Morgunblaðið - 18.04.1982, Síða 11

Morgunblaðið - 18.04.1982, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 59 sem kom út ’41 og gerist í borginni á kreppuárunum og „Villield", sem kom út árið 1967, skömmu eftir lát Ragnheiöar, en hún skildi hana eftir í handriti. Villieldur er ofboðslega svört og beizk bók. Hún gerist á kalda- stríðsárunum í Reykjavík, á einu kvöldi og einni nóttu. Sögupersónurnar eru hjónin Oddur og Bryndís. Bókin hefst að kvöldi útfarardags Odds. Bryndís situr og hugsar aftur í tímann og rifjar upp hjónaband þeirra, sem hefur verið stormasamt, svo ekki sé meira sagt. Ekkert hefur tengt þau saman nema hatrið og engin leið út nema dauðinn. Það er ekki hægt að fullyrða að Bryndís hafi drepið mann sinn ... en hún af- stýrir heldur ekki dauða hans þó að henni sé það ef til vill fært. Það sama gildir um Hildi, aðalpersón- una í Arfi.“ Hvernig fer fyrir þeim, lausum við karlana? (Spyr blm. með önd- ina í hálsinum.) „Þessar tvær bækur hafa hlið- stæðan söguþráð," segir Dagný, segir hún. „Þetta eru svo magnað- ar heimildir um hugsunarhátt kvenna á þeim tíma sem þær eru ritaðar og af þeim mættum við hafa meira. Konur í bændasamfélaginu voru aldar upp við að vera ráðstafað í hjónaband. Heimurinn var í föst- um skorðum — guð var á sínum stað og sá vondi á sínum. Svo fer þjóðfélagið að breytast, unga fólk- ið flykkist til bæjanna og gamla fólkið hefur ekkert að segja leng- ur. Davíð yrkir um frjálsar ástir, „... að drekka nautnanna bikar í botn“, en sveitapíurnar missa fót- anna þegar þær ætla að fara að neyta þess frelsis, sem þær halda að þær hafi. Allt endar í upplausn og örvæntingu og Villieldur er há- markið. Adalsmerki góds höfundar Stundum hugsa ég með mér að ef Ragnheiður Jónsdóttir hefði lif- að þá væri hún 54 árum eldri en ég og velti því fyrir mér hvort ég sé að gera henni rétt t.il. Hvort rétt RagnheiAur Jónsdóttir „en eru í raun upphafið og endir- inn á þeirri þróun sem Ragnheiður er að lýsa í hinum bókunum. í Arfi giftist Hildur stórkaup- manninum Tómasi til fjár, til að bjarga fjölskyldu sinni frá ör- birgð. Kallinn er hjartveikur en mesta fól. Það eina sem heldur honum lifandi er mannvonskan. Líf sjö til átta manns er undir duttlungum kallsins komið og til að bæta gráu ofan á svart fær hann þá hugdettu að skilja við Hildi til að hún erfi sig ekki. Innan bókarinnar er það sem Hildur gerir því siðferðislega rétt og lesandi fordæmir hana ekki þegar hún lætur hjá líða að bjarga lífi Tómasar. Hún stofnar síðan barnaheimili fyrir peningana. í Villieldi horfir þetta allt öðru- vísi við. Þar eigast við tveir ein- staklingar á allt öðrum forsendum en í Arfi og þar er hin siðferðis- lega réttlæting á því sem Bryndís gerir mjög hæpin. Fólkið í Villieldi hefur týnt átt- unura, misst alla viðmiðun og gild- ismat. Kynslóð Bryndísar hefur losað sig við lífsmynstur foreldr- anna en getur ekki tileinkað sér þann nýja veruleika, sem blasir við þeim í veröldinni. Oddur er næmur og fíngerður maður, fullur af sektarkennd og sjálfsfyrirlitn- ingu. Sjálfstortíming hans er mjög gagnger. Bryndís er afar hörð kona, sem reisir glerveggi umhverfis sig. Bryndís vinnur af því að hún er sterkari aðilinn." Dagný lifir sig svo inn í frá- sögnina af sögupersónum Ragn- heiðar að ég spyr hana hvort ekki sé gaman að vinna að þessu verki. „Það er a.m.k. afar spennandi," sé að taka verk höfundar og fara með þau eins og hrátt skinn og hvort maður sé ef til vill að þjóna eigin skoðunum á gerræðislegan hátt. En ég held ekki,“ segir Dagný, hugsi. „Þetta er allt í bók- unum.“ Og hún bætir við: „Ég held að Ragnheiður hafi verið alveg ofsalega skörp kona. Hún segir t.d. í viðtalinu við Steinunni Briem að stundum taki persónurnar af sér völdin, hún lætur „innri lógík" ráða og þróun persónanna halda sínu striki í samræmi við hana, slíkt er aðalsmerki góðs rithöf- undar." Að lokum Dagný. Hugtakið kvennabókmenntir er vítt og ekki ber öllum saman um hvernig eigi að skilgreina það, en gerir öll þessi umræða samt ekki það að verkum að einmitt núna er góður tími til að vekja athygli á þessum bókum Ragnheiðar Jónsdóttur, sem þú segir að hafi verið þagaðar í hel á sínum tíma? „Píslarvættið er alltaf tvíeggj- að,“ segir Dagný. „En það er stað- reynd að listagóður rithöfundur eins og Ragnheiður hefur ekki notið sannmælis. Og ég efast ekki um að það er vegna þess að hún var kona, skrifaði um konur og valdi sér kvenleg viðfangsefni. Þau þóttu ekki áhugaverð en þykja það núna. Þar er kvenfrels- isbaráttunni fyrir að þakka. Þessi bók mín og t.d. það sem Helga Kress hefur verið að gera, er auð- vitað krafa um endurmat á þeim kvenrithöfundum sem við höfum." Dagný telur upp nöfn nokkurra kvenrithöfunda frá fyrri ár'um og spyr hvort ég kannist við þær all- ar, það geri ég ekki ... Viðtal: Hildur Helga Sigurðardóttir Hressingarleikfimi kvenna og karla Vornámskeiö hefjast mánudaginn 19. apríl nk. í leikfimisal Laugarnesskólans. Fjölbreyttar æfingar — Músík — Slökun. Get bætt viö örfáum nemendum. Upplýsingar í síma 33290 kl. 10—12 fyrir hádegi. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari. rrieö. úninðs' Ofninn hefur þrjár stillingar: Simmer/Smásuöa Full power/Fullur styrkur Defrost/Þýöir Hitun á ostasamlok- Kartöflur steiktar á 5 mín. Þýöir djúpfrystan mat, t.d. 200 gr. um og upphitun rétta. Kótilettur steiktar á 7 mín. kjötstykki á 4 mín., steikir eggjarétti. Örbylgjuofn meö snún- ingsdiski gerir matargerö fljótari ... betri ... og hollari Hafir þú lítinn tíma, eöa leiöist aö standa lengi yfir matargerö er örbylgjuofninn frá SHARP svariö. Meö örbylgjuhitun tekur örstund aö hita, sjóöa eöa steikja matinn án þess aö bragö eöa ilmefni tapi sér. Snún- ingsdiskur í ofninum tryggir jafna hitun. Eff tíminn er naumur. Verö aöeins 5.450- SHARP ÖRBYLGJU- OFN HLJÓMTÆKJADEILD Ijj) KARNABÆR Hverfisgata 103. Sími 25999. Utsölustaöir: Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík — Portið Akranesi — Eplið ísafiröi — Radíóver sf. Húsavík — Álfhóll Siglu- tirði — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafiröi — M.M. ht. Selfossi — Eyja- bær Vestmannaeyjum. 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.