Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
101
þær móttökur sem við fengum hjá
ættingjum okkar þegar við kom-
um til Reykjavíkur. Þetta sýndi
manni vel hversu oft er stutt á
milli lífs og dauða. Það var nokkur
beygur í mér eftir slysið en samt
fór ég í flug yfir Vatnajökul strax
tveimur dögum eftir að okkur var
bjargað þaðan.
Menn höfðu áhuga
— Nú, ég hélt áfram starfi mínu
hjá Loftleiðum og síðan Flugleið-
um allt fram til ársins 1979, en þá
hætti ég vegna aldurs. Ég sakna
þess merkilega lítið að vera hætt-
ur að fljúga. Að vísu flýg ég rétt
endrum og eins vél flugmála-
stjórnarinnar en það er lítið. Þeg-
ar ég hugsa til baka til fyrstu ár-
anna í fluginu og frumherjanna þá
er óhætt að segja að þetta hafi
blessast allt saman af því að menn
höfðu óbilandi áhuga á starfi sínu.
Það vorum ekki bara við sem
störfuðum við flugið sem lögðum
okkur fram. Það þurfti líka bjart-
sýna peningamenn til að bjarga
hlutunum við þegar óhöpp urðu.
Kf mótor bilaði og kaupa þurfti
nýjan til dæmis, og fleira væri
hægt að nefna. Menn færðu oft
fórnir.
„Sjarminn farinn
af fluginu“
— I dag finnst mér mesti sjarm-
inn vera farinn af fluginu. Það er
of fjölmennt í vélunum. Þjónustan
er ekki eins góð og hér áður og
fleira væri hægt að nefna. En
þrátt fyrir að ég nefni þetta þá er
ég viss um að flugið á mikla fram-
tíð fyrir sér hér á íslandi. Hér er
mikill óplægður akur í flugmálum.
Flugið er ferðamáti framtíðarinn-
ar.
Á sínum tíma fannst mér rétt
að sameina flugfélögin tvö, Loft-
leiðir og Flugfélag Islands. Sam-
keppnin var komin út í öfgar og
orðin of hörð. En ég er þess full-
viss að það hefði mátt gera betur
eftir sameininguna en gert hefur
verið. — ÞR.
Magnúsi hefur tekist glftueamlega að nauölenda á Catalínu-flugbát 9. ágúst 1936. Magnús lenti f sjónum í Laug,
Áhöfnin komst út um gluggann f stjórnklefanum aem var merkilega
heMegur.
Magnús Hugstjóri.
SteMnssen QuAmundur Siverts
jgmsður. sersiglingafrarðingur.
Ingigerður ftugfreyja.
Bolli Qunnarsaon
loftskeytamaður.
Einar Runólfsson Ingigeróur Karlsdótt
flugvéistjóri. ir flugfreyja.
Fyrsti flugskóli sem stofnaóur var á ialandi átti þessa flugvál, sem er af geróinni Tiger Mouth. Flugskólann
stofnaði Magnús í félagi meó þeim Smára Karlssyni flugstjóra og Jóhannesi Snorrasyni áriö 1945. Flug-
skólinn átti um tíma tvœr svona vélar, sem voru eingöngu notaöar til kennslu.
Postulínsmunir í snjónum.