Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
85
Loftleiðir voru þá farnar að
fljúga óreglubundið til Kaup-
mannahafnar og Stokkhólms og
fóru síðan í leiguflug til Venezú-
ela um tíma.
Loftleiðir fengu Skymasterinn
um sumarið og fór vélin i sína
fyrstu ferð á þjóðhátíðardaginn
1947. Hjá Flugfélaginu fór ég
fyrst í innanlandsflugið. Þá höfðu
flugmálayfirvöld komið upp rad-
íóvitum og blindflug var orðið
mögulegt og um þetta leyti var
tekið upp leiðakerfi eins og nú
tíðkast. Er Gullfaxi kom 1948 fór
ég í millilandaflugið með öðrum,
en þá voru flugmenn hjá Flugfé-
laginu auk mín þeir Jóhannes
Snorrason, Anton Axelsson,
Hörður Sigurjónsson, Gunnar
Fredriksen og fleiri.
Hjá Flugfélagi íslands var ég
til ársins 1954. Þá fór ég aftur
yfir til Loftleiða og flaug mest til
Bandaríkjanna, en einnig til Evr-
ópu. Um þetta leyti keypti ég
tékkneska flugvél, sem ég notaði
við síldarleit og einnig lítils hátt-
ar flugkennslu og leiguflug. Er ég
var að ferja vélina heim frá
Tékkóslóvakíu varð ég að nauð-
lenda í Bretlandi. Ég var á leið
frá Kaupmannahöfn til Prestvík-
ur og var kominn inn yfir brezku
ströndina er vinstri hreyfillinn
stöðvaðist í skýjum í 8500 feta
hæð. Skömmu síðar stöðvaðist
hægri hreyfillinn, en eftir að ég
hafði skipt yfir á aðaltank vélar-
innar tókst mér að koma hreyfl-
unum í gang aftur.
NAUÐLENTI MEÐ
GIRÐINGU í
EFTIRDRAGI
Ég sá glufur í skýjum og lækk-
aði flugið áður en ég setti stefn-
una aftur á Prestvík. Skömmu
síðar flaug ég inn í dimmt él og
aftur drapst á vinstri hreyflinum.
Úr því sem komið var, var ekki
um margt að ræða og ég fór að
svipast um eftir lendingarstað.
Ég ætlaði að lenda í Carlisle upp
undir landamærum Englands og
Skotlands, en völlurinn þar var
lokaður auk þess sem ég þorði
ekki yfir flóann við völlinn á ein-
um hreyfli og hinum hóstandi.
Fljótlega fann ég grasflöt, sem
ég ákvað að lenda á. Sá galli var
þó á, að nokkrar rollur voru á
túninu, en þær sá ég ekki fyrr en
ég var rétt kominn að því að
lenda. Ég gaf í og ætlaði að lenda
á næsta túni, en hjólin lentu í
efsta streng mikillar girðingar,
sem var á milli túnanna. Ég dró
strenginn með mér og þurfti því
ekki mikið að bremsa með girð-
inguna í eftirdragi. Þetta fór þó
allt saman vel.
Ég lét vita af mér til Prestvik-
ur og þeir sendu mér flugvirkja.
Það var ekki mikið, sem gaf sig í
nauðlendingunni. Gert var við
Loftleiðamenn áriA 1948, aftari röð frá vinstri: Gerhard Olsen, Stefán
Snorrason, Viggó Einarsson, Dagfinnur Stefánsson, Páll Magnússon,
Halldór Beck, Olafur Bjarnason, Sveinn Þóröarson, Oliver A. Thor-
steinsen, Gíslí Sigurjónsson og Sigurður Ólafsson. Neóri röó: Dagur
Óskarsson, Alfreó Olsen, Halldór Sigurjónsson, Jóhannes Markússon
og Haraldur Gíslason.
Loftleióaválin Helgafell lestar saltfisk ( Vestmannaeyjum.
Bandaríkjamaður, kapteinn
Moore. Það var mikill bægsla-
gangur i kringum hann og okkur
samdi ekki. Hann þjálfaði okkur
þremenningana á Skymaster og
síðan hina eftir að ég hætti, en
um það leyti fóru Magnús Guð-
mundsson og Smári Karlsson frá
Flugfélaginu yfir til Loftleiða.
það á staðnum og ég flaug vélinni
til Prestvíkur. Við athugun þar
kom í ljós, að í benzíninu var
mikill fíngerður salli, sem stöðv-
að hafði mótorana. í þetta skipti
held ég, að ég hafi verið hvað
hættast kominn á mínum flug-
mannsferli.
Að því kom, að ég seldi minn
hlut í Loftleiðum árið 1959 og
tékknesku vélina seldi ég árið
1962, en hún reyndist mér ekki
vel. Ég var orðinn staurblankur
og peningalega endaði þetta alls
ekki nógu vel. Það var þessi
tékkneska vél, sem fór með minn
fjárhag. Mér bauðst að vísu að
koma í kompaní með kunningja
mínum, en treysti mér ekki í
rekstur á þessum tíma.
Það hafði verið spilað hátt og
djarft á köflum, en ævintýrið
skilaði mér niður á jörðina
óskrámuðum. Ég fór að afgreiða í
byggingarvöruverzlun og var við
það starf um tíma eða þar til ég
veiktist og varð að hætta. í seinni
tíð fylgist ég vart með því, sem er
að gerast í flugmálunum, en þeg-
ar ég lít til baka þá finnst mér
það stórkostlegt hversu mjög
tækninni hefur fleygt fram á öll-
um sviðum og þá kannski sér-
staklega í fluginu. Ég get ekki
annað en dáðst að mönnum eins
og Elíeser, Helga Jónssyni, Sverri
Þóroddssyni og fleiri dugnaðar-
mönnum í fluginu og undrast
hvernig þeir geta haldið úti svona
fínum vélum eins og þeir eiga. Ef
ég væri ungur maður í dag, þá
hugsa ég að ég færi í flugið, segir
Sigurður Ólafsson, handhafi
flugskírteinis númer 6, að lokum.
-iij
Flugskóli Konna JohannMSonar (Winnipog ( Kanada þar aom Sigurður Ólafaaon og fleirí íalenzkir flugmenn öfluðu aér flugmannaréttinda.
Geyair, aem fórat á Vatnajökli, og Hekla á Reykjavíkurflugvelli, en þessar válar voru fystu millilandaflug-
véiar Loftleióa. Myndin er tekin úr flugskýii 1 á Reykjavíkurflugvelli á aó gizka árió 1949.
Loftleióir flugu ( nokkurn tfma til Akureyrar f samkeppni við Flugfélag islands og er myndin tekin af
Helgafelli á gamla flugvellinum á Melgeröiamelum.
Flugáhugafólk
Voriö er rétti tíminn til aö hefja flugnámiö.
Góöar vélar. — Góö kennsla.
Allar nánari uppl. í síma 29970.