Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 6
86 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 — Ég er fæddur í Stóra-Lamb- haga í Hraunum fyrir sunnan Hafnarfjörð, þar sem Alverk- smiðjan stendur nú, 21. september 1891. Foreldrar mínir bjuggu þar en í þann tíma var búið á 13 bæj- um í Hraununum þó að nú sé þar allt komið í eyði. Búskapurinn var nú ekki upp á marga fiskana, þetta var kotbúskapur, slægjur titlar sem engar og jafnvel þurfti að fara út á Alftanes til að komast í gras. 1910 brugðu foreldrar mín- ir búi í Stóra-Lambhaga, þegar ég var 19 ára gamall, og fluttust að Langeyri, sem er í hrauninu fyrir vestan Hafnarfjörð. Á þessum árum var ekki mikið um vinnu í Firðinum, náttúrulega helst í kringum fiskinn og nokkuð um byggingarvinnu og vegavinnu, og í fyrstu vann ég við ýmislegt, sem til féll, en fljótlega datt mér í hug að læra múrverk og fór að vinna með þeim bræðrum Frið- finni og Ásgeiri Stefánssyni. I>oldi ekki koksreykinn — Það er dálítið skrítið hvernig það vildi til, að ég gerðist bílstjóri, það er óhætt að segja, að ég geti þakkað það brjósthimnubólgunni. Þannig var, að þegar við vorum að múra Þjóðkirkjuna í Hafnarfirði að innan veturinn 1914, notuðum við koksofna til að kynda upp með Tveir uppábúnir öldungar. Magnús Guðjónsson hjá Ford T-vörubíl frá árinu 1917. Hann bar áður einkennisstafina G-347 og var í eigu Bjarna á Víðistöðum í Hafnarfirði. Nú hefur bíllinn verið geröur upp og er eins og nýr úr kassanum. Myndin er tekin á Bílasýningunni 1980. og ég kenni það koksreyknum að ég fékk brjósthimnubólgu og lá í henni í 12 vikur. Þórður læknir Edilonsson vitj- aði mín og vildi fyrir alla muni koma mér á Vífilsstaðaspítala en þangað sagðist ég aldrei mundu fara. Það yrði bara til þess, að ég kæmist ekki lifandi þaðan aftur. Ég sagði si svona við Þórð: „Það er best ég fari bara á fætur og eitt- hvað út að rölta, þá mun hitinn fara úr mér.“ Með það rauk Þórð- ur á dyr og kom ekki til mín aftur. Ég fór sem sagt á fætur og tók til að læra á bíl hjá Agli Vil- hjálmssyni, sem þá bjó í Hafnar- firði. Við vorum sex saman, ég, Björn Eiríksson á Sjónarhól, Böðvar Grímsson, seinna rafvirki, Gísli Jóhannsson, skósmiður, Friðrik Hafberg og Eyjólfur Eyj- ólfsson frá Mýrarhúsum í Hafnar- firði. Eyjólfur eða Eyvi eins og hann var kallaður var raunar „Brjósthimnu- bólgan gerði mig að bílstjóra“ Magnús Guðjónsson segir frá, Magnús á kassabílnum, elsti starfandi bílstjóri á íslandi, sem nú hefur einn um nírætt fyrsti bílstjórinn í okkur hópi því að hann átti þá þegar bíl, fólksbíl af Overland-gerð. Það er kannski rétt að geta þess hvenær ég kynntist eða sá fyrst þetta undratæki, bílinn, en það var þegar ég var bryggjuvörður í Hafnarfirði ásamt honum Steingrími heitnum Torfasyni, ár- ið 1913. Þá var í Hafnarfirði ensk- ur maður að nafni Bookles, lítill karl og snaggarlegur, og rak þar allmikla útgerð og fiskverkun. Um vorið, þegar hann kom frá Eng- landi, flutti hann með sér tveggja manna fólksbíl af gerðinni Ser- ipps-Booth og var með hann hér í þrjá mánuði og aftur sumarið eft- ir. Bookles var afar varkár og góð- ur bílstjóri og hann ók lengst út úr bænum það ég veit suður á Stapa með Sigurgeir heitinn Gíslason vegavinnuverkstjóra, sem þá stjórnaði vegarlagningunni suður með sjó. Bookles var merkilegur karl og mér hefur alltaf fundist skömm að því, að honum skuli ekki hafa verið gerð meiri skil. Eftir að ég lauk bílprófi vann ég ekkert við akstur fyrr en ég komst að hjá Flygenring en hann fór snemma að nota vörubíla við fisk- vinnsluna í Hafnarfirði. Þar var ég í tvö ár, 1917 og 18. Alltaf varð maður að fara varlega því að fólk var forvitið um þessi nýju tæki og sumir voru reyndar hálf hræddir Starfsfólkiö hjá Hellyer-fyrirtæk- inu í skemmtiferð til Þingvalla á tólf bílum. Þaö er Magnús Guö- jónsson, sem er í fararbroddi á HF-44. Myndin er tekin áriö 1924, en Hellyer tók viö eftir að Book- les hætti 1922. við þau. Ég man eftir því einu sinni þegar ég var að koma innan úr Reykjavík með sekki fyrir bak- aríið hans Flygenrings, að þá ók ég fram á gamlan mann í Foss- voginum, sem stökk undan niður að sjó þegar hann varð mín var. Ég stöðvaði og fór út og svipaðist um eftir karlinum en þá var hann kominn niður á bakkana. Ég gekk til hans og sagði við hann: „Ertu svona hræddur við bílinn?“ „Já, mér er ekkert um þetta gefið," sagði hann en ég kvaðst mundu geta vanið hann af því og fékk hann loks til að koma og setjast hjá mér í framsætið. Svo héldum við af stað en þegar minnst varði greip karlinn utan yfir mig og hélt mér svo föstum að ég gat mig hvergi hrært. Mér tókst þó að stoppa og gat komið karlinum í skilning um, að hann yrði að halda sér kyrrum í sínu sæti ef ekki ætti verr að fara. Eftir það gekk allt vel en þegar við vorum komnir langleiðina suður í Fjörð sagðist karlinn raunar eiga nokkurt er- indi, sig langaði til að kveðja hann Guðjón Sigurðsson hreppsstjóra í Pálshúsum áður en hann dæi. Ég setti hann þá út í Engidalnum og hann þakkaði mér mikið fyrir greiðann, vildi endilega borga mér fyrir, sem ég tók auðvitað ekki í mál því að þetta var í leiðinni. Þessi gamli maður var einhvers staðar austan að, úr Síðu held ég, og var 74 ára að aldri, sem þá þótti hár aldur. Fyrsti prívatmáðurinn á kassabíl — Árið 1919 keypti ég mér minn fyrsta vörubíl af Fordgerð. Þessir gömlu bílar voru náttúru- lega ólíkir því, sem nú gerist, t.d. var engin eiginleg gírskipting, bara high og low og afturábak, en þrátt fyrir það mátti komast nokkuð hratt á þeim, allt að 50 km á klst. þar sem aðstæður leyfðu, sem var nú ekki víða. Bíllinn var með fjögurra strokka vél, mig minnir um 20 hestöfl og ætli hann hafi ekki eytt sem svarar 15 lítr- um á hundraðið. Þá kostaði bens- ínið 25 aura lítrinn og var afgreitt hjá Hansen. Bílnum varð auðvitað að snúa í gang því að þekktist ekki startari og ekki heldur fostlögur þannig að það varð að láta hann ganga lausagang í frostum þegar eitt- „Þegar morsinn var Iagður niður fór að halla undan fæti hjá okkar stétt“ Rabbað við Bolla Gunnarsson, einn af fyrstu loftskeytamönnum íslensku flugsögunnar, en það er stétt manna sem liðin er undir lok „Þetta byrjafti eiginlega í kringum áriö 1940, er Alfreð Klíasson fékk mig lánaðan frá Landspítalanum til loftskeytastarfa hjá Loftleiðum. Til að byrja með stóð ekki til að ég yrði lengur hjá þeim en eitt ár. Kn þetta var spennandi í fyrstu og árin urðu fleíri, ein tíu í allt og síðan var ég meira og minna tengdur fluginu allt til 1970 eða svo, en þá dró ég mig í hlé.“ Viðmælandinn er Bolli Gunn- arsson, einn af fyrstu loftskeyta- mönnum íslensku flugsögunnar. Hann fæddist 1. júlí 1918 að Þing- eyri við Dýrafjörð. Þegar flugið steig fyrstu skref sín hér á landi gegndu loftskeytamennirnir mikils metnu og ábyrgðarmiklu hlutverki. En framfarirnar voru örar á þessu sviði sem og flestum öðrum og með tímanum breyttust hættir að því marki, að loftskeytamenn hurfu úr flugáhöfnum. Bolli tilheyrir því stétt sem er að hverfa af sjónar- sviðinu og því væri ekki úr vegi að gæta nánar að hvaða hlutverk þessir menni léku í flugsögu ís- lands. „Okkar starf var svo sem ekki flókið, né var það unnið við slæm skilyrði. Þvert á móti, skilyrðin voru sæmileg og okkar hlutverk var einfaldlega að afla flugstjóran- um upplýsinga um veðurfar og flugskilyrði á viðkomandi flugleið. Fjölskyldan fagnar Bolla við heimkomuna af Vatnajökli. Starf okkar hófst á jörðu niðri áður en flugið hófst með því að við send- um fyrirspurn með morsi til áætl- unarstaðarins. Síðan vorum við í stöðugu sambandi meðan á flugi stóð. Þannig gekk þetta nú, hvorki sérstaklega vandasamt eða áreynslumikið," sagði Bolli og vildi alls ekki gera of mikið úr starfi sínu. Kn hver.su stór var þessi starfshóp- ur og hvernig stóð á því að hlutverk |>essara manna leið undir lok? „Við vorum held ég þrír til að byrja með, Þormóður Hjörvar, Olafur Jónsson og ég. Þegar við byrjuðum fór allt saman fram á morsi eins og ég sagði áðan. Én framfarirnar voru örar og tiltölu- lega fljótlega eftir að við vorum byrjaðir kom fjarskiptasamband til sögunnar og þá fóru samskipti okkar loftskeytamannanna við flughafnirnar fram í gegnum tal- stöð. Síðan þróaðist þetta hreinlega þannig, að flugstjórarnir réðu sjálfir við að tala við flugturnana og þá var okkar ekki lengur þörf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.