Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 14
<u
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
BWMr
IBIZA er lítill sérstakur heimur þar sem allir geta
fundið sumarleyfi við sitt hæfi.
Fjölskyldur - einstaklingar - hópar.
Athugið sérstakar ferðir fyrir ungt fólk.
Sér gististaðir / Sér fararstjóri / Sér skoðunarferðir
Spurðu þá sem reynt hafa og komdu með til IBIZA
25. maf 15. júnf 6. júlf 27. júlf 17.ágúst 7. sept. 28. sept.
2og3vlkur 2og3vfkur 2og3vikur 2og3vikur 2og3vlkur 2og3vlkur 2og3 vikur
Tryggðu
URVAL
AUSTURVÖLL ® 26900
Ðj
íCl
^ll
22.aprfl 18. ma; 25. mat 8. fúni 15. }uní 29jum 6.juli 20. juii
27dagar 1og3vikur 2vikur 1og3vikur 2víkur 1og3vikur 2vikur log3vikur
27. juli 10. ágúst 17.agust 31 agust 7 sept 21.sept. 28. sept. 12 okt
2vikur 1og3vikur 2vikur 1og3vikur 2vikur 1og3vikur 2vikur 3vikur
Tryggðu þér far strax í dag
Agnar klir til fluga á Raykjavfkurflugvafli.
uninni tók hann og fór með heim
til sín; tók sér nú lengri frest —
þrjá daga. Að þeim liðnum var
hann ekki einasta búinn að taka
ákvörðun, heldur safna nægu
hiutafé, búinn að setja öll sín há-
spennuhjól í gang og hafði mig við
hlið sér sem tæknilegan ráðunaut
dag eða tvo og fól mér að annast
kaup á vélinni og útvega hag-
kvæma tryggingu á henni erlend-
is.
Daginn eftir, 3. júní, var Flugfé-
lag Akureyrar, síðar Flugfélag ís-
lands, formlega stofnað, og í
stjórn kosnir Vilhjálmur Þór,
Guðmundur Karl læknir og
Kristján Kristjánsson bifreiða-
rekandi.
Þarna var stofnað fyrsta flugfé-
lagið á íslandi sem hélt lífi og það
hefur ekki dáið síðan,“ sagði Agn-
ar, „en fyrsta flugfélagið var
stofnað árið 1919 að frumkvæði
þeirra Halldórs Jónassonar á Eið-
um og Garðars Gíslasonar og ann-
að flugfélagið með nafninu Flug-
félag Islands var stofnað árið 1928
af Alexander Jóhannessyni."
Þá var það spurningin um
þróunina í stjórnkerfinu?
„Þegar ég varð flugmálaráðu-
nautur ríkisins 1936, setti ég á
stofn flugmálastjórn og loftferða-
eftirlit. Axel Kristjánsson var þá
orðinn verkfræðingur og ég fékk
hann til að fara til náms varðandi
skoðun flugvélar í flugvélaverk-
smiðjum danska ríkisins. Hann
varð síðan fullgildur flugvélaskoð-
unarmaður hér heima árið 1937.
Þá þýddi ég danskar reglugerðir
af alþjóðlegum reglum varðandi
flug og gaf í framhaldi af því út
fyrstu flugskírteinin til Sigurðar
Jónssonar og Björns Eiríkssonar,
en ég var sá þriðji í röðinni. Það
voru fleiri sem höfðu lokið flug-
námi og voru orðnir flugmenn án
þess að hafa i höndum öll gögn. í
hópi fyrstu flugmannanna voru
þeir Helgi S. Eyjólfsson og Eggert
Briem og ég reyndi að fá Helga til
þess að taka þau próf sem vantaði
upp á til þess að hann fengi skírt-
eini, en hann var þá kominn í aðra
vinnu og orðinn afhuga þessu enda
leit ekki vel út með atvinnu í flugi
þá. Hann hafði lokið flugnámi í
Kanada, en kanadísk yfirvöld gátu
ekki veitt honum prófskírteini
vegna reglna varðandi útlendinga.
Við Helgi flugum hins vegar oft
saman, en hann slapp við prófið.
Einu sinni fór hann með mér í
sjúkraflug í Selvoginn. Við lentum
langs eftir úthafsöldunni, en á
augabragði vorum við komnir
ofan í öldudal og þannig þeystum
við upp og niður, ýmist blasti
landið við eða öldutopparnir þegar
við hurfum niður í öldudalina. Ég
var sannfærður um að vélin hefði
þetta ekki af þótt við gætum hugs-
anlega bjargað lífinu. Við urðum
að andæfa með hreyílinum og því
var ekki unnt að drepa á honum,
enda hefðum við þá skjótt lent
uppi í fjöru. En það tókst að halda
í horfinu og bátur kom með sjúkl-
inginn. Þótt eðlilegast hefði verið
að snúa frá, þá hugsa menn ekki
þannig í sjúkraflugi og það var
mikið basl að koma sjúklingnum
um borð. Bát og flugvél stafaði
mikil hætta hvoru af öðru og oft
munaði aðeins hársbreidd að
stefni bátsins færi í gegn um
flugvélarvænginn. Þegar sjúkling-
urinn var loks kominn um borð
var ekki björgulegt með framhald-
ið, því vélin hneig og reis í sífellu
og kul vantaði til flugtaks. En við
urðum að komast fram hjá skeri
nærri landi. Við Helgi vorum að
gefa upp alla von þegar skyndilega
kulaði af austan. Eg valdi öldu-
hrygg til flugtaks upp I vindinn og
hreyfillinn fékk fullt vélarafl.
Ölduhryggurinn bar mig óðfluga
að landi, að skerinu nú sem braut
á og það stóð glöggt, við áttum
örfáa metra eftir á skerið þegar
vélin hóf sig til flugs, en Helgi
fullyrðir hins vegar að flot flug-
vélarinnar hafði öslað í gegn um
brimlöðrið á skerinu þegar flug-
takið tókst."
Ég spurði Agnar hvort mótlæti
stjórnvalda hafi ekki reynt á bar-
áttuviljann.
„Maður varðist því með því að
byggja sig upp, halda áfram skref
fyrir skref að ákveðnu marki. Ég
setti mér strax að það skipti öllu
máli í þessari baráttu að standa
fjárhagslega skynsamlega að öllu
sem í yrði ráðist og undirbjó mig
til þess. Ég var aðstoðarflugmaður
hjá DDL í Danmörku 1936 og fór
um leið í flugrekstrarnám. Þeir
opnuðu allar dyr fyrir mér þar og
mér var að lokum boðið fast starf
hjá þeim, með ráðherralaunum, en
ég ætlaði mér heim, það var
ákveðið, og launin í þjónustu
flugsins urðu 167 kr. á mánuði,
hálf verkamannalaun. Þetta þýddi
stanzlaust at, stofnun félaga, sam-
vinnu við blaðamenn, fyrirlestra-
hald og viðræður við ráðamenn, en
eftir núll undirtektir hjá peninga-
mönnum í þrjá mánuði varð ég að
komast út og draga að ferskt loft,
bera saman bækur mínar við
menn sem litu á flug sem alvöru-
mál og þannig gekk þetta upp og
niður, ég lét orkuna leiða út hér
heima, en fór síðan út til þess að
hlaða mig upp fyrir næstu lotu.
Haustið 1937 var ég aðstoðarflug-
maður hjá Lufthansa í póst- og
fraktflugi að næturlagi milli
Múnchen og Parísar, en þegar ég
var kominn heim trúði ég eigin-
lega ekki því sem ég mundi, það
var svo langt á milli þess sem átti
sér stað úti og hér heima í flug-
þróuninni. Til þess að missa ekki
trú hélt ég áfram að mennta mig
erlendis. Ég var alltaf staðráðinn í
því að þegar á reyndi skyldu hlut-
irnir ganga upp, Guð almáttugur
verndaði mig og þetta gekk. Ég
man til dæmis að ég fékk svo
mikla peninga fyrir póstflug á
TF-ÖRN í einni ferð, að það hljóð-
aði upp á 10% af ársrekstri Flug-
félagsins. Þetta var erfitt flug að
vetrarlagi og það stóð í þrefi um
það í fyrstu, en þeir létu sig og
þessi vinnustíll varð ugglaust til
þess að Flugfélag Akureyrar bar
sig fyrsta árið. Þarna var í fyrsta
skipti haldið uppi flugi allt árið.
En þá kom babb í bátinn, við
máttum ekki sýna gróða, því þá
vofði aftaka skattheimtunnar yfir.
Fyrningar voru því hækkaðar í
bókhaldinu og síðan er það sorgleg
reynsla í 46 ár að ekkert má vera
yfir núlli á Islandi, allir eiga að
vera ríkisþrælar, það er óhugnan-
legt.“