Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 12
92 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 Hansen hugsar ævinlega hátt til verka, en á hinn bóginn er hann vinur hins smæsta í mannlífinu, hlýr og traustur vinur. Sögur fara af íslenzkum höfðingjum í útlöndum, Grími Thomsen, Einari Benediktssyni, Jóhannesi á Hótel Borg, Hannesi Hafstein, Gísla J. Johnsen og fleiri mönnum sem báru reisn íslands í sviðsljós á erlendri grund, sigldu fyrir fullum seglum mikils persónuleika svo eftir var tekið. Þeim eiginleika býr Agnar Kofoed-Hansen yfir. Því er stundum haldið fram að Agnar Kofoed-Hansen sé dýr í útgerð, en góðir útvegsbændur kvarta ekki yfir netaútlátum þegar um aflamenn er að ræða og það er engin spurning að Agnar Kofoed-Hansen hefur verið fengsæll með fádæmum og skips- stjórn hans og þekking til þeirra verka sem hann hefur sinnt fyrir ísland og Islendinga hefur margborgað sig, sér í lagi fyrir framgang íslenzkra flugmála. stórmennskubrjálæði, bæði fyrir mig og Islands hönd, og ég var staðráðinn í að við skyldum fara fram úr Þjóðverjum á þessu sviði miðað við mannfjölda. Og þa tókst. Fyrst vorum við 30 í svi fluginu, síðan 50 og á öðru ár 1938, vorum við orðnir 100. Stutt eftir stofnun Svifflugfélagsins þar sem æskan setti mestan svip á, beitti ég mér fyrir stofnun Flug- málafélags íslands, með frammá- mönnum úr flestum greinum þjóð- lífsins. Það var árið 1936 sem við buðum Vilhjálmi Stefánssyni á fyrsta almenna fundinn í félaginu til þess að ræða Norðurleiðina, hún átti að koma okkur í samband við umheiminn. Við héldum flugmálakvöld á þessum tíma í út- varpinu þar sem málin voru rædd. Flugmarsar og fluglög voru leikin inn á milli. Þar fjallaði Guðmund- ur Hlíðdal til dæmis um póstflug, dr. Gunnlaugur Claessen ræddi um sjúkraflug, Alexander var að sjálfsögðu í umræðunni um flugið, Arni Friðriksson um síldarleit, Jón Eyþórsson flutti erindi um veður og áhrif þess á flugið og Haraldur Guðmundsson ráðherra, flugmálaráðherra, flutti ávarp, svo eitthvað sé nefnt. Óli Thors sagði þá að það væri ekki ofsögum sagt hve Haraldur Guðmundsson væri „forfengelig" að kalla sig flugmálaráðherra og á Islandi væri ekki einu sinni til bréfskutla, en sannleikurinn var nú sá að það var ég sem bar ábyrgð á því að ráðherrann var kynntur með þess- um titli, það þýddi ekkert annað en að byrja að hamra járnið þótt ekki væri það orðið glóandi. í þessari baráttu lagði ég megin- áherzluna á það að ná annars veg- ar til æskunnar í þessari uppbygg- ingu flugsins og hins vegar til at- hafnamanna. Þetta varð til þess að við fengum breiðan grunn og traustan á vettvangi flugmála og það byrjaði ótrúlega fljótt að skila sér og er ennþá að bera ávöxt. Menn sýndu mikinn áhuga í starfinu og lögðu á sig tímafrekt starf til þess að ná árangri. Sitt- hvað var gert og meðal annars sinntu félagar úr Svifflugfélaginu vöktum í sambandi við loftvarnir í Reykjavík á stríðsárunum. Þá voru 6 menn úr Svifflugfélaginu sífellt á vakt í Landakotsturninum og þeir voru alltaf á undan Bret- unum að gefa loftvarnamerki þeg- ar þýzku vélarnar komu. Þarna voru íslendingar á vakt nótt og dag öll stríðsárin, strákarnir þekktu öll flugvélahljóð og menn settu sig inn í veðurfræði. Ég stundaði um tíma nám í veður- fræði í Danmörku og á Veðurstofu Islands, var i læri hjá Jóni Ey- þórssyni, og við bárum saman bækur okkar sem vorum í fluginu. Svifflugið var þannig upphafið og fyrstu íslenzku vélarnar voru svifflugvélar. 1938 fékk ég svif- flugleiðangur frá Þýzkalandi, en það reyndist ekki hentugt fyrir mig síðar þegar Bretinn kom til landsins, því þeir töldu mig vera í beinu sambandi við Þjóðverja, maður sem hafði verið gestur Himmlers, þetta var pínlegt, en þýddi ekkert að láta það á sig fá. Þeim þótti til dæmis grunsamlegt hvað Islendingarnir voru alltaf á undan með loftvarnamerkin, en við kynntum okkur hins vegar veðurspár og fundum út samheng- ið á milli veðurs og þeirra daga „Það var slík éat við fyratu aýn aö konunni minni loizt ekkert é upptaktinn þegar ég sagöi henni aö ég v»ri nú oröinn svo éatfanginn í Frakklandi aö til vandræða horföi. Henni leizt ekkert é blikuna, karlinn oröinn kolvitlaus, en máliö akýröist fljótt,** sagöi Agnar um fyratu kynni sín af liatflugvélinni sem Ragnar Axelsson, Ijósmyndari Morgunblaösins, flaug meö honum é hvolfi yfir Sundin blé. Vélin er frönsk af geröinni Cap 10 og með einkennisstöfunum TF-UFO. Agnar Kofoed-Hansen é hvolfi yfir Reykjavík í listflugvélinni TF-UFO í síöustu viku, en Agnar bregöur sér oft é loft í þeirri frönsku og gerir ýmsar kúnstir. Ragnar Axelsson, Ijósmyndari Morgunblaösins, tók myndina, aö sjélfsögöu einnig é hvolfi viö hliö Agnars. „Flugið á íslandi byggðist á æskunni og athafnamönnum“ Rætt við Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóra, einn af brautryöjendum í flugi á íslandi Brautryðjandi í íslcnzkum flugmálum og nýtur virðingar forráðamanna í flugi í öllum heimsálfum, fjalígöngumaður og handhafí flugskírteinis númer 3 á íslandi, sérstæður og stórbrotinn persónuleiki, síungur í starfí og anda og ryður málum farveg þar sem aðrir sjá ekki möguleika. Hver, nema Agnar Kofoed-Hansen fíugmálastjóri. Hann er einn af þess- um sjaldgæfu mönnum í lífi hverrar þjóðar, maður sem gnæf- ir yfír, en er samt hvarvetna meðal jafningja. IJti í hinum stóra heimi hafa ótrúlegustu dyr á æðstu stööum opnazt fyrir þcssum hugdjarfa íslendingi sem fór um með reisn víðsýn- innar frá fámennri þjóð í fjarlægu landi. Agnar Kofoed- Hansen er löngu orðinn þjóðsaga í lifanda lífi og í hefð- bundnu hægfara kerfi samfélagsins er óhætt að segja að hann hafí komizt upp með meira en fíestir vegna þeirra persónutöfra sem hann býr yfír, þótt hann vildi ugglaust sjálfur hafa komið miklu fíeira til leiðar, því Agnar Kofoed- Grein: Árni Johnsen Myndir: Ragnar Axelsson Stílsnillingurinn Jóhannes Helgi hefur þegar ritað tvær bæk- ur um minningar Agnars, Á bratt- ann og Lögreglustjóri á stríðsár- unum. I þessum ágætu bókum fara þeir í hvert flugið á fætur öðru, sögumaðurinn og rithöfundurinn, og með skemmtilegu ívafi feta þeir stigu þrautseigju og þrek- Agnar Kofoed-Hansen er fyrsti íslendingurinn sem hlaut alþjóð- leg flugstjóraréttindi, hann varð flugliðsforingi frá liðsforingja- skóla danska sjóhersins og hann hefur víða komið við á fjölskrúð- ugum ferli sínum. Meðal annars er hann heiðursfélagi flugvísindafé- lags Indlands og fyrstur Islend- inga kleif hann Mont Blanc í Ölp- unum og Kilimanjaró í Afríku. Þannig mætti lengi halda áfram. Við víkjum að upphafi íslenzkra flugmála og ræðum við Agnar um vordaga flugsins, fyrstu sporin við takmarkaðan skilning þeirra sem hefðu getað lagt lið. „Upphafið er á margan hátt skemmtilegasta tímabilið," sagði Agnar, „þegar við vorum að byrja í þessu, þegar Indriði og Geir Baldvinssynir voru búnir að smíða rennifluguna eftir ófullkominni teikningu í Popular Mechanic. Þetta var árin 1935 til 1936 og við byrjuðum að fljúga renniflugunni skömmu eftir áramótin 1936—37. Það var 31. janúar sem við flugum henni fyrst. Tegundin var North- rop Glider og það var farið í 6 flug yfir Vatnsmýrinni. Jú, ég hafði flogið áður, fyrst sem nemandi ár- ið 1934. Þetta hélt síðan áfram, stig af stigi og þann 15. júní 1937 vorum við búnir að fullsmíða okkar eigin vél. Ég hafði fengið efni í hana frá þýzka Flugmálafé- laginu. Von Gronau, sem var mik- ill Islandsvinur, var forseti Flugmálafélagsins og ég fór til hans í september 1936. Vagga svifflugsins stóð þá í Þýzkalandi, en við höfðum ekkert í höndunum. Það er erfitt að byrja á núlli, en það er ennþá erfiðara að byrja á mínus-tölu og það var í rauninni búið að syngja yfir íslenzkum flugmálum af hálfu íslenzkra stjórnvalda, því Alþingi var bein- línis fjandsamlegt og reynt var að gera Alexander Stefánsson að við- undri fyrir það að hafa trú á flugi á íslandi. Þeir, sem áttu peninga á Islandi og réðu þeim, höfðu ekki trú á þessu og það varð því að byrja frá grunni eins og Þjóðverj- arnir, ákveðið og markvisst. Ég hef alltaf haft í mér skammt af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.