Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
89
setti það síðan saman. En ekki
leið á löngu þar til vélin fór að
hiksta á nýjan leik, ennþá var bil-
un í eldsneytiskerfinu. Nú þurfti
að opna blöndunginn og hreinsa
stífluna. Ekki áttaði ég mig á því
hvað gangtruflununum olli, því
ekki var óhreinindi að sjá.
Ég sá ekki lengur til félaga
míns og taldi að hann hefði ekið
hindrunarlaust áfram. Gangtrufl-
anir gerðu reglulega vart við sig
hjá mér og ávallt varð ég að
hreinsa blöndunginn og fór ekki
að lítast á blikuna, því útilokað
virtist að ég næði í tíma til Borg-
arness. Farþegar voru rólegir, en
voru farnir að spyrja hvort við
myndum ná skipinu. Á Blönduósi
kom í ljós, að félagi minn,
Sveinbjörn Lárusson, hafði átt í
sömu erfiðleikum.
Eftir stutt stopp á Blönduósi
var ferðinni haldið áfram, en ég
hafði ekki lengi ekið þegar
gangtruflanir gerðu vart við sig á
nýjan leik. Þá var að stökkva úr
bílnum, skrúfa blöndunginn í
sundur, blása og setja síðan sam-
an og halda áfram þar til bíllinn
stöðvaðist á ný.
Svona gekk þetta vestur í
Hrútafjörð og ég var orðinn úr-
kula vonar um að ná skipinu. En í
Hrútafirði kvað við mikil spreng-
ing og eins og hendi væri veifað,
fékk bíllinn fulla orku. Og hana
nýtti ég til hins ýtrasta, því veik
von vaknaði um að þrátt fyrir allt
tækist að ná í tæka tíð til Borg-
arness.
Ég ók sem ég mátti suður
Holtavörðuheiði og niður Norður-
árdal. Tvísýnt var um, að við næð-
um skipinu, en ef það tækist ekki,
þá fulivissaði ég farþega mína um
að ég myndi aka þeim til Reykja-
víkur með næturstoppi í Borgar-
nesi.
Eftir því sem á ferðina leið
glæddust vonir okkar og ákveðið
var að stoppa hvergi, en venjan
var að stoppa við Hreðavatn.
Einn farþega minna, Bjarni í
Ásgarði, þurfti að yfirgefa bílinn í
Borgarfirðinum. Hann hafði skjót
handbrögð, greiddi fargjaldið,
hafði töskuna tilbúna og stökk út
og áfram var ferðinni haldið. Ég
vissi að skipið myndi bíða svo
lengi sem kostur væri og hélt
áfram.
Þegar til Borgarness kom var
Laxfoss enn við bryggju. Skammt
frá Brákarey var bíll Sveinbjarn-
ar mannlaus. Hann hafði ekki
komist lengra, en farþegarnir
voru á leið út í skip með hafurtask
sitt. Við skipshlið var ys og þys.
Menn flýttu sér að komast um
borð svo skipið gæti lagt frá
bryggju hið fyrsta, því síðustu
forvöð voru að ná út áður en fjar-
aði. Það tókst, en ekki mátti
miklu muna.
„Hefur þú engar skrúfur af-
gangs?" spurði Sveinbjörn þegar
mesta annríkið var afstaðið.
Hann hafði rifið blöndunginn sex
eða sjö sinnum í sundur og hélt á
afgangsskrúfum í hendi sér. Ég
sagðist ekki hafa neitt afgangs en
hins vegar væru anzi margar
skrúfur lausar.
Þegar málið var athugað nánar,
kom í ljós að benzíntankarnir
voru fullir af hárum, rottuhárum.
Benzíninu, sem við höfðum fengið
í Bakkaseli hafði verið hellt í
gamla brúsa, en í þeim höfðu ver-
ið rottur. Þær höfðu leyzt upp og
blandast benzíninu. Svo fíngerð
voru hárin, að þau höfðu farið í
gegn um síurnar og í ventlana."
— Var samvinnu vid Steindór
hætt eftir að beinar ferðir hófust?
„Já, — bæði BSA og Steindór
hófu beinar ferðir milli Reykja-
víkur og Akureyrar. Hörð sam-
keppni var um farþega og hljóm-
uðu auglýsingar þá iðulega í út-
varpi. Stöðvarnar kappkostuðu að
auglýsa gæði bílanna og hæfni
bílstjóra. Farþegar voru sóttir
heim til sín að morgni og eins var
fólk tekið upp á leiðinni. Iðulega,
þegar bíll keppinautarins var á
ferð sama dag, var tómur bíll
sendur á undan til að taka upp
fólk á leiðinni en hinn síðari var
SJÁ NÆSTU SÍÐU
VORAR
ÞAÐ
Mjög stórt v-þýzkt hjólhýsi á 2 öxlum. Svefnpláss ffyrir 6.
Allur hugsanlegur búnaóur. Upplagt fyrir starfsmanna-
fólög.
Traustir tjaldvagnar á mjög góöum undirvagni meö 13
dekkjum. Eldhús. Svefnpláss fyrir 6/7 manns.
Þessi v-þýzku KNAUS-hus komu i stnröum
121/2—131/2 og 151/2 fet, vönduó og vel búin.
Óinnróttaó álhús fyrir
bfla.
japanska og ameríska pall
Gísli Jónsson & Co. HF.
Sundaborg 41. Sími 86644.
Amerísk gróóurhús bsaói upp aö vegg og frístandar
Húsin eru úr bronsuöu áli, plasti og gleri.
Timburgaröhús í 2 stœröum:
240x360 sm á 9.800.
360x400 sm á 16.600.
Fullinnróttaó bflhús. Svefnpláss fyrir 4. Fullkomiö eld-
hús, klósett. Koma basöi fyrir ameríska og japanska pall-
bfla.
Fullinnróttaö íbúóarhús á basöi japanska og ameríska
pallbíla. Húsin eru lág á keyrslu, en vel mannhæö í notk-
un.
Fólksbílakerrur maö Ijósum, varadakki, en án krossviös.
Einnig fyrirliggjandi notaöar harjeppakerrur.
Eigum 1 hús, aem passar á Ford Transit. Húsiö er ffull-
búiö meö hita, íaakáp, wc., o.fl. Svefnpláss fyrir 4 full-
oröna.