Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 30
110 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 Odýrt leiguflug til Osló 15.-28. júnt. I beinum tengslum við petta leiguflug byður ÚRVAL tvenns konar 13 daga rutuferðir um ýmsa fegurstu staði Noregs. ennfremur dvöl í Oslo, eða sumarhúsadvöl. Félags- og starfsmannahópar. I þessari leiguferð er möguleiki á ódýru flugi fyrir hópa. Óýrasti ferðamátinn SÉRGREIN ÚRVALS Úrval býdur einnig - flug og bíll um: - LONDON - GLASGOW - KAUPMANNAHÖFN. Luxemborg • Brottfarardagar: 16., 23., 30. apríl. 7., 14., 21. maíog síðan alla miövikudaga frá og með 26. maí til og með 29. sept. • Heimkoma: Eftir 1, 2, 3 eða 4 vikur að vild farþega. • Innifalið í veröi: Flugferðir til og frá Luxemborg, bif- reið að eigin vali, ótakmarkaður akstur og lág- markstrygging með sjálfsábyrgö að upphæð kr. 4.800.-. Aukalega er hægt að fá kaskótryggingu fyrir kr. 42,- pr. dag pr. bíl. • Ath.: Bifreiðar verða einungis staðfestar eftir flokk- um, ekki eftir tegundum. Hverri bifreið fylgir kort af Evrópu og annaö af Luxemborg. • íslensk ökuskírteini gilda í öllum löndum Vestur- Evrópu. Verð pr. mann 1 vika 2 vikur 3 vikur 4 vikur Flokkur A 1 í bifr. 4.517 5.693 6.870 8.045 Fiat 127 2 í bifr. 3.930 4.517 5.105 5.693 Fiat 126 3 í bifr. 3.733 4.125 4.517 4.910 4 í bifr. 3.635 3.930 4.223 4.517 Flokkur B 1 í bifr. 4.650 5.957 7.265 8.573 Ford Fiesta 2 í bifr. 3.995 4.650 5.303 5.957 WW Polo 3 i bifr. 3.777 4.213 4.650 5.085 4 í bifr. 3.668 3.995 4.322 4.650 Flokkur C 2 í bifr. 4.298 5.255 6.212 7.170 Ford Escort 3 í bifr. 3.980 4 617 5.255 5.893 Opel Kadett 4 í bifr. 3.820 4.298 4.777 5.255 Flokkur D 2 í bifr. 4.490 5.640 6.788 7.937 Ford Taunus 3 í bifr. 4.110 4.873 5.640 6.405 Opel Ascona 4 i bifr. 3.916 4.490 5.065 5.640 Flokkur E 2 (bifreiö 4.617 5.893 7.170 8.455 Station bílar 3 í bifr. 4.192 5.043 5.893 6.744 4 í bifr. 3.980 4.617 5.255 5.893 5 í bifr. 3.852 4.362 4.873 5.283 Flokkur F 2 í bifr. 4.810 6.280 7.744 9.210 Ford Granada 3 í bifr. 4.320 5.298 6.280 7.255 Opel Record 4 í bifr. 4.075 4.810 5.543 6.280 5 í bifr. 3.928 4.515 5.102 5.690 Flokkur G 5 í bifr. 3.910 4.477 5.045 5.613 Ford Transit 6 í bifr. 3.815 4.288 4.760 5.235 7 í bifr. 3.747 4.153 4.560 4.964 8 í bifr. 3.696 4.051 4.406 4.760 9 í bifr. 3.657 3.973 4.288 4.604 URVAL Við Auaturvöll — Síml 26900. Umboóemenn um allt land. Ellillfeyrisþegar: Gætum við komið af stað þjóðarhreyf- ingu til styrktar Hallgrímskirkju? Friðfínnur Kinnsson frá Oddgeirs- hólum skrifar 1. apríl: „„(■egnum Jesú helgast hjarta í himin upp ég líta má. Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá. Hrygðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá.“ l'assíus. 4H—14. H.P. Ágæti Velvakandi! Nýlega las ég í þessu blaði að nú hefði orðið að láta starfsmenn Hall- grímskirkju hætta störfum við bygg- ingu kirkjunnar sökum fjárskorts. Þetta þóttu mér slæmar fréttir. Það er nú búið að taka á fjórða tug ára að reisa Hallgrímskirkju. Þarna hafa margir lagt til með gjöfum og áheitum, en betur má ef duga skal. Nú þarf að hefja nýja sókn til fjár- öflunar, þar til Hallgrímskirkja stendur fullbúin; að henni verður þjóðarsómi. íslendingar hafa oft sýnt að þeir geta tekið sameiginlega á, þegar mikið liggur við og allir stefna að sama marki. Og það þarf þjóðarsókn til að sá árangur náist, að Hall- grímskirkja standi fullbyggð á 40 ára afmælinu. „Ár aldraðra" er þetta ár nefnt. Það mun þýða það, að fyrirhugað sé að átak eigi að gera í málefnum hinnar öldruðu sveitar. Og það hefir á undanförnum árum mikið verið gert eldra fólki til hagsbóta. Má þar nefna aukinn ellilífeyri og tekju- tryggingu, og svo aðstoð í heimahús- um, sem er ómetanleg, því að það er nú svo, að eldra fólk langar til að vera sem lengst á sínu heimili. Þakka ber allt sem stuðlar að því að svo megi vera. Ég, sem þessar línur festi á blað, er nú að feta níunda áratuginn og nú er elli kerling að byrja að minna á sig. En ég tek það ekki alvarlega. Sjón og heyrn eru í besta lagi, svo að margt ber að þakka og gleðjast yfir. Svo er að fletta upp í bók minn- inganna sem geymir svo margar fagrar myndir frá liðinni ævi. Þá kemur að því, hvað við gamla fólkið getum gert til minningar um „ár aldraðra". Við sem komin erum á háan aldur og erum við góða heilsu höfum sannarlega mikið að þakka Guði fyrir. Gætum við komið af stað þjóðarhreyfingu til styrktar Hall- grímskirkju, og tryggt að það loka- takmark náist, að kirkjan verði full- byggð á 40 ára afmælinu? Við eigum Hallgrími Péturssyni mikla skuld að gjalda fyrir allar þær ljóðaperlur og gimsteina sem hann gaf íslensku þjóðinni með sínum ódauðlegu sálmum sem við höfum ornað okkur við frá fyrstu bernsku. Kirkjan sem hér er um rætt er fyrst og fremst minningarkirkja hans. Mér hefur dottið í hug að þeir elli- lífeyrisþegar, sem efni hafa á, og þeir eru margir sem betur fer, gæfu til Hallgrímskirkju 50 krónur á mánuði á þessu „ári aldraðra". Það gæti orðið mikill styrkur fyrir kirkjubygginguna. Og með þessu framlagi værum við gamla fólkið að leggja gull i lófa framtíðarinnar og taka þátt í að styrkja byggingu feg- ursta musteris Guðs kristni í landi okkar. Með vinsemd og kveðju til allra ellilífeyrisþega í landinu." 'W-' ' y n mrm Besta aðferðin til að viðhalda náttúrulegri fegurð Boots snyrtivörur í vönduðum gjafapakkningum SÖLUSTAÐIR: REYKJAV/K: HAFNARFJ.: KÚPAV.: AKUREYRI. VESTM.EYJAR: KEFLAVlK. AKRANES: Glœsibœr - Topp Class - Topptískan Dísella Bylgjan Vörusalan Miðbœr Aníta Hœðin Sápuhúsið ■ Paradís - Hár-stúdíó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.