skírteinis númer níu. Það kom í Ijós þegar spjallað var við Magnús að hann hafði frá mörgu að segja. Hann var meðal annars stofnandi fyrsta flug- skóla á Islandi, lenti í hinu sögufræga Geysisslysi á Vatnajökli og ýmislegt fleira hafði á daga hans drifið. ' ItiÉlf -'ní^fPlÍ(' ^ X Smíhlutir draittuit um altt. Botninn var illa t»ttur é balgnum. Magnúa Guömundaaon flugatjóri I atjórnklefanum é Da Havllland Rapld-vélinni, aam hann fiaug lyrir Flugfélag falanda é milli Raykjavíkur og Akurayrar é érunum WU—46. Fauk út af bílpalli — Við vorum um fimmtán manna hópur sem stundaði svif- flug og lærðum það á þessum tíma. Aðstæður voru allar eins frumstæðar og hugsast getur. Renniflugan eins og hún var köll- uð, en ekki svifflugan, var skírð Valur. Hún var smíðuð á Akur- eyri. Þar lögðu ýmsir góðir menn hönd á plóginn. Einn þeirra var Kristján Aðalsteinsson húsgagna- smiður sem lagði meðal annars til verkstæði sitt undir smíðina. Rennifluguna þurfti að setja saman í hvert skipti áður en farið var með hana út á Melgerðismela en þar stunduðum við flugið. Við fórum með fluguna aftan á vöru- bílspalli og oft gekk feðalagið út á melana brösuglega. Ef einhver vindur var að ráði þá vildi flugan oftast fjúka niður af bílpallinum. Nú, á sjálfum melunum þurft- um við að draga rennifluguna á loft með spili og var það ærin fyrirhöfn. Eftir hverja flugæfingu var renniflugan svo tekin í sundur aftur. Þegar maður hugsar til baka þá sér maður að þetta var oftast vinna og fyrirhöfn en minni árangur. Á þeim tíma var þetta I engu að síður ánægjulegt fyrir unga menn. I útsýnisflug — Fyrsta flugið mitt í vélflugu er mér minnisstætt. Á þessum ár- um kom núverandi flugmálastjóri Agnar Kofoed-Hansen með vél- flugu til Akureyrar. Þetta var sjó- flugvél og tók hún þrjá farþega auk flugmannsins. Agnar seldi miða í útsýnisflug með vélinni og ég var fljótur að ná mér í miða. Það var mér alltaf eftirminnilegt að fara í þessa fyrstu alvöru flug- ferð. Ekki minnkaði áhugi minn á fluginu við þetta. Eg bauð óbeðinn svo fram að- stoð mína við að stússast í kring- um sjóflugvélina. Það þurfti að draga hana upp úr sjónum með spili og ýmislegt fleira þurfti að gera. Þetta varð til þess að mér tókst að komast í einar fjórar ferðir til viðbótar með flugvélinni, mér að kostnaðarlausu og það þótti gott í þá daga. Til Kanada — Ég lauk rafvirkjanáminu á Akureyri árið 1938. Þá fór ég aftur . X- W' ’v- ' 1 v K* •■* Bandaríska björgunarftugvétin é jðkHnum. til ísafjarðar og starfaði þar. Á Akureyri eignaðist ég marga góða vini. Einn þeirra var Jóhannes Snorrason flugstjóri sem er öllum góðkunnur. Jóhannes fór út til Kanada ásamt fjórum öðrum til þess að læra flug árið 1941. Hann skrifaði mér mörg bréf og eggjaði mig til þess að fara utan til að læra flug- ið. Ekki vantaði mig áhugann en fjárráðin voru af skornum skammti hjá ungum mönnum í þá daga. Það var stórmál að öngla saman peningum til þess að geta farið utan til að læra flug. En með hjálp góðra manna tókst mér að safna nægilega miklum peningum til fararinnar. Ég man alltaf eftir því að amma mín átti lítið hús á þessum árum og gekk hún meðal annars í ábyrgð fyrir mig með því að láta veð í húsi sínu. Utan hélt ég svo með Dettifossi í endaðan apríl árið 1942. Þetta var mín fyrsta ferð til útlanda og því var ég fullur eftirvæntingar. Það var Vestur-íslendingur sem rak flugskólann og var hann okkur mjög innan handar við námið, svo og þáverandi konsúll íslands í Kanada, Grettir L. Jóhannsson. En þetta fór nú svolítið öðruvísi en ég hafði gert ráð fyrir. Flug- málastjórnin í Kanada vildi ekki þegar á reyndi gefa út flugskírt- eini fyrir okkur Islendingana sem stunduðum nám við skólann. Hún bar það fyrir sig að á stríðstímum gæfi hún ekki út flugskírteini fyrir venjulega borgara. Og við það sat. — Ég réði mig því til starfa ásamt Alfreð Elíassyni og Kristni Olsen hjá kanadísku flugfélagi, sem hafði það verkefni með hönd- um að þjálfa siglingafræðinga og sprengjukastara fyrir herinn. I heilt ár flugum við fyrir þessa að- ila og fengum góða reynslu út úr því starfi. — En síðan skeður það að Vil- hjálmur Þór, þáverandi utanríkis- ráðherra, tekur í taumana og sendir Gretti konsúl gagngert til Ottawa til þess að bjarga okkar málum við. Vilhjálmur hafði skrifað kan- adískum yfirvöldum og skýrt frá því að íslenska ríkið hefði fulla þörf á því að fá okkur til starfa og því yrði að veita okkur flugskírt- eini og málum okkar var því bjargað í höfn. Því var það að ég afréð að fara heim til Islands í október árið 1943. Upp á von og óvon um at- vinnu. I marzmánuði 1944 réði ég mig síðan til starfa hjá Flugfélagi Islands. Mitt fyrsta verkefni þar var að fljúga á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fyrsta flugvélin sem ég flaug í þessu flugi var De Havilland. Það var góður grund; völlur fyrir flugi á þessum árum. í það minnsta vantaði ekki farþeg- ana. En það voru ýmsir annmark- ar. Herinn fylgdist mjög vel með okkur. Og til dæmis mátti ekki fara yfir Hvalfjörðinn. Á þessum tíma voru aðeins þrír flugvellir á landinu og allt flug á frumstigi. Talstöðvasamband var fábrotið. Nú, þetta var allt sjónflug á þess- um dögum, og það má segja að það sé frekar óeðlilegt flug. Rjóminn lak niður — Nú, það er ýmislegt sem kem- ur upp í hugann þegar hugsað er um þetta flug. Ég minnist þess að í eitt skipti var ég að fara frá Ak- ureyri til Reykjavíkur og að þessu sinni ekki með farþega, heldur fulla vél af mjólkurbrúsum sem Framhlutinn •undurtattur. Ljótt nrumat Htaat. Qtuggaö (gðmul bMð Ljósmyndir þær sem hér birtast af Geysisslysinu hafa ekki birst áöur. Þær voru teknar af áhöfninni sem fann myndavél í flakinu og notaði hana á meöan beðið var björgunar. Myndirnar eru úr einkasafni Magnúsar Guðmundssonar flugstjóra sem gaf góöfúslegt leyfi til þess aö þær yrðu birtar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.