Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 22

Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 22
102 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 „Við sögðum alltaf, að ef einhver maður hefði fengið jarðræktarstyrk, mætti lenda hjá honum“ — segir Sigurður Jónsson (Siggi flug) fyrsti flugmaður Islendinga í samtali við Mbl. Ohætt er að segja, að Sigurður Jónsson sé í hópi frum- kvöðlanna á sviði farþegatlugs hérlendis. Sigurður er fyrsti flugmaður íslendinga, hélt til flugnáms í Þýzkalandi aðeins 18 ára gamall, og er byrjaður að íljúga með farþega í byrjun sumars 1930. Hann tekur þátt í byrjendastarfinu, frumraun- um áhugamanna, sem voru fullir af eldmóði, en urðu að leggja árar í bát þegar Ijóst varð,.að flugfélag yrði ekki rekið á áhuganum einum. „Okkar erfiðleikar, númer eitt, tvö og þrjú, voru peningaleysi. Það er svo einfalt, peningaleysið gerði út um félagið. Og þótt alþingis- menn og ráðherrar þættust okkur hiiðhollir, þá samþykktu þeir á endanum að leggja bæri flugfélag- ið niður," sagði Sigurður, eða Siggi flug, eins og hann er bezt þekktur, í samtali við blaðamann. „Ég man til dæmis vel eftir því, eftir þingrofið 1931 og rétt fyrir kosningarnar þá, er við Björn Ei- ríksson flugum bjarta sumarnótt- ina norður að Blönduósi til að sækja þangað Tryggva Þórhalls- son, Klemens, son hans, Ólaf Thors og Kristján Guðlaugsson, er síðar varð forstjóri Loftleiða. Tryggvi var orðinn heilsutæpur og með slæmsku í sér, var hræddur við að fljúga, þetta var fyrsta flug- ferð hans. Hann var þó lukkulegur þegar við lentum í Búðardal, þótt hann hefði orðið eitthvað hræddur á leiðinni, og þegar hann stígur frá borði, klappar hann á öxlina á mér og segir: „Ja, Sigurður minn. Það verður munað eftir Flugfélag- inu á næsta þingi.“ Hann lofaði þarna upp í ermina á sér. Það var mikil ólga í stjórnmálunum og allt í upplausn. Hann stóð ekki fyrir því, en samþykkti með öðrum að leggja Flugfélagið niður á næsta þingi. Og það var gert með pompi og prakt og lófataki. Ég setti Tryggva og Klemens af í Búðardal, en flaug síðan með Ólaf og Kristján til Reykjavíkur. Þetta var eina skiptið sem ég flaug með Ólaf og það var anzi skemmtilegt, ég man það alveg sérstaklega. Það var að því leyti, að þeir voru með einhverja glætu í einhverjum fleyg með sér, Krist- ján og hann, aftur í farþega- klefanum og voru eitthvað að myndast við að skála við okkur, sem sátum aflokaðir framan við farþegaklefann. Svo lentum við um miðja nótt inni í Vatnagörðum og þar vildi Ólafur Thors endilega gefa okkur hundrað kall, sem voru miklir peningar þá. „Þið fáið ykk- ur einhvern tíma flösku, strákar, því að við Kristján vorum svolítið að gleðja okkur þarna aftur í, en þið hafið aðeins fengið reykinn af réttunum," sagði hann við okkur. Þeir Kristján stauluðust síðan upp á veg og urðu sér úti um far með einhverjum bíl inn í bæ, þeir gátu ekki hringt úr Vatnagarðaskýlinu, þar var enginn sími, og reyndar ekki neitt, hvorki vatn né hiti. Við reyndum mikið að fá Jónas á Hriflu upp í flugvél hjá okkur, bezt að það komi fram. Hann kom aldrei, þorði það ekki, þorði ekki að fljúga fyrir sitt litla líf. Jónas var hinn sterki maður á Islandi á þessum árum. Og ég er sannfærð- ur um, að ef við hefðum komið honum upp í loftið og farið með hann eitthvað, að maður tali nú ekki um ef við hefðum getað farið með hann norður í Þingeyjarsýslu, þá hefði hann lagt sig eitthvað fram um að liðsinna Flugfélaginu. En hann þorði aldrei. Nú, maður flaug svo sem með marga kunna menn og ágæta, m.a. man ég eftir Einari á Eyrarlandi, sem var ráðherra með þeim Tryggva og Jónasi. Alexander flaug mikið með okkur, fram og aftur, hann var alveg óhræddur við allt.“ — Ekki hefur öllum litizt jafn vel á að fljúga, treystu allir þessum „stráklingi'* fyrir lífi sínu og limum? „Ég varð nú eiginlega aldrei var við neitt vantraust í sjálfu sér, en þó er ekki víst, að allir hafi stigið um borð án einhverra efasemda. Þó man ég eftir einni konu, sem gerði sér alveg sérstaka ferð heim til mín til þess að skoða mig. Þetta var Anna Ásmundsdóttir, hún rak hattaverzlun í Reykjavík. Hún hafði keypt hlutabréf í Flugfélag- inu hjá Álexander og vildi endi- lega fljúga. Hún ætlaði á Alþing- ishátíðina, og kom svo kvöldið áð- ur heim til mín tii að sjá kauða, sem átti að fljúga með hana dag- inn eftir. Eftir Alþingishátíðina flaug ég með Jón Sveinsson, Nonna, þann fræga mann, til Akureyrar. Hann hafði verið á hátíðinni í boði ríkis- stjórnarinnar, langaði til Akur- eyrar, var Akureyringur eins og allir vita, og flaug ég með hann fram og aftur. Með honum var strákur, sonur forleggjara hans í Þýzkalandi, ungur maður, 12—14 ára. Pabbi hans hafði leyft honum að fara með pater Jóni Sveinssyni til Islands. Ég man vel eftir kall- inum, hann var óhræddur, en dá- lítið kulvís, var með herðasjal, ósköp rólegur kall og indæll, en lítt mannblendinn. Við ræddum saman á þýzku, hann skrifaði all- ar sínar bækur á þýzku. Hann hafði gaman af að skoða landið úr lofti, var djúpt snortinn af öllu saman. En ég man vel eftir því, að hann var upptekinn af því liðna, var allur í því liðna, það var alveg greinilegt. Þá var það, að ég kom einu sinni til Raufarhafnar og með mér var Gísli heitinn Ólafsson Landsima- stjóri. Við ætluðum að fá að síma og spyrjast fyrir um veðrið niðri á fjörðum, en stúlkan á símanum sagði, að stöðin yrði ekki opnuð fyrr en klukkan tvö eða þrjú. Ég sagðist nú vera með sjálfan Landsímastjórann með mér og spurði hvort hún gæti nú ekki opnað fyrir hann. Það kom mikið fát á aumingja stúlkuna, en hún opnaði strax fyrir okkur, og Gísli, i Jt > rri j :'i o:in mi) af sinni alkunnu ljúfmennsku, brosti að öllu saman. Mér er líka eftirminnilegt flug á Klemminum í byrjun ágúst 1939, er ég fór með Pálma Hannesson inn að Grænalóni, þar sem hann var að athuga hlaup úr lóninu, er kom út í Súlur. Við lögðum upp frá Sandskeiði, héldum að Klaustri, þaðan til Fagurhólsmýrar og Hornafjarðar með póst. Komum við á Fagurhólsmýri í bakaleið- inni, áður en við héldum upp að Grænalóni, þar sem við lentum á litium bletti, sem nú er horfinn undir grjóthrun úr fjallshlíðinni. Ég held, að þarna hafi ég lent meistaralendingu, og Pálmi hældi mér á hvert reipi í bók sem hann síðar skrifaði. Ég hafði lítið pláss til að athafna mig á, en maður kunni orðið á Klemminn eins og hann væri mótorhjól, lenti honum hvar sem var. Við sögðum alltaf, að ef einhver maður hefði fengið jarðræktarstyrk, mætti lenda hjá honum. Klemmurinn var hörkugóð flug- vél, fór ég á honum í alls konar leiðangra til þess að finna lend- ingarstaði hér og þar á landinu. Þannig man ég eftir því að einn daginn lenti ég á mörgum stöðum í Landssveit, annan dag á mörgum stöðum á Mýrum, uppvið Fiski- vötn, við Landmannahelli, og þannig mætti lengi telja. Einnig togaði ég oft svifflugur á loft á Klemminum og flaug listflug á honum við ýmis tækifæri. Já, og mig langar að segja þér frá túr sem var alveg sérstakur. Það var 18. júlí 1939 er ég flaug með þýzka veðurfræðinginn Dr. Nusser frá veðurstofunni í Ham- borg. Hann ætlaði að mæla hvað Dyngjujökull hafði hopað, hugðist fara að Mýri í Bárðardal, og þaðan á hestum að jöklinum, en frétti af þessari einu flugvél sem til var á Islandi þá, og fékk okkur til að fljúga með sig þarna inneftir. Ég flaug með hann, og lenti á mjög sléttum söndum fyrir norðan jök- ulinn, eftir rúmra tveggja stunda flug frá Reykjavík. Þessi sandur varð síðar mjög þýðingarmikill, er Grumman- og Anson-flugvélar lentu þar er fólkinu var bjargað af Vatnajökli eftir Geysisslysið. Meðan Nusser mældi jökulinn, beið ég við flugvélina, en er mér þótti hann búinn að vera nógu lengi, blés ég í flautu eina, sem var ætíð í vélinni, og hann kom strax til haka. Nú, það var álitið, að þetta væru eintómar njósnir, dr. Nusser kom hingað skömmu fyrir stríð. Því var haldið fram, að Þjóðverjar hefðu ætlað að lenda þarna á sandinum fyrir norðan Vatnajökul í hernaðarlegum tilgangi, en ég held það hafi verið af og frá, hann var hér bara við vísindastörf." — Varst þú aldrei bendlaðtir vió Þjóóverja á stríóstíma? Nú læróir þú á sínum tíma í Þýzkalandi. „Nei, og það var nú dálítiö gam- an að því. Bretarnir voru að taka alla mögulega menn fasta, eins og til dæmis Níels Dungal, alls konar kalla, sem höfðu eitthvað sam- band átt við Þýzkaland. En ég var aldrei nokkurn tíma tekinn fyrir, aldrei. Ég var alltaf að bíða eftir þvi, en þeir hafa sennilega haft um mig alveg hreinar skýrslur. Kafteinn White stjórnaði þessum handtökum, hann var snarvitlaus og sá nazista í hverju horni. Ég fékk aldrei á mig neinn nazista- stimpil. Þegar ég kom heim 1930, gekk ég aldrei í neinn félagsskap, Germaníu eða svoleiðis, lét það allt eiga sig, og ég slapp heim áður en rallýið byrjaði hjá Adolfi sál- uga, 1933. Á stríðstímanum flaug ég mikið fyrir Bretana, bæði með offisera og póst. Ég man til dæmis eftir því er við Örn 0. Johnson flugum á sitthvorri flugvélinni norður, stútfullum af pósti. Það var stafl- að í þær alveg upp í loft, þannig að við urðum að skríða inn í þær um glugga að framanverðu til að kom- ast í sæti okkar." — Var ekki lítió um öryggistæki í fluginu á upphafsárum þínum i sam- anburói vió þaó sem vió nú þekkj- um? „Ja, þegar ég byrjaði 1930, voru engin öryggistæki fyrir flugið á jörðu niðri. Við höfðum þessi vanalegu öryggistæki í flugvélun- um, en flugvellir voru engir. Nú eru í landinu tugir skrásettra lendingarstaða, sem ég átti á sín- um tíma þátt í að finna út, og auk þess fjöldinn allur af fjarskipta- stöðvum, sem hjálpa flugvélum á einn eða annan hátt. Flugmaður- inn er því aldrei einn í loftinu, það er fjöldinn allur af mönnum sem aðstoða hann á jörðu niðri og gefa honum upplýsingar, sem auðvitað var ekki fyrir hendi, þegar ég byrjaði. Þá var sá munur á aðbún- aði flugmanna, þá og nú, að á sín- um tíma sátum við í opnum klefa, með veður og vind í fangið. Okkur var þó sárasjaldan kalt, enda mjög vel klæddir, en nú sitja flugmenn í hálfgerðum hægindastólum í klef- um sínum og hafa það notalegra." — Þið uróuö alltaf aó fljúga sjón- flug ug gátuð ekki flogió nema þegar veöur var gott, ekki rétt? „Það er rétt. Við flugum ein- göngu sjónflug, þekktum ekki blindflug 1930 og 1931. Það var af- skaplega oft sem við þurftum að fresta flugi, það er ekki hægt að bera þessa tíma saman við það sem gengur og gerist nú til dags, þótt ennþá megi betrumbæta. Einnig urðum við oft að snúa við, ef þoka var á leiðinni og lágskýjað. Þá flugum við aldrei ofar skýjum, og ekki þekktum við ísingu, utan það er við Gunnar Jónasson for- stjóri, sem þá var vélamaður, ætl- uðum einu sinni upp úr skýja- drasli í Eyjafirði, því við vissum að það var bjart fyrir sunnan. Þá hlóðst á okkur mikil ísing og allt var að fara til andskotans, svo við urðum að hætta við og fara niður aftur. Þar sem aldrei var reynt að fljúga í vitlausu veðri, lenti maður sjaldan í vandræðum vegna veðra og vinda. Þó var ég einu sinni að i i ;i' i.:;|m nuiji j i) Lfci «| tni sækja farþega á Veiðibjöllunni til Ólafsfjarðar. Þetta var gömul vél á gömlum flotholtum og þoldi hún ekki sjóganginn í Ólafsfirði, sjór- inn var meiri en virtist, flotin svignuðu upp og flugvélin var hér- umbil sokkin. Við fengum mótor- bát og drógum vélina til Akureyr- ar, þar sem hún var lagfærð. Stundum var veðrið of gott og við gátum ekki flogið. Þegar logn var og sjór sléttur, fengum við ekki loft undir vængina eða flotin og flugvélarnar komust ekki á loft. Það kom fyrir. Bezt var þegar ör- lítið gáraði á haffletinum. Það kom einstöku sinnum fyrir 1930, að til þess að koma annarri vélinni í loftið, létum við aðra fara eftir sjónum og hin kom svo í kjölfarið og fékk gust frá fremri vélinni og komst þannig í loftið." — Var flogið með ströndinni á þcNKum árum, eöa yfir landi, eins og nú er gert? „Nei, við flugum sjaldan yfir land. Flugum mest yfir sjó, enda á sjóflugvélum. Flugleiðin til Akur- eyrar var þannig, að fyrst var flogið til Stykkishólms, þar sem teknir voru farþegar eða settir af, þaðan flogið fyrir framan Klofn- ing, inn í Gilsfjörðinn, um Bitruna og síðan tekin stefna á Vatnsnes og Skaga og lent á Siglufirði, sem var afleitur staður að lenda á, því þar var alltaf mikill sjógangur. Frá Siglufirði var síðan flogið inn Eyjafjörð til Akureyrar. Heildar- flugtíminn til Akureyrar gat orðið upp í rúmar þrjár klukkustundir, einkum ef skyggnst var um eftir síld á leiðinni, sem við gerðum oft.“ — Segöu mér meira af síldarleit- arfluginu. „Ég fór mitt fyrsta síldarleitar- flug 6. júlí 1930, frá ísafirði, með- fram Hornströndum og þar í grenndinni. Það voru gerðar til- raunir til síldarleitarflugs í viku- tíma 1928, og mun það hafa verið 14 | -II ns . i * 111 i. i.» .n i . 11 < i tsnt )i-*Hí t j)4 rjxl I I »< ./ I 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.