Morgunblaðið - 18.04.1982, Qupperneq 8
56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982
Frá Mausundvær
Guðjón leikur sér á ný með boltann heima I Borgarnesi.
(Ljósm. Mbl.: Helgi Bjarnawon.)
EINS og Morgunblaðið hefur
skýrt frá, þá hefur Guðjón í Borg-
arnesi nú endurheimt boltann sinn
eftir ferð yfir hafið til Noregs.
Nánar tiltekið fannst boltinn (
Mausundvær, sem er í Lofot-eyja-
klasanum.
Ola Flyum, kennari við
barna-og unglingaskólann í
Mausundvær, hefur skrifað
Morgunblaðinu bréf og segir
hann þar meðal annars, að
drengurinn, sem fann boltann,
heiti Egil Berge og sé 15 ára.
Egil gengur í 9. bekk skólans, en
faðir hans er sjómaður. Á hann
bát, sem ber nafnið Egil junior.
„Dag nokkurn fóru Egil og
faðir hans á bátnum til að leita
að rekavið og það var þá sem
þeir fundu boltann á smáeyju
nokkru fyrir sunnan Mausund-
vær. Þannig stóð á, að áttin
hafði verið vestlæg í nokkurn
tíma á undan, en þá er einnig
von um mestan rekavið," segir
Flyum í bréfinu.
I Mausundvær búa um 500
manns og aðalatvinnuvegurinn
er fiskveiðar og fiskiðnaður.
Egil Berge pilturinn, sem fann boltann.
á kílómetragjaldi, innanland* og utan.
Flugmenn okkar eru flestum tinútum kunnugir á flugvöllum
'nagrannalandanna.
Margra ára reynslaí farþegafíugi og vörufíutningum.
Leiguflug
Sverris Þóroddssonar
hefur sjúkra-og
neyðarflugsvakt
allan sólarhringinn.
Við höfum bætt við fólki
á söluskrifstofuna
í Hótel Esju
Um leiö og viö b'Ojum viöskiptavini okkar velvirö-
inqar 5 ó'pægindum sem þeir kunna aö verða fyrir
vegna breytinga sem unniö er aö á söluskrifstofu
Flugleiöa í Lækjargötu, minnum viö á söluskrifstofu
félagsins í Hótel Esju. Þar er þjálfað fólk reiöubúiö til
hjálpar og aöstoöar, og oftast nóg af bílastæöum.
FLUGLEIDIR
Traust fólkhjá gódu félagi
Vegg- og loftklæðningar í miklu úrvali
nýkomnar.
Handriðaefni.
Saima-parket, finnska birki-parketiö.
Harðviður (ofnþurrkaður).
Spónaplötur.
Krossviður (sléttur og rásaöur).
Ofnþurrkaö oregon pine.
Ofnþurrkað pitch pine.
PÁLL Þ0RGEIRSS0M & C0
Ármúla 27 — Símar 34000 og 86100.