Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 93 sem þýzku vélarnar komu yfir hafið. Það hafði staðið til að svifflug- leiðangurinn kæmi hingað 1937, en Búlgarir fengu liðið, svo þessu seinkaði, en þegar til kom, þá tókst fyrsti íslenzki flugdagurinn á Sandskeiði ákaflega vel. Svifflugstrákarnir fóru unn- vörpum til náms ytra, meðal ann- ars í flugvirkjanám. Elzti starf- andi flugvirkinn á íslandi í dag, Brandur Tómasson, menntaðist hjá Lufthansa og kom heim 1939. Áður voru þeir komnir í slaginn, flugvirkjarnir Björn Olsen og Gunnar Jónasson, fyrstu íslenzku flugvirkjarnir. Það var stefnt að því umbúða- laust að koma á beinum flugsam- göngum, bæði innanlands og milli landa. Ég átti samskipti við flugmálamenn í Noregi á þessum tíma og ræddi við þá Riiser Larsen og Bert Balchen um að við tækjum þátt í flugi milli íslands og Nor- egs. Þetta voru viðtöl og fundir með miklum glæsibrag og þeir tóku mér eins og alvörumanni, en ekki vesaling sem hafði ekkert á bak við sig. Ég vildi láta kaupa vél, í tilraunaskyni, fyrir póst og farþega, og leitaði hófanna hjá ráðamönnum í fjármálaheimin- um. Einn liðurinn var viðtal við Magnús Sigurðsson bankastjóra, sem var þá eins konar einvaldur á sínu sviði. Ég átti við hann 10 mínútna langt viðtal, eða öllu heldur ræðu við Morgunblaðið sem hann hélt fyrir framan sig allan tímann og hummaði á bak við, en í lokin og án þess að líta nokkurn tíma á mig, sagði hann á bak við blaðið: „Þér fáið enga val- útu hér,“ og þar með hvarf ég á braut. Kjartan Guðbrandsson var meðal strákanna minna í Svifflug- félaginu. Hann var sonur Guð- brands Magnússonar í Áfenginu, sem oft var okkur innan handar um ýmislegt í baráttunni. Hann hafði meðal annars gaukað að Flugmálastjóri flaug þairri frönaku æöi lengi á hvolfi eins og «já má yfir Sundunum, en Ragnar Ijósmyndari haföi á oröi aö þaö heföu verið langar mínútur. okkur vörubílshrói, sem gert var upp og nýttist vel í flugstússinu, en það var Guðbrandur sem benti mér á að tala um flugrekstur við Vilhjálrrt Þór á Akureyri. „Hann er aðallega þekktur fyrir glanna- legan akstur," sagði Guðbrandur, „en það verða engin vettlingatök ef hann samþykkir." í minninga- bók Agnars, Á brattann eftir Jó- hannes Helga, segir um þennan þátt: „Ég hafði auðvitað heyrt Vil- hjálms Þórs getið. Mikið orð fór af honum sem drífandi manni, hann var þá á besta aldri, rétt innan við fertugt. Hann var m.a. frægur fyrir hraðan akstur og átti lengi hraðamet milli Akureyrar og Reykjavíkur. Maður sem bar ber- sýnilega skynbragð á hvers virði timi er. Það lofaði strax góðu. Ég settist niður og samdi tvær áætlanir, við getum kallað þær hina minni og hina meiri, og tók rútuna norður í endaðan maí með þessi plögg upp á vasann. Fyrri áætlunin hljóðaði upp á 25—30 þúsund krónur, British Eagle landvél, þriggja farþega auk flugmanns. Hugmyndin var að fljúga henni milli Sandskeiðs og Akureyrar, lenda þar á túni Jak- obs Karlssonar, sem var á búgarði hans, Lundi, fyrir ofan Akureyri, og reyna að finna einhverja hæfa millilendingarstaði á leiðinni. Hin áætlunin hljóðaði upp á helmingi hærri upphæð, 50—60 þúsund krónur, ameríska fjögurra farþega Waco sjóflugvél sem unnt væri að setja skíði undir, ef henta þætti — og hjólaútbúnað þegar lend- ingarskilyrði fyrir þessa þyngd véla væri fyrir hendi. Rekstur sjó- flugvéla var miklu kostnaðarsam- ari vegna þess hve flotholtin voru þung, auk þess að vera rándýr, EDO-flot, níðsterk eins og raunar flugvélin sjálf, og hreyfillinn — Jacobs-215, þ.e. 215 hestafla; tæp- lega 200 km hámarkshraði á klst. En tiltölulega sterk flugvél og vel hönnuð miðað við þunga hennar og burðarþol. Ég kom til Akureyrar seint um kvöld og fékk inni á Hótel Goða- fossi þar sem ég hafði oftast búið á ferðum með föður mínum. Strax næsta morgun hafði ég símasam- band við einkaritara Vilhjálms Þórs, kynnti mig sem flugmála- ráðunaut rikisins og æskti viðtals við forstjórann, mér var veitt það eftir hádegið og mætti á tilteknum tíma. Vilhjálmur tók vel á móti mér. Hann kom mér dugnaðarlega fyrir sjónir, maður laus við allar vífilengjur. Ég sagði honum að ég væri búinn að eyða heilu ári í til- raunir til að stofna flugfélag í Reykjavík, án árangurs. Mér hefði verið tjáð að hann væri sennilega eini maðurinn á íslandi sem hefði til að bera áræði til slíkrar félags- stofnunar; auk þess virtist mér rökrétt að Akureyri hefði for- göngu í slíku máli: Akureyringar þyrftu til Reykjavíkur því þar væru allar ríkisstofnanir, en Reykvíkingar ættu sjaldnast brýnt erindi til Akureyrar. Hann jánkaði þessu, fremur þurr á manninn samt — en birti strax yfir honum þegar ég kvaðst vera með áætlun upp á vasann. Hann tók við henni, sagðist raun- ar ekki geta lesið hana í önn dags- ins, en kvaðst mundu gera það um kvöldið og skyldi ég koma eftir tvo daga og mundi þá svar liggja fyrir. Það stóðst. Hann tilkynnti mér að sér litist vel á áætlunina og vildi gjarnan reyna hana. Ég dró þá áætlun númer tvö upp úr vasanum, kvað hana að vísu helmingi dýrari, en stórvirkari og líklegri til árangurs. Vilhjálmur reisti sig í stólnum og það var kalt tillit sem hann sendi mér, eins og hann vildi segja: Þessarar tækni var nú ekki þörf á mig, þér hefðuðu sem best getað lagt fram dýrara planið strax. — Ég vissi ekki þá að annað auga hans var glerauga, það hnussaði í honum — en við áætl- EKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 Þótt 1981 árgerdin af LANCER hafi verið fullkomin hafa verið gerðar talsveröar breytingar á árgerð 1982, sem eru m.a. þessar: 5 gíra kassi (minni bensíneyðsla) — Diskabremsur á öllum hjólum — Kraftmeiri vél — Nýtt og endurbætt mælaborð — íburðarmeiri innrétting og m.fl. Þaö er umhyggja höfö ffyrir farþegunum i LANCER, dúnmjúkt íjöðrunarkerfi og farþegarýmið er sérstaklega styrkt í samræmi viö alþjóðlegan öryggis- staöal. Sem sagt „MITSUBISHI“ öryggí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.