Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 7

Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 7
V-^-- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 87 hvað var stoppað. Á kvöldin þurfti svo að tappa af honum vatninu og setja aftur á hann að morgni. Bíllinn kostaði tæpar 300 kr. nýr, sem var mikið fé í þá daga, en það hafðist allt því að ég var tal- inn skilvís og hafði lánstraust. Bílinn notaði ég fyrst framan af til venjulegra vöruflutninga, eða til ársins 1921, en þá lét ég byggja yfir hann, gera úr honum kassabíl eins og það var kallað. Ég held ég fari rétt með það, að ég hafi verið fyrsti prívatmaðurinn á Islandi, sem átti svona bíl. Kristinn vagnasmiður smíðaði yfir hann fyrir mig eins og fleiri og það var nokkuð dýrt fyrirtæki en það var þannig, að fremst á pallinum var kassinn með sætum fyrir sex manns, en aftast var svo pláss fyrir ýmsan farangur. Á þessum tíma, um 1920, áttu orðið ýmsir menn bíl, einkum fólksbíla, og t.d. var Steindór byrj- aður á leigubílaakstri í Reykjavík, en meinið var, að þessir bílar voru svo burðarlitlir, gerðu ekki meira en komast leiðar sinnar með fólkið sjálft. Ég sá þvi sem var, að það var þörf á veigameiri bíl til mannflutninga, bíl, sem gæti flutt bæði fólk og farangur, og ákvað að freista gæfunnar með reglulegum fólksflutningum milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur. Áætlunin Hafnar- fjörður — Reykjavík — Ég auglýsti þrjár ferðir á dag frá Hafnarfirði, þá fyrstu klukkan níu á morgnana, aðra klukkan eitt eftir hádegi og þriðju ferðina klukkan fjögur. Ur Reykjavík fór ég svo síðast klukk- an sex um kvöldið. í Hafnarfirði var ég með aðstöðu í Kaupfélaginu en í Reykjavík á Laugavegi 33 hjá Jóni Bjarnasyni kaupmanni. Farið aðra leið kostaði eina krónu og fimmtíu og einu sinni lækkaði ég það niður í krónu þegar Steindór var að agnúast út í mig vegna lúx- usbílanna sinna, en það er nú önn- ur saga. Þegar ég byrjaði var byggðin með veginum hér á milli bæjanna ekki eins og hún er í dag. Þá var búið í Kópavogi, þar sem Kópa- vogshælið er nú, í Arnarnesi, á Hofsstöðum, í Hagakoti og í Hraunsholti. Þá var vegurinn heldur ekki merkilegur, eiginlega bara hestakerruslóð, og það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar sem hann var púkkaður upp. Þrátt fyrir það reyndi ég að halda áætlunina sem best ég gat og þegar vel viðraði gekk allt vel en í umhleypingatíð og rigningum var nú annað uppi á teningnum. Þá var vegurinn eitt forarsvað, eins og í Hraunsholtinu, við Kópa- vogsbrú og í Fossvoginum en þó alverstur við Blöndals-fjósið, þar sem nú eru Þórustaðir. Þá gat það látum. Vildi ólm komast út, sagði að bíllinn væri laus við jörðina. Sigurgeir heitinn Gíslason var með mér í þessari ferð og hann tók að sér að sansa kerlingu og það stóð heima, að þegar við komum á Oskjuhlíð fékkst hún til að setjast niður. Sigurgeir sagði mér seinna, að hann hefði furðað sig mest á því hvað konan gat blótað jafn hrædd og hún var. í þessum flutningum stóð ég einn í tíu ár, til 1931, þegar þeir bræður Karl og Þorsteinn Auð- unssynir byrjuðu með sinn bíl og skömmu seinna fóru strætisvagn- arnir að ganga. Aldrei lenti ég í verulegum erfiðleikum enda alltaf farið varlega og ekki teflt í neina tvísýnu, en þó má nefna eitt, sem var dálítið að ónáða mig fyrstu árin, en það var, að lögreglan var tekið þrjá eða fjóra tíma að kom- ast á milli ef ég sat þá ekki bara alveg fastur. Á veturna, þegar mikla snjóa gerði, varð auðvitað ekkert kom- ist, kannski í viku eða halfan mán- uð, og þó að 30 manna flokkur væri sendur af stað til að moka þá skefldi bara í slóðina þeirra jafn- hraðan. Þá voru ekki vélarnar við moksturinn, bara handaflið. Svo var líka það, að gömlu bílarnir voru bilanagjarnir og þá var ekki hlaupið með þá á verkstæði eins og nú heldur varð maður að hafa með sér nauðsynlegustu varahluti og gera við allt sjálfur, skipta um platínur og fjöður eða annað, sem vildi gefa sig. Farþegarnir voru af öllum stig- um, bæði háir og lágir, fólk, sem fór að versla í Reykjavík eða ann- arra erinda, frammámenn í at- vinnu- eða bæjarlífinu, sem lá á að komast inneftir og oft var ég vak- inn upp á nóttunni. Ég keyrði líka mikið sjómenn, sem voru á Hafn- arfjarðarskipunum en áttu heima í Reykjavík, og Hafnfirðinga, sem voru að fara í skip í Reykjavík. í gamla daga var nú ekki stoppið stórt hjá togurunum, bara meðan landað var, kannski í sex tíma, og þá jjurftu menn að hafa hraðan á. Ég hafði gaman af að keyra sjó- mennina. Þetta voru fjörmenn Fimm hafnfirskir vörubílar skömmu fyrir 1930. Frá vinstri: Tveir Ford T, HF-39 og HF-20, tveir Chevrolet, HF-23 og HF-17, og einn bíll af geröinni Rugby, HF-3. Myndin er tekin viö Han- sens-verslunina en þar var lengi afgreitt bensín. margir og þeir drukku sitt brenni- vín í þá daga eins og nú. Það gat því orðið varasamt fyrir þá að koma víða við, þegar þeir komu frá borði og eins víst að heimferð- in gæti þá dregist eitthvað á lang- inn. Ég vissi hins vegar að kon- urnar treystu mér og þess vegna gerði ég mitt til þess, að þeir kæmust ekki á neitt fyllirí. Ég vissi hvar þeir áttu heima flestir og þó að þeir myndu allt í einu eftir því, að þeir þyrftu að koma við hjá einhverjum kunningja sín- um, þá ansaði ég því ekki og stopp- aði ekki fyrr en fyrir framan hús- dyrnar hjá þeim. Þetta kunnu þær að meta, konurnar. Einu sinni var með mér úr Reykjavík kona, sem hafði komið þangað með skipi frá ísafirði og ætlaði að vera nokkra daga í Hafnarfirði. Hún hafði aldrei komið upp í bíl áður. Ég var varla lagður af stað þegar konan fór að bölva og ragna og láta öllum illum stundum að handtaka mig, ekki síst hann Sigurður heitinn Gísla- son, ágætismaður og góður vinur minn. Þannig var, að eftir að Kristinn vagnasmiður hafði breytt bílnum var hann orðinn ólöglegur, var fjórum sentimetrum breiðari en hann mátti vera, 182 sem en ekki 178 eins og lögin sögðu. Ég sótti um það til vegamálastjóra að fá hann samþykktan og þó ég segði honum, að þetta væri framtíðin, var það ekki viðkomandi og ég mátti hafa lögregluna á hælunum á mér. Ég var þó ekkert að kippa mér upp við það og allir voru þeir ágætis kunningjar mínir, lög- regluþjónarnir. Lögunum var svo líka breytt fljótlega. Vildu fá að sjá Þingvöll áður en þeir dæju — Fimm daga keyrði ég á milli en á laugardögum og sunnudögum var farið í annars konar túra, gjarna í skemmtiferðir eitthvað út fyrir bæinn, jafnvel alla leið upp í Mosfellssveit, sem þótti mikið sport. Ég man t.d. eftir mörgum slíkum ferðum, sem ég fór með verslunarmenn í Hafnarfirði með Jón Gest Vigfússon í broddi fylk- ingar. Þó þóttu mér alltaf merki- legastar ferðirnar með gamla fólkið. Sumt af því átti ættir sínar að rekja til héraðanna fyrir aust- an Fjall og langaði svo ósköp mik- ið að fá að sjá sveitina sína eins og það komst að orði. Það var svo undur frótt þetta gamla fólk, það virtist þekkja hvern stein og hverja þúfu í sveitum, sem það hafði kannski ekki augum litið alla sína ævi. Ég fór austur í Fljótshlíð, upp í Hreppa og í Þjórsárdal og svo voru það þeir, sem vildu fá að sjá Þingvöll áður en þeir dæju. Ég gleymi því aldrei hvað gamla fólkið var mér þakklátt. Það kunni nú aldeilis að meta þessa nýjung, sem billinn var, og faðmaði mig og kyssti svo fegið var það að fá þetta tækifæri. í útgerð og versl- unarrekstur — Eftir að ég hætti að aka á milli fór ég út í útgerð, átti Njál- inn gamla ásamt öðrum og rak hann í sjö ár, en var þó alltaf í alls kyns akstri samhliða. Seinna átti ég hlut í Morgunstjörnunni, allt til 1951, en þá var ég fluttur í Hraunsholtið, hafði flust þangað 1947, árið eftir að ég missti kon: una mína, Herdísi Níelsdóttur. í Hraunsholtinu reisti ég mér hús einn og með berum höndunum, hrærði steypuna og bar í pokum upp á stillansana. Það var erfitt verk en mér lá ekkert á, hafði tím- ann fyrir mér og var líka lengi að. I Hraunsholtinu kom ég upp verslun, sem ég hafði í kjailaran- um, en entist ekki lengi við hana, aðeins í tvö ár. Það var svo erfitt að hafa sama fólkið í einhvern tíma, alltaf þetta los og ég sjálfur reyndar byrjaður að vinna hjá Nathan og Olsen, þannig að það má segja, að það hafi verið sjálf- hætt. Nú er þar verslunin Arnar- kjör. Hjá Nathan og Olsen hef ég nú unnið í 20 ár og alltaf við akst- ur og keyri enn, 91 árs að aldri. Að vísu bara hálfan daginn núna. Læknarnir segja, að hjartað sé eitthvað farið að gefa sig, en mér líður samt vel, enda ekki í kot vís- að hérna hjá henni Halldóru minni Jakobsdóttur, en á Marar- götuna til hennar fluttist ég 1965. Hún er nú ekkert unglamb heldur, hún Halldóra, orðin áttræð, en þetta hefur gengið allt vel hjá okkur. Ég hef verið gæfumaður í mínu lífi, verið á réttri hillu eins og sagt er. Ég var kominn til vits og ára þegar fyrsti bíllinn kom til lands- ins og öll mín manndómsár hefur hann verið snar þáttur af sjálfum mér. Ætli ég sé ekki elsti starf- andi bílstjóri á íslandi. Það er óefað. — Sv. Við komuna til Roykjavíkur. F.v. Dagfinnur Stefánsson flugmaður, Bolli Gunnarsson loftskeytamaður og Einar Runólfsson vélamaður. Nú eru ekki lengur sérstakir loft- skeytamenn í flugvélum." En ef við fetum okkur aðeins til baka aftur, hvernig stóð á því að leit- að var til þín í þetta starf, hvaða kunnáttu og menntun þurftu menn að hafa í þá daga til þess að vera gjaldgengir loftskeytamenn í flugvél? „Ég vann á Landsímanum og var mjög vanur vinnu á telex. Loft- skeytamannsvinnan var reyndar dálítið framandi í fyrstu, en alls ekki vandasöm og vandist fljótt. Um menntun t.d. erlendis var alls ekki að ræða. Þessi vinna lærðist með reynslunni. Og þegar morsinn var lagður niður var starf okkar reyndar lítið annað en að vera miililiðir milli flugturnanna og flugstjóranna." Geysisslysið Bolli var fyrst og fremst í milli- landaflugi, kom raunar lítið sem ekkert nálægt innanlandsflugi. Á löngum ferli slapp hann blessun- arlega vel frá alls kyns óhöppum og svaðilförum. Þ.e.a.s. ef frá er skil- inn einn atburður, Geysisslysið fræga og marg um talaða. Er Bolli var spurður um hvað sér væri minnisstæðast frá löngum ferli sagði hann: „Ekki nema Geysis- slysið, þegar við vorum að koma frá Luxemborg 14. september 1950 og brotlentum á Vatnajökli. Það var hrikaleg lífsreynsla og slysinu og dögunum sem á eftir komu gleymi ég auðvitað aldrei. En ég slapp óskrámaður og allir sem um borð voru lifðu af. Mátti það heita kraftaverk, því ekki nóg með að vélin brotlenti á jöklinum, heldur vorum við að hrekjast á jöklinum í fimm daga, kaldir og matarlitlir á meðan leitarflokkar leituðu nánast alls staðar annars staðar en á jökl- inurn." En hvernig bar slvsið að, var um óveður eða annars konar slæm skil- yrði að ræða? „Nei, nei, skilyrðin voru svo sem ágæt, hér var einfaldlega um skekkju siglingafræðingsins að ræða. Hann dró frá er hann átti að leggja saman, útkoman því röng og því fór sem fór.“ Hvað (ók svo við er þú hætlir að fljúga? „Til að byrja með fór ég vestur um haf, Loftleiðir voru að opna skrifstofu á Kennedy-flugvelli og ég varð fyrsti stöðvarstjóri þeirrar skrifstofu. Þetta stóð yfir í kring- um 1950—60. Síðan var ég kominn heim og var orðinn flugafgreiðslu- stjóri Ixjftleiða fyrir Bandaríkja- flugið, sá þá um afgreiðslu vélanna bæði hér á landi og í Bandaríkjun- um, flaug þá gjarnan á milli. En um 1979 dró ég mig út úr þessu.“ — BK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.