Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 Rætt við pólska nóbelsskáldið Czeslaw Milosz „Pólveijar eru þekktir fyrir að reyna hið ómögulega“ Pólska skáldinu Czeslaw Milosz hlotnuðust bókmenntaverðlaun Nóbels á síðasta ári og við það tæki- færi sótti hann fóðurland sitt heim eftir langa útlegð. Lech Walesa og aðrir leiðtogar Samstöðu fógnuðu honum sem hetju og kváðust líta á hann sem „tákn fyrir endurheimt frelsi“. Milosz er nú kominn aftur til Kaliforníu og heldur þar áfram sinni 30 ára útlegð. Hann minnist þess með trega þegar Pólverjar endurheimtu frelsi það, sem þeir hafa nú glatað aftur. Þessi grein birtist í New York Times Magazine. Höfundur hennar er Eva Hoffman, ritstjóri The Week in Review, en hún er fædd í Póllandi. Hér dregur hún upp mynd af skáldinu, sem hef- ur látið eftirfarandi orð falla: „Pól- verjar eru þekktir fyrir að reyna hið ómögulega.“ Hann er hár maður og sterk- byggður, 70 ára að aldri. Hann rifjar upp, hvernig honum varð við, er honum bárust fréttirnar af setningu herlaga í Póllandi. Skáidið og Nóbelsverðlaunahafinn Czeslaw Milosz hefur að vanda fulla stjórn á sér, er hann talar um þessa hörmulegu atburði í heimalandi sínu, en djúpar og ein- lægar tilfinningar hans koma þó glöggt fram. Hann segir: „Samstaða fól í sér von fyrir allan heiminn. Innan hins sovézka kerfis var í burðar- liðnum ný skipan, sem stóð utan við kapítalisma og kommúnisma." Þessi orð segir hann dapur í bragði, en bætir síðan við beizk- lega: „Pólverjar eru þekktir fyrir að reyna hið ómögulega. I síðari heimsstyrjöldinni réðust þeir gegn skriðdrekum með spjótum. Eng- inn sérfræðingur hefði trúað því, að sovéska skipulagið gæti umbor- ið Samstöðu — og það gerði það heldur ekki.“ Rúmt ár er liðið frá því að Mil- osz veitti viðtöku bókmenntaverð- launum Nóbels. Þá var það mörg- um undrunarefni, að fyrir valinu hefði orðið þessi lítt kunni útlagi, sem í tvo áratugi hafði búið og stundað kennslu í Kaliforníu en skrifaði öll verk sín á pólsku. En hróður Czeslaw Milosz hefur vaxið mjög á síðasta ári og ger- breyting hefur orðið á afstöðu manna til verka hans. Ástæðan er að öðrum þræði sú, að verk hans hafa verið gefin út á ensku að nýju og sum í fyrsta sinn. Ritsafn Mil- osz er mikið að vöxtum og felur ekki aðeins í sér ljóð hans heldur og tvær skáldsögur, ritgerðir, sjálfsævisögu og verk, er kalla má pólitíska heimspeki. Viðurkenn- ingin á Milosz hefur fært honum heim nýja vegsemd. Til að mynda hefur hann hlotið útnefningu til að halda Charles Eliot Norton fyrirlestra við Harvard-háskói- ann, en fyrirrennarar hans þar hafa verið ýmsir gegnir menn, svo sem Robert Frost og Igor Strav- insky. Fyrir utan þessa viðurkenningu varð Milosz eins konar tákn fyrir endurheimt frelsis í Póllandi. í júní á sl. ári fór hann til Varsjár eftir þriggja áratuga útlegð og var fagnað sem hetju. Milosz hafði flúið Pólland því að honum þótti pólitískt ástand í landinu óbæri- legt. Um það leyti er hann kom til baka virtist frelsi vera í sjónmáli. I fyrsta sinn um þriggja áratuga skeið samþykktu opinberir aðilar í Póllandi útgáfu verka hans og 150.000 binda upplag seldist upp á nokkrum klukkustundum. Dag- blöð og sjónvarp gerðu sér mikinn mat úr heimsókn hans. Pólska þjóðin bar hann á höndum sér. Að mati Milosz var þetta stór- kostlegur tími — ekki svo mjög vegna fagurgalans í fjölmiðlum, sem hann tók með háðskri varúð. Það sem mestu skipti fyrir hann var, að breytingarnar sem voru í gerjun, virtust í þann veginn að umbylta Póllandi og svo var að sjá, sem hann ætti þar sjálfur ein- hvern hlut að máli. Einkum var hann snortinn vegna áletrunar á borða, sem strengdur hafði verið yfir sal, þar sem hann var hylltur. Á borðanum stóð: „Fólkið mun veita skáldi sínu styrk.“ Milosz kveðst raunar ekki vera neinn sérstakur aðdáandi „öreiga- dyggða". Eigi að síður hafði hon- um fallið vel, að í Póllandi þar sem stéttaskipting sé mjög lífseig, hafi sveitastúlkan, eiginkona Lech Walesa verið virt sem hefðarkona. Honum féll þegar í stað vel við Walesa. „Waíesa og margir af fé- lögum hans voru ákaflega hlýir í viðmóti," segir hann. „Mig hefur alltaf dreymt um einhvers konar samband milli menntamanna og verkamanna. Það er ekki lítils virði fyrir skáld að eiga sér annan eins Iesanda og Walesa." Hrifning Milosz yfir Póllandi hinu nýja hefur varla verið meiri en hryggð hans vegna núverandi ástands. Skömmu eftir að herlög voru sett tók hann svo til orða: „Rökfræðilega var engin ástæða til þess að ætla, að þessi þróun gæti haldið áfram vegna þess að Soyétríkin telja sig eiga Pólland." Ástandið, sem tók við í Póliandi eftir setningu herlaga var þjóð- inni engin nýlunda, heldur fram- lenging á kúguninni, sem hún hef- ur orðið að sæta um tveggja alda skeið, ef frá eru talin nokkur ár. Milosz segir að margt sé líkt með Pólverja og gyðingnum gangandi. Það hefur orðið hlutskipti margra af beztu listamönnum Póllands að minnast ættlandsins úr útlegð, og í verkum þeirra brennur ýmist heit þrá eftir því eða glittir á kaldhæðni. Milosz er nú uggandi um að samband milli þjóðarinnar og útlaganna, sem virtist vera að komast á, eins og sjá mátti, er hann sneri heim sjálfur, hafði ofnað enn á ný. Milosz býr nú í húsi sem stendur átt uppi í hæðum Berkeley, en iætur lítið yfir sér. Hann hefur búið þar ásamt konu sinni frá ár- inu 1960 og þar ólust upp tveir synir þeirra. Er hann er að því spurður, hvort ekki sé dálítil fjarlægð milli hans og bandarískra starfsbræðra hans, játar hann því dapur í bragði. Hann segist stundum fyll- ast öryggisleysi í samræðum, enda þótt þær fari fram í mesta bróð- erni, og hugsi sem svo „hvort ekki sé á ferðinni einhver misskilning- ur sem enginn hefur orð á og gerir sér kannski heldur enga grein fyrir, því að ákveðin orð, ákveðin menningarleg hugtök hafa aðra merkingu fyrir þá heldur en mig.“ En þessi orð útlagans bera ekki vott um hugarvíl eða sjálfsvor- kunn. „Mér finnst ég alls ekki vera á skökkum stað“ segir hann. „Ég skynja harmleik og ólgu minnar tíðar og hún snertir allan heim- inn. Við skulum ekki vera að skapa goðsagnir um útlaga, ef við erum öll útlagar, eða hvað? Að því leyti er gott að vera í Ameríku, að maður hefur á tilfinningunni að hann sé í allsherjar útlegð." . Milosz hefur ekki farið að dæmi Vladimir Nabokov og Aleksandr Solzhenitsyn, sem beinlínis kalla sig skáld í útlegð. Hann hefur heldur aldrei leitast eftir því að aðlagast að fullnustu og gerast bandarískur rithöfundur. Hann hefur tekið þann kostinn að skrifa einvörðungu á pólsku og hefur lítt sinnt því að fá verk sýn þýdd á ensku nema nú nýverið. Czeslaw Milosz fæddist í smábæ skammt frá Vilna. Foreldrar hans voru af lágaðli í Litháen. Minn- ingar hans frá fyrstu bernskuár- unum koma fram í sjálfsævisögu hans. „Land feðranna* og einnig birtast þær í skáldsögunni „Issa- dalur“, en hún er afar skynræn og fjallar um það hvernig barn upp- lifir náttúruna en er hrakið inn í kaldranalega veröld, þar sem ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.