Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 10
90 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 í æðum íslenzkra bílstjóra hlýtur að renna kalt blóð sneisafullur af fólki. Þetta var gert til að ná farþegum. Sem dæmi um samkeppnina, þá minnist ég að einhverju sinni er við komum í Hrútafjörð til að gista þar, að þá. var þar fyrir Steindórsbíll. Eg spurði hvenær fyrirhugað væri að leggja af stað að morgni. Jú, fyrirhugað var að leggja af stað klukkan átta. Við tilkynntum okkar farþegum að lagt yrði af stað klukkan hálf átta, ástæðan var sú að við höfð- um laus sæti og því brýnt að verða á undan til að fylla bílinn. Við lögðum svo af stað eins og fyrirhugað var. Þá hugðist bíl- stjóri Steindórs kveðja sína far- þega til farar en þeir sögðu blátt nei; ákveðið hafði verið að leggja upp klukkan átta og því yrði ekki haggað. Hitt er svo, að þó sam- keppnin hafi verið hörð, þá var persónulegt samkomulag öku- manna sjálfra ávallt gott.“ — Starf ökumanna var eftirsótt, en var það ekki erfitt? „Jú, býsna erfitt og það var ekki á allra færi. Alagið var gífurlegt, bílar þess tíma voru engar lúx- uskerrur, vegir slæmir, margar hindranir, sem þurfti að yfirstíga. Þá þurftu bílstjórar að gera sjálf- ir við bilanir. Eg þurfti einu sinni að skipta um afturöxul í snjó- skafli á Vatnsskarði. Einhverju sinni brotnaði hjöruliður í brekk- unni austan Bólstaðahlíðar. Eg var svo heppinn að hafa slíkan með og gerði við bilunina og hélt áfram för minni. Afturöxull brotnaði hjá mér í forarpytti á Holtavörðuheiði. Til að koma afturóxli fyrir þurfti að lyfta bílnum upp úr leðjunni og það tókst. Þetta var hluti af starf- inu og það þótti sjálfsagt og eðli- legt að gera við bilanir. Þá olli bílveikin oft vandræð- um. Iðulega veiktist fólk og varð þá að stöðva svo það gæti kastað upp. Einkum bar á bílveiki þegar við tókum fólk í Borgarnesi. Það hafði þá komið með Laxfossi og var oft hálfsjóveikt. Bílarnir hossuðust upp og niður og liðan fólks versnaði fljótt. Fólk var óvant hristingi og erfiðum ferð- um, þannig að ekki var óeðlilegt að bílveikin gerði vart við sig.“ sinnar, svo hrein unun var á að hlýða. Umræðuefnið var það sem fyrir auga bar; sögusviðið var ljóslifandi fyrir mönnum á meðan sögur voru sagðar. Já, vissulega — það fór vel á með mönnum og alltaf voru far- þegar reiðubúnir að aðstoða, ýta ef þess þurfti með, fylla í holur ef þess þurfti með, ganga ef þess þurfti með — samkennd og vin- átta voru í fyrirrúmi. Eitt sinn þurfti að lagfæra á leið okkar á Vatnsskarði. Farþegar þurftu sem oft áður að taka til hendinni og mér er minnisstætt, að meðal farþega var séra Jón Thoraren- sen. Hann var hamhleypa til verka og kunni verklagið gjörla. Ég hafði orð á þessu og þá kom á daginn, að hann hafði verið í vegagerð á námsárum sínum." — Urðu aldrei alvarleg slys í ferð- um milli Akureyrar og Reykjavíkur? „Nei. Bílstjórar voru þraut- þjálfaðir, við þekktum tæki og vegi vel og fórum varlega að öllu. Ég minnist þess, að einhverju sinni fór ég um Klifið á Öxna- dalsheiði að haustlagi. Svell var á veginum og fljúgandi hálka. Til þess að bíllinn yrði stöðugri hleypti ég talsverðu lofti úr hjól- börðunum og að sjálfsögðu var ég með keðjur. Þannig ók ég yfir Klifið, en farþegarnir gengu. Á eftir varð ég svo að dæla í hjólin aftur með handdælu, en það var bæði seinlegt verk og erfitt. Við sýndum alltaf fyllstu gætni og vorum svo lánsamir, að aldrei bar neitt verulega út af. Einu sinni sem oftar fór ég um Bakkaselsbrekkuna í Öxnadal að morgni og ákvað að fara ekki niður brekkuna án þess að setja keðjur undir bílinn þegar ég færi brekkuna aftur að kvöldi. Við vor- um nokkrir í samfloti og ég var aftastur í röðinni. Þeir sem á und- an voru fóru niður brekkuna án þess að setja keðjur á bílana. Ég hins vegar stansaði, setti keðjur undir bílinn og ók niður brekk- una. Nú er ég alls ekki að segja, að menn hafi sýnt óvarkárni með því, að setja ekki keðjur undir bíl- ana. En í þessu tilviki hafði ég ákveðið að setja keðjur undir bíl- inn og það gerði ég. Óvanur maður í samfloti við aðra hefði áreiðanlega farið brekkuna án þess að setja keðjur undir bílinn, annars hefði hann ef Eitt sinn þegar ég var að koma að sunnan og var í Öxnadal ná- lægt Engimýri var spurt hvar Hraun í Öxnadal væri, nánast undantekningarlaust var spurt um Hraun. Ég benti farþegum mínum á Hraun, en þá þóttist i Norðlendingur nokkur, ágætur maður, vita betur og benti á Háls í Öxnadal. Ég sagði að svo væri ekki, en hann tók það óstinnt upp og þóttist nú vita hvar Hraun í Öxnadal væri, það væri nú annað hvort. Ég vildi ekki þræta við far- þega minn, en gat illa unað að orð mín væru rengd. Svo bar þá við, að maður af næsta bæ var á gangi á veginum og ég stöðvaði bílinn og spurði hann formálalaust hvar Hraun væri. Við þekktumst vel og hann leit forviða á mig, en benti á ( „rnitt" Hraun. Ég þakkaði fyrir og ' ók áfram. Norðlendingurinn varð kafrjóður í framan og ekki var minnst meira á Hraun í þeirri ferð. Fyrir skömmu fór ég suður með áætlunarbíl, stórum og glæsi- legum vagni. Farþegar tíndust inn, settust hér og þar í bílnum en enginn sagði orð á leiðinni, — aldrei voru bæjanöfn nefnd. Bíl- stjórinn var ágætur og kunni verk sitt vel, en ferðin var heldur gleði- snauð. Hér á árum áður voru ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur sögutími út af fyrir sig; í Skaga- firði var Örlygsstaðabardagi rifj- aður upp, svo dæmi sé tekið. Sögufróðir menn voru nánast undantekningarlaust með í ferð- um og jusu úr brunnum visku Gísli Ólafsaon í Smyrli, — renniflugunni af Grunnau-gerð, aem enn er til og geymd er í flugskýlinu á Melgeröismelum. Annríki viA BifreiAastöA Akureyrar. Fólk bíAur þeas aA komaat ( bflana. Fjaar má greina Buickinn, sem fyrst var notaAur í suAurferAirnar. Mynd; E6varð 8igurg.ir.„n. — Hvar var BSA með bækistöð í Reykjavík? „Á BSÍ við Kalkofnsveg. Þetta var fyrir tíma sérleyfanna og samkeppni var hörð. Við tókum alla þá farþega sem við gátum náð í og þeir voru sóttir heim og þeim var ekið heim. Smíðað var yfir nýja bíla hjá Agli Vil- hjálmssyni og því verki lauk oft löngu áður en fært var orðið norð- ur að vori. Þess vegna stunduðum við akstur á þessum bílum fyrir sunnan með allt sem til féll, m.a. skólaferðir um Vestur- og Suður- land allt austur í Vík í Mýrdal. Ég var eitt sinn sendur suður með skipi; fór með Drottningunni suður og bíllinn var á þilfarinu. Þetta var gert til að afla verkefna. Ég fór nokkrar ferðir með menn austur að Sogi þegar virkjunin þar var í byggingu og áfram mætti telja. Ég fór mikið um Suð- urland, en hins vegar minna um Þingeyjarsýslur og austur á Firði. Þó kom það fyrir. Menn unnu vel undir stjórn Kristjáns á BSA Menn urðu að sýna útsjónar- semi og fyrirhyggju og ósérhlífni til þess að reksturinn borgaði sig. Kristján Kristjánsson byrjaði með Gamla-Ford. Hann var af fá- tæku fólki kominn, vann marg- vísleg störf, var meðal annars mjólkurpóstur. Hann komst yfir bíl, með aðstoð Ragnars Ólafsson- ar, konsúls, held ég megi segja. Ragnar sá hvern mann Kristján hafði að geyma. Kristján var feikilegur vinnuhestur, var kom- inn upp klukkan sex á morgnana og var við þegar bílar komu að kvöldi. Dró aldrei af sér og undir hans stjórn var ávallt vel unnið. Þá unnu menn eins og vinna þurfti og eftirvinna í því formi sem nú tíðkast þekktist ekki. Kristján byrjaði smátt en umsvif- in jukust jafnt og þétt. Póststjórnin tók síðar við flutn- ingum milli Akureyrar og Reykjavíkur og Kristján hætti. Það stóð ekki lengi, því að mér er nær að halda að kostnaðurinn hafi orðið meiri en hagnaðurinn af ferðunum. Frumherjastarf Kristjáns hafði byggst á ósér- hlífni; vinnu og aftur vinnu. Svo fór að sérleyfið var boðið út og einkaaðilar tóku aftur við flutn- ingunum." til vill þótt sýna hugleysi. Það sem ég á við með þessu er, að vegna þess að ég var gamall í hettunni, hafði ekið um margra ára skeið, þá gat ég leyft mér að fara mínu fram hvað sem hinir gerðu, án þess að það væri talið merki um kjarkleysi. Víða þurftu menn að sýna gætni, þar sem veg- ir voru beinlínis hættulegir og því var fólki ekki sama hver ökumað- ur var hverju sinni og lögðu bæði BSA og Steindór áherzlu á að hafa reynda ökumenn og góða bíla og var það óspart auglýst. Kynni tókust sem entust fyrir lífstíð — Fór vel á með fólki? „Já, mikil ósköp — kynni tókust sem entust fyrir lífstíð. Öku- maður þurfti að þekkja vel til staðhátta, þess var beinlínis kraf- ist. Ég þekkti nöfn flestra bæja á leiðinni mjlli Akureyrar og Reykjavíkur, það var helst í Kræklingahlíðinni fyrir norðan Akureyri að mig rak í vörðurnar. Bæði var, að þar voru mörg býli hvert öðru lík og eins spurði fólk lítils svona í upphafi ferðar, eða svo skömmu fyrir komuna til Akureyrar. Gítli Ólaftton. Farangur borinn yfir Oaltá í SkagafirAi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.