Morgunblaðið - 18.04.1982, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982
65
Guðbergur Garðarsson ásarnt Sigrúnu Waage í hlutverkum sinum i
Jazz-inum.
Leik í raun
sjálfan mig
segir Guöbergur Garðarsson um
hlutverk sitt 1 Jazz-inum
Aukasýning verður á söngleiknum
Jazz-inum í kvöld, sunnudag 18. apr-
íl. Að sögn Guðbergs Garðarssonar,
annars tveggja aðalleikara Jazz-ins,
hafa menn fullan hug á að halda
áfram sýningum svo framarlega sem
aðsókn verði góð í kvöld. Aðspurður
kvaðst hann vera mjög ánægður með
undirtektir áhorfenda á þeim 10 sýn-
ingum sem haldnar hefðu verið. Þó
hefði aðsókn ekki verið eins góð að
Jazz-inum og búist var við.
Guðbergur kvað söngleik á borð
við Jazz-inn að vísu talsvert frá-
brugðinn því sem fólk ætti að
venjast hér á landi. Að hans
hyggju ætti það þó ekki að standa
i vegi fyrir að fólk sækti þessa
sýningu þar sem hún hefði upp á
margt að bjóða. I raun spannaði
hún mun víðara svið en t.d. gam-
an- og harmleikir annars vegar og
danssýningar hins vegar. í Jazz-
inum færi þetta þrennt saman,
þ.e. söngur, dans og leikur.
Er hann var að því spurður
hvort ekki hafi farið mikill tími í
undirbúning þessa söngleiks svar-
aði hann því til að æfingar hefðu
verið langar og strangar. En haf-
ist hefði verið handa við uppsetn-
ingu Jazz-ins um síðustu áramót.
Ekki kvaðst hann reiðubúinn að
svara því hvort hann treysti sér út
í annað ævintýri eins og Jazz-inn.
Þó vonaðist hann til þess að
söng- og dansleikjahúsi yrði kom-
ið upp til að honum yrði gert kleift
að hafa dansinn að atvinnu.
Að hans dómi ætti hann margt
sameiginlegt með þeirri persónu
sem hann leikur í Jazz-inum.
Mætti t.d. nefna að hann væri
að stofna heimili og búa sig undir
framtíðina eins og leikpersónan.
„I raun og veru leik ég sjálfan mig
í Jazz-inum“ sagði Guðbergur að
lokum.
ALFA
VEGGSAMSTÆÐAN
frá hinu þekkta norska fyrirtæki BAHUS
gefur óendanlega möguleika í uppsetningu.
Komiö og skoöiö þessar fallegu veggsamstæöur
uppsettar í verslun okkar.
Húsgagnasýning sunnudag
Opiö kl. 2—5
Veriö velkominl
LSI^eife
m SMIDJUVEGI6 SÍMI 44544
íslenskt
söngva-
safn
^a\-er7ihIn
Islenskt söngvasafn kom fyrst út i tveimur bindum 1915 og 1916.
Þaö hefur notiö fádæma vinsælda og hefur þótt og þykir enn
ómissandi á hverjum þeim stað þar sem sungiö er viö undirleik.
Söngvasafniö var viöa nefnt „Fjárlögin“ og hlaut það nafn af hinni
frábæru mynd Rikharös Jónssonar af islensku landslagi, smölum
og kindum sem þrýddu spjöld bókanna og prýöir enn þessa nýju
utgáfu.
„Fáar nótnabækur hafa reynst tónmennt i landinu eins notadrjúg-
ar og Islenskt söngvasafn, “ segir Jón Asgeirsson, tónskáld, i
formála fyrir þessari nýju útgáfu. „ Val texta og laga, en sérlega þó
raddsetning Sigfúsar Einarssonar, tónskálds, er án efa undirstaða
þeirra vinsælda sem bækurnar hafa notið. “
Þessi nýja útgáfa Söngvasafnsins er fyrsta útgáfa þess óbreytt að
öðru leyti en því að báöar bækurnar eru hér í einu bindi.
Almenna bókafélagið
Austurstræti 18, sími 25544,
Skemmuvegi 36 Kópavogi, sími 73055.