Morgunblaðið - 04.05.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.05.1982, Qupperneq 2
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1982 hausttískunni í París Ekki er ráö nema í tíma sé tekið. Haust- og vetr- artískan er aö koma fram hjá tískuhúsunum í Par- ís, enda er þar komið sumar meö hlýju og blómskrúöi og allir sestir í sumarfötunum út á gangstéttarkaffihúsin, meöan viö hér erum ekki búin aö kveöja veturinn. Þessar myndir höfum viö fengiö frá tískuhúsi Ninu Ricci og sýna þær „til- búna“ fatnaöinn, sem nota skal á næsta hausti. Stíllinn er rómantískur, fínlegur og fullur af uppá- tækjum. Víö flaksandi pils meö íburöarmiklum blússum og sjölum veita mikla möguleika til að skipta um og nota flíkurnar á víxl í mismunandi samsetningu. Dæmi um þaö er víöa rósótta taftpilsiö meö laxableiku taftblússunni meö pífum og leggingum. Til hversdagsbrúks eru þarna gráar síöbuxur og meö þeim grár ull- arjakki meö málmskreytingu og grárri húfu. Af utanyfirflíkum má sjá drapplita kápu með slá og einnig léttari dragt meö þykkum ull- arjakka utan yfir. Gjarn- an notaðir heföbundnir filthattar. Svart er mjög í tísku fyrir síödegis- og kvöldboö, oft þá buxur og víðar blússur eöa slár, eins og sést á einni myndinni, þar sem blússan er fóöruö meö „lamé“-efni. Fyrir enn hátíðlegri tækifæri mundi þröngt flauels- pils meö blúndu-toppi yfir vera samkvæmt tískunni. Hann er þá fleginn, aöeins meö mjóum hlýrum og um hálsinn blúnduband. Þannig eru fyrstu sýn- ishornin af tískunni næsta haust og vetur. Þegar hugsað fyrir Sigrúh Lárusdóttir Kári Lárusson Gunnar Sveinsson D-listinn í Höfðahreppi Kjarvalsstaðir: Trúarleg myndlistar- sýning á páskum ’83 FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- flokksins í Möfóahreppi vió kosn- ingarnar, sem fram eiga að fara 22. maí: 1. Adoif Jakob Berndsen, um- boðsmaður, Bankastræti 9, Höfða- kaupstað. 2. Gylfi Sigurðsson, stýrimaður, Bogabraut 12, Höfða- kaupstað. 3. Gunnar Sveinsson, skipstjóri, Bogabraut 17, Höfða- kaupstað. 4. Sigrún Lárusdóttir, húsmóðir, Breiðabliki, Höfðakaup- stað. 5. Kári Lárusson, trésmíða- meistari, Hólabraut 18, Höfða- kaupstað. 6. Árni Björn Ingvars- son, vélstjóri, Hólabraut 22, Höfða- kaupstað. 7. Páll Þorfinnsson, raf- virkjameistari, Hólabraut 6, Höfðakaupstað. 8. Jón ívarsson, skipstjóri, Bogabraut 14, Höfða- kaupstað. 9. Hjalti Skaftason, bif- reiðastjóri, Fellsbraut 3, Höfða- kaupstað. 10. Haraldur Árnason, verkstjóri, Ægisgrund 5, Höfða- kaupstað. Kirkjulistarncfnd hefur sent út boðsbréf til íslenskra listamanna um þátttöku í sýningu kirkjulegr- ar og trúarlegrar myndlistar á Kjarvalsstöðum 19. mars til 10. apríl á næsta ári og mun sýningin Athugasemd við grein um Meyjaskemmuna í VIÐTALSGREIN um Meyja skemmuna sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir er birtist á fóstu- dag var ranghermt að verkið hefði aðeins verið uppfært tvisvar hér á landi, í Iðnó 1934 og 1939. Meyjaskemman var einnig upp- færð á ísafirði 1954 og stóð Sigrún Magnúsdóttir fyrir sýningunum, Leikfélag Akureyrar sýndi verkið 1954 og var Ágúst Kvaran þá leik- stjóri. Loks setti Nanna Egils Björnsson Meyjaskemmuna á svið með Leikfélagi Vestmannaeyja ár- ið 1972 og fór sú sýning til Fær- eyja. Uppfærsla Þjóðleikhússins er þannig sú sjötta hér á landi. taka yfir dymbilviku og páska. Undirbúningur þessarar sýningar er fyrsta verkefni áðurgreindrar nefndar, en í henni sitja dr. Gunn- ar Kristjánsson, Björn Th. Björnsson listfræðingur og Jó- hannes Kjarval arkitekt. 1 fréttabréfi biskupsstofu er greint frá sýningu þessari, en meginstofn hennar eru innsend og ný verk íslenskra listamanna. Verður þar söguleg deild með eldri kirkjulistarverkum, deild er sýnir helstu trúarleg tákn myndlistar, skyggnisýningar verða um íslenskar kirkjur og búnað þeirra og um erlenda kirkjulega samtímalist. Kirkjulistarnefndin skal ann- ars vegar annast ráðgjafarþjón- ustu um búnað og gerð kirkna og hins vegar á hún að auðvelda listamönnum að koma fram með verk sín á sviði kirkjulegrar list- ar og vekja söfnuði til vitundar um gildi frumlegra og vandaðra myndverka í kirkjum, segir í fréttabréfinu. Gunnlaugur Björnsson Grænmetisverzlun ríkisins: Gunnlaugur Björnsson forstjóri Framleiðsluráð landbúnaðarins samþykkti á fundi á fimmtudag, að ráða Gunnlaug Björnsson, aðstoðar- framkvæmdastjóra búvörudeildar Sambandsins, sem forstjóra Græn- metisverzlunar landbúnaðarins. Á fundi Framleiðsluráðs voru greidd atkvæði um umsækjendur, en þeir voru 13 að tölu. Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsam- bands bænda, sagði, að úrslit at- kvæðagreiðslunnar hefðu verið mjög skýr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.