Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 í æðum íslenzkra bílstjóra hlýtur að renna kalt blóð Rætt við Gísla Ólafsson, sem árið 1931 hóf akstur milli Akureyrar og Reykjavíkur fyrir Bifreiðastöð Akureyrar Gísli Ólafsson, fyrrum yfirlögreglu- þjónn á Akureyri, var einn af frum- herjum í samgöngum milli Akureyrar og Reykjavíkur á fjórða áratugnum. Liðlega tvítugur að aldri réðst hann til Kristjáns Kristjánssonar á Bifreiða- stöð Akureyrar og hóf farþegaflutn- inga á Buick milli Akureyrar og Reykjavíkur. Þetta var árið 1931; öld bílsins var runnin upp og ungir full- hugar óku stoltir bílum sínum um veg- leysur landsins. Þetta var árið sem sætaferðir hófust milli Akureyrar og Reykjavíkur og þótti mikið ævintýri. Það þótti með ólíkindum, að hægt skyldi að fara á milli þessara tveggja stærstu kaupstaða landsins á aðeins tveimur dögum; yfir vegleysur og heið- ar, yfir óbrúaðar ár og foræði, með- fram hengiflugi svo farþegum þótti ráðlegra að ganga, fremur en að sitja í með bílstjóranum er hann hægt og síg- andi þræddi einstigið, en fyrir neðan blasti við hyldýpið. 88 Gísli Ólafsson tók þátt í þessari byltingu; upphafi bílaldar á Is- landi. Hann hóf akstur árið 1931 þegar Kristján Kristjánsson á BSA hóf sætaferðir suður. I átta sumur, eða allar götur til ársins 1939 ók Gísli bílum BSA. Þá hætti hann akstri og starfaði um tíma við varahlutaverslun Ford- umboðsins á Akureyri. Árið 1940 sótti hann um starf í lögreglunni á Akuréyri. Alls sóttu 36 menn um stöðu í lögreglunni og var Gísli einn fjögurra, sem starf fengu. Hann varð yfirlögreglu- þjónn á Akureyri árið 1959. Árið 1946 tók Gísli einkaflug- mannspróf og stofnaði ásamt Árna Bjarnasyni, bókaútgefanda, og Steindóri Hjaltalín, útgerðar- manni, Flugskóla Akureyrar. Þeir félagar leituðu víða heppilegra flugvallarstæða í nágrenni Akur- eyrar, meðal annars í Flatey og Grímsey. Gísli kvæntist Evu Hjálmarsdóttur árið 1949, en hún lést 5. október 1980. Sama ár lét Gísli af störfum sem yfirlögreglu- þjónn á Akureyri. Gísli Ólafsson fæddist að Sandhólum í Eyjafirði árið 1910, sonur hjónanna Ólafs Gíslasonar og Sigríðar Jónsdóttur. Hann ólst upp í Eyjafirðinum, en þegar á unga aldri tóku bílar hug hans allan. Sem unglingur í Eyjafirði gerðist hann aðstoðarmaður bíl- stjóra, sem flutti vörur um Eyja- fjörð. Þannig komst hann í kynni við bifreiðina og 17 ára gamall fékk hann með undanþágu frá ráðherra réttindi til að aka bíl. „Bíllinn var undratæki þess tíma; dýrðarljómi stafaði af bíln- um. Það þóttu mikil tíðindi þegar fólksbílar óku um sveitir Eyja- fjarðar og þóttu hið mesta furðu- verk. Fólkið við orfið og hrífuna skildi ekki hvernig nokkur gat leyft sér að aka um sveitir lands- ins um hábjargræðistímann, að- eins sér til skemmtunar. Það tók heilan dag að fara til Akureyrar með hest og kerru, en bíllinn ók um með leifturhraða, að fólki fannst. Bílstjórar voru hetjur þess tíma og ungir menn voru eðlilega spenntir fyrir bílnum og ég var engin undantekning," sagði Gísli Ólafsson í spjalli við blaða- mann fyrir skömmu. „Ég flutti til Akureyrar í maí 1928 og hóf að stunda þá vinnu sem til féll og meðal annars hóf ég að aka vörubíl fyrir Georg Jónsson, en hann átti tvo slíka. Það var svo árið 1931 að Krist- ján Kristjánsson á Bifreiðastöð Akureyrar bauð mér að taka við Buick í því skyni að hefja til- raunaferðir suður. Það þótti vel boðið og ég greip tækifærið. Um var að ræða sætaferðir og stefnt var.á áætlunarferðir. Fyrirhugað var að nota tvo Buick-bíla í ferð- irnar. Þetta voru sterkbyggðir bílar, tóku 6—7 farþega: einn sat frammí, tveir á stólum og þrír afturí, en oftar en ekki voru bílar yfirhlaðnir af farangri og fólki. Steingrímur Kristjánsson ók hin- um bílnum. Árið 1930 voru farnar ferðir á bílum á Alþingishátiðina. Fjöldi fólks fór suður, en þessi för, þó erfið og illfær væri, opnaði mönnum sýn um möguleika á bíl- ferðum suður til Reykjavíkur. Kristján fýsti að reyna að koma á föstum ferðum og hóf samvinnu við Steindór Einarsson, bíleig- anda í Reykjavík. Fyrsta ferðin var farin í júní 1931, fyrr var leiðin ekki fær. Það var farið klukkan sjö að morgni og ekið sem leið lá að Bakkaseli, um 50 kílómetra leið og þar var drukkið kaffi. Síðan var farið sem leið lá upp á Öxnadalsheiði. Hrikalegt þótti að aka svokallað- an Giljareit, þverhnípið blasti við og aka þurfti eftir þröngum sneið- ingum. Farþegum var oft um og ó, því ef þeir gægðust út gein gljúfr- , ið við. Giljareiturinn var alræmd- ur og iðulega krafðist fólk þess að ganga fremur en sitja í bílnum. Éftir ferð milli Akureyrar og Reykjavíkur varð útlendingi ein- um að orði, að í æðum íslenskra Qísli Ólafsson viA Buickinn. bílstjóra hlyti að renna kalt blóð. Honum hafði þótt alveg nóg um. Vestan heiðarinnar var Norð- urá í Norðurárdal en hún var brúuð. í þessum fyrstu ferðum var stansað á Víðivöllum í Skaga- firði og þar var middagur snædd- ur. Ég minnist þess alltaf að litið var á farþega sem gesti og mikið var við haft. Pönnukökur bakaðar og ekkert þótti of gott handa þessum aufúsugestum. Þegar greiða átti fyrir kom vandræða- svipur á gestgjafana; þeim fannst vart viðeigandi að þiggja fé fyrir. Þessu næst var ekið á Blönduós og þar var síðdegiskaffi drukkið og ferðinni síðan haldið áfram í Grænumýrartungu í Hrútafirði. Þangað var komið undir kvöld og þar gist. Grænumýrartunga, sem nú er farin í eyði, var ekki stór- býli, en ég hef alltaf furðað mig á hvernig þau hjónin Gunnar og Ingveldur í Grænumýrartungu, komu gestum fyrir. Þau voru ein- staklega góðir gestgjafar, viður- gerningur einstakur. Að morgni var ferðinni haldið áfram og lagt á Holtavörðuheið- ina. Hún var erfið yfirferðar og víða forarpyttir. Iðulega þurfti fólk að fara út og ýta eða setja grjót í holur og þótti það ekki til- tökumál. Allir voru reiðubúnir til að taka til hendinni ef á þurfti að halda. Fyrstu ferðirnar voru farn- ar í Kalastaðakot á Hvalfjarð- arströnd og var fólkið ferjað yfir Hvalfjörðinn. Hinum megin biðu farþegar frá Steindóri og voru þeir ferjaðir yfir og við tókum við þeim og ókum þeim norður.“ — Hvenær hófust ferðir alla leið til Reykjavíkur? „Það var strax sumarið 1931. Þá hófust ferðir til Reykjavíkur um Þingvelli. Þá voru Stafholtstung- ur eknar og um Reykholtsdal og Hálsasveit, þar sem vegurinn fylgdi farvegi Reykjadalsár á löngum köflum og síðan í Húsa- fell. Næsti áfangi, Kaldidalur, var um 50 kílómetra langur. Hann var erfiður yfirferðar, enda var það svo á þessum árum að í kjölfar bílanna komu vegirnir. Langi- hryggur var ekinn en hann var oft varasamur i bleytu og varð að gæta ýtrustu gætni. Komið var niður til Þingvalla af svokölluðu Meyjarsæti, upp af Bolabás, og síðan var ekið sem leið lá um Þingvelli, upp Al- mannagjá, Þingvallaveginn og til Reykjavíkur. Hverjum manni var síðan skilað til síns heima. Síðar var Hvalfjörðurinn far- inn og þá var farið um Dragháls- inn. I fyrstu voru engar brýr yfir Laxá í Kjós og hún var erfið yfir- ferðar, botninn grýttur og vara- samur. Yfir Brynjudalsá var strengdur vírstrengur til að koma í veg fyrir að menn færu of inn- arlega en þar var djúpur áll. Margs konar útbúnaður var fund- inn upp til að koma í veg fyrir að vélin stöðvaðist í vatnsföllum. Hjá Hálsi í Kjós var mjög brött brekka og ef bílar voru mjög hlaðnir, þá þurfti fólk að ganga, en enginn kippti sér upp við það; menn voru slíku viðbúnir." Hraðferðir hófust með komu Laxfoss — Síðar var ekið í Borgarnes. Já, það þóttu mikil tíðindi þeg- ar hraðferðirnar svokölluðu hóf- ust; það er eins dags ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur. Það var þegar Laxfoss hóf siglingar milli Reykjavíkur og Borgarness og síðar Akraness. Borgfirðingar keyptu Laxfoss til að beina fólks- straumi til staðarins. Þá var hraðferðum komið á, en jafn- framt var haldið áfram tveggja daga ferðunum. Þegar hér var komið sögu var farið á stærri bíl- um. Þá var Buick-inn orðinn allt- of lítill og þá lét Kristján byggja yfir Ford, sem tók 14 manns. Jafnframt kom Studebaker-inn til sögunnar, fyrst 18 manna og síðar 22 manna. Laxfoss varð að sæta sjávar- föllum og því var oft mikil spenna að ná skipinu, því það varð að sigla frá Borgarnesi áður en fjar- aði. Mikil pressa var á mönnum og álagið á bílstjóra mikið. Mér er minnisstæð ferð þegar litlu mun- aði að við misstum af Laxfossi. Við vorum á tveimur bílum og tókum við fólki við Öxnadalsbrú, sem þá hafði skemmst í vatna- vöxtum. Ekki var benzín að hafa í Bakkaseli og því fengum við benz- ín sent frá Akureyri í brúsum. Síðan ókum við sem leið lá vestur á bóginn, en þegar kom á Öxna- dalsheiði fór vélin að ganga skrykkjótt og mér varð ljóst, að bilun var í eldsneytiskerfinu. Við vorum ekki óvanir að hreinsa benzínstíflur, svo ég skrúfaði benzínrörið frá og blés í gegn og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.