Morgunblaðið - 18.04.1982, Page 16
64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982
Gerö Þyngd Hestöfl Skóflustærö Verö
650 HD 32,0 t. 160 hö. 1400 I. 1.607.000.-
640 HD 27,6 t. 120 hö. 1050 I. 1.401.200.-
630 HD 14,4 t. 101 hö. 750 I. 905.000.-
Gerö
TD-8 B
TD-15 C
TD-20E
Hestöfl
70 hö.
140 hö.
210 hö.
Verö
520.000,
1.450.000,
3.350.000,
Gerö
IH 530 A
IH 540 A II
IH H90E
Hestöfl
156 hö.
202 hö.
248 hö.
Verö
1.390.000,
1.800.000,
2.250.000,
í verði eru allir helstu fylgihlutir
Afgreiðslufrestur 3—4 vikur. Hafið samband við sölu-
menn okkar, sem veita allar nánari upplýsingar.
$ VÉIADEILD
SAMBANDSINS
Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900
Vegna hagstæðra samninga getum viö
boöið INTERNATIONAL vinnuvélar á mjög
goöu veröi
Vökvagröfur
(Beltagröfur)
Jaré
Amokstursvélar
Úr hinni nýju kapellu á fædingardeild Landspítalans. Glugginn, sem gerður
er af Leifi Breiðfjörð, sést vel á myndinni, en hann ásamt skírnarfontinum er
gjöf frá Ljósmæðrafélagi Reykjavíkur, en altarisstjakana gáfu börn hjón-
anna Péturs Jakobssonar prófessors og Margrétar Einarsdóttur hjúkrunar-
konu, til minningar um foreldra sina. Allur búnaður kapellunnar er til
kominn fyrir gjafafé úr ýmsum áttum, sem starfsfólk Landspítalans og
annarra ríkisspítala hefur að mestu séð um að safna. Ljósm: Krixiján ö™ Eiíuson.
Landspítalinn:
Kapella vígð á
fæðingardeildinni
Kapella var vígð á skírdag á fæð-
ingardeild Landspítalans, af herra
Pétri Sigurgeirssyni biskupi fslands.
Séra Ragnar Fjalar Lárusson sókn-
arprestur í Hallgrímsprestakalli, en í
því er Landspítalinn, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að lengi hefði
staðið til að koma þessari kapellu
upp. Notast hefði verið við herbergi
á spítalanum fram til þessa, en það
hefði verið of lítið og varla nægt til
þeirrar starfsemi sem verður í kap-
ellunni.
í kapellunni sagði séra Ragnar
að unnt væri að skíra ungabörn
áður en þau fara heún af fæð-
ingardeildinni, einnig veik unga-
börn á vökudeild, og eins myndu
sóknarprestarnir hafa viðtalstíma
í kapellunni. Þá kvað hann hana
verða opna öllum sjúklingum og
starfsfólki Landspítalans, og þar
ætti fólk að geta átt friðsæla
stund við bænir.
Kapelluna sagði séra Ragnar
vera reista fyrir gjafafé, þar sem
margir hefðu lagt hönd á plóg.
Leifur Breiðfjörð hefði gert
steindan glugga í kapelluna, einn-
ig skírnarfont og kertastjaka og
hann hefði hannað kapelluna, og
Sigríður kona hans gert altaris-
dúk. Ailt væri þetta gert af mikilli
smekkvísi, sagði sr. Ragnar, og
kvað hann það fagnaðarefni að
kapellan væri nú tilbúin og vígð.
Frá námskeiðinu í sjúkraflutningum.
LjÓNm. Mbl. Olafur.
Námskeið í sjúkraflutn-
ingum á Egilsstööum
Egilsstöðum, 6. apríl.
Um síðastliðna helgi efndu
Rauða krossdeild Fljótsdalshér-
aðs og Heilsugæslustöðin á Eg-
ilsstöðum til námskeiðs í sjúkra-
flutningum í Menntaskólanum á
Egilsstöðum. Námskeiðið sóttu
sjúkraflutningamenn af Héraði,
Breiðdalsvík, Eskifirði, Reyðar-
firði og Seyðisfirði — eða um 40
manns.
Að sögn Einars Rafns Har-
aldssonar, framkvæmdastjóra
Heilsugæslustöðvarinnar á
Egilsstöðum, var einkum fjall-
að um bráðahjálp á námskeið-
inu, aðferðir við lífgun úr
dauðadái og flutning slasaðra
— ennfremur um sjúkraflutn-
inga almennt og skipulagn-
ingu þeirra. Heilsugæslustöð-
in á Egilsstöðum hefur nú yfir
að ráða tveimur sjúkraflutn-
ingabifreiðum auk snjóbíla til
sjúkraflutninga.
Aðalleiðbeinendur á nám-
skeiðinu voru Asgeir Björns-
son frá Slysavarnafélagi ís-
lands og Sigurður Sveinsson,
starfsmaður Slökkviliðs
Reykjavíkur, frá Rauða krossi
íslands.
Formaður Rauða kross-
deildar Fljótsdalshéraðs er
Ragnar Ó. Steinarsson, tann-
læknir.
Ólafur