Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 18
98 / MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 RJOMINN FLAUTIMALLT voru fullir af rjóma. Þá var rjóma- skortur í Reykjavík. Brúsarnir voru vandlega reyrðir ofan í sætin á vélinni. I Norðurárdalnum lenti ég í mjög mikilli ókyrrð. Og svo mikill hristingur var á vélinni að brúsarnir losnuðu upp. Einn var næstum kominn út um glugga á vélinni og annar niður um gólfið. En þessar vélar voru ekki sérlega sterkbyggðar. Rjóminn flaut um allt og lítið eftir af honum þegar komið var suður. Hafið þið ekki áttavita? Flutti innflytjendur Ég réði mig til Loftleiða árið 1947 og þess var ekki langt að bíða að ég fór í utanlandsflug. Mín fyrsta flugferð til New York var árið 1948. Það var í mörgu aö snú- ast á þessum árum. Starfið var ánægjulegt vegna þess að það var alltaf eitthvað um að vera og eitthvað nýtt að ske. Eitt af þeim störfum sem við fengumst við var leiguflug með ít- alska innflytjendur til Caracas í Venesúela í Suður-Ameríku. I bakaleiðinni vorum við með fulla vél af ávöxtum. Banana til BrugAM i Mk nwð hundunum. — Það voru miklar framfarir í fluginu á þessum tíma og fljótt komu Catalina-flugbátarnir til sögunnar. Þetta voru ánægjulegir tímar í fluginu. Fólk var síður en svo uggandi á þessum tímum að fljúga með vélunum. Þetta þótti ævintýri. En það var ekki alltaf að fólk skildi aðstæður. Ég man eftir því að í eitt sinn er ég var spurður að því hvort ekki yrði flogið til Akur- eyrar og ég svaraði: „Nei, það er stórhríð og norðanátt." Þá sagði spyrjandinn: „Hvað, hafið þið ekki áttavita?" Oft kom það fyrir að sagt var, það er mikið sólskin, í dag verður ekki flogið. Fólk áttaði sig þá ekki á því að vindáttin og fleira spilaði mikið inn í þessi ferðalög. — Þegar flugbátarnir komu til sögunnar var farið að fljúga á svo til flesta firði landsins. Þá hófst nýtt tímabil í flugsögunni. Oft voru vandkvæði á að lenda vegna öldunnar. Það var alltaf hringt á staðinn áður en flogið var og spurt um sjólag. Og oft fannst mönnum sjórinn vera sléttur þó svo að við gætum ekki lent að því er við töld- um, vegna ókyrrðar. Nauðlenti á afmælisdaginn — Það kom aldrei neitt alvar- legt fyrir mig á þessum árum í fluginu. Bilaði aldrei hreyfill og varla nein vandræði. Þó þurfti ég einu sinni að nauðlenda. Það var á afmælisdaginn minn, 9. ágúst árið 1936. Ég var að koma með 20 far- þega frá Akureyri. Þegar komið var inn til lendingar í Reykjavík var ekki hægt að koma hjólunum niður. Það var því ekki annað að gera en að svifa yfir bænum þar til eldsneytisbirgðirnar voru á þrotum. Síðan freistaði ég þess að lenda á sjónum við Laugarnes. Lending- in tókst giftusamlega. Þetta er í eina skiptið sem ég hef þurft að nauðlenda. Og þennan dag átti ég þrítugsafmæli. Jökulvtttnin voru *rfW yfirlnrönr fyrtr björyunflnTwnn. Loiöin vir okki gniðfnr. dæmis sem við seldum svo hér heima. Þetta flug gekk áfallalaust þótt oft væri það erfitt. Yfirleitt voru þetta um 44 farþegar sem fluttir voru í hverri ferð. Reynt var að stoppa sem styst í Venesú- ela en hvíla áhöfnina frekar í Pu- erto Rico í staðinn. Ég man eftir því að ein áhöfnin lenti í steinin- um í Venesúela þegar bylting var gerð í landinu. Én sem betur fer þurfti hún ekki að sitja lengi inni. Öll lendingargjöld í þessum ferð- um og þjónustu varð að staðgreiða og því þurftum við að vera með talsverða peninga á okkur. I einni ferð okkar var ég aðstoð- armaður hjá tveimur bandarísk- um flugmönum. Við vorum að Einn biðrgunarflokkurlnn. Ingigoröur viö flakiö. Enn or voriö aö aonda út. Björgunarmonn komnir aö flakinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.