Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1982 83 Stofnendur Loftleíöa, frá vinatri: Kriatinn Olsen, Sigurdur Ólafsaon og Alfred Elíaason. Myndin er tekin fyrir einu ári. illa færi. Þá höfðum við skipt úr tveggja sæta „Taylorcraft" yfir í fjögurra sæta Stinson-kennslu- vél. Við sátum hlið við hlið í vél- inni, ég og Syme kennari, og vor- um að koma inn til lendingar. Hann tók um stýrið og ég hélt að hann ætlaði að lenda vélinni svo ég sleppti. Hann gerði slíkt hið sama á þessu sama augnabliki og vélin hitti móður jörð einhverjum andartökum síðar. Vélin lenti sem sagt sjálf og það var engan veginn mjúk lending. Syme bölv- aði óskaplega, en af þessum mis- skilningi hlauzt ekki slys — sem betur fer. Við lukum síðan prófi vorið 1942 og höfðum þá svonefnt „takmarkað atvinnuflug- mannspróf". Samkvæmt því máttum við fljúga tilfallandi leiguflug með farþega, en ekki áætlunarflug. Að prófinu loknu fréttum við, að fyrirtæki, sem var rekið í tengslum við Kanadaher, vantaði flugmenn. Ég og Jóhann- es Snorrason sóttum um starf hjá þessu fyrirtæki og vorum ráðnir. Við héldum því til Regina í Sask- atchewan. Okkar starf fólst í því að fljúga með verðandi siglinga- fræðinga, loftskeytamenn og sprengjukastara. Þetta voru einkum ungir menn, sem komu og fóru, yfirleitt á vígstöðvarnar, án þess að við kynntumst þeim mik- ið. Okkar hlutskipti var allt annað en þeirra og áhyggjur okkar af stríðsátökum voru annars eðlis en þessara pilta. Kristinn Olsen, Alfreð Elíasson og Magnús Guð- mundsson fengu starf hjá sams konar fyrirtæki í Winnipeg nokkru síðar. Alfreð og Magnús höfðu komið á eftir okkur fjór- menningum til Kanada og þeir stunduðu einnig nám hjá Konna. Það var ekki spennandi að fara heim á þessum tíma og því réðum við okkur til þessa fyrirtækis. Það var lítið við að vera í fluginu heima og við vildum afla okkur meiri reynslu og flugtíma, en ekki láta réttindin, sem við vor- um búnir að afla með ærinni fyrirhöfn og kostnaði, koðna niður. Launin voru sæmileg fannst okkur og við þekktum ekki annað betra, þó það þætti kannski ekki mikið nú til dags. OFT VAR SKAMMT Á MILLI LÍFS OG DAUÐA Það var eitt og annað að gerast í tengslum við herinn á þessum tímum og oft var skammt á milli lífs og dauða. Ég get nefnt dæmi. Einu sinni var ég i læknis- og augnskoðun er læknirinn var kallaður út með miklu írafári. Þá hafði flugnemi í hernum brotlent Tiger Moth skammt frá. Vélin spannst í jörðina úr 200 metra hæð og brotnaði í spón. Það átti enginn von á því, að flugmaður- inn lifði þetta af, en það var nú öðru nær. Hann hristi sig og labbaði síðan í burtu frá flakinu. Svo var það öðru sinni, að nem- andi og kennari voru að lenda vél sinni í Winnipeg. Lendingin var heldur harkaleg og hjólabúnaður- inn kiknaði við höggið. Afleiðing- in varð sú, að mennirnir fengu báðir högg upp hrygginn og munu hafa látizt samstundis. Þetta virtist ólíkt minna slys heldur en þegar vélin brotnaði í spón, en kostaði eigi að síður tvö mannslíf. Svona getur þetta verið skrýtið. Við flugum Anson-vélum og þá mest á næturnar meðan við vor- um í Regina. Eina nóttina fórst ein flugvélin í leiðangri okkar. Þessi vél var næsta vél á undan vél Jóhannesar Snorrasonar og J)eir sáu eldblossann er vélin skall í jörðina. Jóhannes fór um morg- uninn og fann vélina, en ég fékk það verkefni, ásamt fleirum, að fara á slysstaðinn og sækja lík mannanna. Það var óskemmtilegt verk og ég hugsa, að ég hefði ekki farið ef ég hefði vitað hvernig aðkoman var. Við þurftum að vaða út í tjörn eftir líkunum, sem dingluðu í brotunum. Þó var lyktin verst og hún fylgdi mér í marga daga á eftir. Það er helzt talið, að flug- maðurinn hafi sofnað eða fengið aðsvif og því hafi farið sem fór. Við Jóhannes fluttum síðan enn lengra vestur á bóginn, til Pearce vestur undir Klettafjöll- um. Þar vorum við í svipuðu starfi þar til í ársbyrjun árið 1943, að við fluttum okkur aftur til Winnipeg og hófum að fljúga hjá sama fyrirtæki og Alfreð, Kristinn og Magnús. Um þetta leyti voru Kanadamennirnir farnir að draga saman seglin í þessu og við fórum að hugsa til heimferðar. Jóhannes og Magnús fóru fyrstir; Jóhannes til starfa hjá Flugfélagi íslands, en Magn- ús í óvissuna. Við vorum síðan samferða heim, Kristinn, Alfreð og ég. Á eftir okkur kom Stin- son-flugvél með Brúarfossi, en hana höfðum við þremenningarn- ir keypt. Sjálfir komum við heim með Dettifossi í skipalest, en til- Frábœr föt frá Frakklandi Kristinn, Siguröur og Alfreö, nokkru eftir aö þeir höföu stofnað Loft- ieiöir. djupsprengjur a þessum ofriöar- tímum. Heimferðin gekk þó áfallalaust. SKILYRÐI FLUGFE- LAGSINS, AÐ LOFT- LEIÐIR ÆTTU AÐEINS EINA FLUGVÉL Þann 10. marz 1944 stofnuðum við þrír Flugfélagið Loftleiðir ásamt fleirum, meðal annars Ólafi Bjarnasyni og Kristjáni í Kassagerðinni. Fyrir okkur vakti að skapa okkur atvinnu með stofnun þessa fyrirtækis og um leið að aúka samgöngur innan- lands og á milli landa. Flugfélag íslands hafði ekki vinnu fyrir okkur alla, en gat þó boðið einum okkar starf. Um tíma stóð til, að ég færi þangað, en okkur var sett- ur stóllinn fyrir dyrnar. Ráða- menn Flugfélagsins gerðu það að skilyrði fyrir ráðningunni, að Loftleiðir eignuðust ekki nema þessa einu Stinson-vél, jafnvel þótt reksturinn gengi vel. Þegar í upphafi átti að koma í veg fyrir samkeppni fyrirtækjanna, en þetta skilyrði gátum við eðlilega ekki sætt okkur við. Ég fór fljótlega vestur aftur til að athuga með kaup á nýrri vél fyrir Loftleiðir, en Kristinn og Alfreð voru við síldarleit fyrir Norðurlandi um sumarið. Ég festi kaup á Grumman-sjóflugvél hjá verksmiðjunum í Bandaríkjunum og flaug vélinni frá Long Island í ágústmánuði 1944. Fyrsta Katal- ína Flugfélagsins kom heim um svipað leyti. Það var TF-ESP eða Pétur gamli eins og við kölluðum vélina. Örn Johnson flaug vélinni heim. Örn fór um Gander og það- an beint heim, en ég fór hins veg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.